Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 16
Helgarblað 15.–18. maí 201516 Fréttir Hefur sárlega vantað á Íslandi n Jarðvísindastofnun hefur keypt örgreini fyrir 200 milljónir J arðvísindastofnun Háskóla Íslands hefur tekið í notkun nýjan 200 milljóna króna ör- greini. Tækið er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og mun m.a. nýtast til efnagreiningar á gosefnum. Tækið er það dýrasta sem Jarð- vísindastofnun hefur keypt og hef- ur tekið nokkur ár að safna fyrir því. „Síðustu árin hefur sárlega vantað svona tæki. Menn hafa ver- ið að fara til útlanda til að gera greiningar með svona tækjum og það hefur hlotist af því töluverður kostnaður,“ segir Guðmundur H. Guðfinnsson, fræðimaður við Jarðvísindastofnun. „Það er nauðsynlegt að hafa svona tæki á Íslandi.“ Hægt að efnagreina gosösku Aðspurður segir hann að gott hefði verið að hafa örgreininn við höndina þegar eldgosið í Eyja- fjallajökli varð árið 2010. Með því hefðu sparast margar milljón- ir króna, því margar af efnagrein- ingunum sem þurfti að gera vegna gossins varð að gera erlendis. Hægt verður að efnagreina gosösku nákvæmlega eftir að gos hefst. Efnagreining á gosefnum gefur vísbendingar um hegðun goss og til að túlka ratsjármyndir af öskusýnum þarf nákvæma efna- samsetningu gosöskunnar. Flug getur legið niðri dögum saman í sprengigosum og því er ekki víst að hægt sé að fara með sýni til útlanda í efnagreiningu. Því er ljóst að örgreinirinn er öryggistæki fyrir Íslendinga fyrir flug í Evrópu og á Norður-Atlantshafi enda mik- ilvægt að geta efnagreint gosösku fljótt eftir að gos hefst. Örgreinirinn (Electron Probe Microanalyzer, EPMA) kemur frá japanska framleiðandanum Jeol og var tekinn í notkun við hátíð- lega athöfn í Öskju, náttúrufræði- húsi Háskólans. Greinir sýni sem eru 0,01 mm. í þvermál Tækið er eins konar rafeindasmásjá með efnagreiningarbúnaði. Á Jarð- vísindastofnun verður það einkum notað til efnagreiningar á bergi. Ör- greinirinn mun einnig nýtast þeim sem þurfa nákvæmar efnagrein- ingar á fastefnum eða háskerpu- myndgreiningu, t.d. í steingerv- ingafræði, eðlisfræði, efnafræði, efnisfræði, örtækni, fornleifafræði, fiskifræði og fleiri greinum. Raunar mun tækið nýtast öllu vísindasam- félaginu og einnig iðnfyrirtækjum, t.d. til gæðaeftirlits við framleiðslu málma, örrása og hálfleiðara. Meðal þess sem hægt er að efna- greina í örgreininum eru steindir, berg, gosaska, málmar, málmblönd- ur, keramik, gler, bein og skeljar. Hægt verður að efnagreina örsmá sýni sem eru allt niður í 0,01 mm. í þvermál eða jafnvel smærri. Þau fyrirtæki og stofnanir sem studdu Jarðvísindastofnun við kaup tækisins voru ríkissjóður Íslands, Háskóli Íslands, A.P. Møller og Hustru Chastine Mc-Kinney Møllers Fond, Rannís, Eggertssjóður, Veður- stofan, Icelandair Group, Isavia, Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Orkustofnun. n Freyr Bjarnason freyr@dv.is Hjá nýja tækinu Guðmundur H. Guðfinnsson situr við nýja örgreininn. Í baksýn eru m.a. þingmaðurinn Steingrímur J. Sigfússon og nýr rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson. „Menn hafa verið að fara til útlanda til að gera greiningar með svona tækjum og það hefur hlotist af því tölu- verður kostnaður. Þingmaður á erfiðum leigumarkaði Leigumarkaðurinn á höfuð- borgarsvæðinu verður seint sagður hagkvæmur fyrir leigj- endur en lítið framboð er á markaðnum og leiguverð hefur aldrei verið hærra. Það er nánast ómögulegt að finna tveggja herbergja íbúð á undir 140 þúsund krónum og ef þú ætlar að reyna að leigja íbúð með tveimur svefnherbergjum þá er leiguverðið komið nálægt 200 þúsund krónum á mánuði. Einn af þeim sem er á leigu- markaði og á erfitt með að finna góða íbúð á ásættanlegu verði er þingmaðurinn og píratinn Jón Þór Ólafsson. „Já, það er lítið framboð og verðið er náttúrulega ótrúlega hátt. Ég var að borga fyrir nokkrum árum 90 þúsund. Síð- an hækkaði það í 110 þúsund og 120 þúsund. Núna er það að detta í 170 þúsund fyrir 55 fer- metra á góðum stað,“ segir Jón Þór en ekkert hefur gengið í leitinni. „Nei, ég er enn að leita. Leigan er að hækka þar sem ég er núna, við höfum verið hérna í tvö ár, og þá er maður að leita í kringum sig og hvort maður geti fengið annaðhvort leiguna lægri eða betri stað og gæði. Kannski enda ég hérna áfram og borga hærri leigu,“ segir Jón Þór og bendir á að fyrir þá sem eru ungir og jafnvel einir á leigu- markaði þá sé ekki mikið í boði. „Ef þú ert einn þá þarftu að sætta þig við herbergi eins og leigumarkaðurinn er í dag,“ segir Jón Þór sem er að hætta á þingi í haust. „Þá fara launin niður á við þannig að maður verður að vera hagsýnni.“ V R hefur sent félagsmönnum sínum helstu launakröfur sín- ar en félagsmenn kjósa nú um það hvort þeir eigi að fara í verkfall en kosningu lýkur 19. maí. Samkvæmt póstinum sem var sendur á alla félagsmenn er miðað við að samið verði til eins árs þar sem meðalhækkun launa eru 24 þúsund krónur. Við launahækkanir verði stuðst við launaþróunartryggingu þar sem þeir sem hafa lægri og millitekjur fá meira en þeir sem hafa hæstu launin, að því er frá greinir í póstinum. Þá er þess krafist að lágmarks- laun fyrir fullt starf verði 254 þús- und krónur. Það er nokkuð minna en önnur félög hafa krafist, en þar er krafan um að lágmarkslaun verði 300 þúsund krónur. Svo segir í póstinum að kostnaðar- auki atvinnulífsins vegna launa- krafna VR sé 5,35% að mati félagsins. Í póstinum segir einnig að VR byggi sínar kröfur á launaþróunar- tryggingu og leiðréttingu á launum félagsmanna í ljósi þróunarinnar á vinnumarkaði síðustu misseri. Það þýðir að áhersla er lögð á að hækka lægri og millitekjur meira en hærri tekjur. Ekki náðist í Ólafíu B. Rafnsdóttur, formann VR, vegna málsins. n valur@dv.is Línan dregin við 254 þúsund Meðalhækkun yrði 24 þúsund krónur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.