Morgunblaðið - 17.11.2016, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.11.2016, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016 Hamraborg 10 – Sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18, laugardaga 11-14 Kynnum nýju margskiptu glerin frá Essilor Fáðu aukapar í kaupbæti Verið velkomin í sjónmælingu Traust og góð þjónusta í 20 ár SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Algengt er að foreldrar treysti sér ekki til þess að setja börnum sínum mörk og reglur hvað varðar netnotk- un. Jafn mikilvægt er að fylgjast með hegðun ungmenna á netinu og utan þess. Ýmiskonar óvandað efni og um- fjallanir á netinu, sem við fyrstu sýn líta út fyrir að vera áreiðanlegar, glepja gjarnan börnum og unglingum sýn og nauðsynlegt er að auka öryggi barna á netinu án þess að það komi niður á möguleikum þeirra á að nota það. Þetta er meðal þess sem var til umræðu á morgunverðarfundi sam- takanna í gær, Náum áttum, þar sem umræðuefnið var netnotkun barna og ungmenna. „Það er svo mikið af drasli á netinu sem er látið líta út eins og fréttir. Það er erfitt fyrir fullorðið fólk að sjá í gegnum það, hvað þá fyrir börn og unglinga,“ segir Óli Örn Atlason, uppeldis- og menntunarfræðingur, einn þeirra sem héldu fyrirlestur á fundinum. Í þessu sambandi nefnir Óli Örn nokkrar íslenskar frétta- og afþreyingarvefsíður og segir óvandað efni þeirra geta komið inn ranghug- myndum hjá ungmennum. Mörg þeirra gætu átt erfitt með að átta sig á því hvort um sannleika eða vafa- samar fullyrðingar væri að ræða. „Þau eru forvitin og eru alltaf að leita að upplýsingum,“ segir hann. „Þess vegna er svo mikilvægt að einhver segi þeim að það sé ekki allt satt og rétt sem þau lesa.“ Erindi Óla Arnar bar heitið Get ég treyst á Sjomlatips eða Beautytips? Hann segist hafa orðið þess áskynja í starfi sínu með unglingum að margar stúlkur treysta á Facebook-hópinn Beauty Tips og aðra álíka hópa til að fá ýmis ráð. „Það er mikið af alvöru úrræðum þar og þarna fá stelpur oft stuðning,“ segir Óli Örn og segir það sama eiga við um strákahópinn Sjomlatips. Markvisst beint gegn stelpum Óli Örn veitir félagsmiðstöðinni Fönix í Kópavogi forstöðu og hann heldur reglulega fræðslufundi um samskipti á netinu á vegum SAFT, sem er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvunotkun. Markmið fræðslunnar er m.a. að hvetja ung- menni til rökhugsunar og hann legg- ur áherslu á að valdefla stelpur. Hann segir að mörgu afþreyingarefni og ýmsum vinsælum Instagram töggum sé markvisst beint að stelp- um og nefnir í því sambandi #sexta- gram, #bikinibridge og #chasing- perfection þar sem tiltekið útlit eða hegðun er sýnt sem eftirsóknarvert. „Þetta er enn ein leiðin til að segja stelpum hvernig þær eiga að vera til að þóknast strákum,“ segir Óli Örn. Annað sem Óli Örn nefnir eru nafnlausar spjallsíður og öpp eins og ask.fm og Kiwi, þar sem hægt er að spyrja þá sem skráðir eru á síðurnar allskonar spurninga í skjóli nafn- leyndar. Þá er algengt að þar séu gefnar einkunnir fyrir ýmsa eig- inleika eins og t.d. útlit. „Reyndar held ég að krakkar í unglingadeild séu mikið til hættir að vera á þessum síðum. Yngri krakkar í 5.-7. bekk eru komnir á þær og ég held að þau ráði ekkert öll við þær spurningar sem er verið að spyrja þarna inni, segir hann. „Við þurfum að beina sjónum að yngri hóp en við erum þegar að gera,“ segir Óli Örn. Foreldrar vita oft ekki neitt Óli Örn vann námsefni fyrir SAFT um netnotkun og fer á milli skóla og ræðir nethegðun við nemendur í ung- lingadeildum grunnskóla. Hann hef- ur einnig verið með foreldrafræðslu, þar sem áhersla er á netnotkun barna og unglinga. „Foreldrar vita oft ekki neitt, þeir kannast ekkert við þessar síður sem ég tala um. Mörg- um finnst erfitt að fást við þetta, þeir telja sig ekki hafa tækniþekkinguna og finnst það vera nánast óyfirstíg- anlegt að skipta sér af nethegðun barna sinna. En það þarf enga sér- staka þekkingu, heldur fara á þessar síður, jafnvel skrá sig þar inn,“ segir Óli Örn. Hann segir algengt að mesta áhyggjuefni foreldra hvað netnotkun varði sé hvernig þeir geti stoppað netnotkun eða dregið úr henni. „Það er örugglega vandi hjá mörgum. En það sem mér finnst skipta meira máli fyrir heildina er hvernig á að haga sér á netinu.“ Flestir fengið nektarmyndir Óli Örn segist hafa gert óform- legar kannanir meðal unglinga og segir að samkvæmt þeim hafi um 80% þeirra fengið sendar nektar- eða kynfæramyndir af öðrum ungmenn- um. „Stundum eru krakkar sem eru í sambandi að senda hvort öðru þetta sem einhverskonar staðfestingu á sambandinu. Einhverjir gera þetta í leit að viðurkenningu, aðrir í ein- hverjum fíflaskap. En fæstir eiga von á að myndirnar komist í umferð og þegar það gerist eru afleiðingarnar yfirleitt miklu meiri fyrir stelpur en stráka. Þetta er oft afgreitt sem ein- hver töffara- eða fíflagangur hjá strákunum, en stelpurnar fá druslu- stimpilinn. Maður sér í þessu sam- bandi hvað Druslugangan og Free the nipple, þar sem stelpurnar taka sjálfar völdin, eru mikilvæg tæki í þessu sambandi.“ „Krakkar fara á netið löngu áður en þau læra að lesa,“ sagði Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, sem einnig hélt er- indi á fundinum og vísaði þar í rann- sókn SAFT frá 2013. „Fullorðnir verða oftast ekki vitni að óviðeigandi netnotkun barna fyrr en eftir á og þess vegna er fræðsla svo mikilvæg.“ sagði Hrefna í erindi sínu. Hún benti á ýmis jákvæð áhrif snjalltækjavæðingar, t.d. auðveldari samskipti, hægt væri að eiga blóm- legt félagslíf á netinu, þar væri boðið upp á ýmsa afþreyingu og þetta væri auðveld leið til að afla upplýsinga. „En það er alveg ljóst að með netinu standa foreldrar frammi fyrir aukn- um og nýjum áskorunum,“ sagði Hrefna og tiltók þar m.a. hvernig hamla mætti aðgangi að óviðeigandi efni, einelti á netinu og það stöðuga áreiti sem getur falist í því að vera „sífellt tengd/ur“. „Mesta áskorunin felst í hvernig við getum aukið tæki- færi barna á netinu án þess að auka áhættu,“ sagði hún. Netið er fullt af allskonar drasli  Algengt að foreldrar viti ekki hvernig fylgjast á með netnotkun barna  Auka þarf netöryggi án þess að skerða möguleikana  Strákar sem senda nektarmyndir sagðir töffarar – stelpurnar druslur Getty Images/iStockphoto Á netinu „Krakkar fara á netið löngu áður en þau læra að lesa,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hún var ein þeirra sem héldu erindi á morgunverðarfundi samtakanna Náum áttum. Óli Örn Atlason Hrefna Sigurjónsdóttir „Ég hugsa oft um samfélagsmiðla sem annan heim, þetta er heimur þar sem fólk leyfir sér oft að segja hluti sem það leyfir sér ekki að gera í daglegu lífi, heimur þar sem fólk deilir upplýsingum og tekur misalvarlega.“ Þetta sagði Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet, menntaskólanemi og formaður ungmennaráðs Barnaheilla, í er- indi sem hún hélt á morgunverðar- fundinum í gær. Herdís lýsti eigin notkun á sam- félagsmiðlum og sagði að stund- um mætti halda að sumir byggju þar. „Það er þörf á umræðu um samfélagsmiðla og við þurfum að ræða hvers vegna við erum að nota þá. Gætum við notað eitthvað annað?“ spurði Herdís. Bergþóra Þórhallsdóttir kennari hélt einnig erindi og sagði frá mál- þingi sem haldið var á Akureyri fyrr á þessu ári. Þar voru mótuð viðmið um skjátíma barna og ung- menna þar í bæ og nú hafa drög að þeim litið dagsins ljós. Þessi viðmið eru mismunandi eftir aldri barnanna; t.d. er við- miðið fyrir leikskólabörn 60 mín- útur á dag, fyrir nemendur í 5.-7. bekk er það 120 mínútur og fyrir ungmenni er það 240 mínútur. „Við getum hugsað um þetta sem útivistartíma á netinu, því eigin- legur útivistartími virðist ekki lengur vera útbreitt vandamál – við þurfum fremur að huga að því sem börnin eru að gera á netinu,“ sagði Bergþóra. Útivistartími á netinu SAMFÉLAGSMIÐLAR EINS OG ANNAR HEIMUR Til átaka kom við strætóskýli við Suðurlandsbraut í Reykjavík síð- degis í gær, þar sem reykingar voru upphaf snarpra orðaskipta sem leiddu af sér handalögmál. Maður kom að öðrum að reykja í skýlinu og sagði slíkt vera bannað. Reykingamaðurinn lét sér þetta í léttu rúmi liggja en fór út fyrir skýlið og reykti þar áfram. Sá sem athugasemdirnar gerði gafst þó ekki upp og fór þá að taka myndir af viðkomandi, sem brást hinn versti við. Stimpingarnar vegna þessa urðu nokkuð harðar, en lög- reglan skakkaði leikinn og flutti annan mannanna á slysadeild. Morgunblaðið/Golli Rifust vegna reyk- inga í strætóskýli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.