Morgunblaðið - 17.11.2016, Síða 35

Morgunblaðið - 17.11.2016, Síða 35
ferðaðist ég víða um heim. Sautján ára eyddi ég mánuði í Íran og kynntist þar meðlimum andlegs þjóðarráðs bahá‘ía, en þeir voru allir teknir af lífi vegna trúar sinn- ar í kjölfar íslömsku bylting- arinnar 1979. Helgistaðir bahá‘í trúarinnar í Shiraz sem ég heim- sótti voru einnig jafnaðir við jörðu og enn þann dag í dag eru bahá’íar í Íran grimmilega ofsóttir. Þessi upplifun mín á unglings- árum mótaði sterka réttlætiskennd og efldi löngun mína til að taka þátt í uppbyggingu málstaðar frið- ar, einingu og réttlætis.“ Ólafía hefur tvisvar heimsótt Ísrael, en þar eru höfuðstöðvar bahá’í trúar- innar. Fyrst með pitsur í Færeyjum Þegar Ólafía var tvítug gifti hún sig og fluttist til Færeyja til að þjóna bahá’í trúnni. Þar rak hún grillstað en gaman er að geta þess að hún bauð upp á fyrstu pitsurnar í Færeyjum, Með fyrri eiginmanni sínum, Eðvarði T. Jónssyni, eign- aðist hún sex börn, fimm stráka og eina stúlku, sem ólust upp í Fær- eyjum að undanskildum tveimur yngstu börnunum. „Börn mín hafa öll erft ævintýraþrá mína og hafa ferðast um allan heim og búið meðal annars í Danmörku, Ísrael, Kostaríku, Bretlandi og Kambó- díu.“ Árið 1992 flutti Ólafía aftur til Íslands, þar sem hún settist að í Grafarvoginum. Hún giftist árið 2002 Benedikt Gabríel Sigurðssyni, sem átti fyrir þrjú börn. Ólafía er mjög listræn, en það hefur hún frá móður sinni, Sigríði Rósinkarsdóttur listmálara, sem lærði hjá frænda sínum, Eiríki Smith sem nú er nýlátinn. Hand- verk Ólafíu má finna víðs vegar um heim. Þegar börnin flugu úr hreiðrinu ákvað Ólafía að venda sínu kvæði í kross og fór til Danmerkur að mennta sig sem blómaskreytir. Þar tók hún próf frá Kold College í Óðinsvéum. Við útskrift útbjó hún tvo stóra blómaskúlptúra sem prýddu torgið í Óðinsvéum. Skúlp- túrarnir voru í líki tveggja hnatta, en þá stóð yfir alþjóðleg ráðstefna um hlýnun jarðarinnar. Í dag rekur Ólafía blómabúðina Dalíu í Glæsibæ, sem hún keypti með manni sínum fyrir sex árum. „Ég nýt þess að eiga stundir með börnunum mínum og barnabörnum þegar þau eru á Íslandi milli þess sem ég sinni rekstri blóma- búðarinnar.“ Fjölskylda Eiginmaður Ólafíu er Benedikt Gabríel Sigurðsson, f. 5.11.1956, vélamaður. Foreldrar hans: Sig- urður Ágúst Magnússon, f. 22.2. 1934, d. 91.1. 2009, og k.h. Guð- munda Bjarný Ólafsdóttir, f. 20.2. 1938, d. 10.3. 2009. Börn Benedikts af fyrra hjónabandi eru: 1) Krist- inn, f. 24.3. 1975, bús. í Bretlandi; 2) Axel, f. 13.12. 1979, tölvumaður, bús. í Reykjavík; 3) Fannar Leví, f. 8.9. 1986, þjálfari, bús. í Kefla- vík. Börn Ólafíu og Eðvarðs T. Jóns- sonar eru: 1) Eskil Daði, f. 25.5. 1977, vélfræðingur í Keflavík; 2) Ólafur Böðvar, f. 2.1. 1980, sjúkra- liði í Óðinsvéum; 3) Dagur Nabíl, f. 29.1 1981, d. 3.11. 1981; 4) Jakob Regin, f. 23.2.1983, skrifstofumað- ur í Haifa í Ísrael; 5) Dagbjartur Ágúst, f. 13.1. 1988, ráðgjafi í Reykjavík; 6) Linda Rós, f. 27.7. 1989, nýútskrifuð í uppeldisfræði, bús. í Reykjavík. Stjúpsonur var Knútur Steinar Eðvarðsson, f. 3.2. 1970, d. 4.2. 2000. Systkini Ólafíu eru Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, f. 16.1. 1956, doktorsnemi, bús. í Reykjavík; Gísli Ólafsson, f. 25.3. 1958, pípu- lagningameistari, bús. í Keflavík; Rósa Ólafsdóttir, f. 6.3. 1963, verslunarkona, bús. í Noregi; Erla Ólafsdóttir, f. 31.10.1964, sjúkra- þjálfari, bús. í Mosfellsbæ. Foreldrar Ólafíu eru Ólafur Böðvar Erlingsson, f. 1.8. 1934, pípulagningameistari, og k.h. Sig- ríður Margrét Rósinkarsdóttir, f. 14.11. 1937, myndlistarkona. Þau eru búsett í Keflavík. Úr frændgarði Ólafíu Kristnýjar Ólafsdóttur Ólafía Kristný Ólafsdóttir Kristný Ingigerður Pálmadóttir húsfreyja í Bæjum Gísli Daníelsson verkam. í Bæjum á Snæfjallastr. Jakobína R. Gísladóttir húsfreyja á Snæfjöllum Rósinkar K. Kolbeinsson bóndi á Snæfjöllum Sigríður M. Rósinkarsdóttir myndlistarkona í Keflavík Sigurborg Jónsdóttir húsfreyja í Unaðsdal Kolbeinn Jakobsson bóndi og hreppstjóri í Unaðsdal á Snæfjallaströnd Finnbogi Kolbeinsson sjómaður og verka- maður, síðast bús. í Rvík Eiríkur Smith listmálari Ólafía Þórðardóttir verkakona í Reykjavík Böðvar Jónsson sjómaður í Reykjavík Ingunn Böðvarsdóttir húsmóðir í Reykjavík Erling Davíðsson leigubílstjóri í Keflavík Ólafur Böðvar Erlingsson pípulagningameistari í Keflavík Kristjana P. Guðbrandsdóttir smurbrauðsdama í Reykjavík Davíð Björnsson smiður í Reykjavík ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími 553 1380 20% afsláttur af hreinsun á gardínum út nóvember Jóhann Vilhjálmur Daníelsson,kaupmaður á Eyrarbakka,fæddist í Kaldárholti í Holtum, Rang. 17. nóvember 1866. Foreldrar hans voru Daníel Þorsteinsson, bóndi þar, og k.h, Vilborg Jónsdóttir. Bræð- ur Jóhanns voru: Sigurður, gestgjafi á Kolviðarhóli, og Daníel í Guttorms- haga, faðir Guðmundar skálds. Jóhann ólst upp við venjuleg sveitastörf og fékkst nokkuð við bú- skap framan af ævi, fyrst í Gljúfur- holti en síðar í Starkarhúsum í Hraungerðishreppi. Um aldamótin flutti Jóhann til Stokkseyrar. Þá rak Ólafur Árnason kaupmaður, stóra verslun þar. Hon- um var ljóst, er hann kynntist Jó- hanni, að Jóhann var dugandi og áhugasamur um verslun, og sölu- maður svo af bar. Eftir það rak Jóhann lítið útibú á Eyrarbakka, fyrir verslun Ólafs, um nokkurra ára bil, en árið 1906, er Ólafur seldi Kaupfélaginu „Ingólfur“ húseignir sínar og verslun, varð Jó- hann útibússtjóri félagsins á Eyr- arbakka, þar til hann keypti eignir fé- lagsins þar, nokkru seinna, með tilstyrk Ólafs. Verslunina rak hann til 1925, er hann fluttist til Reykjavíkur, þar sem hann var lengst af síðan starfsmaður hjá Sigurði Þ. Skjald- berg kaupmanni. „Jóhann var vinsæll maður, dug- legur og áhugasamur verslunar- maður og athafnamaður, fé- lagslyndur og vel viti borinn og lét mörg mál til sín taka: stjórnmál, bindindismál og kirkjumál. Hann hugsaði hvert mál vel og hafði skýr rök fyrir þeim. Hann var jafnan glað- ur í bragði og tók andstreymi lífsins með karlmennsku,“ segir í minning- arorðum. Kona Jóhanns var Sigríður Gríms- dóttir frá Gljúfurholti, f. 7.5. 1869, d. 11.5. 1945. Sonur þeirra var Vilberg, bifreiðarstjóri á Eyrarbakka. Dóttir Sigríðar og kjördóttir Jóhanns var Lovísa, kona Ólafs Helgasonar, kaup- manns og hreppstjóra á Eyrarbakka. Jóhann lést 11.8. 1946. Merkir Íslendingar Jóhann V. Daníelsson 90 ára Guðný Bára Kjartansdóttir 85 ára Karl Gunnlaugsson Sigríður Erlendsdóttir Þorsteinn Guðbrandsson 80 ára Fríða Sigurðardóttir Sigríður Soffía Sandholt Sjöfn Helgadóttir Þórir Guðmundsson 75 ára Gyðríður Elín Óladóttir Soffía Ottesen Stefanía Jóhannsdóttir 70 ára Davíð Axelsson Finnbogi G. Guðmundsson Guðrún Björg Tómasdóttir Inga Þórunn Sæmundsdóttir Mark Markús Reedman Marsibil Ágústsdóttir 60 ára Ari Páll Ögmundsson Elín Ingibjörg Daðadóttir Guðrún Anna Ingólfsdóttir Magnús Magnússon Ólafía Kristný Ólafsdóttir Óskar Áskell Sigurðsson Una Magnúsdóttir Valmundur Pétur Árnason Vilhjálmur J. Guðmundsson 50 ára Andrzej Swiecinski Auður Edda Jökulsdóttir Elísabet Gestsdóttir Gerður María Gröndal Gylfi Þór Þórisson Hafþór Sævarsson Joanna Zofia Wolska Kristín Hallgrímsdóttir Kristín Skúladóttir Margrét Kristjana Daníelsdóttir Odom Manuel Sengo Pestana Skúli Sæland Stefanía Ósk Þórisdóttir Steindór Grétarsson 40 ára Agnieszka Anna Losiniecka Erlingur Sigurðsson Gunnar Adam Ingvarsson Hafsteinn Michael Guðmundsson Hringur Pjetursson Lárus Axel Sigurjónsson Martin Rujak Sólveig Jóna Geirsdóttir Vladislav Konecny 30 ára Arna Guðný Valgarðsdóttir Daníel Guðni Guðmundsson Gunnhildur Katrín Hjaltadóttir Hans Þór Hansson Ingibjörg Þorsteinsdóttir Jóhann Gunnar Kristjánsson Líney Rut Guðmundsdóttir Marcin Tomasz Slawinski Ólöf Maggý Örnólfsdóttir Sebastian Rutkowski Sigurður Finnbogason Tara Gunnarsdóttir Valerija Beliajeviené Til hamingju með daginn 40 ára Erlingur er Ólafs- firðingur og er yfirkokkur á Grímseyjarferjunni Sæfara. Maki: Thelma Guðjóns- dóttir, f. 1987. Börn: Jón Pétur, f. 2002, og Dagný Sara, f. 2014. Foreldrar: Sigurður Pétur Ingólfsson, f. 1953, sjó- maður á Sigurbjörgu ÓF, og Margrét Sigrún Ólafs- dóttir, f. 1954, vinnur við heimilishjálp. Þau eru bús. í Ólafsfirði. Erlingur Sigurðsson 40 ára Axel er úr Kópa- vogi en býr í Reykjavík. Hann er deildarfulltrúi hjá Strætó bs. Maki: Katrín Ösp Gúst- afsdóttir, f. 1978, eigandi Allt í köku ehf. Börn: Sonja Lára, f. 1995, Ágúst Freyr, f. 2004, og Freyja Ósk, f. 2007. Foreldrar: Sigurjón Sig- urðsson, f. 1947, smiður, og Ósk Axelsdóttir, f. 1954, d. 2015. löggiltur sjúkraþjálfari. Lárus Axel Sigurjónsson 30 ára Gunnhildur er Sel- fyssingur og er hár- greiðslumeistari á Hár- greiðslustofu Önnu. Maki: Hlynur Geir Hjart- arson, f. 1976, fr.kv.stj. Golfklúbbs Selfoss. Börn: Heiðrún Anna, f. 2000, Katrín Embla, f. 2007, og Alexander Máni, f. 2010. Foreldrar: Hjalti Sigurðs- son, f. 1957, og Ragnheið- ur Jóna Högnadóttir, f. 1961, bús. á Selfossi. Gunnhildur K. Hjaltadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.