Morgunblaðið - 17.11.2016, Side 12

Morgunblaðið - 17.11.2016, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Það var ómetanleg stund aðfara á sviðið en það var einaf betri stundum lífs mínsað dansa þarna og sjá að hvert sem við litum voru glöð og ást- rík andlit sem hvöttu okkur áfram – en það hefur örugglega ýtt okkur í sigur,“ segir Edda Blöndal, stofn- andi Salsa Iceland og hluti af sýn- ingarhóp Salsa Iceland, en sýning- arteymið fór með sigur af hólmi á dögunum í Stargate-sýningarkeppn- inni sem haldin er ár hvert á Berlin Salsa-ráðstefnunni. Þau munu því etja kappi í Evrópukeppni sýning- arliða sem haldin verður á Euro- Festival-ráðstefnunni í Düsseldorf 20. nóvember næstkomandi. Stargate-mótaröðin er keppni áhugamanna í salsa-dansi en sjö for- keppnir eiga sér stað á salsaráð- stefnum um allan heim og mætast sigurvegararnir svo í Evrópukeppn- inni. „Við höfum verið að ryðja okkur til rúms og fá aðgengi að þessum sýningum eða hátíðum. Þetta er með fyrstu skiptum sem við tökum þátt í svona keppni og það gekk bara svona glimrandi vel að við unnum,“ segir Edda létt í bragði en dans- teymið samanstendur af sjö kenn- urum í Salsa Iceland, þ.e. auk Eddu eru Helen Hergeirsdóttir, Hildur Ketilsdóttir, Inga María Bachman, María Carrasco, Mike Sánchez og Snæfríður Halldórsdóttir. Blákaldur raunveruleikinn Með sigri í forkeppni Stargate- sýningarkeppninnar fékk hópurinn þann heiður að dansa á aðalsviði ráð- Íslenskir salsa-dansarar komu, sáu og sigruðu Sýningarteymi Salsa Iceland sigraði í Sargate sýningarkeppni áhugamanna í salsa-dansi á salsa-ráðstefnunni í Berlín á dögunum og keppir því næst 20. nóv- ember á Evrópukeppni sýningarliða í Düsseldorf. Edda Blöndal er ein af sjö döns- urum teymisins en hún stofnaði Salsa Iceland árið 2003 en markmiðið þar er að allir geti komið og dansað, án þess að hafa grunn í dansi eða dansfélaga. Áhugi Edda Blöndal stofnaði Salsa Iceland árið 2003, kennir þar og dansar með sýningarteyminu sem heldur nú á Evrópukeppni sýningarliða í Salsa. Salsa Fjöldi manns kemur vikulega á danskvöld hjá Salsa Iceland sem hald- in eru í miðri viku. Allar upplýsingar má nálgast á www.salsaiceland.is. „Útkoman er kraftmikill og hljóm- urinn einstakur,“ segir Matthías V. Baldursson, stjórnandi Rokkkórs Ís- lands. Kórinn fer ekki hefðbundnar leiðir í kórsöng og heldur rokktón- leika í Hörpunni á föstudagskvöld kl. 19.30. Á tónleikunum verða flutt þekkt rokklög frá áttunda áratugn- um sem sveitir eins og Uriah Heep, Eagles, Deep Purple, Kiss, Led Zeppelin, Queen hafa gert fræg og vinsæl. Einsöngvarar eru allir úr hópi kór- félaga, þau Áslaug Helga, Georg Al- exander, Íris Kristinsdóttir, Tinna Marína, Sísí Ástþórsdóttir, Katrín Hildur, Tómas Guðmundsson, Ragna Hjartardóttir, Atli Ágústsson og Andri Hrannar. Valinkunnir tónlist- armenn skipa hljómsveitina sem leik- ur með, þeir Friðrik Karlsson og Dav- íð Sigurgeirsson sjá um gítarspilverk, bassann plokkar Eiður Arnarsson, Pálmi Sigurhjartarson leikur á hljóm- borð, Sigfús Ótt- arsson á trommur og Þorbergur Ólafsson á slag- verk. Rokkkór Ís- lands kom fram í fyrsta sinn í Eld- borgarsal Hörpu fyrir ári, það er á afmælistónleikum Sniglabandsins. Kórinn hélt svo eigin tónleika í febrúar á þessu ári og eftir það varð ekki aftur snúið. „Þegar kór- söngur bætist við rokkið í sínum þunga takti magnast krafturinn um helming. Hins vegar þarf að setja talsverða vinnu í að útsetja lögin, sem eru í eðli sínu talsvert flókin, bæði hljómagangur og taktar. Því fékk ég til liðs við mig stórskota- liðssveit tónlistarmanna sem eru öllu vanir,“ segir Matthías. sbs@mbl.is Rokkkór Íslands í Hörpunni á föstudagskvöld Ljósmynd/Þórdís Rúnars Þórsdóttir Söngvarar Félagarnir í rokkkórnum eru syngjandi kátir og senn verður talið í. Kraftur í kórnum sem syngur lög með Uriah Heep og Eagles Matthías V. Baldursson Gróska heldur sína árlegu haustsýn- ingu í sýningarsal sínum á 2. hæð á Garðatorgi í Garðabæ í dag kl. 20.00. Sýningin stendur til 20. nóvember en opið verður frá kl. 12-18. Gróska er félag myndlistarmanna í Garðabæ og er sýningin þeirra fjöl- sóttasti viðburður. Að þessu sinni vinna listamennirnir með þemað „Hamingjan er hér“ og verður áhuga- vert að sjá hvernig hver og einn velur að fanga hamingjuna í myndverk. Þetta segir í tilkynningu frá Grósku en sýnendur eru um þrjátíu talsins og verður hamingjan því víða sýnileg. Rebekka Sif Stefánsdóttir og Aron Andri Magnússon stíga á stokk á opn- uninni í dag og flytja tónlistaratriði, hún syngur og hann spilar á gítar. Léttar veitingar verða í boði. Félagið Gróska var stofnað með það að markmiði að gera listsköpun sýni- legri í bæjarfélaginu og standa félagar að nokkrum sýningum á ári. Þeirra stærsti viðburður er útilistasýningin Jónsmessugleði við Strandstíginn í Sjálandshverfi en hann sækja þús- undir gesta. laufey@mbl.is Haustsýningin opnuð í dag kl. 20.00 Hamingjan verður víða á haust- sýningu Grósku á Garðatorgi Myndlist Fjölmargir listamenn sýna á sýningunni þar sem þemað er „Ham- ingjan er hér“. Meðfylgjandi mynd gerði Jóhann Tryggvason og er hún til sýnis. Þau Guðrún Guðlaugsdóttir, Páll Kristinn Pálsson og Sigurjón Magn- ússon lesa upp og spjalla um nýút- komnar skáldsögur sínar í Gunnars- húsi að Dyngjuvegi 8 í Reykjavík í kvöld, fimmtudag, kl. 20.00. Dauðinn í opna salnum er þriðja bókin í saka- málabálki Guðrúnar Guðlaugsdóttur um blaðamanninn Ölmu Jónsdóttur. Ósk er ellefta bók Páls Kristins Páls- sonar; – en það er þroskasaga sem gerist á síðari hluta síðustu aldar. Þriðja bókin er svo Sonnettan sem er 8. skáldsaga Sigurjóns Magnússonar. Hann er góðkunnur höfundur sem vakti strax mikla athygli með fyrstu sögu sinni, Góða nótt Silja, sem kom út árið 1997. Rithöfundar verða í Gunnarshúsi í kvöld Lesið úr þremur skáldsögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.