Morgunblaðið - 17.11.2016, Síða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016
Sýningarstjórinn
Fee Quay mun í
kvöld kl. 18 fjalla
í Listasafni
Reykjavíkur –
Hafnarhúsi um
verkið Hólm-
lenduna eftir
írska listamann-
inn Richard
Mosse. Kvik-
myndaverk Mosse, sem sýnt er á
sex skjáum, var frumsýnt á Fen-
eyjatvíæringnum árið 2013. Hólm-
lendan er fjörutíu mínútur á lengd
og fjallar um blóðuga borgarastyrj-
öldina sem geisar í austurhluta
Kongó. Þá eru stór ljósmyndaverk
hluti sýningarinnar.
Fee segir frá verki
Richard Mosse
Fee Quay
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég held mögulega að þetta sé í
fyrsta sinn sem þessi verk eru spil-
uð saman á tónleikum nokkurs
staðar í heiminum. Stravinskíj og
Strauss voru ekkert hrifnir hvor af
öðrum og því er gaman að setja þá
saman hlið við hlið með verk sem
eru að einhverju leyti skyld þó að
þau séu auðvitað samt alls ekkert
skyld. Ég er því mjög spenntur að
sjá hvernig þessi tilraun tekst,“
segir Víkingur Heiðar Ólafsson pí-
anóleikari sem leikur einleik í verk-
unum Burleske eftir Richard
Strauss og Capriccio eftir Ígor
Stravinskíj á tónleikum Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands í Eldborg
Hörpu í kvöld kl. 19.30. Stjórnandi
tónleikanna er Yan Pascal Tortelier
og önnur verk á efnisskránni eru
nýtt hljómsveitarverk eftir Hauk
Tómasson og ballettsvítan Eldfugl-
inn eftir Stravinskíj.
Ákveðinn masókismi
Víkingur Heiðar fer ekki dult
með það að það sé ákveðin áskorun
og heilmikil vinna að æfa upp tvo
nýja konserta á sama tíma, en hann
hefur aldrei leikið ofangreind verk
á tónleikum áður. „En stundum fær
maður þörf fyrir að gera eitthvað
óvanalega óþægilegt. Ég var í þeim
pakka og langaði til að ögra mér,
en þetta er auðvitað líka ákveðinn
masókismi því hef ég ýkjulaust ver-
ið að æfa frá morgni til miðnættis
alla daga síðustu vikurnar. Þegar
ég ákvað fyrir hálfu öðru ári að
spila verkin saman sá ég ekki fyrir
að það yrði svona mikið að gera hjá
mér á öðrum vígstöðvum líka. Til-
finningin núna er svipuð og þegar
ég spilaði þriðja píanókonsert Rak-
hmanínov. Þetta er svolítið fjall að
klífa,“ segir Víkingur Heiðar, en
bendir jafnharðan á að það fylgi því
sérstök tilfinning að spila verk op-
inberlega í fyrsta sinn.
„Ég er nú þegar búinn að spila
um 30 konserta með hljómsveit og
ég þyrfti í raun ekki að læra fleiri
konserta á starfsferlinum – en það
er bara svo gaman. Það fylgir því
einhver rafmögnuð spenna að flytja
verk í fyrsta sinn sem maður upp-
lifir bara við fyrsta flutninginn. Þá
á sér stað uppgötvun sem kemur
aldrei aftur með sama hætti, því
verkin lifa í framhaldinu með
manni. Það er eins og þau taki sér
bólfestu í líkamanum og vitund-
inni.“
Þetta er stórkostleg músík
Verkin tvö eftir Strauss og Stra-
vinskíj munu vera sjaldheyrð og
því liggur beint við að spyrja Vík-
ing Heiðar hvers vegna svo sé.
„Það er mjög áhugavert að skoða
hvað ræður því hvaða verk verða
ofan á í tónlistarsögunni, hvað
verður klassík og hvað ekki. Báðir
þessir konsertar eru stuttir, um 20
mínútur hvor í flutningi. Ef þeir
væru skrifaðir fyrir hvaða annað
hljóðfæri sem er væru þeir með
bestu konsertum þess hljóðfæris,
því þetta er stórkostleg músík. En
það vinnur á móti verkunum hvað
píanóbókmenntirnar eru fáránlega
ríkulegar, með fimm konserta eftir
Beethoven, 27 eftir Mozart, tvo eft-
ir Brahms, tvo eftir Chopin, tvo
eftir Liszt og fimm eftir Proko-
fíev.“
Að sögn Víkings Heiðars eiga
konsertarnir tveir það sameiginlegt
að vera ekki existensíalískir eða til-
vistarlegir. „Þarna er ekki verið að
velta vöngum yfir ástandi heimsins.
Þess vegna er alveg sérstaklega
gott að spila verkin núna. Verkin
eru samin til skemmtunar, en sem
slík eru þau eins djúp og nokkur
skemmtun getur verið,“ segir Vík-
ingur Heiðar og rifjar upp að
Strauss hafi aðeins verið 21 árs
þegar hann samdi Burleske á ár-
unum 1885-86. „Framan af átti
hann í sérstöku sambandi við verk-
ið. Hann fékk ekki góða dóma fyrir
það til að byrja með og píanistinn
sem hann skrifaði það fyrir var
ekkert sérstaklega hrifinn af því.
En eftir því sem á leið ævi hans fór
hann að stjórna því æ oftar,“ segir
Víkingur Heiðar og tekur fram að
það sé ávallt fallegt þegar menn
sættist við sjálfan sig eins og þeir
voru í æsku.
Rafmögnuð spenna
„Stravinskíj samdi sinn konsert
fyrir sjálfan sig á árunum 1926-29
með það að markmiði að styrkja
píanistasólistaferil sinn og spila inn
á eigin styrkleika. Það eru auðvitað
forréttindi þegar maður er meist-
aratónskáld að geta skrifað fyrir
sig tónverk sem er klæðskerasniðið
að eigin eiginleikum í píanóleik,“
segir Víkingur Heiðar og bendir á
að bæði verkin beri þess glögglega
merki að vera samin af tónlist-
arflytjendum. „Maður finnur það
strax á músík hvort tónskáldin eru
flytjendur, því það er einhver raf-
mögnuð spenna.“
Inntur eftir samstarfinu við Yan
Pascal Tortelier, nýjan aðal-
hljómsveitarstjóra Sinfón-
íuhljómsveitarinnar, segist Vík-
ingur Heiðar hlakka til, en þeir
hafa aldrei starfað saman áður.
„Ég var mjög hrifinn af upphafs-
tónleikum Sinfóníunnar þar sem
hann stjórnaði Rakhmanínov og
Ravel. Flutningurinn á Dafnis og
Klói var eitt það flottasta sem ég
hef heyrt með Sinfóníunni. Ég held
að hann hafi verið mjög gott val
fyrir hljómsveitina og það verður
spennandi að fylgjast með því
hvernig hann mótar sveitina.“
Ekki alveg nógan tíma
Þegar blaðamaður náði tali af
Víkingi Heiðari fyrr í vikunni voru
æfingar með hljómsveit ekki hafnar
og því ekki ljóst hvaða túlkunarleið
yrði valin. „Það er hægt að nálgast
sérstaklega Strauss með mjög ólík-
um hætti. Það er hægt að gera
verkið voldugra, þykkara og massí-
vara í hljómi svo minni á Brahms
eða maður getur farið með verkið í
átt að rakettuglitri í anda Franz
Liszt. Mér finnst flottara að taka
verkið í Brahms-anda.
Strauss skrifar mjög frjálst þar
sem tímaleysið ræður ríkjum, en á
móti koma mjög massívir kaflar
þar sem pákan leikur stórt hlut-
verk. Stravinskíj er ekki jafn frjáls,
þar sem takturinn stjórnar öllu, en
verkið er uppfullt af ragtime- og
djass-offbeatum,“ segir Víkingur
Heiðar og bendir á að verk Stra-
vinskíj sé uppfullt af brillíant húm-
or og íróníu. „Verkin tvö reyna því
á mjög ólíkar hliðar píanistans.“
Ekki er hægt að sleppa Víkingi
Heiðari án þess að forvitnast um
hvað sé framundan hjá honum. „Ég
þreyti frumraun mín með
Fílharmóníusveitinni í Los Angeles
í apríl á næsta ári og í Elbphil-
harmonie í Hamborg í janúar þar
sem ég frumflyt nýjan píanókons-
ert eftir Hauk Tómasson. Það er
alltaf mjög gaman að fá tækifæri til
að kynna íslenska tónlist erlendis,“
segir Víkingur Heiðar. Hann mun
leika Burleske eftir Strauss með
Sinfóníuhljómsveitinni í Gautaborg
í apríl og koma fram á einleiks-
tónleikum í tónleikahúsum m.a. í
Vín og Berlín.
„Ég er að læra nýjan konsert
eftir John Adams, sem er eitt flott-
asta tónskáld í heiminum í dag,
sem ég er að fara að spila með Út-
varpshljómsveitinni í Leipzig,“ seg-
ir Víkingur Heiðar og tekur fram
að hann hafi reyndar lofað sjálfum
sér að taka ekki jafnmikið af nýjum
verkum að sér. „Því það er svo fá-
ránlega mikil vinna – en jafnframt
líka svo gaman. Þegar ég ergi mig
á tímaleysinu minni ég mig á orð
Leonards Bernstein sem sagði eitt
sinn að til þess að stórkostlegir
hlutir gerðust þyrfti maður áætlun
og ekki alveg nógan tíma.“
„Langaði að ögra mér“
Víkingur Heiðar leikur tvo píanókonserta með Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld
Segir enga hefð fyrir því að flytja verkin saman en hlakkar til að heyra útkomuna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bestir „Báðir þessir konsertar eru stuttir, um 20 mínútur hvor í flutningi. Ef þeir væru skrifaðir fyrir hvaða annað
hljóðfæri sem er væru þeir með bestu konsertum þess hljóðfæris,“ segir Víkingur Heiðar um konserta kvöldsins.
alvöru grillaður kjúklingur
Grensásvegi 5 I Reykjavík I Sími 588 8585
Opið alla daga kl. 11-22
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
FANTASTIC BEASTS 3D 6, 9
HACKSAW RIDGE 8
ARRIVAL 8, 10.45
TRÖLL 2D ÍSL.TAL 6
BRIDGET JONES’S BABY 10.30
DOCTOR STRANGE 5.30
Miðasala og nánari upplýsingar