Morgunblaðið - 17.11.2016, Qupperneq 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016
Enn er bætt um betur með nýju
ReSound heyrnartækjunum
sem gefa eðlilega og
áreynslulausa heyrn.
Taktu þátt í framþróuninni og
prófaðu þessa hágæða tækni.
Aldrei
hefur verið
auðveldara
að heyra
GOLDEN
LOBE
AWARDS
2014
ASSOCIATION OF
INDEPENDENT
HEARING HEALTHCARE
PROFESSIONALS
Most Innovative
Concept 2014
presented to:
Resound - LiNX
made for iPhone
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú stendur fast á skoðunum þínum í
dag og því er hætt við að þú lendir í deilum.
Þær leiða bara til gremju og uppnáms.
20. apríl - 20. maí
Naut Mótspyrnan sem þú hefur fundið fyrir
hverfur um leið og þú eykur kraftinn.
Leyndarmálið er að örlögin eru það sem þú
ert að skapa núna með hugsunum þínum og
gjörðum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ýmsir nýir möguleikar opnast þér
en þú þarft að sýna mikinn sveigjanleika til
þess að nýta þér þá til fulls. Hugsanlega eiga
hvar-hefur-þú-verið-alla-mína-ævi? aðstæður
hlut að máli.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er engin ástæða til þess að velta
sér upp úr öllum sköpuðum hlutum. Brostu
bara að bernskubrekunum. Og aðdáendur
þínir bíða heldur ekki á hverjum degi eftir að
þú biðjir þá um hjálp.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Orðum þarf að fylgja einhver athöfn því
annars missa þau marks. Huggaðu þig við
það að öðrum líður eins og þér á þessum
tímapunkti.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú finnur til þarfar til þess að hjálpa
náunganum í dag. Gefðu þér góðan tíma til
þess að meta aðstæður.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þótt það sé auðvelt að hugsa til þess að
framtíðin beri í skauti sér áhugaverða mögu-
leika er nútíðin mest spennandi. Vertu sá
sem rífur upp stemninguna.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Maður getur alltaf bætt vinnuað-
ferðir sínar. En mundu að slíkt má segja á til-
litssaman og kurteisan máta.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Forvitni er mikill kostur þegar
hún heldur manni vakandi gagnvart dag-
legum venjum. Gefðu þér tíma til að njóta
samvista við aðra.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er svo sem allt í lagi að endur-
taka sig tvisvar, þrisvar sinnum. Ef þú getur
skapað þá í huganum getur þú það í raun-
veruleikanum líka.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Góður dagur til að ræða málin við
foreldri eða staðgengil þess. Krabbinn á að
neyta réttar síns og nýta sér aðstöðu sína á
þann veg að aðrir geti tekið sér hann til fyrir-
myndar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Allt hefur sinn tíma svo þú skalt ekki
beita þrýstingi. Aðeins nýjar staðreyndir eiga
að koma þér á aðra skoðun.
Gamall vinur minn og samþings-maður, Níels Árni Lund, hefur
tekið saman og gefið út „Sléttungu,
safn til sögu Melrakkasléttu“ í
þrem bindum. Víða er leitað fanga,
verkið er prýtt fjölda mynda og frá-
sögnina verður lifandi með því að
rifjaðar eru upp svipmyndir frá
liðnum öldum og verður að fara
fljótt yfir sögu:
Ofanvert við Snartastaðanúp er
Stefánssteinn kenndur við Stefán
prófast Þorleifsson í Presthólum.
Þar fór hann ávallt af baki til þess
að kveikja í tóbakspípu sinni, því að
hann hafði með sér eldstál eða eld-
tinnu eins og tíðkaðist á þeim dög-
um. Um steininn kvað prófastur
þetta:
Hér hef ég slegið eldinn einn,
oft þó varakaldur.
Þessi gamli Stefánssteinn
stendur heims um aldur.
Séra Sigurður Jónsson í Prest-
hólum (d. 1661) var mikið sálma-
skáld og hélt lengi í við Hallgrím
Pétursson um vinsældir. Hestur
hans, mikill kostagripur, gekk í
Leirhafnarlandi. Jarðleysur voru
miklar og fór klárinn að príla eftir
grasi framan í sjávarhöfða en hrap-
aði fram af og rotaðist. – Er þarna
kallað „Hestfall“ síðan og var haft
fyrir hákarlamið í Núpasveit. Séra
Sigurður orti eftir klárinn:
Fallin er hin fagra há,
fæða er orðin vörgum.
Féll á svell og flaug í sjá
fram af háum björgum.
Páll Ólafsson og Ragnhildur voru
á Sigurðarstöðum fyrir aldamótin
1900. Á bænum var kerling sem oft
var að ergja Pál með nöldri sínu.
Hann orti:
Hænsnin eru mesta mein
mitt og allra á bænum.
Þó er verri Ólöf ein
áttatíu hænum.
Jón Trausti ólst upp á Núpskötlu
og sækir rithöfundarnafn sitt í
steindrang mikinn, Karlinn, sem
stendur í sjó fram út af Rauðanúps-
bjargi. Kristinn Kristjánsson frá
Nýhöfn segir frá því að hann hafi
skrifað móður sinni og beðið hana
að senda sér Alþýðubókina (Þór-
arinsbókina sem kölluð var). Var
sagt að hann hefði mikið strítt við
að koma utan á bréfið áskrift í vísu
og tókst það:
Bið ég dróttir bréfið þá
beri fljótt til Leirhafnar.
Húsfrú skjótt í hendur fá
Helgu dóttur Sæmundar.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Sléttunga –
merkilegt ritverk og gott
Í klípu
„NÚ SÉRÐU AÐ ÉG ER SANNKALLAÐUR
EINNARÞJALARSMIÐUR.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG FANN LOKSINS SKRÁNA ÞÍNA.
HÚN VAR MEÐ DAUÐA LIÐINU.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að kúra saman á
köldum vetrarnóttum.
Æ,
NEI!
ÉG ER AÐ FARA AÐ SPARKA
ODDA FRAM AF BORÐINU!
EF ÞAÐ VÆRI BARA EINHVER LEIÐ
TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR ÞAÐ!
SPARK!
ATLI HÚNA-
KONUNGUR
SENDIR ÞÉR
LEIRKER SEM
HANN GERÐI!
NÚ JÆJA...
KANNSKI VILL
HANN ATLI MIG EKKI
DAUÐAN EFTIR ALLT
SAMAN!
ÞETTA ER
DUFTKER!
Víkverji fór á dögunum að sjá leik-ritið Mamma mia í Borgarleik-
húsinu og skemmti sér konunglega.
Söngleikur þessi hefur verið kvik-
myndaður og færður upp víða um
heim. Víkverji sá meira að segja
uppfærslu á honum í Hagaskóla fyr-
ir nokkrum árum. Sú uppfærsla var
full af fjöri og ferskleika og bráð-
skemmtileg. Hann hefur einnig séð
bíómyndina. Hann gerþekkti því
söguna þegar hann settist niður í
Borgarleikhúsinu. Engu að síður
hreifst hann með þegar tónlist Abba
byrjaði að dynja og atburðarásin fór
af stað. Margt er vel gert í uppfærsl-
unni. Sviðið er notað með skemmti-
legum hætti og leikhópurinn ein-
staklega samhentur. Þórarinn
Eldjárn þýðir textana við lög Abba á
íslensku og tekst oft og tíðum snilld-
arvel til. Dancing Queen verður til
dæmis Dansinn hvín.
x x x
Víkverji lét sér á árum áður fáttum Abba finnast og taldi fyrir
neðan sína virðingu að hlusta á hinar
auðmeltu melódíur sænsku hljóm-
sveitarinnar, þótt hann ætti erfitt
með að hemja sig á dansgólfinu þeg-
ar lög hennar hljómuðu. Í áranna rás
hafa varnir hans molnað niður og nú
verður hann að viðurkenna að hljóm-
sveitin, sem honum áður fannst yf-
irmáta hallærisleg, gerði margt
skrambi gott.
x x x
Abba sló í gegn 1974 þegar hljóm-sveitin sigraði í
Eurovision-söngvakeppninni með
laginu Waterloo. 1982 lagði Abba
upp laupana. Víkverji heyrði í liðinni
viku viðtal við einn úr fjóreykinu,
Björn Ulvaeus, á BBC. Í viðtalinu
segir hann frá því að eftir að Abba
hætti hafi sveitinni verið boðinn einn
milljarður dollara fyrir að fara í árs
hljómleikaferð um heiminn. Einn
milljarður er yfirgengileg upphæð,
en Ulvaeus segir að hljómsveitin
hafi ekki getað hugsað sér að ganga í
gegnum það að halda hljómleika dag
eftir dag með öllu því álagi sem því
fylgdi og því hafnað tilboðinu. Hann
sér engan flöt á að Abba komi aftur
saman. Hún yrði þá eins og hver
önnur tökuhljómsveit að spila gömul
lög. víkverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn er hlutdeild mín, segir sál
mín, þess vegna vona ég á hann.
(Harm. 3:24)