Morgunblaðið - 17.11.2016, Side 18

Morgunblaðið - 17.11.2016, Side 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016 Ármúla 24 - s. 585 2800 - www.rafkaup.is Opið virka daga 9-18, laugardaga 11-16 Ljós á mynd: POP frá BELID Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkj- anna, hefur stokkað upp í hópnum sem undir- býr valdatöku hans og er talið að uppstokkun- ina megi rekja til deilna í innsta hring hans, að sögn bandarískra fjölmiðla. Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur ver- ið nefndur sem líklegur utanríkisráðherra í stjórn Trumps en Rand Paul, repúblikani í öld- ungadeild þingsins, hefur lagst gegn því. John McCain, annar repúblikani í öldungadeildinni, hefur gefið til kynna að hann verði Trump óþægur ljár í þúfu á þinginu og gagnrýnt áform hans um að bæta samskiptin við stjórn- völd í Rússlandi. Uppstokkunin í liði Trumps hófst á föstu- daginn var þegar hann fól Mike Pence, verð- andi varaforseta, að fara fyrir hópnum sem undirbýr valdatökuna. Hann leysti af hólmi Chris Christie, ríkisstjóra New Jersey, sem Trump fól að stjórna undirbúningnum fyrir hálfu ári. Skýrt var síðan frá því í fyrradag að tveimur ráðgjöfum í öryggismálum, Mike Rogers og Matthew Freedman, hefði verið vikið úr undir- búningshópnum. Mike Rogers hafði verið tal- inn líklegur til að verða yfirmaður leyniþjón- ustunnar CIA. The Wall Street Journal kvaðst hafa heimildir fyrir því að Rogers hefði verið sagt að öllum sem Chris Christie valdi í hópinn yrði vikið úr honum. Erjunum lýst sem „hnífaslag“ Bandarískir fjölmiðlar segja að tengdasonur Trumps og einn af nánustu ráðgjöfum hans, Jared Kushner, standi á bak við uppstokkun- ina. Ástæðan er sögð sú að Chris Christie var ríkissaksóknari í New Jersey þegar faðir Kushners var saksóttur og dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir skattsvik og brot á lögum um framlög til kosningabaráttu árið 2004. Faðir Kushners viðurkenndi þá að hann hefði fengið vændiskonu til að tæla mág hans til fylgilags við sig og tekið myndir af þeim hafa samfarir. Hann sendi síðan systur sinni og máginum myndirnar til að reyna að þvinga þau til að neita að bera vitni gegn honum. Fréttaskýrendur CNN-sjónvarpsins segja að heimildarmenn, sem tengist undirbúnings- hópnum, hafi lýst innanflokkserjum repúblik- ana í tengslum við hann sem „hnífaslag“. CNN hefur þó eftir samstarfsmanni Chris Christie að fréttir um „hreinsanir“ í undirbúnings- hópnum séu ýkjur. Sumir þeirra sem Christie hafi valið séu enn í hópnum. Andvígur „herskáum íhlutunarsinnum“ The Wall Street Journal segir að öldunga- deildarþingmaðurinn Rand Paul, repúblikani frá Kentucky, hafi lagst gegn því að Rudy Giuliani verði utanríkisráðherra í stjórn Trumps. Paul hefur m.a. gagnrýnt borgar- stjórann fyrrverandi fyrir að hafa hvatt til loft- árása á Íran í fyrra. John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í forsetatíð George W. Bush, hefur einnig verið nefndur sem líklegur utanríkisráðherra en Rand Paul er andvígur honum vegna stuðnings hans við innrásina í Írak árið 2003. Þingmaðurinn lýsir Giuliani og Bolton sem „herskáum íhlutunarsinnum“ í utanríkismálum. „Ég get ekki stutt neinn í embætti utanríkisráðherra sem lærði ekki af Íraksstríðinu.“ John McCain, formaður hermálanefndar öldungadeildarinnar, hefur gagnrýnt áform Trumps um að bæta samskiptin við Rússland og sakað Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um harðstjórn, morð á pólitískum andstæðing- um, innrás í grannríki, hótanir í garð banda- manna Bandaríkjanna og tilraunir til að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. „Síðustu tilraun stjórnar Obama til að bæta tengslin við Rússland lauk með því að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu og hernaðaríhlutun í Mið- Austurlöndum,“ sagði McCain í yfirlýsingu. Hann bætti við að með annarri tilraun til að vingast við stjórnvöld í Rússlandi yrðu Banda- ríkin samsek um fjöldamorð hersveita Pútíns og einræðisstjórnarinnar í Sýrlandi á saklausu fólki í landinu. „Það er verð sem mikil þjóð eins og Bandaríkjamenn getur ekki sætt sig við. Þegar Bandaríkin hafa risið hæst hafa þau staðið með þeim sem berjast gegn harðstjórn. Þar þurfum við að standa aftur.“ Erjur í innsta hring Trumps  Tengdasonur talinn standa á bak við uppstokkun á undirbúningshópi  Repúblikani í öldungadeild- inni andvígur því að Giuliani verði utanríkisráðherra  McCain leggst gegn bættum tengslum við Rússa Reince Priebus verður skrifstofustjóri Hvíta hússins og Stephen Bannon aðalráðgjafi forsetans en hverjir fleiri verða í innsta hring hans? Donald Trump velur menn í mikilvæg embætti Reince Priebus Rudy Giuliani Newt Gingrich Úr viðskiptalífinu Steve Mnuchin Stjórnaði vefsíðunni breitbart.com, var kosningastjóri Trumps Þingið Jared Kushner Michael Flynn Harold Hamm Ivanka Trump Fjölskyldan Yfirmenn í Hvíta húsinu Öldungadeildarþingm. frá Alabama Jeff Sessions 69 ára Öldungadeildarþm. frá Tennessee Utanríkismál Flokksmenn John Bolton 44 ára 35 ára Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins Ráðnir 13. nóvember 72 Fyrrv. borgarstjóri NewYork (1994-2001) 73 ára Bob Corker 64 ára Skrifstofustjóri 70 ára 62 ára Forstjóri olíufyrirtækis 53 ára Fjármálastjóri Trumps í kosningabaráttunni Steve Bannon Aðalráðgjafi Chris Christie Fyrrv. forstjóri Nucor Steel 54 Ríkisstjóri New Jersey 65 ára Daniel DiMicco Eric Trump Sonur Trumps 32 ára Sonur Trumps 38 ára Donald Trump yngri 58 Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu varnar- málaráðuneytisins (DIA) 67 ára Fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum Dóttir Trumps 35 ára Eiginmaður Ivönku Fyrrverand forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings Neitar fréttum um ringulreið » Donald Trump sagði í gær að ekkert væri hæft í fréttum um að undirbún- ingurinn fyrir valdatöku hans ein- kenndist af ringulreið og leiðtogar ann- arra landa hefðu kvartað yfir því að erfitt væri að ná sambandi við hann. » Trump sagði að undirbúningurinn gengi „vel og skipulega fyrir sig“ og kvaðst vera að velja menn í ríkisstjórn- ina og mikilvæg embætti. „Ég er sá eini sem veit hverjir komast í úrslitin,“ sagði hann. » Talið er að Donald Trump skipi alls um 4.000 embættismenn. Sænska akademían skýrði í gær frá því að bandaríska söngvaskáldið Bob Dylan hygðist ekki fara til Stokkhólms í desember til að taka á móti bókmenntaverðlaunum Nóbels. Þetta kæmi fram í bréfi sem aka- demían hefði fengið frá honum. Í yfirlýsingu frá akademíunni sagði að Dylan hefði skýrt frá því að hann gæti ekki veitt verðlaununum viðtöku í Stokkhólmi 10. desember vegna þess að hann hefði áður skuld- bundið sig til að vera annars staðar. „Hann lagði aftur áherslu á að hon- um þætti það mikill heiður að fá verðlaunin og vildi geta veitt þeim viðtöku sjálfur.“ Akademían sagði að það væri „óvenjulegt“ en ekki fordæmalaust að handhafi bókmenntaverðlauna Nóbels færi ekki til Stokkhólms til að taka við þeim. Á meðal þeirra sem ekki hefðu getað veitt verðlaununum viðtöku væru Doris Lessing, Harold Pinter og Elfriede Jelinek. Dylan svaraði ekki símhring- ingum nóbelsverðlaunanefndarinnar eftir að tilkynnt var í október að hann fengi verðlaunin í ár. Það varð til þess að einn nefndarmannanna sakaði hann um hroka og dónaskap. Um hálfum mánuði síðar skýrði verðlaunanefndin frá því að Dylan hefði hringt í Söru Danius, fram- kvæmdastjóra sænsku akademíunn- ar, og sagt að fréttirnar um að hann hlyti Nóbelsverðlaunin hefðu gert hann orðlausan. Honum þætti afar vænt um þann heiður sem honum væri sýndur. Bob Dylan er fyrsti tónlistarmað- urinn sem hreppir bókmenntaverð- laun Nóbels og fyrsti Bandaríkja- maðurinn frá því að Toni Morrison varð heiðursins aðnjótandi árið 1993. Dylan fer ekki til Stokkhólms  Veitir ekki Nóbelnum viðtöku AFP Nóbelsskáld Bob Dylan á tónleikum í Kaliforníu í júlí síðastliðnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.