Morgunblaðið - 17.11.2016, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016
www.fi.is
Fræðslu- og myndakvöld
Ferðafélags Íslands
Uppbygging FÍ
í óbyggðum
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is
Aðgangseyrir kr. 600 - Innifalið kaffi og kleinur
Allir velkomnir
Leifur Þorsteinsson sýnir myndir og segir frá uppbyggingu FÍ
í óbyggðum, bæði á Kili og Fjallabaki.
Þórhallur Þorsteinsson, Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs,
sýnir myndir og segir frá uppbyggingarstarfi FFF
í Kverkfjöllum og á Víknaslóðum.
fimmtudaginn 17. nóvember kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6
Það er ekkert voðalega gott aðræða við fólk sem kallar mann
lygara,“ sagði Björt Ólafsdóttir, þing-
maður Bjartrar framtíðar, í viðtali á
Stöð 2, vegna ummæla Birgittu Jóns-
dóttur, kapteins Pírata.
Birgitta hafði full-yrt á Rás 2 að
Viðreisn og Björt
framtíð hefðu átt í
viðræðum fyrir kosn-
ingar og sagði aug-
ljóst að fundir
Lækjarbrekku-
bandalagsins hefðu
þar með ekki verið í
trúnaði.
Nú er út af fyrirsig athyglisvert
að boðberi gagnsæis í
stjórnmálum skuli
telja það ámælisvert að Björt framtíð
hafi upplýst hvað rætt var um
stjórnarmyndun fyrir kosningar.
Þetta er líka athyglisvert fyrir al-menning af þeim sökum að því
var haldið fram að fundirnir hefðu
verið haldnir til að skýra val kjós-
enda.
Kjósendur hljóta í því ljósi að eigakröfu um að vita hvaða leyndar-
mál voru rædd á fundunum í Lækjar-
brekku en ekki máttu fara út fyrir þá
veggi.
Það hlýtur líka að vera umhugs-unarvert fyrir þær stjórnar-
myndunarviðræður sem framundan
eru ef traust á milli manna í marg-
brotnum og veikum mögulegum
vinstri meirihluta er ekki meira en
svo að lyga- og svikabrigsl ganga á
víxl áður en þær hefjast.
Er ríkisstjórn sem haltra mundi afstað á þennan hátt líkleg til ár-
angurs?
Björt Ólafsdóttir
Eru lyga- og svika-
brigsl góð byrjun?
STAKSTEINAR
Birgitta
Jónsdóttir
Veður víða um heim 16.11., kl. 18.00
Reykjavík 1 léttskýjað
Bolungarvík -1 snjókoma
Akureyri 1 snjókoma
Nuuk -4 skýjað
Þórshöfn 3 skýjað
Ósló 4 rigning
Kaupmannahöfn 5 þoka
Stokkhólmur 0 þoka
Helsinki 1 þoka
Lúxemborg 8 súld
Brussel 13 skúrir
Dublin 8 léttskýjað
Glasgow 8 skúrir
London 12 léttskýjað
París 12 súld
Amsterdam 13 skýjað
Hamborg 7 þoka
Berlín 7 skýjað
Vín 2 rigning
Moskva -3 alskýjað
Algarve 16 heiðskírt
Madríd 10 heiðskírt
Barcelona 13 heiðskírt
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 5 heiðskírt
Aþena 13 skýjað
Winnipeg 2 alskýjað
Montreal 6 alskýjað
New York 6 þoka
Chicago 4 þoka
Orlando 12 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
17. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:05 16:22
ÍSAFJÖRÐUR 10:31 16:06
SIGLUFJÖRÐUR 10:15 15:48
DJÚPIVOGUR 9:40 15:46
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Gefin var út viðvörun vegna eldhús-
skápa HTH á heimasíðu fyrirtækis-
ins í Danmörku, samkvæmt frétt
Berlingske Business, sem birtist sl.
mánudag. Framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins, Rune Stephansen, sagði í
samtali við Berlingske að öllum sem
málið varðaði hefði verið sent bréf en
um staðbundinn vanda væri að ræða.
Ólafur Már Sigurðsson, deildar-
stjóri hjá Ormsson, segir engin
vandamál hafa komið upp á Íslandi
enda liggi vandinn úti í svokölluðum
K21-upphengjum (e. brecket).
„Slíkar festingar hafa aldrei verið
notaðar á Íslandi en þær eru notaðar
úti í einstaka tilvikum við ákveðna
gerðir veggskápa sem við erum ekki
með hér. Uppsetning skápa frá HTH
á Íslandi er eingöngu þannig að þeir
eru skrúfaðir beint í veggi til upp-
setningar og þannig hafa þeir haldist
vel og örugglega eins og til er ætl-
ast.“
Höfðu strax samband út
Ólafur segir að um leið og fregnir
bárust af vandamálum í Danmörku
hafi verið haft samband út.
„Eldhúsinnréttingarnar frá HTH
eru framleiddar í Danmörku og end-
urspegla það allra besta í danskri
hönnun og gæðum. Ég hafði því sam-
band strax út og við höfum fengið
þau svör að í þeim tilvikum sem
skápur eða hluti innréttinga hefur
fallið niður er það vegna upphengja
sem notaðar hafa verið. Þær eru ekki
notaðar hér og hafa aldrei verið not-
aðar hér á landi. Þetta tengist inn-
réttingunum því ekki á nokkurn hátt
enda eru þær framleiddar undir
ströngu gæðaeftirliti og hafa fengið
ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS
18001 vottun fyrir að uppfylla ýtr-
ustu gæða- og umhverfisstaðla.“
Skápar HTH á
Íslandi öruggir
Vandamál með festingar í Danmörku
Morgunblaðið/G.Rúnar
Innréttingar Ormsson selur innrétt-
ingar HTH á Íslandi.
Íslendingur, maður á sjötugsaldri,
fannst látinn í skurði við gömlu ver-
búðirnar á Grandagarði í Reykjavík
í gærmorgun. Kennsl voru borin á
manninn strax síðdegis í gær, en
lögregla hafði talsverðan viðbúnað
vegna þessa og allfjölmennt lið var á
vettvangi. Talið er að maðurinn hafi
látist af slysförum. Engar grun-
semdir eru uppi af hálfu lögreglu um
að andlát mannsins hafi að neinu
leyti borið að með saknæmum hætti.
Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlög-
regluþjónn hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu, segir í samtali við
Morgunblaðið að þó hafi allar kring-
umstæður á vettvangi verið kann-
aðar ítarlegar, en slíkt er jafnan gert
þegar mál af þessum toga koma upp.
sbs@mbl.is
Karlmaður fannst
látinn á Granda
Morgunblaðið/Ófeigur
Grandagarður Maðurinn fannst látinn í skurði við gömlu verbúðirnar.