Morgunblaðið - 17.11.2016, Síða 10

Morgunblaðið - 17.11.2016, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016 Lágmúli 5, 108 Reykjavík | Sími 571 5800 | gudrun@garun.is | garun.is Ertu í söluhugleiðingum? Guðrún Antonsdóttir Lögg.fasteignasali Sími 697 3629 Viltu kraftmikinn fasteignasala sem vinnur fyrir þig, er heiðarlegur og traustur. Bjóddu mér í heimsókn og fáðu frítt söluverðmat og tilboð í söluferlið þitt. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fjárframlög sem koma erlendis frá vega sífellt þyngra í rannsókna- og nýsköpunarstarfi sem unnið er að hér á landi. Arnljótur B. Bergsson, sviðsstjóri innleiðingar og áhrifa hjá Matís, bendir á í nýrri sam- antekt að alþjóðlegt rannsókna- og nýsköpunarsamstarf gegni lyk- ilhlutverki fyrir kraftmikið rann- sókna- og þróunarstarf hér á landi þar sem fyrirtæki og vísinda- samfélag vinna saman að því að efla og endurnýja atvinnulífið. Erlent fjármagn stendur undir um fjórðungi af rannsókna- og ný- sköpunarstarfi hér á landi. Hlutur fyrirtækjanna í rann- sókna- og nýsköpunarstarfinu hef- ur vaxið verulega. Þannig hafa fyr- irtæki, og er Matís þar með talið, stóraukið ráðstöfun fjármuna til rannsókna og þróunarstarfs á síð- ustu árum. Fyrirtæki vörðu sam- tals 12,7 milljörðum meira til ný- sköpunarstarfs á árinu 2015 en á árinu 2013 og bendir Arnljótur á að þar munar mestu um 6,2 millj- arða meiri útgjöld sem erlendir einkaaðilar lögðu til. Þeirra fram- lög námu samtals á því ári 9,8 milljörðum, sem ráðstafað er til rannsókna og þróunar hér á landi. Á síðasta ári lögðu einkaaðilar sem eru hér á landi einnig meira fram eða 6,1 milljarði meira en þeir gerðu tveimur árum fyrr og námu framlög þeirra til rannsókna- og nýsköpunar samtals 17,5 millj- örðum kr. á árinu 2015 samkvæmt samantekt Arnljóts. Fram kom í tölum sem Hag- stofan birti í seinasta mánuði að samanlagt hefðu öll útgjöld bæði fyrirtækja og opinberra stofnana til alls rannsókna- og þróun- arstarfs sem fram fer hér á landi numið 48,5 milljörðum á síðasta ári. Á sama tíma og fyrirtæki lögðu meira til rannsókna og þróun- arstarfs stóð fjármögnun stofnana að mestu í stað en háskólastofnanir vörðu 2,3 milljörðum meira í rann- sókna og nýsköpunarstarf 2015 en 2013. Í umfjöllun Arnljóts á vefsíðu Matís segir að hlutur fyrirtækja í rannsóknum og þróun hafi vaxið úr 56% árið 2013 í 65% árið 2015. Erlent fjármagn vegur sífellt þyngra eins og fyrr segir og segir Arnljótur að evrópskt samstarf um rannsóknir og nýsköpun sé Íslend- ingum mikilvægt. ,,Við höfum allt frá stofnun Mat- ís lagt mikla áherslu á erlent sam- starf. Má segja að við höfum að nokkru leyti fjármagnað starfsemi Matís með erlendu samstarfi,“ seg- ir hann í samtali við Morgunblaðið. Sú margþætta starfsemi við rannsóknir og ráðgjöf í líftækni, sjávarútvegi og matvælavinnslu sem fram fer á vegum Matís er að stórum hluta fjármögnuð í gegnum rannsókna- og þróunarsamstarf að sögn hans og nefnir hann sem dæmi fjárframlög og styrki á veg- um Norrænu nýsköpunarmiðstöðv- arinnar og Norrænu Atlantsnefnd- arinnar (NORA), sem er staðsett í Færeyjum. Veigamikill hluti kem- ur hins vegar í gegnum samstarfið um Rannsóknaáætlun Evrópu, Horizon 2020, sem Matís og Há- skóli Íslands eru þátttakendur í. „¾ hlutar allra tekna Matís eru sjálfsaflafé og fjármagnið frá Hori- zon 2020 vegur þar mjög þungt,“ segir Arnljótur. Matís er þátttakandi í 12 marg- víslegum verkefnum á vegum Horizon 2020. Til marks um fjöl- breytnina geta verkefnin m.a. verið allt frá rannsóknum á félagslegum áhrifum á fiskveiðistjórnun, yfir í rannsóknir á loftslagsbreytingum, líftæknirannsóknir, rannsóknir á vírusum, könnun á hagnýtingu erfðaauðlinda, lífdísilframleiðslu og þátttöku í ClimeFish, evrópska rannsóknaverkefninu, svo dæmi séu nefnd. Á síðasta ári voru Horizon 2020 styrkir sem Matís aflaði um 13% of opinberri erlendri fjármögnun til rannsókna og þróunarstarfs á vett- vangi fyrirtækja hér á landi. 9,8 milljarða erlend framlög  Fyrirtæki stórauka framlög til rannsókna og þróunarstarfs  Erlent fjármagn um fjórðungur rannsókna- og nýsköpunar hér á landi  Matís er orðið stór þátttakandi í rannsóknastarfi Evrópu Morgunblaðið/Styrmir Kári Rannsóknir og nýsköpun Á síðasta ári voru styrkir sem Matís aflaði með þátttöku í Horizon 2020 rannsóknaáætl- uninni um 13% of opinberri erlendri fjármögnun til rannsókna og þróunarstarfs á vettvangi fyrirtækja hér á landi. Margvísleg verkefni » Matís tekur þátt í 12 af þeim 67 verkefnum sem Íslendingar eiga hlutdeild í innan Horizon 2020, evrópsku rann- sóknaáætlunarinnar. » Auk samstarfs Matís við innlenda og erlenda aðila og þátttöku í fjölþjóðlegum verk- efnum hafa matvælarisar á borð við PepsiCo og Nestlé verið meðal viðskiptavina Mat- ís og keypt af fyrirtækinu rann- sóknir. Vísinda- og tækniráð hefur markað þá stefnu að hlutfall rannsókna og þróunar nemi um 3% af vergri landsfram- leiðslu hér á landi. Þó að vöxturinn hafi verið mikill er enn langt í land. Fjárhæðirnar til rannsókna og þróunar þurfa að aukast um 17,9 milljarða til að ná 3% af lands- framleiðslu, að sögn Arnljóts B. Bergssonar, sviðsstjóra hjá Matís. Hann segir erfitt að spá fyrir um hvenær þessu mark- miði verði náð þó að vel gangi um þessar mundir. Það ráðist af mörgum þáttum, m.a. af samstarfsverkefnum og haft geti áhrif hvort t.d. Bretar, sem eru stærsta samstarfsland Matís, verði áfram með í evrópska rannsóknasamstarfinu Horizon 2020. 17,9 milljarða vantar upp á RANNSÓKNIR OG ÞRÓUN VERÐI 3% AF LANDSFRAMLEIÐSLU Arnljótur Bjarki Bergsson Fyrir rúmu ári hvatti menntamála- ráðherra framhaldsskóla á Norð- austurlandi til að hafa meira sam- starf sín á milli. Hluti af því var að hafa meira samræmi á milli starfs- tíma skólanna, en Menntaskólinn á Akureyri (MA) hefur hingað til byrjað um miðjan september og út- skrifað 17. júní, meðan aðrir skól- ar hefja sitt skóla- starf um miðjan ágúst og útskrifa í lok maí. Til að liðka fyrir auknu samstarfi leggur MA til að skólaár- ið verði samræmdara en nú er. MA mun þá hefja skólastarf um mánaða- mótin ágúst/september en mun samt áfram útskrifa 17. júní eins og áður. Á ríkisstjórnarfundi í fyrradag var breyting á starfstíma MA tekin fyrir en þar var rætt um auka fjármagn til skólans vegna breytinga á skóla- árinu, en þegar skólaárinu verður breytt fær starfsfólk styttra sum- arfrí og þarf að greiða því það út. Hingað til hefur ekki fengist fjár- heimild til þess. „Við óskuðum eftir því að fá að færa skólaárið nær skólaári annarra skóla, það var til umræðu í fyrra en náðist ekki að fjármagna það að fullu. Þetta er búið að vera á dagskrá ríkisstjórnarinnar í þónokkurn tíma en var loksins tekið fyrir í vikunni,“ segir Jón Már Héðinsson, skóla- meistari MA. Breyting á starfsári MA þýðir meiri möguleika á nýtingu starfs- fólks milli skóla og einnig verður hægt að bjóða nemendum að taka áfanga á milli skóla, að sögn Jóns Más. Ekki fengust svör frá mennta- málaráðuneytinu í gær um hvort aukin fjárheimild til breytinganna yrði veitt. ingveldur@mbl.is MA ætlar að breyta skólaárinu  Byrja um hálfum mánuði fyrr en áður Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson Skóli Menntaskólinn á Akureyri. Jón Már Héðinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.