Morgunblaðið - 17.11.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.11.2016, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016 lista hjá Alþýðubandalaginu í Reykjavík. Ekki málið sagði ég, en með einu skilyrði þó; að ég verði við hliðina á Ingibjörgu Haraldsdóttur. Sem gekk eftir. Gleymskuveikin vonda sótti hana heim fyrir nokkrum árum og ágerðist. Síðastliðið vor heimsótti ég hana á Grund af því mig langaði að gera lag við eitt fallegasta kvæði hennar um Kúbu, Eyju. Hún þekkti mig ekki. Við sátum hálftíma saman í skrítnu samtali og þegar ég til að segja eitthvað spurði aftur í lokin hvort ég mætti tónsetja þetta kvæði, var eins og gleymskan hopaði frá eitt and- artak og hún svaraði: annað- hvort væri nú! Og hló eins og forðum, glöð og falleg. Tómas R. Einarsson. Með söknuði, trega og djúpu þakklæti kveðjum við Ingi- björgu Haraldsdóttur, skáld, heiðursfélaga og fyrrverandi formann Rithöfundasambands Íslands. Eins og skáldið sjálft þá lýsum við eftir henni, lýsum eftir henni æskurjóðri með elda í augum, en líklega er hún horfin inn í ljóðin sem lifa að eilífu. Lýst er eftir konu sem fór að heiman í árdaga fáklædd og loguðu eldar í augum lagði á brattann og hvarf inn í viðsjála þokuna æskurjóð og hefur ekki sést ekki sést síðan (IH) Ingibjörg var formaður Rit- höfundasambandsins á árunum 1994-1998 og var hún jafnframt fyrsta konan til að gegna því embætti. Hún var sáttasemjari og friðarsinni, réttsýn og ráða- góð og leiddi sambandið inn í Gunnarshús þar sem það hefur síðan haft sínar höfuðstöðvar fyrir hinar skrifandi stéttir. Ingibjörg veitti samferðamönn- um innblástur með verkum sín- um, hugmyndafræði og lífs- speki. Hún færði okkur heiminn í hnotskurn, svo meitlaðan og skýran. Hún sýndi okkur nýja liti í gömlum mynstrum, spegl- aði veruleikann eins og best verður gert. Við söknum vinar, söknum kímni augnanna, flug- beitta húmorsins og nærandi samræðna sem endasentust á milli gamans og alvöru. Í hug- anum ómar og yljar dillandi hláturinn dimmi og axlirnar hristast létt í minningarmynd- inni. Enn er svo auðvelt að kalla fram mildu og flauelsmjúku röddina sem les ljóðin sín og vermir, styrkir og opnar gáttir. Minningin um Ingu er hlý eins og sumarkvöld í Havana. Minn- ingin er rauð eins og rósir og byltingarnar sem hún leitaði og bjó til í ljóðum. Við erum ham- ingjusöm og þakklát í sorginni fyrir að vera samferða Ingu í tíma og rúmi. Um leið trúum við þeirri ævintýramynd sem hún málar af því sem býr handan fjallsins. Hinum megin við fjallið er þögnin áþreifanlegri. Þar eru önnur fjöll og aðrir fuglar. Skuggarnir eru þar lengri og steinarnir mýkri. Þú ræður hvort þú trúir mér. (IH) Við trúum og dýpstu samúð- arkveðjur sendum við börnum og fjölskyldu Ingibjargar. Allt hið góða umfaðmi minningu um einstaka manneskju og heiðurs- skáld þjóðar. Fyrir hönd stjórnar Rithöf- undasambands Íslands; Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður, Ragnheiður Tryggvadóttir framkvæmdastjóri. ✝ Ingveldur L.Gröndal fædd- ist í alþýðuskól- anum á Hvítár- bakka í Borgar- firði 9. júlí 1929. Hún lést á krabba- meinslækninga- deild Landspítal- ans við Hring- braut 8. nóvember 2016. Foreldrar henn- ar voru Lúðvíg Guðmundsson, skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans, f. 1897, d. 1966, og Sigríður Hallgríms- dóttir húsfreyja, f. 1899, d. 1992. Systkini Ingveldar voru: a) Hallgrímur, skjalaþýðandi, f. 1927, d. 1961, b) Guðmundur Áki, viðskiptafræðingur og kennari, f. 1931, c) Sigríður Steinunn, f. 1933, d. 2015. Ingveldur giftist Halldóri S. Gröndal sóknarpresti, f. 15.10. 1927, d. 23.7.2009 sonur Sig- urðar Benediktssonar Grön- dal, yfirkennara og rithöf- undar, og konu hans, Mikkel- ínu Maríu Sveinsdóttur Grön- dal, húsmóður. Þau eignuðust fjögur börn; Lúðvík f. 18.8. 1955. Sigurbjörgu, f. 12.5. 1957. Hallgrím, f. 1.5. 1960, og Þorvald, f. 21.7. 1972. Lúðvík er kvæntur Kristbjörgu Kon- og Hildur Inga, f. 2015. Ingveldur var aðeins tveggja ára þegar fjölskylda hennar flutti til Ísafjarðar, þar sem Lúðvíg, faðir hennar, gerðist skólastjóri í Gagnfræðaskóla Ísafjarðar. Þarna eignaðist hún sínar fyrstu minningar. Vegna veik- inda, m.a. Hallgríms bróður hennar, voru foreldrar hennar mikið erlendis á árunum 1937 og 1938. Ingveldur var þá í fóstri á Hvítárbakka í Borg- arfirði. Árið 1939 stofnaði fað- ir hennar Handíða- og mynd- listaskólann, bjó fjölskyldan þá á nokkrum stöðum í Reykjavík en frá 1942 var heimilið að Grundarstíg 2a í sama húsi og kennsla í Hand- íða- og myndlistarskólanum fór fram. Ingveldur lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949. Ingveld- ur stundaði nám við Kunst- og håndverksskolen í Oslóeinn vetur. Fór síðan til Stuttgart í Þýskalandi til náms í Akadem- ie des Bildenden Künste. Ingv- eldur hóf störf sem ritari á Fræðslumálaskrifstofunni 1968. Síðar starfaði hún sem læknaritari á Fæðingarheim- ilinu og síðar kvennadeild Landspítalans. Ingveldur var virk í kvenfélagi Grensás- kirkju til margra ára, þar sem eiginmaður hennar, Halldór S. Gröndal, var sóknarprestur. Ingveldur verður jarðsungin frá Grensáskirkju í dag, 17. nóvember 2016, kl. 13. ráðsdóttur, f. 4.6. 1960. Barn: Ingv- eldur, f. 1998. Fyrir á Kristbjörg Eydísi Ósk, f. 1993, og Konný Björgu, f. 1993. Stjúpsonur Lúð- víks er Björn Zak- arías, f. 1979, sam- býliskona Björns er Eyrún. Börn: Saga Karitas, f. 1998, Ingibjörg Eva, f. 2000, og Jóhanna Lísa, f. 2005. Sig- urbjörg er gift Ólafi Hauki Ólafssyni, f. 9.2. 1949. Börn: Ólafur Haukur, f. 1979, kvænt- ur Ellen. Börn: Haukur Ingi, f. 2010, og Edda María, f. 2013. Inga Lára, f. 1981, gift Gunn- ari Bjarna. Börn: Katrín Björg, f. 2009, Viðar Óli, f. 2011, og Einar, f. 2015. Fyrir á Inga Lára Victor, f. 2003. Ásdís Björg, f. 1985, sambýlis- maður Karl Halldór. Katrín Lilja, f. 1988, sambýlismaður Ruaidhri Ryan. Hallgrímur er kvæntur Sólveigu Fanný Magnúsdóttur, f. 4.11. 1961. Börn: Halldór, f. 1988, sam- býliskona Hrefna, Fanný Ragna, f. 1991, og Hafsteinn, f. 1995. Þorvaldur er kvæntur Láru Sveinsdóttur, f. 18.6. 1974. Börn: Þórunn, f. 2006, Inga, tengdamóðir mín, er látin. Það er svo ótal margt sem rifjast upp í huga mér frá þess- um tuttugu og átta árum sem leiðir okkar lágu saman. Efst í huga mér eru ótal margar skemmtilegar samverustundir á þínum heimavelli eða annars staðar með okkur þar sem þú naust þess að baka pönnukökur og hnallþórur og framreiða góð- an mat. Barnabörnin þín voru þér afskaplega hjartfólgin og þau nutu þess svo sannarlega að fá að vera hjá þér, gista á yngri árum, fá fróðleik beint í æð og pylsu með öllu með afa. Mér eru líka mjög minnisstæðar ferðirn- ar í Hvamm á Mýrum þar sem gamli bústaður foreldra þinna stendur ennþá á þessum fallega stað. Mikið þótti þér alltaf gam- an að fara í Hvamm, rifja upp skemmtilegar minningar, horfa á útsýnið og njóta í faðmi fjöl- skyldu þinnar. Elsku Inga mín, þín verður sárt saknað, skilaðu kveðju til tengdapabba og ég veit að þér líður vel í faðmi hans og allra þinna. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Já, þannig endar lífsins sólskinssaga. Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannske á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhorni. (Tómas Guðmundsson) Knús alltaf, þín tengdadóttir, Sólveig Fanný Magnúsdóttir (Solla). Elskuleg tengdamóðir mín, Ingveldur L. Gröndal, er látin. Kynni okkar hófust þegar við Systa fórum að draga okkur saman í byrjun árs 1976. Mér var strax tekið með hlý- hug og opnum faðmi og kannski eilítilli forvitni. Hvernig mann skyldi hann nú geyma þessi son- ur skólabróður hennar frá menntaskólaárunum í MR? Ég varð aldrei var við annað en að hún hefði fljótt orðið sátt við þann mann sem hún fann. Það sama gilti um mig. Þarna var fáguð og gáfuð kona sem gott var að tala við. Þú komst aldrei að tómum kofanum hjá henni, hvort sem talið barst að bók- menntum, listum, sérstaklega tónlist, íþróttum eða atburðum líðandi stundar. Og svo var húm- orinn í góðu lagi. Að leiðarlokum ber að þakka af heilum hug velvild, elsku og allar góðu samverustundirnar. Allar helgarheimsóknirnar til ykkar Halldórs, fyrst við Systa og svo bættust krakkarnir við, í „hið sígilda sunnudagslæri“. Alltaf nýbakað bakkelsi með kaffinu, hjónabandssæla, jóla- kaka, pönnukökur, kleinur. Ekki má gleyma glæsilegu jólaávaxta- kökunni í jóladagsboðinu. Alls þessa og miklu meira nutum við ríkulega. Barnabörnin og barnabarna- börnin voru ávallt í huga þínum. Þú fylgdist vel með hvað þau gerðu og hvernig þeim vegnaði og sýndir því mikinn áhuga. Þau voru ávallt velkomin í faðm þinn og þau nutu þess. Elsku Inga, þú hvarfst eig- inlega allt of fljótt úr þessu lífi. Við fjölskyldan þín vorum búin að gera ráð fyrir að þú yrðir í það minnsta jafngömul og móðir þín, amma Sigga. Það er að sjálfsögðu bara eigingirni af okkar hálfu en sýnir jafnframt hversu stór hluti af lífi okkar þú í raun og veru varst. Ég bið Guð almáttugan að geyma þig og varðveita. Ólafur Haukur Ólafsson. Elsku amma Inga er farin frá okkur eftir stutta baráttu við erfið veikindi. Við systkinin nut- um þeirra forréttinda að eiga al- veg einstakt og dýrmætt sam- band við ömmu. Þrátt fyrir að aldurinn færðist yfir síðustu árin þá var hann einhvern veginn af- stæður, hún var bara alltaf hressa amma okkar sem hlaut að verða 95 ára hið minnsta. Þess vegna hefur það verið sér- staklega sárt að kveðja núna, við áttum bara ekki von á því svona fljótt. Rétt eins og þegar afi fór svo skyndilega frá okkur fyrir rúmum sjö árum, maður verður aldrei tilbúinn að kveðja þegar um svo mikilvæga hlekki í lífi manns er að ræða. Við erum hins vegar rík af fallegum og góðum minningum sem hafa orðið ljóslifandi í huga okkar síðustu daga. Amma Inga var svo hlý og góð, hún var alltaf tilbúin með heitt á könnunni og kræsingar með þegar einhver kom í heim- sókn. Okkur systkinunum fannst ofsalega gott að koma til henn- ar, hvort sem það var í lengri eða styttri heimsóknir, með mömmu, langömmubörnunum eða bara ein. Það var hægt að sitja við klukkutímunum saman og spjalla um alla heima og geima – enda var amma alltaf með puttann á púlsinum þegar kom að öllu þessu helsta í sam- tímanum. Hvort sem það voru dægurmálin, tónlistin eða bara blákaldur hversdagsleikinn, það var ekkert henni óviðkomandi. Hún hafði einfaldlega brennandi áhuga á öllu sem við krakkarnir vorum að gera og spurði okkur spjörunum úr um lífið og daginn og veginn. Þessi eiginleiki ömmu gerði það líka að verkum að maður var aldrei eins spenntur að segja einhverjum frá nýjum fréttum, eins og ömmu Ingu og þess eigum við eftir að sakna. Við eigum líka eftir að sakna þess að fá bestu pönnukökur í heimi, það var ekkert barnaaf- mæli haldið á heimilinu okkar án þess að amma Inga mætti með fjall af gómsætum pönnukökum. Þær voru auðvitað rúllaðar upp með sykri og borðaðar af bestu lyst. Verður hennar einnig sárt saknað í laufabrauðsbakstrinum, þá hefð munum við ávallt halda og njóta þess að vera öll saman á aðventunni, enda þekkjum við ekki annað en að jólaundirbún- ingurinn hefjist með laufa- brauðsbakstrinum. Það er í raun hægt að telja upp endalaust af fjölskylduviðburðum, stórum sem smáum, hátíðum, jólaboð- um, afmælum og þorrablótum, í þeim öllum eigum við eftir að sakna ömmu sem lét ekkert fram hjá sér fara, enda fé- lagsvera með meiru. En við eig- um alltaf minningarnar og verð- um að vera þakklát fyrir þær og allt það sem amma hefur gefið og kennt okkur. Hún var sterk og flott kona og við munum minnast hennar bæði hlæjandi og brosandi því þannig tók hún ávallt á móti okkur. Elsku amma, takk fyrir allt, farðu í friði og ekki hafa áhyggj- ur af mömmu, við pössum vel upp á hana. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún.) Vertu sæl, mér svífur yfir, sífellt blessuð minning þín. Vertu sæl, ég veit þú lifir, veit þú hugsar enn til mín. (Ólína Andrésdóttir.) Þín, Ólafur Haukur, Inga Lára, Ásdís Björg og Katrín Lilja. Amma Inga: „Hvað segirðu, ljósið mitt?“ Þetta sagði amma í upphafi næstum hvers einasta samtals sem við áttum. Að hún kallaði mig ljósið sitt er eitt það falleg- asta sem einhver mun nokkurn tíma kalla mig. Þegar ég hugsa um fyrir- mynd þá hugsa ég meðal annars um föðurömmu mína, Ingveldi L. Gröndal. Ég get ekki lýst því hversu stolt ég er að vera alnafna henn- ar. Þessi kona hefur alltaf verið svo glæsileg til fara, góð og fág- uð. Þegar amma bjó með afa Halldóri á Bræðró niðri í bæ, þar sem ég fór oft í pössun, tók hún alltaf svo vel á móti mér. Mér leið alltaf eins og drottn- ingu í pössun hjá drottningu. Pössunin byrjaði yfirleitt á byggingu á spilahöll með afa, síðan göngutúr og eftir göngu- túrinn beið amma eftir mér með nýeldaða ommilettu. Þá varð ekki aftur snúið, eftir að amma kynnti fyrir mér ommilettu hef ég borðað eina slíka á næstum hverjum degi. Ég æfði ballett í 10 ár og amma kom á hverja einustu danssýningu hjá mér og gaf mér meira að segja verðlaun eftir hverja sýningu. Þegar ég hætti þá fannst mér aðallega leiðinlegt að vera að hætta vegna þess að ég vissi hversu mikið amma hélt upp á ballettinn, en hún hélt þó áfram að mæta á danssýningar eftir að ég byrjaði að æfa dans hjá DWC. Við amma höfðum það að ágætum sið að skrifa stundum viljandi hvor fyrir neðan aðra í gestabókum í fjölskylduboðum, fyrst hún, Ingveldur L. Gröndal – eldri, og ég fyrir neðan, Ingv- eldur L. Gröndal – yngri. Okkur þótti það alltaf frekar fyndið. Það verður skrýtið að skrifa ekki lengur yngri fyrir aftan nafnið mitt. Þegar afi dó árið 2009 sá ég mikinn mun á ömmu. Eðlilega þar sem þau voru búin að vera gift í meira en hálfa öld. Amma flutti fljótlega í Hvassó og ég veit að henni leið ágætlega þar en ég fann alltaf hvernig amma var ekki lengur hún sjálf eftir að afi dó. Mér þótti alltaf erfitt að heimsækja ömmu eftir að afi dó því ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að búa einn eftir slíkan ástvinamissi. Þegar afi dó var tekinn frá grafreitur fyrir ömmu. Mér fannst hugsunin um að missa hana þá svo ótrúlega fjarri mér en stundin er runnin upp. Núna er amma örugglega aft- ur hún sjálf þar sem ég vona að hún og afi eigi einhvern veginn samleið aftur, sama hvernig, hvort eða hvar það er en ég þarf ekki að hugsa út í það. Lífið líð- ur svo hratt og ég ætla að reyna að varðveita minningarnar um ömmu þegar ég vissi að henni leið vel. Ég hugsa nánast daglega til afa Halldórs og ég veit ég mun líka gera slíkt hið sama með þig. Ingveldur L. Gröndal – eldri. Elsku amma mín, þín verður sárt saknað að eilífu, hvíldu í friði. Ingveldur L. Gröndal. Elsku amma Inga. Að hafa átt jafn umhyggju- sama og góða ömmu eins og þig er forréttindi. Þið afi tókuð okkur systk- inum ávallt opnum örmum í ein- stakri ró og frið á Bræðraborg- arstígnum og fyrir Grafarvogs- búa eins og mig voruð þið hjartað í miðbænum. Sá staður verður mér svo kær að eilífu því þar lifir þessi hlýja og allar þær minningar sem þið sköpuðuð með mér. Ég verð þér ævinlega þakklát fyrir þessar minningar en fyrst og fremst verð ég þér þakklát fyrir að vera virðulega, hógværa og fallega fyrirmyndin sem þú varst og verður alltaf. Að lokum vil ég þakka þér fyrir að hafa alið upp þann góða og vel gefna son sem hann pabbi minn er. Það er enginn jafn ráðagóður og áreiðanlegur eins og hann. Það hefur hann frá þér og afa. Ég mun taka rauða varalitinn með mér hvert sem ég fer í heiminum, eins og þú. Við sjáumst svo seinna amma mín, takk fyrir allt. Þitt barnabarn Fanný Ragna. Óhætt er að segja að Inga frænka væri kjölfestan í fjöl- skyldunni, skarpgreind, skemmtileg, fyndin, góð og fær í flestu. Á bernskudögum okkar systkinanna á sjöunda og átt- unda áratugnum bjuggu þær systur Inga og Sigga Steina ásamt fjölskyldum í Grænuhlíð- inni. Stóru börnin fóru í Hlíða- skóla en yngst var Svana sem trítlaði með litlu skólatöskuna sína yfir til Ingu frænku. Skóla- vistin hjá henni var sú allra besta, enda var það ekki að ófyrirsynju að stóri bangsi var skírður Inga bangsi og voru þær nöfnur heittelskaðar. Inga fékk viðurnefnið Inga í dúllunni með vísan í flugvél en upp í hana steig Inga ásamt fjölskyldu sinni og flaug burtu til Englands. Þau flugu sem bet- ur fer til baka að tveimur árum liðnum; í dúllunni. Inga og Hall- dór eignuðust sjónvarp og við fjölskyldan þrömmuðum iðulega yfir götuna að horfa á áríðandi sjónvarpsefni eins og Dýrling- inn, Aston-fjölskylduna og Onedin-skipafélagið. Veðurfrétt- ir voru líka ómissandi; að telja L og H á skjánum var góð skemmtun! Það var engin ástæða fyrir okkur að kaupa sjónvarp; því eins og allir ættu að vita þá er skemmtilegast að horfa mörg saman á sjónvarp og maula tekex með smjöri og osti. Inga frænka gat verið lúmskt ráðagóð. Eitt sinn sem oftar sliguðu efnahagserfiðleikar þjóðarbúið. Íslenskir ráðamenn höfðu á orði að finna „breiðu bökin“ og einnig þótti vænlegt að leggja gjöld á „munaðar- vöru“. Niðurstaðan var umdeil- anleg; skertur hlutur launa- manna sem skyldi greiða „lúxus og óþarfa“ hærra verði – meðal annars fyrir tannkrem. – Móður okkar, sem var einstæð móðir, þótti nærri sér höggvið og lét þung orð falla um þjóðfélagið, bjargarleysi og tannheilsu Ís- lendinga. Inga leit samúðarfull yfir eldhúsborðið og sagði: „það má nota natrón“. Þegar móðir okkar, Sigga Steina, systir Ingu, lést fyrir rúmu ári lofaði Inga því að verða hundrað ára eins og amma hennar. Það met slær Inga svo sannarlega ekki og því finnst okkur hún vera farin langt um aldur fram. En við er- um óendanlega þakklát fyrir að hafa átt þessa allrabestu frænku hana Ingu að. Nú er Inga flogin burtu, kannski með dúllunni, en alveg örugglega á góðan stað. Með ást, virðingu, þakklæti og djúpum söknuði kveðjum við Ingu frænku. Bergljót Sigríður, Páll Lúðvík og Svanbjörg Hróðný. Ingveldur L. Gröndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.