Morgunblaðið - 17.11.2016, Síða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016
Íslensk hönnun og framleiðsla
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is
E-60 Bekkur
Fáanlegur í mismunandi lengdum.
Verð frá kr. 67.800
Lífstíðaráby
rgð
á grind og
tréverki
TOPPUR ehf
Bifreiðaverkstæði
TOPPUR er viðurkennt
þjónustuverkstæði fyrir
Skemmuvegi 34 • Kópavogi • Sími 557 9711 • toppur@toppur.is
Við kynnum til leiks
- SUPRA traktorsgröfurnar frá Hidromek
HIDROMEK framleiðir traktorsgröfur í 5 útgáfum. Ein af þessum vélum er SUPRA,
en hún hentar afar vel íslenskum aðstæðum. Þetta eru ríkulega útbúnar vélar,
t.d. fjaðrandi framgálgi, vökvahliðarfærsla á backchoe, servo stjórnbúnaður, LED
vinnuljós, Perkinsmótor, Turner skipting og ZF hásingar ásamtmörgu fleiru.
Við bjóðum ykkur velkomin til okkar að Krókhálsi 16 og að kynna
ykkur vélina nánar. Alltaf heitt á könnunni.
ÞÓR FH
REYKJAVÍK:
Krókháls 16
Sími 568-1500
AKUREYRI:
Lónsbakka
Sími 568-1555
Vefverslun:
www.thor.is
Eftir sundurlaust
karp á Alþingi sl. vor
var gert samkomulag
um ótímabærar
haustkosningar í stað
þess að koma mik-
ilvægum málum í
höfn og kjósa síðan
um stefnumál flokk-
anna í vor.
Nú eru kosning-
arnar afstaðnar og
stjórnarsamstarf í
skoðun, en mikilvægt er að fagleg
og samhent ríkisstjórn komist á
laggirnar sem fyrst. Samstöðuleysi
má ekki vera þar um borð, því
væntanlegrar ríkisstjórnar bíða
ýmis mikilvæg úrlausnarverkefni,
t.d. mál sem hæst fóru í þjóð-
félagsumræðunni fyrir kosningar.
Flestum á að vera ljóst að sam-
félagið þolir ekki annan efnahags-
skell, verðbólgu né óvissu í at-
vinnulífinu og víðar og því þarf að
vanda til verka.
Þó margt hafi verið gert með
ágætum eftir hrun, t.d. í ríkisfjár-
málum og víðar, þá eru vissir
þættir sem huga þarf betur að og
tæpt verður hér á að hluta. Jafn-
framt er nauðsynlegt að fá meiri
sátt í samfélagið, t.d. með því að
upplýsa betur um uppgjör og af-
skriftir eftir hrun og hverjir fengu
20% afslátt á gjaldeyri til landsins
sem og um ýmsa þætti úr við-
skiptaumhverfinu, sem skipta
landsmenn máli.
Margir kjósendur hafa áhyggjur
af því hvort hrunfyrirmyndin sé að
ná sér hér aftur á strik. Vonandi
er svo ekki, þ.e. að stjórnvöld og
eftirlitskerfið hafi gætur á að
rekstrarform eins og ríktu hér
víða fyrir hrun dafni hér ekki á ný.
Þensla og verðhækkanir eru þó
víða að ná sér á strik, sem sumir
fræðimenn telja reyndar vera
batamerki fyrir þjóðfélagið, þ.e.
svipuð kenning og var fyrir hrun
þegar græðgisvæðingin var höfð í
hávegum. Samþjöppun hefur verið
í eignamyndun sem hefur keyrt
upp fasteignaverð, húsaleigu o.fl.,
og þar með skuldavanda heimila
og víðar. Lán hafa streymt úr
lánastofnunum til hinna ýmsu
verka. Vonandi eru tryggingar
fyrir þessum lánum og fjárfest-
ingum lífeyrissjóðanna, þannig að
féð skili sér til baka
án afskrifta og gjald-
þrota sem almenn-
ingur verður síðan að
blæða fyrir með verð-
bólgu, háum vöxtum,
lakari lífeyri og fleiri
skakkaföllum.
Ungt fólk á erfitt
með íbúðarkaup, því
bent á leigumarkaðinn
sem blómstrar víða
með okurleigu. Nauð-
synlegt er að útfæra
raunhæft sparnaðar-
og lánafyrirkomulag
sem og bygginga- og leiguform
fyrir ungt fólk og þá sem vilja
minnka við sig, t.d. með aðkomu
lífeyrissjóðanna. Samsíða þarf að
minnka vægi á vissum upp-
færsluþáttum verðtryggðra lána
og lækka vexti. Að stytta lánstíma
slíkra lána bætir ekkert, skapar
aðeins meiri vanda, t.d. hjá lág-
launafólki. Huga þarf að stökk-
breytingu sem varð á námslánum
eftir hrun, margir eru í vanda
vegna þessa.
Samkvæmt upplýsingum skatt-
yfirvalda eru undanskot til sam-
félagsins stunduð víða sem fyrr,
kennitöluflakk og fleira. Á þessum
þáttum þarf að taka með meiri
festu, bættu regluverki og fleiri
úrræðum í heildarkerfinu.
Skattar eru háir, t.d. á með-
allaunafólk og eldri borgara eftir
starfslok sem og við úttekt á sér-
eignarsparnaði sem þeir hafa nurl-
að saman.
Sumir leggja áherslu á að arð-
bærar og þarfar eignir ríkisins
verði seldar, þ.e. andstætt vilja
flestra landsmanna. Nær væri að
leggja áherslu á að bæta rekstur
víða hjá því opinbera og afleggja
óþarfa einingar.
Með réttu þyrfti að yfirfara
lánaniðurfærslurnar frá 2011 og
2014, þar sem ekki var horft nægj-
anlega vel á heildarmyndina og
margir íbúðareigendur því í vanda
sem fyrr. Margir eru á lágum
launum og með lítil lífeyrisréttindi
þrátt fyrir greiðslur í hina ýmsu
lífeyrissjóði í áratugi meðan aðrir
hópar uppskera allt annað um-
hverfi til launa og lífeyris. Þarna
vantar víða meira jafnvægi á hlut-
ina. Háar bónusgreiðslur koma til
í bönkum og víðar vegna uppgjörs
hrunbankanna/sjóðanna. Almenn-
ingi blöskraði ráðagerðin og kall-
aði eftir aðgerðum stjórnvalda,
sem lítið eða ekkert varð úr.
Afskrifuð voru hundruð millj-
arða eða meira hjá hinum ýmsu
fyrirtækjum og einstaklingum eft-
ir hrun vegna ævintýrareksturs og
óhófs í lífskúnstum. Á sama tíma
misstu margir allt sitt sparifé sem
þeir höfðu verið hvattir til að
leggja til hliðar árin fyrir hrun.
Treystu á yfirlýsingar stjórnvalda
og fræðimanna að viðkomandi
bankar og fyrirtæki/félög stæðu
traustum fótum. Annað kom í ljós
við hrunið, en þeir sem færðu fjár-
muni sína inn á verðtryggða reikn-
inga og víðar héldu öllu sínu vegna
aðgerða stjórnvalda. Þarna var
pakkanum misskipt sem og í fleiri
aðgerðum eftir hrun og því ríkir
órói/reiði víða enn í samfélaginu.
Að framangreindum þáttum
þarf væntanleg ríkisstjórn að huga
og ýmsu fleiru sem betur má fara.
Því miður er það svo að þrátt fyrir
ýmsan vanda sem við er að fást í
þjóðfélaginu snýst pólitíkin mikið
um innihaldslaust þras og sam-
stöðuleysi til þarfra verka. Breyt-
ing þarf að verða þar á, t.d. varð-
andi framgang á mikilvægum
málum. Stjórnmálamenn þurfa að
vera víðsýnir og með vissa lífs-
reynslu svo þeir skynji samfélagið
og þarfar framfara- og kerfis-
breytingar sem og í stakk búnir til
að taka á málum sem valda og
geta valdið samfélaginu skaða.
Landsmenn kalla eftir traustri
ríkisstjórn og meiri stöðuleika al-
mennt í stjórnmálin sem víðar og
að fá meiri áheyrn hjá stjórnvöld-
um varðandi lífskjör og jöfnuð í
okkar gjöfula landi tækifæranna.
Þjóðin þarf trausta
og faglega ríkisstjórn
Eftir Ómar G.
Jónsson » Þrátt fyrir ýmsan
vanda sem við er að
fást í þjóðfélaginu snýst
pólitíkin því miður mikið
um innihaldslaust þras
og samstöðuleysi til
þarfra verka.
Ómar G.
Jónsson
Höfundur er fulltrúi og deildarstjóri.
Mikið er ég sammála honum Svani
Jóhannssyni í Velvakanda laugar-
daginn 12. nóvember sl. Sjónvarpið á
RÚV getur aldrei verið á réttum
tíma. Alltaf þessi eilífa seinkun. Og
svo er stóra spurningin; hvers vegna
getur fótboltinn og kjaftagangurinn
á eftir ekki verið á íþróttarásinni?
Ein sem er orðin
þreytt á seinkuninni.
Staksteinar 3
Mig langar að vekja athygli á nýút-
komnum safndiski þar sem Hljóm-
sveit Friðjóns Jóhannssonar fer á
kostum á Staksteinum 3. Lög og
textar eru eftir 17 austfirzka höf-
unda og býsna skemmtilegt efni og
fjölbreytt.
Þessi diskur ber ágæt einkenni
þess sem menn eru að fást við í tóm-
stundum sínum án þess að hugsa um
frægð og frama. Víða kemur yfir
mann löngun til að dansa, svo vel
sem lögin eru flutt, enda engir við-
vaningar á ferð. Þökk fyrir fram-
takið Friðjón og félagar.
Helgi Seljan.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Óþolandi seinkun
RÚV Bréfritari kvartar yfir seinkun dagskrárliða.
Þjónustuauglýsingar
Fáðu tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is