Morgunblaðið - 17.11.2016, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 17.11.2016, Qupperneq 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016 við fögnuðinn yfir vorinu heima hjá mér á norðausturhorninu.“ Sigurður ólst upp á prestsetrinu Skinnastað í Axarfirði. Hann bætir við að ekki hafi fögnuðurinn yfir vorinu verið minni þar á norðausturhorninu en annars staðar á landinu. „Síst minni … Þar er alvöru vetur.“ Jónas er alltaf svo skýr Sigurður segir að þegar hann hafi verið að skrifa Bernskubók, sem var önnur af þremur endurminninga- bókum hans og kom út árið 2011, þá hafi hann meðal annars leitað svara við spurningunni hvað það er sem mótar vitund og skynjun barns. „Ég velti þá meðal annars fyrir mér til- finningu fyrir náttúrunni og tilfinn- ingu fyrir tungumálinu, hvort komi á undan. Í tilefni af þessum verðlaun- um finnst mér gaman að velta þessu áfram fyrir mér, hvað það er sem mótaði ekki bara málvitund mína heldur náttúruskynjun: Og það er Jónas – Vorið góða grænt og hlýtt! Ég sá allt í einu fyrir mér að þetta fína kvæði var í svokallaðri forskrift- arbók, og ég hafði skrifað það ótal ótal sinnum. Einfalt en ótrúlega magnað.“ Sigurður skynjaði þannig náttúr- una og tungumálið gegnum kvæði Jónasar strax í bernsku en fyrir skáld af hans kynslóð, hefur vitn- eskjan um skáldskap Jónasr og arf- leifð hans ekki verið sínálæg? „Jú jú. Hann setur eitthvert við- mið í sambandi við hreinleika og tærleika. Og aðallega varðandi tungumálið. Allt er nú sem orðið nýtt, frá Jónasi og þeim félögum. Það er þessi nýi skýrleiki – Jónas er alltaf svo skýr,“ svarar hann. Við verðlaunaafhendinguna í gær flutti Sigurður ávarp og fjallaði með- al annars um áhrif Jónasar og hvað skáldskapur hans væri einfaldur en þó djúpur. Hann fór í því sambandi með ljóðið Alsnjóa sem hann segir einstaklega opið fyrir túlkun, enda hafa margar skoðanir komið fram á því gegnum tíðina. „Á köflum er kveðskapur Jónasar mjög djúpur, eins og Alsnjóa sýnir berlega.“ Á dögunum kom út sextánda ljóðabók Sigurðar, Ljóð muna rödd, og við að heyra skáldið nú tala um orðanotkun Jónasar, forvera síns og skáldbróður, meðal annars lýsing- arorðin, þá finnst blaðamanni að greina megi ákveðinn samhljóm í skáldskap þeirra, til að mynda í áhrifaríku kvæði í nýju bókinni, Náttmyrkið, þar sem hvatt er til að treysta náttmyrkrinu fyrir ferð sinni, „heitu ástríku / náttmyrkrinu“, þá verði ferðin „full af birtu“. „Ekki væri ég óánægður með slík- an skyldleika,“ segir Sigurður bros- andi þegar orð er haft á þessum lík- indum. „Allt sem tengist Jónasi er mér bara til mikillar gleði.“ Reynir að klára svona verkefni Hvetja verðlaun sem þessi Sigurð til dáða? Skipta þau máli? „Í rauninni eru þau uppörvandi, hvað sem maður svo reynir að gera með þá uppörvun,“ svarar hann. Og Sigurður er sýnilega á góðum stað í sínu sköpunarferli, með þrjár nýjar bækur á borðum verslana. Auk ljóðabókarinnar nýju eru það þýð- ingarnar Ummyndanir skáldsins og fleiri ljóð eftir belgíska sam- tímaskáldið Willem M. Roggeman og bókin Uppljómanir & Árstíð í hel- víti með tveimur frægustu ljóða- flokkum Arthurs Rimbaud (1854- 1891) þar sem Sigurður þýddi prósa- ljóðasafnið Uppljómanir en Sölvi Björn Sigurðsson Árstíð í helvíti í bundnu máli. Það er því ekki eins og Sigurð vanti beinlínis hvatningu til góðra verka. „Nei, í sjálfu sér ekki en það er samt merkilegt hvað hún hefur mik- ið að segja. Og það er góð tilfinning. Ég verð samt að halda áfram að vinna og get ekki gert það að neinni forsendu að vera uppörvaður!“ Hann brosir. Varðandi bækurnar tvær með ljóðaþýðingum sem voru að koma út segir Sigurður að það hafi einhvern veginn bara hist svona á að þessi handrit voru tilbúin á sama tíma. „Ég er mjög ánægður með að við skulum hafa getað komið út í einni bók tveimur helstu verkum Rim- baud, annarsvegar eru það prósa- ljóðin sem ég þýddi, Uppljómanir, og síðan Árstíð í helvíti sem Sölvi Björn þýddi. Það er nauðsynlegt að Arthur Rimbaud sé til á öllum helstu tungu- málum, verkin í heild sinni. Auðvitað hafa stöku textar verið þýddir og birtir eftir hann hér en það er annað. Hann er vitaskuld lykilpersóna í hundrað og fimmtíu ára sögu nú- tímaljóðlistar. Hann hefur verið mjög mikilvæg fyrirmynd, sér- staklega fyrir ungt fólk; ekki þarf að líta lengra en til áhrifa hans á nýja „Ég hef aldrei staðið fyrir utan  Sigurður Pálsson hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar  „Það fylgir þessu mjög góð tilfinning,“ segir hann Verðlaunahafinn „Hann setur eitthvert viðmið í sambandi við hreinleika og tærleika,“ segir Sigurður Pálsson, sem tekur hér við Verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar úr hendi Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra. VIÐTAL Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Sigurður Pálsson, skáld og þýðandi, veitti í gær, á degi íslenskrar tungu, viðtöku Verðlaunum Jónasar Hall- grímssonar. Voru þau afhent við há- tíðlega athöfn í Hörpu á fæðing- ardegi Jónasar, listaskáldsins góða. Bættist Sigurður þar í hóp merkra og mikilvægra skálda og listamanna sem hlotið hafa verðlaunin og hafa notað tungumálið á persónulegan og skapandi hátt. Í rökstuðningi ráðgjafarnefndar um verðlaunin seg- ir að Sigurður hafi á löngum ferli „fengist við tungumálið úr öllum átt- um, af dirfsku og frumleika“. „Það fylgir þessu mjög góð tilfinn- ing. Í rauninni er allt sem tengist Jónasi Hallgrímssyni ákaflega ánægjulegt,“ segir Sigurður þegar hann er spurður hvernig tilfinnig það sé að vera með þessum verðlaunum spyrtur við Jónas og í raun allt sem hann stendur fyrir, skáldskapinn, tunguna og náttúruupplifunina. „Þess vegna gleður þetta mig mjög og er sérlega uppörvandi,“ bætir hann við. Þegar spurt er hvort Jónas hafi beinlínis verið áhrifavaldur á skáld- skap sinn, þá segir Sigurður að svo hljóti að vera. „Maður hefur ekki alveg ljósa hug- mynd um hvað hefur nákvæmlega verið beinir áhrifavaldar, en hann er einn af þeim sem mótuðu máltilfinn- ingu mína og málvitund. Ég skrifaði ungur kvæði Jónasar, Vorið góða grænt og hlýtt, í for- skriftarbók, fimmtíu eða tvö hundruð sinnum, ég veit ekki hversu oft. Og þetta er alveg dásamlegur kveð- skapur. Vorið GÓÐA, GRÆNT og HLÝTT – taktu eftir lýsingarorð- unum - GRÆÐIR FJÖR um dalinn. Og síðan heldur það áfram og ekki verra: Allt er nú sem orðið NÝTT, ærnar kýr og smalinn. Þessi tilfinn- ing var svo sterk, þetta blandaðist Morgunblaðið/Ófeigur Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Ævari Þór Benediktssyni, rithöfundi með meiru, var veitt sérstök við- urkenning á degi íslenskrar tungu í gær. Ævar var að vonum uppfullur af þakklæti og sagðist enn vera hálf orðlaus, þegar Morgunblaðið ræddi við hann. „Þetta kom mjög á óvart og ég varð mjög upp með mér. Þetta er gríðarlega mikil og flott viðurkenn- ing,“ segir Ævar, sem hefur lagt sitt af mörkum til að hvetja börn til þess að lesa. „Þetta er mikil viðurkenning á lestrarátakinu og bókunum sem ég hef skrifað,“ segir Ævar. Lestrarátak Ævars vísindamanns verður haldið í þriðja sinn 1. janúar til 1. mars næstkomandi. Hingað til hafa tæpar 115 þúsund bækur verið lesnar í lestrarátakinu, sem nær til barna í 1.-7. bekk í grunnskóla. Ennfremur hefur Ævar sent frá sér tvær bækur sem prentaðar eru með sérstöku letri sem auðveldar les- blindum að lesa, Risaeðlur í Reykja- vík og Vélmennaárásin. Emilía Ragnarsdóttir, umbrots- maður bókarinnar, benti honum á letrið. „Ég vona að fleiri fari að nota þetta letur svo það verði á sem flest- um stöðum.“ Þriðja bókin í þessum bókaflokki um bernskubrek Ævars vísinda- manns, Gestir utan úr geimnum, kemur síðan út í vor. „Í henni eru fimm persónur sem krakkar sem taka þátt í átakinu gætu orðið, þar á meðal ein geimvera,“ segir hann, en það er því til mikils að vinna að taka þátt í lestrarátakinu. Ævar er með tvær bókaseríur í gangi en hin er „Þín eigin“- bækurnar. Sú nýjasta er Þín eigin hrollvekja en áður hafa Þín eigin þjóðsaga og Þín eigin goðsaga komið út. Þessar bækur koma alltaf út fyrir jólin en bókaflokkarnir tveir höfða til barna á ólíkum forsendum. Það fyrsta sem Ævar gaf út var samt ekki fyrir börn heldur full- orðna, en smásagnasafnið Stórkost- legt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki kom út árið 2010. „Ég skrifaði þessa bók á meðan ég var að læra að vera leikari í LHÍ. Ég Ævar ræktar bókaorma  Fær sérstaka viðurkenningu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.