Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 14
Helgarblað 15.–18. maí 201514 Fréttir Þ rátt fyrir að samanlagður hagnaður stóru viðskipta- bankanna hafi numið nærri 27 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum þessa árs – og aukist um meira en 70% á milli ára – þá lítur myndin öðruvísi út þegar litið er á afkomu þeirra af reglulegum rekstri. Hagnaður bankanna af reglu- legum rekstri, þegar notast er við skil- greiningu Bankasýslu ríkisins, dróst þannig saman um nærri 250 milljón- ir frá því á sama tíma fyrir ári og var samtals um 8,8 milljarðar króna. Að- eins í tilfelli Arion banka batnaði af- koman af reglulegum rekstri á milli ára en hagnaður bankans var 3.150 milljónir króna borið saman við 2.433 milljónir á fyrsta fjórðungi 2014. Þótt bankarnir séu að skila mikl- um heildarhagnaði, sem skýrist eink- um og sér í lagi af óreglulegum liðum eins og virðisaukningu útlána og sölu eigna, þá eiga bankarnir enn verk fyr- ir höndum við að bæta afkomu sína af grunnrekstri. Arðsemi bankanna af reglulegum rekstri var á bilinu 4,2% (Landsbankinn) til 7,2% (Arion banki) og var arðsemin að meðatali lægri en fyrir ári síðan. Samkvæmt Bankasýslunni er reglulegur rekstur skilgreindur sem mismunur reglulegra tekna (hreinar vaxta- og þóknanatekjur) og reglu- legs kostnaðar (laun og launatengd gjöld, annar rekstrarkostnaður, gjöld í Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta og afskriftir rekstrarfjármuna og óefnislegra eigna). Hagnaður fimmfaldast Hagnaður Landsbankans, sem er að 98% hluta í eigu íslenska ríkisins, nam samtals 6,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi og jókst um meira en tvo milljarða á milli ára. Sé hins vegar aðeins horft til reglulegs rekstr- ar þá var hagnaður bankans ríflega 2,6 milljarðar króna og minnkaði um meira en 600 milljónir frá sama tíma árið 2014. Heildarhagnaður Íslands- banka var 5,4 milljarðar samanbor- ið við 8,3 milljarða króna á síðasta ári. Afkoma bankans af reglulegum rekstri dróst einnig saman á milli ára og var liðlega þrír milljarðar króna borið saman við 3,3 milljarða á sama tíma 2014. Hagnaður Arion banka á síðasta ári sker sig mikið úr í samanburði við Íslandsbanka og Landsbankann. Heildarhagnaður bankans var tæp- lega 15 milljarðar króna og næstum fimmfaldaðist á milli ára. Afkoma bankans litaðist aftur á móti mjög af óreglulegum liðum á borð við skrán- ingu og sölu Arion banka á hlutum í fasteignafélaginu Reitum og alþjóð- lega drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Garber. Hagnaður bankans af reglulegum rekstri var sömuleið- is betri en hinna bankanna og nam 3.150 milljónum króna og jókst um meira en 700 milljónir á milli ára. Arðsemi af reglulegum rekstri jókst einnig á milli ára og var 7,19%. Dýrt bankakerfi Allir bankarnir hafa á undanförnum árum lagt á það áherslu að leita allra leiða við að lækkra rekstrarkostnað og auka þannig arðsemi af grunn- rekstri þeirra enda er íslenska banka- kerfið mun dýrara í rekstri í saman- burði við banka annarra norrænna landa. Þannig lagði alþjóðlega ráð- gjafarfyrirtækið Oliver Wyman það til á árlegum SFF-degi sem fór fram á síðasta ári að ráðist yrði í „róttæka“ uppstokkun á fjármálakerfinu í því skyni að efla samkeppnishæfni ís- lenska hagkerfisins og þá um leið bæta fjármögnunarumhverfi at- vinnulífsins. Draga mætti umtalsvert úr kostn- aði við rekstur bankanna ef þeir þyrftu ekki að halda úti jafnmiklu eig- in fé og raun ber vitni, að mati ráð- gjafarfyrirtækisins, auk þess ef bönk- unum yrði heimilað samstarf sín á milli á sviði bakvinnslu. n Hagnaður af reglulegum rekstri stóð í stað n Heildarhagnaður stóru bankanna 27 milljarðar n Arðsemi af grunnrekstri minnkar á milli ára Hörður Ægisson hordur@dv.is 5,4 3 14,9 3,15 Heildarhagnaður Hagnaður af reglulegum rekstri 2,636,4 Heildarhagnaður Hagnaður af reglulegum rekstri Heildarhagnaður Hagnaður af reglulegum rekstri Tölur í milljörðum króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.