Morgunblaðið - 17.11.2016, Síða 44
FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 322. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Líkfundur við Grandagarð
2. Báru kennsl á líkið við Grandagarð
3. Hvaða kosti hefur Katrín?
4. Samskipti lögreglunnar hleruð
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Fimmtán íslenskar glæpasögur
komu út á árinu og er útgáfunni fagn-
að á Glæpakvöldi Hins íslenska
glæpafélags á Sóloni í kvöld. Flutn-
ingur á glæpadjassi hefst kl. 20 en
síðan lesa m.a. upp þau Lilja Sigurð-
ardóttir, Óskar Magnússon, Ragnar
Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir.
Glæpasögur hylltar
á Glæpakvöldi
Í hádegisfyrir-
lestrinum „Nauð-
ung eða nætur-
greiði“, sem
fluttur er á vegum
RIKK, rannsóknar-
stofnunar í jafn-
réttisfræðum,
mun Aðalheiður
Guðmundsdóttir
bókmenntaprófessor fjalla um of-
beldi gagnvart konum í miðalda-
textum. Fyrirlesturinn er í Þjóðminja-
safninu í dag og hefst kl. 12.
Fjallar um ofbeldi
gagnvart konum
Lettneski tónlistarmaðurinn Anrijs
Ivanovskis kemur fram í menningar-
húsinu Mengi í kvöld kl. 21 og flytur
tónlist fyrir einleiksfagott eftir
Gunnar Karel Más-
son og Emils Zibert.
Ivanovskis hefur
lagt sérstaka rækt
við flutning sam-
tímatónlistar en bæði
verkin sem flutt
verða í Mengi eru
samin sérstaklega
með hann í huga.
Leikur fagottverk
eftir Gunnar Karel
VEÐUR
„Þetta hefur verið ævin-
týralega gott ár fyrir okkur
og verður seint toppað. Að
sama skapi var þetta mjög
krefjandi ár og margir lögðu
á sig mikla vinnu til að
skapa þennan frábæra
árangur. Nú er kúnstin að
fylgja þessu bara eftir,“
segir Geir Þorsteinsson,
formaður KSÍ, og lítur um
öxl eftir síðasta landsleik
ársins en leikirnir hafa verið
óvenjumargir. »1
Kúnstin að fylgja
þessu bara eftir
„Mér fannst þetta svolítið munkalífs-
legt fyrst en mér finnst við vera góð-
ur og fjölbreyttur hópur sambýlis-
fólks. Æfingahópurinn er líka líflegur
og góður,“ segir 800 metra hlaupa-
konan Aníta Hin-
riksdóttir, sem
flutti til Hollands
í október til að
sinna íþrótt
sinni. »2
Aníta ánægð á nýjum
slóðum í Hollandi
Allt virðist í kaldakoli hjá norska úr-
valsdeildarliðinu Glassverket sem
Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðs-
kona í handknattleik, leikur með. Fé-
lagið er skuldum vafið. Gjaldkeri fé-
lagsins var handtekinn á dögunum og
hefur nú játað að hafa dregið sér fé.
Sjóðir félagsins eru tómir og skattar
eru ógreiddir. Birna Berg kvíðir fram-
haldinu. »4
Allt í kaldakoli hjá liðinu
hennar Birnu Berg
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Íslenska kaffihúsið Öskubox í
hafnarbænum Lymington á suður-
strönd Englands, á milli Bournemo-
uth og Southampton, hefur verið til-
nefnt sem besta, nýja fyrirtæki
ársins á Hampshire-svæðinu (The
Brilliance in Business Awards 2016/
17). Valin voru 60 fyrirtæki í sam-
keppni ársins og er Öskubox nú eitt
af þremur sem verða verðlaunuð, en
útnefningin verður í sérstakri veislu
30. nóvember næstkomandi.
„Hlutirnir gerast hratt,“ segir
Oddný Cara Edwards Hildardóttir
sem á og rekur kaffihúsið Öskubox.
Hún segist hafa fengið hugmyndina
að rekstrinum á Kostaríku fyrir um
fimm árum.
„Ég var þar í sjálfboðavinnu og
lenti inni á þessu líka yndislega
kaffihúsi og féll fyrir því, sagði við
sjálfa mig að þetta vildi ég gera einn
daginn. Draumurinn varð svo að
veruleika í sumar eftir mikinn undir-
búning,“ segir hún.
Íslenskar vörur og réttir
Lymington er um 17.000 manna
bær. Hann er þekktur sem markaðs-
bær og á sér merka sögu. Oddný
segir að samkeppnin í veitinga-
bransanum sé mikil á Englandi og
því gangi ekki upp að opna bara
kaffihús. Það verði að vera öðruvísi
en öll hin. Flestir einblíni á London,
en margir efnaðir Norðurlandabúar
búi í Lymington og nágrenni auk
annars efnafólks og þar sem hún
vildi vera með íslenskt og norrænt
yfirbragð hafi hún opnað fyrsta stað-
inn í Lymington.
„Það hefur verið fullt út úr dyrum
frá byrjun og ég er farin að huga að
því að opna fleiri staði, geri það eftir
nokkur ár,“ heldur Oddný áfram, en
auk kaffihússins er hún með verslun
þar sem hún selur íslenskar og nor-
rænar vörur. Þar má nefna salt frá
Saltverki, kaffibaunir frá Reykjavík
Roasters og pylsur og hangikjöt frá
Sláturfélagi Suðurlands.
Nafnið Öskubox vísar til asks
Yggdrasils og í kaffihúsinu miðju er
tré því til áréttingar, en Anna Dóra
Unnsteinsdóttir, myndlistarkona og
hönnuður, hannaði staðinn. „Ég
ákvað að hafa nafnið á íslensku til
þess að skera mig úr og þessi dirfska
hefur skilað sér,“ segir Oddný, sem
er með 10 manns í vinnu.
Á matseðlinum eru til dæmis rétt-
ir sem kenndir eru við Þór, Ægi og
Freyju, kjötbollur, hafragrautur að
íslenskum hætti, skyr, íslensk kjöt-
súpa, hjónabandssæla, smjörkökur,
brauðtertur og fleira. „Þrjár skálar í
nafninu, ein yfir Ö-inu og tvær sem
mynda x-ið, sýna tengslin við askinn
og goðafræðina enn frekar,“ segir
Oddný.
Með ákveðna sýn
Að loknu stúdentsprófi frá
Kvennaskólanum í Reykjavík fyrir
um 14 árum fór Oddný til Englands
á leið til meginlands Evrópu. Fljót-
lega var hún byrjuð að vinna á út-
varpsstöð og þá varð ekki aftur snú-
ið. Eitt leiddi af öðru, hún vann við
markaðs- og sölustörf, meðal annars
hjá Garmin og símafyrirtækjum auk
vörusölu í sjónvarpi. Í kjölfarið
stofnaði hún markaðsfyrirtækið Odd
Marketing og skellti sér svo út í
rekstur kaffihússins. „Það vantar ís-
lenska og norræna sýn í litlu, ensku
bæina og mitt leiðarljós er að bæta
þar um betur,“ segir Oddný.
Öskubox á allra vörum
Íslenskt kaffi-
hús í verðlauna-
sæti á Englandi
Morgunblaðið/RAX
Öskubox Oddný Cara Edwards Hildardóttir er ánægð með gang mála í hafnarbænum Lymington á Englandi.
Kaffihús Oddný í vinnunni í gær.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Norðan og norðvestan 15-23 m/s og talsverð snjókoma og skaf-
renningur norðan- og austantil. Dregur heldur úr vindi í kvöld.
Á föstudag
Norðan 10-18 m/s og snjókoma eða él um landið norðanvert. Bjart
með köflum og þurrt að kalla sunnantil. Frost 0 til 5 stig.