Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 50
Helgarblað 15.–18. maí 201550 Menning
V A R M A D Æ L U R
19 dBA
*Við ábyrgjumst lægsta eða sama verð og sambærileg
varmadæla frá öðrum söluaðilum. Smiðjuvegur 70 - gulgata - 200 Kópavogur
Gæði, þjónusta og gott verð.
Hámarks orkusparnaður.
sen
dum
frÍ
tt
Út
Á l
and
*
Aðskildir heimar
Mörk - saga mömmu er fyrsta
bók Þóru Karitasar Árnadóttur
og hefur vak-
ið nokkra
athygli. Þar
dregur Þóra
Karitas upp
mynd af lífi
móður sinn-
ar og upp-
lýsir gamalt
leyndarmál
stúlku sem bjó
í tveimur aðskildum heimum í
einu og sama húsinu.
Kiddi í klandri
Bækurnar um Kidda klaufa eftir
Jeff Kinney hafa notið mikilla
vinsælda víða
um heim. Nú
er komin ný
bók í flokkn-
um sem nefn-
ist Dagbók
Kidda klaufa
- Kaldur vet-
ur. Framið er
skemmdar-
verk í skól-
anum hans Kidda, lögreglan
rannsakar málið og hann liggur
undir grun.
Innsýn í erfIðar
ákvarðanIr
Björn Þorláksson skrifar um stöðu fjölmiðlunar á Íslandi
M
annorðsmorðingjar?
Faglegar og persónu-
legar pælingar um stöðu
fjölmiðlunar á Íslandi er
bók eftir Björn Þorláks-
son. Hann hefur starfað sem fjöl-
miðlamaður í áratugi og ritstýrir nú
Akureyri Vikublaði.
„Þessi bók er öðrum þræði
málsvörn blaðamanna og innsýn í
erfiðar ákvarðanir þeirra en einnig
gagnrýni á blaðamennsku sumpart
með vísan til kenninga og fræði-
mennsku og einnig reynslu minnar.
Það eru til margar tegundir blaða-
mennsku og í bókinni er ég að ein-
beita mér að aðhalds- og eftir-
litshlutverkinu. Bókin er skrifuð
af væntumþykju til blaðamennsk-
unnar og íslenskra blaðamanna,“
segir Björn.
Titill bók-
arinnar,
Mannorðs-
morðingjar?,
vekur óneitan-
lega athygli og
um hann segir
Björn: „Mér og
mörgum kol-
legum mínum
hefur fundist
að það sé ekki
alltaf samband
á milli góðrar
blaðamennsku
og viðbragða við
henni. Það eru
allmörg dæmi
um að blaða-
menn hafi verið
kallaðir mann-
orðsmorðingjar
fyrir að flytja
mikilvægar fréttir. Titillinn er smá
orðaleikur í kringum þessa pæl-
ingu.
Þorbjörn Broddason vann
þessa bók á síðari stigum með
mér og skrifar formála hennar. Við
lágum mikið yfir því hvort spurn-
ingarmerkið ætti að vera í titlin-
um eða ekki og vorum líka að spá í
ákveðinn greini og hvort bókin ætti
að heita Mannorðsmorðingjarn-
ir? En þetta var niðurstaðan. Svo
verður lesandinn að rýna í það að
hve miklu leyti spurningarmerkið
er þarft.“
Fyrst og fremst bók fyrir
almenning
Björn býr að langri reynslu sem
fjölmiðlamaður og í bókinni vitnar
hann óhikað til eigin reynslu. „Ég
segi raunverulegar sögur af raun-
verulegu fólki og fjalla um raun-
veruleg átök á þeim miðlum sem ég
hef starfað hjá. Á ákveðnum tíma-
punkti var pæling að Háskólasjóður
gæfi bókina út og hún yrði kalt
og klínískt fræðirit, en Þorbirni
Broddasyni, Silju Aðalsteinsdóttur
og fleirum fannst að það væri veiga-
mikill fengur í hinu huglæga, sögun-
um og pælingunum, og niðurstað-
an var sú að
hafa þær sög-
ur með. Þessi
bók er fyrst
og fremst bók
fyrir almenn-
ing. Hér gefst
færi á samtali
við almenn-
ing, hér opnast
sýn inn í leynda
kima, mér
finnst mikil-
vægt að reyna
að eiga þetta
samtal við al-
menning, því
engin blaða-
mennska get-
ur orðið betri
en sá svörð-
ur sem hún
sprettur úr.“
Fann til ábyrgðar
Spurður hvort hann sé í bókinni að
gagnrýna kollega sína segir hann:
„Ekki einstaka kollega. Ég ákæri
sjálfan mig, segi frá urmul mis-
taka sem ég hef gert, sum þeirra
urðu mér ekki ljós fyrr en síðar. Ég
er einn af þeim blaðamönnum sem
fann til ábyrgðar þegar hrunið skall
á. Ég las fjölmiðlahluta rannsóknar-
skýrslu Alþingis og það breytti hugs-
unarhætti mínum. Ég gagnrýni sjálf-
an mig hart í þessari bók og einnig
að töluverðu leyti ráðandi hugarfar
þeirra íslensku blaðamanna sem fást
við gagnrýnar fréttir. Það er búið að
gera tugi rannsókna sem allar sýna
að það sé erfitt að vera blaðamað-
ur á Íslandi og ekki síst gagnrýninn
blaðamaður. Nánast allir íslensk-
ir blaðamenn fara með möntruna:
„Aðstæður eru erfiðar en við erum
að gera okkar besta.“ Ég kemst að
því í þessari bók að hluti af þessum
útskýringum er ódýrar réttlætingar.
Við getum gert miklu betur." n
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
„Ég ákæri
sjálfan mig,
segi frá urmul
mistaka sem ég
hef gert, sum þeirra
urðu mér ekki ljós
fyrr en síðar.
Björn Þorláksson „Bókin
er skrifuð af væntumþykju
til blaðamennskunnar og
íslenskra blaðamanna.“
Mynd ÞorMar Vignir gunnarsson
Heimkoma
miðaldra
manns
Í skáldsögunni Hryðjuverka-
maður snýr heim eftir Eirík
Bergmann snýr miðaldra
maður heim
til Íslands í
upphafi árs
2008 eftir að
hafa flúið
land löngu
fyrr vegna
glæps sem
hann framdi
í tengslum
við leiðtoga-
fundinn í Höfða. Hann rifjar
upp gömul kynni við vini og
vandamenn og reynir að átt
sig á gjörbreyttum heimi.