Morgunblaðið - 17.11.2016, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 17.11.2016, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016 www.heild.isfyrirspurn@heild.is Skrifstofuhúsnæði HEILD fasteignafélag Um er að ræða 1.800 fm atvinnuhúsnæði á frábærum stað í Reykjavík. Eignin skiptist í 1.600 fm skrifstofurými á efri hæðum ásamt 220 fm verslunarrými á jarðhæð. • Bjart og opið skrifstofuhúsnæði • Góð staðsetning • Næg bílastæði Grensásvegur 10, 108 Reykjavík Útlendingastofnun hefur gert samning um leigu á gamla Her- kastalanum í miðbæ Reykjavíkur. Unnið er að því að útvega starfs- leyfi og að gera húsnæðið klárt. Vonast er til þess að hælisleitendur geti flutt þangað innan skamms. Hjálpræðisherinn seldi Herkast- alann fyrr á þessu ári. Húsið er 1.405,4 fermetrar að stærð og var byggt árið 1916. Um 140 manns hafa sótt um vernd á Íslandi í þessum mánuði. Í október var fjöldinn um 200. Á þessu ári hafa því rúmlega 900 manns sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Búsetuúrræði Útlendingastofn- unar fyrir hælisleitendur eru öll fullnýtt. Um 200 hælisleitendur dvelja því t.d. á hótelum hér á landi. Viðhald í Bæjarhrauni Störfum meindýraeyðis, vegna veggjalúsar, er lokið í móttöku- miðstöðinni í Bæjarhrauni og verð- ur hún tekin aftur í notkun að hluta á allra næstu dögum. Þar er unnið að viðhaldi og því verður húsnæðið tekið í notkun á ný í áföngum. Aðstæður í hverju búsetuúrræði eru mjög mismunandi. Á sumum stöðum er eldhús en á öðrum ekki. Þegar ekkert eldhús er á staðnum er boðið upp á aðsendan mat. Morgunblaðið/Árni Sæberg Herkastalinn Reiknað er með að hælisleitendur flytji þangað innan skamms. Hælisleitendur fá inni í Herkastalanum  Yfir 900 manns hafa sótt um vernd í ár Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Markmið rannsóknarinnar Blóð- skimun til bjargar – þjóðarátak gegn mergæxlum, sem hleypt var af stokkunum í fyrradag á vegum Há- skóla Íslands, Landspítala og Krabbameinsfélagsins, er að rann- saka hvort ávinningur sé af því að skima fyrir forstigi mergæxlis. „Því fleiri sem við fáum þeim mun líklegra er að við fáum þau svör sem við erum að leita eftir,“ segir Sig- urður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum og forsvarsmaður verkefnishópsins. Kynning á rannsókninni er í bréfi í fjólubláu umslagi sem sent hefur verið öllum íbúum hérlendis, sem fæddir eru 1975 og fyrr, alls 148.000 manns. Sigurður Yngvi segir að til þess að fá örugg svör á fimm árum þurfi um 70.000 þátttakendur. „Því fleiri sem við fáum því fyrr liggja niðurstöður fyrir,“ segir hann, en rannsóknin svarar væntanlega spurningum um orsakir mergæxla, hentugasta greiningarferli, lífsgæði og hvort hægt sé að lækna mergæxli með því að greina þau snemma. Ekki sérstök blóðprufa Mergæxli er krabbamein í bein- merg og verður einkenna oft ekki vart fyrr en sjúkdómurinn hefur haft alvarleg áhrif á heilsuna. Um 25 manns greinast með sjúkdóminn ár- lega hérlendis og um 120.000 manns á heimsvísu. Hægt er að greina for- stig mergæxlis með því að skima fyr- ir tilteknum próteinum í blóði. „Við erum ekki að fara af stað með skipu- lagða krabbameinsleit heldur gera rannsókn hvort ástæða sé til þess að skima fyrir forstigi mergæxlis,“ seg- ir Sigurður Yngvi. Fyrir um sex vikum var gerð for- könnun á Akranesi og gekk hún von- um framar, að sögn Sigurðar Yngva, en 58% íbúa í rannsóknarhópnum hafa þegar skráð sig til þátttöku. Sigurður Yngvi leggur áherslu á að fólk mæti ekki í blóðprufu sérstak- lega vegna rannsóknarinnar heldur veitir það samþykki sitt til þess að rannsóknarhópurinn fái hluta af blóðsýninu til skimunar, þegar það fer næst í blóðprufu einhverra hluta vegna. „Við köllum þátttakendur ekki sérstaklega inn fyrir blóðpruf- una heldur veitir fólk okkur sam- þykki sitt til þess að fá blóðsýni,“ áréttar hann. Þátttakendur fá nánari upplýsing- ar og veita upplýst samþykki á vef- síðu átaksins (www.blodskimun.is) eða með því að senda undirritaða samþykkisyfirlýsingu gjaldfrjálst með pósti. Þurfa um 70.000 manns í þjóðarátak  Kanna ávinning af því að skima fyrir forstigi mergæxlis Þjóðarátak Sigurður Yngvi Kristinsson prófessor kynnir rannsóknina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.