Morgunblaðið - 17.11.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.11.2016, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016 Það er bara að njóta þess að vera í faðmi fjölskyldunnar, ég verðheima um kvöldið með þeim nánustu,“ segir Steindór Grétars-son, spurður hvað á að gera í tilefni dagsins, en hann á 50 ára afmæli í dag. Steindór er lagerstjóri hjá Ísam og hefur starfað þar í 22 ár. Ísam er ein stærsta heildverslun landsins og sér Steindór um að dreifa inn- fluttum vörum til verslana. „Ég sé um að allt komi inn og allt fari út. Ísam á t.d. fyrirtækin Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna á Akureyri. Golfið er helsta áhugamál Steindórs en hann var í mörg ár formaður Golfklúbbs Álftaness, en hætti því fyrir nokkrum árum. „Það er aldrei slakað á í golfinu og á veturna spila ég golf í bíl- skúrnum hjá góðum vini, en hann er með golfhermi. Það eru vetrar- stöðvarnar og maður mætir reglulega þangað. Það svínvirkar að nota herminn, hann mælir sveifluhraðann og þetta er alveg eins og að spila golf nema maður þarf ekki að hlaupa á eftir boltanum. Þetta heldur sveiflunni mjúkri og svo er það auðvitað félagsskapurinn. Forgjöfin hefur hins vegar alltaf verið á villtu róli hjá mér.“ Eiginkona Steindórs er Þórey Hildur Heiðberg, bókari hjá Íslensk- ameríska. Börn þeirra eru Andri Örn Heiðberg 21 árs og Aron Björn Heiðberg 15 ára en fyrir átti Steindór Grétar Inga 30 ára. Afmælisbarnið Steindór Grétarsson, lagerstjóri hjá Ísam. Stundar golfið á veturna í bílskúr Steindór Grétarsson er fimmtugur í dag Ó lafía Kristný Ólafs- dóttir, kölluð Lóa, fæddist í Reykjavík 17. nóvember 1956. Fyrstu þrjú árin bjó fjölskylda hennar á Unnarstíg í Hafnarfirði en flutti seinna til Sandgerðis, þar sem Ólafía eyddi æskuárunum. Ólafía gekk í barna- skólann í Sandgerði en ákvað að taka gagnfræðapróf í Reykjanes- skóla við Ísafjarðardjúp, þaðan sem hún á móðurættir sínar að rekja. Vikan breytti lífinu Þegar Ólafía var ellefu ára göm- ul las hún grein í Vikunni um bahá’í trúna, sem reyndist vera einn mesti áhrifavaldur í lífi henn- ar. „Ég var 14 ára þegar ég skráði mig sem bahá‘ía og í kjölfarið Ólafía Kristný Ólafsdóttir blómaskreytir – 60 ára Með börnunum Ólafía ásamt Jakob, Dagbjarti, Lindu og Eskil í brúðkaup í sumar. Á myndina vantar Ólaf. Skráði sig sem bahá‘ía fjórtán ára gömul Í Ísrael Bræðurnir Ólafur Böðvar og Jakob Regin, en Jakob býr í Ísrael. Stefanía Harðardóttir, Sigrún Elísabet Pétursdóttir og Vilhjálmur Einar Pét- ursson héldu tombólu við Melabúðina og söfnuðu 3.843 krónum sem þau færðu Rauða krossinum á Íslandi. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is LEYNIVOPN.IS HVERNEINASTADAG FRÁÞVÍ AÐÉG MANEFTIRMÉR „ ALFREÐ FINNBOGASON LANDSLIÐSMAÐUR Í KNATTSPYRNU LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR “

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.