Morgunblaðið - 17.11.2016, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Vörulyftur og varahlutir
frá sænska framleiðandanum
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Ágætur gangur er á byggingaframkvæmdum
við Hafnartorg í Reykjavík. Þar er verið að reisa
alls sjö hús, þar sem verða alls 76 íbúðir svo og
verslanir og þjónustufyrirtæki á alls 23.350 fer-
metrum. „Framkvæmdir að undanförnu hafa
gengið vel. Veðurblíða haustsins hefur hjálpað
okkur mikið og við vonum að snjókoman núna
setji ekki strik í reikninginn,“ sagði Þorvaldur
Gissurarson framkvæmdastjóri í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi. Um 40 til 50 manns
vinna við framkvæmdirnar og eru nú að steypa
kjallaraveggi og jarðhæð. Þá verður senn hafist
handa við að útbúa bílageymslu undir Geirsgötu.
Framkvæmdum þessum á að ljúka árið 2018.
sbs@mbl.is
Framkvæmdir við Hafnartorg ganga vel
Morgunblaðið/Eggert
Mikið umleikis í miðborginni og byggingakrana ber víða við himin
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Evrópusambandið hefur uppi
áform um að innheimta gjald af
íbúum utan Schengen-svæðisins
þegar þeir ferðast til Evrópu um
ytri landamæri Schengen. Haft er
eftir Jean-Claude Juncker, forseta
framkvæmdastjórnar ESB, í frétta-
tilkynningu að ástæða þess að
gjaldið sé tekið upp sé nauðsyn
þess að geta fylgst betur með þeim
sem ferðast til Evrópu. „Með þess-
um hætti getum við vitað hverjir
það eru sem fara til Evrópu áður
en þeir koma hingað,“ segir Junc-
ker.
Gjaldinu sem til stendur að inn-
heimta svipar til ESTA-gjaldsins
sem greitt er áður en farið er til
Bandaríkjanna. Þar hefur sá háttur
verið hafður á að tekin er greiðsla
af kreditkortum fólks áður en það
ferðast til landsins.
Samkvæmt tillögunum verður
gjaldið 5,30 evrur og stefnt er að
því að taka það í gagnið ekki síðar
en 2020, en öll 26 lönd Schengen-
svæðisins þurfa að samþykkja það.
Fénu verður varið í að efla eftirlits-
kerfi þar sem upplýsingum um við-
komandi ferðalang verður rennt í
gegnum ólíka gagnagrunna yfir-
valda.
Í svari við fyrirspurn Morgun-
blaðsins til innanríkisráðuneytisins
um áhrif gjaldsins á Íslandi segir
að umræddar tillögur verði kynntar
á ráðherrafundi í Brussel á föstu-
dag og mun sendiherra Íslands í
Brussel sækja fundinn. Ísland mun
síðan fylgjast með málinu áfram og
taka þátt í fundi sérfræðinga um
tillögurnar síðar í mánuðinum.
Gjaldtaka á Schengen-svæði
ESB vill taka upp gjald á þá sem vilja inn á Schengen-svæðið Fénu varið í að
efla eftirlitskerfi sambandsins Sendiherra í Brussel til fundar á föstudaginn
Landamæraeftirlit Stefnt er að
gjaldtöku á Schengen-svæðinu.
Morgunblaðið/Kristinn
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Óveðrið er ókomið enn en við bíð-
um átekta. Í augnablikinu er hér
gjóla og snjóföl yfir, en við vitum
líka að þegar hvellurinn kemur á
annað borð þá snjóar mikið hér í bæ
og margt í daglegu lífi getur farið
úr skorðum,“ sagði sr. Sigurður
Ægisson, sóknarprestur og frétta-
ritari Morgunblaðsins á Siglufirði, í
samtali seint í gærkvöldi.
Víða nyrðra, svo sem á Akureyri,
var farið að hvessa og snjóa í gær-
kvöldi og var það samkvæmt spá
Veðustofunnar. Reiknað er með
stífri norðanátt og hvassviðri á
Norðurlandi í dag. Vindstyrkur
verður 15-23 m/sek. og því mun
væntanlega fylgja talsverð snjó-
koma og slæmt skyggni. Einar
Sveinbjörnsson veðurfræðingur
segir að norðanskot þetta nái eink-
um til svæðisins frá Skagafirði og
austur á Möðrudalsöræfi og færð á
þessum slóðum gæti spillst, svo sem
á Vatnsskarði, Þverárfjalli, Öxna-
dalsheiði og Víkurskarði, svo
nokkrir fjallvegir séu nefndir.
Á láglendi verður hiti gjarnan
um frostmark eða rétt yfir. Því
gæti orðið bloti í snjó. Við slíkar að-
stæður sest krapi stundum á há-
spennulínur og því er ekki hægt að
útiloka rafmagnstruflanir. Þessu
fyrsta óveðursskoti vetrarins fylgir
hætta á sjávarflóðum. Stórstreymt
var í gærmorgun og því má búast
við hárri sjávarstöðu og mikilli
ölduhæð við norðurströndina.
Hvasst við Vatnajökul
Þá verður tæpast ferðaveður á
Suðausturlandi í dag. Um hádegi
fer að hvessa undir Eyjafjöllum og
síðdegis í Öræfum og þar um kring
við Vatnajökul. Á þessum slóðum
gætu vindhviðurnar farið í yfir 40
m/sek. í allra hressilegustu hvið-
unum.
Snjókoma og færð spillist
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ófærð Veturinn er kominn og veður
norðanlands verður rysjótt í dag.
Hvasst af norðri
og hugsanlega verð-
ur bloti í snjónum
„Við erum undir
talsverðri tíma-
pressu og á þess-
um fyrsta fundi
hjá sáttasemjara,
þar sem við fór-
um yfir verkefnið
framundan, var
sammælst um að
taka starfið fram-
undan af nokkr-
um hraða en þó af skynsemd,“ segir
Ólafur Loftsson, formaður Félags
grunnskólakennara. Samninganefnd
félagsins fundaði með fulltrúum
Sambands íslenskra sveitarfélaga
hjá ríkissáttasemjara í gær vegna
nýs kjarasamnings. Sem kunnugt er
hafa kennarar við grunnskólana tví-
fellt þá samninga sem fyrir liggja og
hafa málin verið í lausu lofti í hálft
ár. Það meðal annars skapar press-
una sem Ólafur vísar til.
Gunnskólakennarar héldu bar-
áttufund í fyrrakvöld og þar kom
fram að launakröfur fólks í stéttinni
eru gjarnan 600-700 þúsund kr. á
mánuði. Ólafur segist ekki tjá sig um
þetta, enda virði hann ósk ríkis-
sáttasemjara um að efni samn-
ingafunda séu ekki rædd opin-
berlega. Spurður hvort stytting
framhaldsskólans og möguleg til-
færsla hluta náms þar yfir á grunn-
skólastig hafi áhrif á kröfur kennara
segir Ólafur svo ekki vera, enda lúti
þetta ekki beint að kjarasamninga-
gerð. sbs@mbl.is
Viðræður
eru undir
tímapressu
Ólafur Loftsson
Grunnskólakenn-
arar hjá sáttasemjara
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til
að greiða stúlku 800 þúsund krónur í
miskabætur vegna líkamsleitar á
henni þegar hún var 16 ára. Líkams-
leitin er m.a. sögð hafa verið óþarf-
lega særandi gagnvart barni og í
engu samræmi við tilefnið.
Stúlkan var í bifreið ásamt fjórum
öðrum ungmennum þegar lögregla
stöðvaði þau í ágúst 2015. Í skýrslu
segir að lögreglu hafi borist nafnlaus
ábending um að fíkniefni væru með í
för og farþegar undir áhrifum.
Segist stúlkan hafa verið færð í
fangaklefa ásamt vinkonu sinni, þar
sem hún var látin afklæðast. Þá var
henni skipað að beygja sig fram svo
lögreglukona gæti skoðað inn í kyn-
færi og rass.
Bætur vegna
líkamsleitar