Morgunblaðið - 17.11.2016, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016
Deilumálum á vinnumarkaði sem
koma til kasta Félagsdóms hefur
fjölgað mikið á seinustu misserum.
Yfirlit yfir málafjölda í Félagsdómi
frá 2000 til 2015, sem Bryndís Hlöð-
versdóttir ríkissáttasemjari birti á
málþingi BHM fyrir skömmu, sýnir
að í fyrra voru málin í Félagsdómi
20 talsins, sem er metfjöldi frá
árinu 2000. Næstflest voru þau árið
2001 eða 17, og 15 mál voru í Fé-
lagsdómi 2002. Til samanburðar
voru fimm mál í Félagsdómi á árinu
2012 og átta á árinu 2014.
Þessi aukning virðist halda
áfram á yfirstandandi ári. Skv. yf-
irliti yfir úrskurði dómsins á vef-
síðu hans hefur Félagsdómur úr-
skurðað í 11 málum það sem af er
þessu ári en þar er um að ræða mál
sem borin voru undir dóminn í
fyrra og á þessu ári.
„Þetta er bara afsprengi þess að
það hefur verið meiri ólga á vinnu-
markaðinum,“ segir Gylfi Arn-
björnsson, forseti Alþýðusambands
Íslands, þegar þetta er borið undir
hann. Verkfallstíðni og fjöldi mála
hjá Félagsdómi séu birtingarmynd
þessa og ágreiningur sem kemur
upp í fyrirtækjunum sé líka rekinn
að hluta til fyrir héraðsdómi. ,,Okk-
ar aðildarfélög eru að fara í mikinn
fjölda mála. Það hefur verið meiri
ágreiningur um túlkun mála,“ segir
Gylfi.
Verkfall hófst í 29% sáttamála
Bryndís birti einnig tölur um
tíðni vinnustöðvana sem hlutfall af
sáttamálum á seinasta ári. Af þeim
málum sem komu til kasta embætt-
isins var boðað til vinnustöðvunar í
72% tilfella og kom vinnustöðvun til
framkvæmda í 29% sáttamála í
fyrra. omfr@mbl.is
Fleiri deilu-
mál til Fé-
lagsdóms
Afsprengi meiri
ólgu á vinnumarkaði
Mikið kom af fiðrildum í ljósagildr-
ur á vegum Náttúrufræðistofnunar
og náttúrustofa um allt land í sum-
ar og fram á haust. Þegar síðustu
gildrur voru teknar niður síðasta
föstudag mátti t.d. sjá gulyglu í
gildru á Tumastöðum. Fram undan
er úrvinnsla á gögnum, en verk-
efnið hefur staðið yfir í 21 ár og í ár
voru fiðrildi vöktuð á 19 stöðum.
Árið 1995 var farið af stað með
vöktun fiðrilda á vegum Náttúru-
fræðistofnunar Íslands á tveimur
stöðum, Tumastöðum í Fljótshlíð og
Kvískerjum í Öræfum. Verkefninu
hefur verið haldið úti síðan og hef-
ur því vaxið ásmegin jafnt og þétt.
Það hefur þegar skilað gagnmerk-
um og ómetanlegum upplýsingum
um fiðrildafánu landsins, segir á
vef Náttúrufræðistofnunar.
Fiðrildaveiðar fara fram frá
miðjum apríl fram í miðjan nóv-
ember, í 30 vikur á ári hverju.
Tumastaðir er eini staðurinn þar
sem vöktunin hefur verið samfelld
frá upphafi. Fljótlega eftir að vökt-
unin hófst fór af stað umræðan um
hlýnun loftslags og víðtækar afleið-
ingar þess á ýmsum sviðum. Lesa
má í áhrif sem hlýnunin kann að
hafa haft á fiðrildafánuna á þessu
tímabili.
Árið 2000 varð gos í Heklu og
enn afdrifaríkara gos í Eyjafjalla-
jökli 2010. Áhrif eldgosanna á fiðr-
ildi og fleiri smádýr hafa komið
skýrt fram í vöktuninni. Hún hefur
gefið einstök gögn um áhrif ösku-
falls á smádýr og eru gögnin enn
fremur fágæt í samanburði langt út
fyrir landsteina, segir á vef NÍ.
Mikill afli í ljósagildrur
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Fiðrildavertíð lokið Matthías S. Alfreðsson, starfsmaður Náttúrufræði-
stofnunar, gengur frá ljósagildrunni að Tumastöðum í lok síðustu viku.
30 vikna fiðrildavöktun á 19 stöðum á landinu lokið
Átján hugmyndir bárust frá fimm
þátttakendum í lokaðri samkeppni
um nýtt merki Skógræktarinnar.
Eftir yfirferð fagmanns og umfjöll-
un framkvæmdaráðs Skógrækt-
arinnar var efnt
til kosningar
meðal starfsfólks
um þau þrjú
merki sem þóttu
álitlegust. Merk-
ið sem hlaut flest atkvæði hannaði
Halldór Björn Halldórsson, dokt-
orsnemi í grafískri hönnun við
LTU, tækniháskólann í Luleå í Sví-
þjóð.
Nýtt merki Skógræktarinnar
undirstrikar að við sameiningu sex
skógræktarstofnana ríkisins 1. júlí
sl. varð til ný stofnun. Merkið er
einfalt að gerð og hefur víða skír-
skotun. Það minnir á tré án þess að
vísa sérstaklega til ákveðinna trjá-
tegunda, segir í frétt á heimasíðu
Skógræktarinnar.
Nýtt merki
Skógræktarinnar
Skeifunni 8 | Sími 588 0640
HUSK sófi
Hönnun: PATRICIA URQUIOLA
APTA FEBO BERGERE
Hönnun: ANTONIO CITTERIO
MICHEL Sófi
Hönnun ANTONIO CITTERIO
FAT FAT Sófaborð
Hönnun:
PATRICIA URQUIOLA
HUSK borð
Hönnun: PATRICIA URQUIOLA
HUSK stóll
Hönnun: PATRICIA URQUIOLA