Morgunblaðið - 17.11.2016, Síða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016
Vetrarakstur Veturinn er kominn með kulda og snjó. Það er mikilvægt að ökumenn búi bíla sína til vetraraksturs með góðum dekkjum og muni að fylla á rúðupissið til að geta þrifið rúðurnar.
Golli
Sæll Jón Ásgeir!
Las í fjölmiðlum ný-
lega vitnisburð þinn í
Aurum-málinu þess
efnis að þú sért orð-
inn „bugaður maður“
eftir öll þessi rétt-
arhöld undanfarin ár.
Eftir ákæru á hendur
Hannesi Smárasyni
og Aurum-rétt-
arhöldin vakna hins
vegar margar spurn-
ingar sem ég tel rétt að almenn-
ingur fái svör við, saklausir menn
hafa jú ekkert að fela, Jón Ásgeir,
ekki satt?
1. Við vitnaleiðslur í Aurum-
málinu, kom fram að Glitnir banki
hefði sent þér – stærsta hluthafa
bankans – trúnaðarupplýsingar
um fjárhagsleg málefni Fons ehf.
sem var þá í eigu Pálma Haralds-
sonar. Sé haft í huga að þú varst
ekki hluthafi í Fons, sast ekki í
stjórn félagsins og ekki með pró-
kúru fyrir félagið – er þetta ekki
brot á bankaleynd?
2. Í Aurum-réttarhöldunum
framvísaði saksóknari
tölvupósti sem þú
sendir til forstjóra
Baugs – Gunnars Sig-
urðssonar – þar sem
þú segir orðrétt: „Á
sínum tíma þá keypti
PH skuldabréf af fé-
lagi sem Glitnir setti
upp sem heitir „S“ og
var PH lofað að hann
yrði ekki fyrir tjóni.
Sem nú er stað-
reynd“. Hvað merkir
„PH“ í þessum pósti
hjá þér? Ertu hér að
vísa til Pálma Haraldssonar?
Hvað merkir „S“ í þessum tölvu-
pósti hjá þér? Pálmi sagði í fram-
burði sínum þetta hafa verið
„Stím ehf.“ sem vekur furðu þar
sem þú sagðist í Héraðsdómi í
Stím réttarhöldunum aldrei hafa
heyrt um þetta félag og ekkert
vita um félagið! Saksóknari fram-
vísaði öðrum pósti sem Pálmi
Haraldsson sendi á þig ásamt
Lárusi Welding þar sem hann
sagði það væri ósanngjarnt að
hann tæki á sig „Stím ævintýrið“.
Hvaða „Stím“ ævintýri er Pálmi
að tala um við þig þarna?
Komst þú að undir-
búningi Stím ehf.?
Lofaðir þú Pálma Haraldssyni,
„skaðleysi“ ef hann myndi fjár-
festa í Stím ehf.? Sé haft í huga að
fjöldi manna situr núna í fangelsi
vegna Stím viðskiptanna hlýtur
það að vera eðlileg krafa að þetta
sé upplýst, Jón Ásgeir.
3. Í réttarhöldunum yfir Hann-
esi Smárasyni varðandi hina frægu
„3.000 milljón króna“ millifærslu
frá FL Group til Fons, komu fram
merkileg gögn. Þegar Hannesi var
hótað lögreglurannsókn leið ekki
langur tími þar til þessar 3.000
milljónir komu aftur inn á reikn-
ing FL Group. Við rannsókn máls-
ins kom fram að Fons ehf. tók lán
til að endurgreiða FL Group þess-
ar 3.000 milljónir til að forðast
lögreglurannsókn. 2 aðilar tóku á
sig sjálfskuldarábyrgð vegna þessa
láns. Annar var Hannes Smárason,
þáverandi stjórnarformaður FL
Group og hinn aðilinn varst þú –
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Af hverju ert þú að taka á þig
persónulega ábyrgð upp á þús-
undir milljónir króna fyrir félagið
Fons ehf., sem þú hefur alla tíð
sagst ekki tengjast á neinn máta?
4. Eins og frægt er, þá „lánaði“
Fons ehf. svo 3.000 milljónir króna
til Pace félagsins í Panama eftir
„Sterling ævintýrið“. Við rannsókn
kom fram að engar tryggingar
voru fyrir þessu 3.000 milljón
króna láni til Pace og var lánið
„afskrifað“ daginn eftir í bókhaldi
Fons. Mossack Fonseca-lekinn af-
hjúpaði svo að prókúruhafi Pace
var Hannes Smárason. Pace milli-
færði svo um 1.000 milljón krónur
inn á reikning Magnúsar Ár-
manns, sem kom inn sem stjórn-
armaður í FL Group þegar þú
náðir þar öllum völdum. Því spyr
ég þig Jón Ásgeir: Fékkst þú eða
félög þér tengd, einhvern hluta af
þessum þúsundum milljóna króna
sem Fons græddi á Sterling-
viðskiptunum eða frá Pace í Pa-
nama?
5. Við rannsókn á Milestone-
málinu svokallaða kom fram tölvu-
póstur sem þú skrifaðir til for-
svarsmanna Milestone árið 2005.
Þar skrifar þú hver eru markmið
ykkar með kaupum á hlutabréfum
í bankanum orðrétt: „Verkefni
Stjórna, ISB Og græða peninga,
einfalt“. Þú náðir öllum völdum í
Glitni banka árið 2007. Þú réðst
Lárus Welding til starfa sem
bankastjóra Glitnis og útlán til þín
og félaga þinna jukust um mörg
þúsund milljónir eins og kom fram
í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Þú
fékkst síðan 1.000 milljón krónur
lagðar inn á þinn persónulega
reikning í Aurum-fléttunni og
greiddir upp persónulegan yfir-
drátt þinn hjá bankanum sem þá
var upp á rúmlega 700 milljón
krónur.
Stendur þú enn við þá fullyrð-
ingu að þú hafir ekki stjórnað
þessum banka og ekki fengið
neina óeðlilega fyrirgreiðslur frá
bankanum? Virðingarfyllst.
Eftir Jón Gerald
Sullenberger » Sé haft í huga að
fjöldi manna situr
núna í fangelsi vegna
Stím-viðskiptanna hlýt-
ur það að vera eðlileg
krafa að þetta sé upp-
lýst, Jón Ásgeir.
Jón Gerald
Sullenberger
Höfundur er kaupmaður.
Opið bréf til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar