Morgunblaðið - 17.11.2016, Side 6

Morgunblaðið - 17.11.2016, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016 LISTHÚSINU Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið 11-18, lau 11-16. Vandaðir og fallegir aðventukransar Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta er mjög áhugavert enda um að ræða eina af stærstu ferðaskrif- stofum heims, sem nú beinir athygli sinni hingað af miklum krafti,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, fram- kvæmdastjóri Into the Glacier ehf. Vísar hann í máli sínu til þess að TUI-sérferðasamsteypan selur nú ferðir til Reykjavíkur þar sem boðið er upp á hinar ýmsu ferðir þaðan, m.a. í ísgöngin á Langjökli. Að sögn Sigurðar er tekið á móti TUI-hóp tvisvar í viku og er lagt af stað um klukkan 17.30, en það er utan auglýsts ferðatíma fyrirtæk- isins á jökulinn. Hver ferð tekur um þrjár klukkustundir og segir Sig- urður suma hópa slá tvær flugur í einu höggi þegar vel viðrar, en þá geta ferðalangar oft fylgst með dansi norðurljósanna. „Þetta eru sérferðir sem verið er að bjóða upp á, en með þessu er- um við einnig að nýta trukkana okk- ar betur,“ segir Sigurður og bendir á að sérferðir TUI hafi byrjað í fyrra, en nú sé tímabilið hins vegar lengra og ferðamenn þar af leiðandi fleiri. Almenn ánægja ríkjandi Ferðaþjónustufyrirtækið Snæ- land Grímsson er í samstarfi við TUI. Ása Torfadóttir, skrif- stofustjóri fyrirtækisins, segir ferðamennina koma frá Bretlandi. „Þetta eru um 800 manns sem koma frá þeim í hverri viku,“ segir Ása. „Það er almenn ánægja með þessar ferðir hingað og þeir eru að koma með fleira fólk nú en í fyrravetur.“ TUI-ferðir vinsælar hjá breskum ferðalöngum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Langjökull Trukkarnir sem fara í íshellaferðirnar eru í stærra lagi.  Um 800 manns koma í viku hverri Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki er varlegt að treysta eingöngu á GPS-senditæki, svokallaða Spot- neyðarsenda, við fjallgöngur eða há- lendisferðir hér á landi, að mati Jónasar Guðmundssonar sem vinn- ur að slysavörnum hjá Slysavarna- félaginu Landsbjörg. Þau geti virk- að ágætlega en ekki sé hægt að treysta því að boð komist strax til réttra aðila. Ýmis tækni er möguleg til að rata á fjöllum eða gefa upp staðsetningu. „Fyrst er að telja kort og áttavita. Það er það eina sem þeir sem fara til fjalla geta treyst 100%. Hitt eru allt rafeindatæki sem geta bilað og rafhlöður klárast,“ segir Jónas. Þarf að nota tækin rétt GPS-staðsetningartæki geta komið að góðum notum. Þau er hægt að kaupa en einnig hægt að leigja, bæði með og án Íslandskorts. Jónas segir mikilvægt að nota tæk- in rétt, meðal annars til að koma í veg fyrir það sem hann kallar rjúpnaskyttuvillu. „Þú tekur stað- setningu við bílinn og gengur það- an. Gengur síðan þvers og kruss um fjalllendið í tvær til sex klukku- stundir. Þegar þú ætlar til baka tekur þú punktinn við bílinn og þá gefur tækið beina línu þangað nema þú hafi tekið punkta á leiðinni. Á leiðinni sem tækið gefur geta verið ár, fjallaskörð og klettabelti og þá lendir þú í vandræðum. Þú þarft að kunna að láta tækið velja leið og taka fleiri punkta en upphafspunkt- inn,“ segir Jónas. Staðsetningarforrit eru í mörgum farsímum en þau eru eins misjöfn og þau eru mörg. „Þau byggjast á margskonar tækni sem ekki er endilega best fyrir okkar aðstæður. Henta betur erlendis þar sem fleiri sendar eru og úr fleiri gervitunglum að velja.“ Spot-neyðarsendana er hægt að tengja við samskiptamiðla þannig að aðstandendur geta fylgst með ferðum viðkomandi í tölvu eða síma. Þá getur göngumaður sent skilaboð um að allt sé í lagi eða beðið um hjálp. Jónas segir að þar sem tækið sé ekki með skilgreinda við- bragðsáætlun hér á landi sé ekki hægt að treysta því að skilaboðin komist strax til skila hjá réttum að- ilum. Þá séu notuð gervitungl á suð- urhveli jarðar sem valda því að skuggar geta myndast norðan við fjöllin hér. Jónas segir að þessi tækni virki í mörgum tilvikum ágætlega en ekki sé hægt að treysta henni fullkomlega. Hægt að spara mikla leit Landsbjörg heldur úti síðunni Safetravel.is. Í gegnum hana er hægt að taka á leigu neyðarsenda sem byggjast á sömu tækni og eru í skipum og flugvélum. „Ef þú lendir í ógöngum, opnar þú tækið, dregur út loftnetið og ýtir á takka. Þá sýnir tækið staðsetningu þína eins ná- kvæmlega og unnt er. Þetta er eina rafeindatækið sem virkar því sem næst 100% við okkar aðstæður,“ segir Jónas. Neyðarsendarnir eru talsvert notaðir og hafa komið að notum, jafnvel er hægt að segja að þeir hafi bjargað mannslífum í ein- hverjum tilvikum. Með því að staðsetja sig með neyðarsendi eða öðrum búnaði get- ur fólk sem lendir í villu sparað mikla fyrirhöfn og fjármuni. Hægt er að senda 4-6 manna björg- unarflokk til að sækja það í stað þess að efna til 200 manna leitar í einn sólarhring eða fleiri, eins og dæmi eru um. Ekki hægt að treysta alveg á Spot-tæknina  Kort og áttaviti grunnbúnaður í fjallaferðum og neyðarsendar virka líka Morgunblaðið/Eggert Björgun Nákvæm staðsetning flýtir björgun og sparar mannafla. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Háskóli Íslands og Háskólinn á Ak- ureyri skoða nú að taka upp svokall- aða Mooc-kennsluhætti í gegnum netið. Mooc stendur fyrir „massive open online course“ eða opin net- námskeið fyrir almenning. Oxford-háskóli á Englandi hóf ný- verið að bjóða upp á Mooc-kúrsa á netinu í samstarfi við edX sem er vef- svæði sem býður upp á gjaldfrjáls námskeið frá bestu háskólum í heimi. Samstarfsnetið edX var sett á lagg- irnar af mörgum af fremstu háskól- um Bandaríkjanna með það í huga að háskólanám væri aðgengilegra fleir- um en hingað til hefur verið. Johannes Heinlen, varaforseti stefnumótunar og þróunarmála við edX, verður með fyrirlestur í hádeg- inu í dag í hátíðarsal Háskóla Íslands (HÍ) um tækifæri og áskoranir op- inna netnámskeiða fyrir almenning. HÍ skoðar nú hvort nýta megi edX í kennslu við skólann og er heimsókn Heinlen liður í þeirri vinnu. „Við erum að gera okkur grein fyr- ir tækifærunum en líka hvaða áskor- anir geta falist í þátttöku í edX. Aug- ljóslega má nota edX til að styrkja námið, en það má ekki ógna gæðum námsins eða minnka tengsl milli nemenda og kennara, né uppbygg- ingu þekkingar við skólann,“ segir Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrekt- or kennslu og þróunar við HÍ. Hægt er að nýta fyrirlestrana á edX sem ítarefni í námi eða sem hluta af námskeiði en einnig er hægt að kenna heilu kúrsana og náms- brautirnar þar í gegn. „Full þátttaka þýðir að allt námsmat, öll kennsla og próf fara fram á edX, nemandinn þyrfti aldrei að mæta í skólann. Við erum að meta hvort og hvenær slík kennsla komi til greina eða hvort að- gangur að edX myndi fyrst og fremst verða notaður til að styðja við nám sem er þegar til staðar eða sem hluti af slíku námi.“ Steinunn segir einn helsta styrk- leika edX vera aðgengi nemenda að fyrirlestrum færustu vísinda- og fræðimanna í heimi. Einnig væri það mikill styrkleiki fyrir íslenskt há- skólasamfélag að geta boðið þar upp á fyrirlestra innlendra fræðimanna. „Við eigum vísinda- og fræðimenn sem eru fremstir á sínu sviði í heim- inum, auk þess sem ýmis viðfangs- efni eru nátengd Íslandi og liggur beint við að við kynnum betur fyrir umheiminum. Sem dæmi má nefna rannsóknir og kennslu í íslensku, jarðfræði og miðaldabókmenntum. Við höfum mikið fram að færa til al- þjóðlegs fræðasamfélags og getum boðið upp á námskeið á edX um þau efni sem við erum sterkust í og þann- ig komið bæði þekkingu og Háskóla Íslands á framfæri.“ Morgunblaðið/Ómar Lærdómur Háskóli Íslands er einn þeirra skóla sem skoða nú að bjóða upp á Mooc-námskeið á netinu. Skoða möguleika háskólanáms á netinu  Opin netnámskeið fyrir almenning  Tækifæri og áskorun Háskólinn á Akureyri er að skoða þátttöku í Mooc og telur Eyjólfur Guð- mundsson, rektor HA, að slíkt kerfi muni gjörbylta háskólamenntun til framtíðar. „Háskólinn á Akureyri hefur verið í fararbroddi í fjarkennslu hér á landi síðustu 20 árin og erum við í dag að færa okkur yfir í sveigjanlegt námsform sem almenna undirstöðu fyrir okkar nám,“ segir Eyjólfur. Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, segir að þar hafi verið fylgst með Mooc-þróuninni af miklum áhuga. „Við höfum spáð í að setja ákveðna kúrsa inn á Mooc-kerfi og sjá hver áhuginn yrði en enn sem komið er hefur ekki orðið af því. Við erum með mjög stóran hluta af nemendum okkar í fjarnámi og það gengur svo sem út á sömu hugsun. Fyrirlestrarnir eru á netinu, þeir eru að vísu ekki opnir, en aðalmunurinn á milli fjarnáms- ins og Mooc er að við veitum nemendum í fjarnámi ákveðna þjónustu,“ segir Vilhjálmur. Eru að skoða þátttöku FRAMTÍÐIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.