Morgunblaðið - 17.11.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016
Jólaskeið ERNU 2016 og
servíettuhringur ársins
Íslensk hönnun og smíði síðan 1924
ERNA
Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is
Skeiðin er hönnuð af
Ragnhildi Sif Reynisdóttur,
gullsmið og hönnuði
GULL- OG SILFURSMIÐJA
Verð 21.500,-
Verð 12.500,-
hæst og í hámarki í Reykjavík og
Mosfellsbæ, 14,52%. Hafnarfjörður
lækkar útsvarið lítillega og það verð-
ur það sama og í Kópavogi, 14,48%.
Lækkar ekki á atvinnuhúsum
Þjóðskrá tilkynnti í sumar um
hækkun fasteignamats. Heildarfast-
eignamat á höfuðborgarsvæðinu
hækkar um áramót um 8,8%. Hækk-
unin er meiri á íbúðarhúsnæði en at-
vinnuhúsnæði. Hækkunin svarar til
margfaldrar hækkunar almenns
verðlags á milli ára því vísitölur sýna
um 2% verðbólgu. Kemur hækkunin
til viðbótar verulegum hækkunum
síðustu ár.
Fasteignaskattar miðast við fast-
eignamat og hækka tekjur sveitarfé-
laganna því talsvert, að óbreyttri
álagningarprósentu.
Fjögur sveitarfélög á höfuðborg-
arsvæðinu lækka álagningar-
prósentu fasteignaskatts af íbúðar-
húsnæði, flest tiltölulega lítið. Mest
munar um lækkun í Mosfellsbæ, 0,12
prósentustig, en fasteignaskatturinn
var áður í hærra lagi þar. Þrátt fyrir
örlitla lækkun í Hafnarfirði verður
fasteignaskatturinn enn hæstur þar,
eða 0,31%. Minnstar álögur eru á
íbúðarhúsnæði í Reykjavík og á Sel-
tjarnarnesi, 0,20%. Álagning í þess-
um sveitarfélögunum helst óbreytt
þrátt fyrir verulega hækkun á fast-
eignaverði í mörgum hverfum, sem
skilar auknum tekjum.
Félag atvinnurekenda hefur vakið
athygli á aukinni skattheimtu sveit-
arfélaganna af atvinnuhúsnæði
vegna hækkunar fasteignamats og
talið hana óréttláta. Bæjarstjórinn í
Hafnarfirði og fleiri tóku þessu vel
þegar gagnrýnin kom fram og taldi
að tekið yrði mið af þessu. Í ljós er
að koma að sveitarfélögin á höfuð-
borgarsvæðinu, að minnsta kosti,
verða ekki við áskorun atvinnurek-
enda um lækkun.
Öll sveitarfélögin halda álögum á
atvinnuhúsnæði óbreyttum. Hún er
og verður 1,65% nema í Kópavogi
sem leggur á heldur lægri fast-
eignaskatt.
Þess ber að geta að fjárhagsáætl-
anir og gjaldskrár eru enn til um-
ræðu í bæjarstjórnum og geta því
breyst.
Útsvar og fasteignaskattur breytist lítið
Ath. Gjaldskrárnar hafa
ekki hlotið samþykki
bæjarstjórna.
Útsvar Fasteignaskattur- íbúðir
Fasteignaskattur
- atvinnuhúsnæði
2016 2017 Lækkun 2016 2017 Lækkun 2016 2017 Lækkun
Reykjavík 14,52 14,52 0 0,2 0,2 0 1,65 1,65 0
Kópavogur 14,48 14,48 0 0,26 0,255 0,005 1,62 1,62 0
Hafnarfjörður 14,52 14,48 0,04 0,34 0,31 0,03 1,65 1,65 0
Garðabær 13,7 13,7 0 0,235 0,23 0,005 1,65 1,65 0
Mosfellsbær 14,52 14,52 0 0,265 0,253 0,12 1,65 1,65 0
Seltjarnarnes 13,7 13,7 0 0,2 0,2 0 1,1875 1,1875 0
↓ ↓ ↓
Sveitarsjóðir fitna vegna
hækkunar launa og fasteigna
Lítilsháttar lækkun fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Tekjur sveitarfélaganna aukast mik-
ið á næsta ári, meðal annars vegna
hækkunar launa í landinu og hækk-
unar fasteignamats. Frumvörp til
fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár
hafa víðast hvar verið lögð fram til
fyrri umræðu í sveitarstjórnum.
Gjaldskrár þeirra verða afgreiddar
endanlega við seinni umræðu síðar í
mánuðinum.
Flest sveitarfélögin virðast ætla
að halda álagningarprósentu útsvars
óbreyttri, þrátt fyrir að laun hafi
hækkað mikið og fitað sveitarsjóði.
Ef litið er til þróunar launavísitölu
sést að á haustmánuðum hafði hún
hækkað um rúm 10% á tólf mánaða
tímabili. Þess ber þó að geta að út-
gjöldin aukast líka mikið því laun
starfsfólks eru stór hluti gjaldanna.
Ef aðeins er litið til sveitarfélag-
anna á höfuðborgarsvæðinu sést að
útsvarið er og verður lægst í Garða-
bæ og á Seltjarnarnesi, 13,7%, en
Hjörtur J. Guðmundsson
Freyr Bjarnason
Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstri grænna, hefur fengið stjórn-
armyndunarumboð frá Guðna Th. Jó-
hannessyni, forseta Íslands, eftir að
Bjarna Benediktssyni, formanni
Sjálfstæðisflokks, mistókst að mynda
stjórnarmeirihluta á Alþingi.
Katrín hyggst hefja viðræður við
formenn annarra flokka strax árla
morguns í dag.
Fjölflokkastjórn frá vinstri yfir
miðjuna er fyrsti kostur Vinstri
grænna og segist Katrín þurfa að
nýta tímann vel. Guðni Th. Jóhann-
esson sagði í samtali við fjölmiðla í
gær að hún þyrfti að hafa hraðar
hendur.
Sagði Katrín í samtali við mbl.is í
gærkvöldi að óvíst væri hvort hún
næði að ræða við formenn allra flokka
í dag. „Það er ekki mikill tími til
stefnu. Þetta snerist auðvitað svolítið
um tímann. Eigum við ekki bara að
sjá hvernig þessi tími reynist. Það
verður allavega að nýta hann vel,“
segir hún.
Einn raunhæfur möguleiki?
Katrín sagði við fjölmiðla á Bessa-
stöðum í gær að staðan væri flókin en
hún vonaðist eftir góðum árangri:
„Það hafa allir verið með yfirlýsingar
um það hvað þeir vilja og ég er þar
ekki undanskilin. Auðvitað nálgast
maður þetta verkefni af bjartsýni.
Svo verðum við að sjá hverju þetta
skilar,“ segir Katrín.
Vinstri grænir hafa möguleika á
því að mynda fimm þriggja flokka
stjórnir, en allir þeir möguleikar inni-
halda stjórnarsetu Sjálfstæðisflokks
en Katrín hefur lýst því yfir að ekki sé
vilji til þess að fara í samstarf með
honum.
Tvenns konar fjögurra flokka
stjórnir eru í myndinni en þær eru
með aðkomu Framsóknarflokks sem
VG hefur einnig lýst yfir að sé ekki
álitlegur kostur í stöðunni.
Tvenns konar fimm flokka stjórnir
eru mögulegar. Annars vegar VG +
Píratar + Viðreisn + Björt framtíð +
Samfylkingin, samtals 34 þingmenn
og er það sú stjórn sem Katrín og Pír-
atar hafa m.a. viljað sjá sem stjórn-
armynstur nú að loknum kosningum.
Hins vegar er möguleiki á fimm
flokka stjórn með aðkomu Fram-
sóknar í stað Pírata en eins og áður
sagði þykir það ekki líkleg niður-
staða.
Ræða saman eftir helgi
Forsetinn ætlar að ræða aftur við
Katrínu í síðasta lagi á mánudag eða
þriðjudag til að athuga með gang
mála í stjórnarmyndunarviðræðum.
Spurð hvort sá tími muni duga til að
komast að því hvort hægt verður að
mynda fjölflokkastjórn sagði Katrín:
„Við bara verðum að láta það duga.“
Ef Katrín næði að mynda ríkis-
stjórn sagði hún að stærstu mál
hennar yrðu að tryggja aukinn jöfnuð
í samfélaginu, byggja upp heilbrigð-
is- og menntakerfið og vinna við lofts-
lagsmál.
Þingflokkur Vinstri grænna kom
til fundar í gær, eftir að Katrín kom
frá Bessastöðum. Í dag hefjast síðan
viðræður við formenn annarra flokka,
eins og fyrr greinir.
Katrín hittir alla flokksformenn
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fékk stjórnarmyndunarumboð frá forseta í gær
Fimm flokka stjórn talin fyrsti kostur „Flókin staða en vonast eftir árangri,“ segir Katrín
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stjórnarmyndun Katrín Jakobsdóttir fékk umboð til stjórnarmyndunar í gær frá Guðna Th. Jóhannessyni. Hún
segir mestan vilja til þess hjá VG að mynda fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri yfir miðjuna.
„Við töluðum saman. Hún
fékk umboð mitt til að leiða
stjórnarmyndunarviðræður.
Við ræddum um að þótt ekki
mætti rasa fyrir ráð fram þá
þyrfti að hafa hraðar hendur.
Hún sýndi því sjónarmiði
mínu fullan skilning,“ sagði
Guðni Th. Jóhannesson, for-
seti Íslands, við blaðamenn
á Bessastöðum í gær eftir
að hafa veitt Katrínu Jak-
obsdóttur umboðið.
Engir eindagar
Guðni var á blaðamanna-
fundinum spurður hvort ein-
hver dagsetning hefði verið
ákveðin um hvenær við-
ræðum yrði að vera lokið.
Hann sagði að ekki hefði
verið rætt um neinn ein-
daga.
„En við töluðum um það að
um helgina eða í síðasta lagi
á mánudag, þriðjudag myndi
Katrín hitta mig aftur að
máli og segja mér hvernig
gengi.
Ég hef enga ástæðu til að
ætla annað en að Katrín og
þeir sem hún kallar til vinni
af heilindum,“ sagði Guðni.
Þarf að hafa
hraðar hendur
GUÐNI TH. JÓHANNESSON
Vaxandi andstaða er við inngöngu í
Evrópusambandið samkvæmt niður-
stöðum nýrrar skoðanakönnunar
MMR. Þannig hefur andstaðan auk-
ist um 7,2 prósentustig miðað við
sambærilega könnun í lok septem-
ber og stuðningur við inngöngu hef-
ur á sama tíma dregist saman um 7,3
prósentustig.
Skoðanakönnunin nú sýnir 57,8%
andvíg inngöngu í ESB miðað við
50,6% í lok september. 20,9% eru
hlynnt inngöngu í sambandið nú
samanborið við 28,2% í september.
Færri eru hlynntir inngöngu nú en
þeir sem ekki
taka afstöðu með
eða á móti en þeir
eru 21,3%.
Af þeim sem
andvígir eru inn-
göngu eru 38,1%
mjög andvígir og
19,7% frekar and-
vígir. 13% eru
frekar hlynnt inngöngu í sambandið
og 7,9% mjög hlynnt henni.
Könnun MMR var gerð 7.-14. nóv-
ember og var heildarfjöldi svarenda
904 einstaklingar, 18 ára og eldri.
Aukin andstaða við
inngöngu í ESB
Könnun MMR sýnir 58% á móti