Morgunblaðið - 17.11.2016, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.11.2016, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016 ✝ Jan AntonJuncker Niel- sen fæddist 6. apríl 1946 í Kaupmanna- höfn. Hann lést á líknardeild Land- spítala í Kópavogi 11. nóvember 2016. Hann var sonur hjónanna Elis Agn- ar Nielsen, f. 27. maí 1916, d. 7. októ- ber 2010, og Iris Inger Johanne Juncker, f. 4. júní 1917, d. 27. janúar 1965. Jan á eftirlifandi bróður, Arne Junc- ker, f. 10. júní 1941. Jan kvæntist Guðrúnu Elínu Magnúsdóttur, f. 13. nóvember 1948. Gengu þau í hjónaband 26. júlí 1969 í Fríkirkjunni í Hafnar- firði. Sonur þeirra er Kim Magn- ús Juncker Nielsen, f. 9. nóvember 1970. Eiginkona hans er Kristín Lilja Björns- dóttir, f. 6. desem- ber 1979. Þeirra börn eru Ísbjörg El- ín, Ari Brynjólfur og Jón Birnir. Jan lauk sveins- prófi í málaraiðn í Danmörku og fékk meistararéttindi á Íslandi 1976. Hann starfaði við iðn sína þar til hann hóf störf hjá ÍSAL í Straumsvík og starfaði þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 2012. Jan verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 17. nóvember 2016, og hefst at- höfnin klukkan 15. Það sem mér er efst í huga, þegar ég hugsa um Jan, er að ég hitti hann aldrei án þess að vera faðmaður fast, hrósað og fenginn til að hlæja. Hvort sem það var í stuttu innliti til að hjálpa með sjónvarpið eða í matarboði. Að öllu gat hann gert grín og ekki síst sjálfum sér. Allt til að fá fólk til að hlæja og fólk sem skildi ekki „íslensk- una“ hans hló samt – því það skynjaði húmorinn og viljann til að gleðja. Alltaf fór maður frá honum líðandi vel og ef ekki brosandi, þá þurrkandi í burtu tár eftir hlátursköst. Jan hélt húmornum fram að lokastund og sagði brosandi frá því að hann myndi líklega deyja með sjónvarpsfjarstýringuna í hend- inni. Það er erfitt að kveðja, en það er líka erfitt að hugsa til Jans án þess að byrja ekki að brosa og hlæja að öllum þeim minningum sem maður hefur af honum. Forréttindi og heppni að hafa kynnst Jan og fengið að smitast reglulega af gríninu og góðmennskunni. Ég er þakklátur fyrir allar þær minningar sem ég hef af Jan. Þær og sögurnar sem eru reglulega sagðar af honum gera lífið léttara og skemmtilegra. Jan Juncker Nielsen, takk fyrir mig. Þín verður sárt sakn- að. Birgir Vestmar Björnsson. Það sem okkur er efst í huga er þakklæti fyrir að fá Jan í fjölskylduna. Góður maður og hjartahlýr, hann var ætíð til staðar til að gleðja og hjálpa. Skemmtilegur með eindæmum og gat alltaf reytt af sér brand- ara hvernig sem á stóð. Ella og Jan voru mjög samrýnd hjón. Þær eru ófáar stundirnar sem við hjónakornin höfum átt sam- an. Puðið í „den“ þegar við öll vorum að eignast fyrstu íbúð- irnar, öll aukavinna var tekin til að borga og við gerðum allt sjálf sem hægt var. Þá kom Jan sterkt inn með málningarvinn- una enda lærður málari, brand- ararnir fuku og allt var gaman eitt. Það var oft glatt á hjalla, Kim Larsen – Sjúbí Dúa sett á fullan styrk, grillað, danskt smörrebröd borðað af hlaðborði eða skellt í pönnukökur. Nú er mikils að sakna en við eigum þessar dásamlegu minningar. Aðalbjörg og Björn, Anna og Þórður, Emma og Hjörtur. Stóri maðurinn með breiða faðminn, stóra hjartað og húm- orinn á réttum stað og gat faðmað heilan saumaklúbb í einu faðmlagi. Þessi lýsing á við um Jan Anton Juncker Nielsen. Jan greindist með illvígan sjúkdóm snemma á þessu ári sem hann varð að lúta fyrir. Jan var málarameistari að mennt og fékkst við þá iðju framan af í lífinu og eftir að hann réði sig til Ísal tók hann að sér hin ýmsu málarastörf í vaktafríum. Við Björg, Jan og Ella ferð- uðumst talsvert saman á okkar yngri árum og minnumst ávallt Grikklandsferðanna. Við æfðum brimbrettasiglingar og enduð- um oft á hafi úti og örygg- isverðir komu og buðu aðstoð gegn þóknun sem var oftast þegin. Okkur fannst nú verðið síga allhratt upp á við. Ein- hverju sinni vorum við á mikilli siglingu og komnir langt á haf út, þá koma þessir drengir og bjóða far í land. Jan var orðinn þreyttur og þáði aðstoðina. Ég spurði „hversu mikið?“og þegar ég fékk töluna afþakkaði ég snarlega aðstoðina og hélt áfram að róa brettinu í land. Ég var næstum dauður. Það var orðið skuggsýnt þegar að landi var komið en mér var ákaft fagnað. Jan réði mig sem kylfusvein þegar hann fór í golfmót. Ég vissi ekkert um golfreglur, en fljótlega sá ég að það skipti máli hvaða kylfa og tækni væri notuð við mismunandi aðstæður til að Jan næði árangri. Tæknin fólst í því að rétta Jan réttu kylfurnar og bjóða öðrum í hópnum einnig aðstoð um kylfuval og önnur góð ráð. Jan náði árangri í sínum hópi en því ævintýri lauk með að mér var ekki boðið oftar að vera kylfu- sveinn. Jan tók veikindum sínum af æðruleysi, viðurkenndi að hann væri veikur og bjóst reyndar við því að hann gæti lifað eitt- hvað áfram með okkur. Hann kvartaði aldrei. Við hringdum oft hvor í annan og alltaf sagði Jan með sínum dönsku áherslum, „sæll Kiddí mín“, og þegar ég spurðist fyrir um líð- an sagði hann: „jag har det fint“. Jákvæður og húmoristi fram að síðustu stundu. Það var yndislegt að heim- sækja Jan og Ellu í sumarbú- staðinn (Bárugerði) í Vaðnesinu nú seinni ár og naut Jan þess mikið. Hann átti forláta brúsa sem var á pallinum og í honum danskt öl og mikil serimonía þegar kíkt var í brúsann. Jan kom stöðugt á óvart með uppátækjum sínum og ekki vissi ég að hann væri músík- alskur, en það kom í ljós þegar ég spilaði búgí búgí á píanóið, þá settist hann með afturend- ann á nótnaborðið og kom inn á réttum tíma. Það kallaði hann rassapolka. Ótrúlega skemmti- leg tilvik sem áttu sér stað. Það var allt svona í kringum þennan elskulega dreng. Hann var jákvæður, drengur góður, leið mjög vel í því sem hann tók sér fyrir hendur, leið vel á sín- um vinnustað, Ísal, og í kring- um okkur félagana og fjöl- skyldu, en fjölskylda Ellu, Sjónarhóls-fjölskyldan, var hans stoð og stytta. Ég verð að minnast þess að við sem vorum við sjúkrarúmið hjá Jan síðustu klukkutímana sem hann lifði fórum að segja skemmtisögur um Jan og hlógum innilega og ávallt kom ný saga og ég er viss um að hann heyrði til okk- ar og skömmu síðar, þegar sögustundinni lauk, fór hann frá okkur. Við vottum Ellu, Kim Magn- úsi og fjölskyldu hans, fjöl- skyldu Ellu og fjölskyldu Jans, samúð og mun minning hans ávallt lifa með okkur Kristinn Arnar Jóhannesson. Nú hefur þú lagt upp í þína hinstu för, kæri vinur. Ég minnist þín með hlýju og kær- leik, þú mikli húmoristi og gleðigjafi. Þakka þér fyrir allt og allt Jan, minning um ein- stakan mann mun lifa um ókomna tíð. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Ella, Maggi og fjöl- skylda, megi Guð gefa ykkur styrk og huggun í sorginni. Kveðja, Ingimar. Jan Anton Juncker Nielsen ✝ Jón B. Sæ-mundsson fæddist 17. mars 1954. Hann lést á heimili sínu á Galtarlæk í Hval- fjarðarsveit 8. nóvember 2016. Hann var sonur Sæmundar Helga- sonar, f. 1925, d. 2008, frá Gvend- arstöðum í Ljósa- vatnshreppi í Suður- Þingeyjarsýslu, og Guðbjargar Guðmundsdóttur, f. 1927, frá Veiðilæk í Þverárhlíð. Þau bjuggu lengst á Galtarlæk. Jón var næstelstur af sex systk- inum. Hin eru: Guðmundur Andrésson, sammæðra, f. 1948, d. 2011, eftirlifandi eig- inkona er Guðrún Jónsdóttir, Sigríður Sigurborg, f. 1957, gift Valgeiri Sigurðssyni og eiga þau fjögur börn, Hall- dóra, f. 1959, gift Ragnari Viktori Karlssyni, hún á þrjú börn, Guðrún, f. 1960, hún á fjögur börn, Helgi, f. 1962, hann var kvæntur Helenu Gerðu Óskarsdóttur, d. 2010, þau eiga eina dóttur. Dóttir Jóns og Guðrúnar Ágústu Árnadótt- ur er Þórhildur María, f. 1974, hún á tvo syni, Andra Snæ Tryggvason, f. 2001, og Orra Frey Tryggvason, f. 2004. Jón fæddist á Veiðilæk í Þverárhlíð en frá fjögurra ára aldri ólst hann upp á Galt- arlæk og bjó þar nánast alla sína tíð. Hann stundaði nám við Gagnfræðaskólann á Akra- nesi og Iðnskólann í Reykja- vík. Hann var mikill tónlistar- unnandi og hafði mest dálæti á blús og rokki. Hann starfaði lengst hjá Íslenska járnblendi- félaginu og svo hjá Norðuráli. Útför Jóns fer fram frá Akraneskirkju í dag, 17. nóv- ember 2016, og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku bróðir minn, takk fyrir allt. Ég mun sakna þín. Einstakur er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. Einstakur lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. Einstakur á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. Einstakur er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Sigríður (Didda) systir og Valgeir (Valli) mágur. Elsku Nonni minn. Það var mér mikill harmur þegar ég frétti að þú værir far- inn til hans Munda míns og Sæ- mundar. Það var alltaf svo gott að koma til þín og setjast saman yfir kaffisopanum. Þú tókst allt- af svo vel á móti mér og ynd- islegt var það þegar ég fékk að gista hjá þér á Galtarlæknum. Mér finnst alls ekki eins og þú sért farinn en vonandi hittumst við aftur og þá öll saman seinna. Þín mágkona Guðrún (Gunna). Kæri vinur. Það syrgir mig svo hræðilega mikið að þurfa kveðja þig, elsku vinur kær. Það eru engin orð sem lýsa þeim harmi nægilega vel. Kvöldið sem þú fórst sagði ég nokkrum sinnum við fólkið okkar að þessi verkefni sem herrann þarna uppi setur okkur fyrir væru oft á tíðum óskilj- anleg og óréttlát. Mér líður eins og kletturinn í tilverunni á Galt- arlæknum sé farinn. Að þú varst alltaf þarna til staðar fyrir börnin okkar – þau gátu alltaf skottast yfir til þín. Hvað á ég núna að gera við hann Binna minn án mánudagsstundanna ykkar, án kaffispjallanna og úr- vinnslu eftir leikinn sem þið átt- uð alltaf saman. Vinátta okkar hefur vaxið með árunum og þá sérstaklega eftir að við fluttum hingað á Galtarlækinn. Ég er svo ólýsanlega þakklát fyrir að hafa fengið að vera hluti af lífi þínu og að hafa kynnst dásemd- ar Þórhildi dóttur þinni og afa- strákunum. Fegurra fólk er vandfundið enda öll komin frá þér. Það er margt sem við höf- um brallað saman í gegnum tíð- ina – ferðirnar heim að Hólum í Hjaltadal til hennar Þórhildar okkar voru mikið fjör og gaman, Ris á la mande-hádegin okkar á jólunum og undarlegt nokk end- aði mandlan aldrei hjá þér, ára- mótin hér heima á Galtarlæk voru mikil gleði. Grúskið í garð- inum um hvort ég mátti klippa þetta eða ekki. Það gæti verið að aðeins fleiri greinar hafi fok- ið en ég sagði þér frá en það var líka hluti af gleðinni og gamn- inu. Því gleði og gaman var aldrei langt undan hjá þér. En það sem ég á eftir að sakna mest er sú einfalda staðreynd að þú ert ekki heima á gamla bænum, farinn til Munda afa og Sæmundar langafa. Mínar dýpstu samúðarkveðjur fara til hennar Boggu minnar, lang- ömmubarnanna og Þórhildar og afastrákanna þinna. Til þinna kæru systkina og alls fólksins þeirra. Megi allar góðar vættir vaka yfir okkur öllum og gefa okkur ást og kærleika. Þín vin- kona Guðrún Dadda. Jón B. Sæmundsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR RÓSA BJÖRGVINSDÓTTIR, áður til heimilis að Grashaga 10, Selfossi, lést á hjúkrunarheimilinu Grund sunnu- daginn 6. nóvember. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 18. nóvember klukkan 13.30. . Kristín Ólafsdóttir, Helgi Garðarsson, Björgvin Ólafsson, Magnús Ólafsson, Rut Bjarnadóttir, Þórir Ólafsson, Helga Guðmundsdóttir, Ólafur Jökull Ólafsson, Astrid Bleeker, Guðný Ólafsdóttir, Þengill Ólafsson, Margrét Ýr Flygenring barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SÓLRÚNAR BENTSÝAR JÓHANNESDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Ísafold, Garðabæ, sem lést föstudaginn 28. október síðastliðinn. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Ísafold fyrir góða umönnun. . Siggeir Stefánsson, Hrafngerður Ösp Elíasdóttir, Elsa Stefánsdóttir, Jóhannes Stefánsson, barnabörn og fjölskyldur. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar yndislegs föður okkar, sonar og bróður, ÓLAFS BJÖRNS BALDURSSONAR. Guð blessi ykkur öll. . Emil Örn, Alma María og Kári Freyr Ólafsbörn, Baldur Ólafsson og María Frímannsdóttir, Rósa Kristín Baldursdóttir. Eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG AÐALBJÖRG SVEINSDÓTTIR kennari, frá Víkingavatni, lézt á heimili sínu 15. nóvember. Útför fer fram frá Háteigskirkju föstudag 25. nóvember klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á MND-félagið. . Ágúst H. Bjarnason Hákon Ágústsson Þóra Kristín Bjarnadóttir Björn Víkingur Ágústsson Vigdís Tinna Hákonardóttir Sólveig Freyja Hákonardóttir Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, stjúpmóðir, systir, mágkona, amma og langamma, J. SIGRÍÐUR ELENTÍNUSDÓTTIR, Ásbraut 15, 200 Kópavogi, lést á LSH í Fossvogi mánudaginn 14. nóvember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 24. nóvember kl. 13. . Haukur Reynir Ísaksson Sigurður Sverrir Witt Rachel Parker Witt Ingunn H. Hauksdóttir Þröstur Þorbjörnsson Svanhildur Elentínusdóttir Einar Hjaltested barnabörn og barnabarnabarn. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.