Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 4
Helgarblað 15.–18. maí 20154 Fréttir Úra og skart- gripaverslun Heide Glæsibæ Við erum líka á Facebook Tilvalin ferming- argjöf Þ að verður bara að taka á þessu,“ segir Auður Guðjóns­ dóttir, formaður Mænuskaða­ stofnunar Íslands. Mænuskaðastofnunin, SEM samtök endurhæfðra mænu­ skaddaðra, MS­félagið, MND fé­ lag Íslands, Lauf félag flogaveikra, Heilaheill, Geðhjálp og Parkinson­ samtökin hafa sett í gang undir­ skriftasöfnun á vefsíðunni tauga­ kerfid.is. Þar óska þau eftir stuðningi ís­ lensku þjóðarinnar við beiðni þeirra til aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki­moon, um að mæla fyrir því við fulltrúa aðildarríkja SÞ að þau samþykki að bæta við nýju þróunar­ markmiði. Það snýr að því að efla rannsóknir á taugakerfinu og auka á þann hátt skilning á starfsemi þess. „Þessi hugmynd kviknaði þannig að Ban Ki­moon skrifaði í blöð og hvatti grasrótarsamtök þjóða heims til að koma með tillögur að þróunar­ markmiðum. Þá fékk ég þessa hug­ mynd að reyna að fá tauga kerfið sem þróunarmarkmið vegna þess að það er milljarður manna í heim­ inum sem þjáist vegna sjúkdóma og skaða í taugakerfinu,“ segir Auður og vísar þar í tölur frá Alþjóðaheil­ brigðisstofnuninni. Meginástæða þess hve erfiðlega gengur að finna lækningu við til dæmis mænu­ og heilasköðum og taugasjúkdómum er sú að vís­ indasamfélagið hefur takmarkaðan skilning á virkni taugakerfisins. Talið er að um 3.000 Íslendingar séu flogaveikir, auk þess sem um 600 Íslendingar fá heilablóðfall ár­ lega og um 450 manns eru með MS­ sjúkdóminn, svo dæmi séu tekin. Auður sendi Ban Ki­moon sjálf bréf þar sem hún óskaði eftir stuðn­ ingi hans. „Ég fékk gott svar frá hans hægri hönd þar sem mér var þakk­ að fyrir bréfið. Þar sagði að það yrði ábyggilega tekið tillit til orða minna á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð­ anna í september,“ segir hún. n freyr@dv.is Íslendingar skora á Ban Ki-moon Undirskriftasöfnun hafin á taugakerfid.is til að setja þrýsting á Sameinuðu þjóðirnar Auður Guðjónsdóttir Hvetur Íslendinga til að taka þátt áskoruninni á Taugakerfid.is F innur Árnason, forstjóri verslunarfyrirtækisins Haga, fékk bónusgreiðslur á síð­ asta rekstrarári sem námu heildargrunnlaunum hans hjá fyrirtækinu. Samkvæmt árs­ reikningi Haga fyrir rekstrar árið 2014/2015 var Finnur með 35,3 milljónir króna í grunnlaun en 35 milljónir í árangurstengdar bónus­ greiðslur. Þegar bifreiðarhlunnindi forstjórans upp á 3,2 milljónir króna á rekstrarárinu eru taldar með námu árslaun hans 73,5 milljónum króna. Það gerir 6,1 milljón króna á mánuði. Hagar hf., sem skráð er í Kaup­ höll Íslands, á sem kunnugt er mat­ vöruverslanirnar Bónus og Hagkaup, vöru­ og dreifingarfyrirtækin Aðföng og innflutnings­ og dreifingarfyrir­ tækið Banana ehf. og tískuvöruversl­ anirnar Karen Millen, Debenhams, Top Shop og Zara svo fátt eitt sé nefnt. Félagið birti ársreikning sinn í vikunni þar sem fram kom að hagn­ aður Haga hefði numið rúmum 3,8 milljörðum króna á síðasta rekstr­ arári. Samkvæmt tillögu sem liggur fyrir aðalfundi félagsins sem fram fer 4. júní næstkomandi leggur stjórn Haga til að hluthöfum verði greiddar tæpar 1.992 milljónir króna í arð. Það er umtalsverð aukning frá síðasta rekstrarári þegar arðgreiðslur námu um 1.200 milljónum króna. Hagnað­ ur Haga hf., bara síðustu tvö rekstrar­ ár, nemur 7,7 milljörðum króna. 7,7 milljarða hagnaður síðustu 2 ár Reksturinn hefur því gengið vel og nýtur forstjórinn greinilega góðs af því í formi bónusgreiðslna. Á sama tíma og Hagar hafa hagnast um 7,7 milljarða á síðustu tveimur árum hafa bónusgreiðslur til Finns numið 70,3 milljónum króna á tímabilinu ofan á 69,7 milljóna króna grunn­ laun forstjórans. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gerði hagnað Haga á síðasta rekstrarári að umtalsefni í pistli á heimasíðu sinni og setti í samhengi við yfirstandandi kjarabaráttu fyrir hækkun lágmarks­ launa. Telur hann ljóst að nægt svig­ rúm sé hjá fyrirtækinu til að hækka laun síns starfsfólks. „Ætlar einhver að halda því fram að Hagar hafi ekki tækifæri til að lagfæra kjör afgreiðslufólksins sem starfar til dæmis á kassa í stór­ mörkuðum tengdum fyrirtæk­ inu? Að sjálfsögðu er slíkt hægt og þessar launabreytingar þarf að sækja af fullum þunga.“ Árslaun á við tugi kassastarfsmanna Eins og fram kemur í viðtali við Vilhjálm í DV í dag, í um­ fjöllun um launaþróun fram­ kvæmdastjóra lífeyrissjóða, „slefar“ afgreiðslufólk á köss­ um matvöruverslana „rétt yfir 200 þúsund krónur á mánuði.“ Ef við gefum okkur að starfsmenn á kassa séu með lágmarkslaun, 214 þúsund krónur á mánuði, gerir það ríflega 2,5 milljónir í árslaun. Út frá þessu má finna út að heildarárslaun forstjóra móðurfé­ lags fyrirtækjanna sem þeir starfa hjá, eru á við árslaun 29 kassastarfs­ manna. Hagnaður Haga einn og sér dugar til að dekka árslaun 1.520 kassa­ starfsmanna á lágmarkslaunum. Það væsir því ekki um forstjórann en miðað við þessar tölur er Finnur Árnason næstlaunahæsti forstjóri félaga sem skráð eru í Kauphöll Ís­ lands. Aðeins Jón Sigurðsson, for­ stjóri Össurar sem er fullkomlega sér á báti hvað laun varðar, er með hærri laun eða 19,6 milljónir á mánuði. Vildi lækka launin um helming Laun forstjóra Haga hafa áður verið bitbein í umræðunni. Í fyrra lagði Arnar Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda og fulltrúi Gildis lífeyrissjóðs í stjórn Haga, fram tillögu um að ráðningar­ samningur Finns yrði endurskoðað­ ur og laun hans lækkuð um helming. Lagði Örn tillöguna fram á ársfundi Gildis í lok apríl í fyrra. Sagði Örn við það tilefni að fullkomlega óeðli­ legt væri að lífeyrissjóður stæði að fyrirtækjum sem „ekki hafa þokkalegt siðferði í launamálum stjórnenda.“ Stjórnarformaður Gildis sagði síðar í fjölmiðlum að tillaga Arn­ ar væri ótæk, lagaleg rök hennar héldu ekki og fjaraði málið því út og eins og sjá má á ársreikningi síð­ asta rekstrar árs hækkuðu grunnlaun Finns um 2,6 prósent milli rekstrar­ ára. Eða um 900 þúsund krónur. n Bónusarnir ágætis búbót Rekstrarárið 2014/2015 Grunnlaun: 35,3 milljónir Bifreiðarhlunnindi: 3,2 milljónir Bónusgreiðslur: 35 milljónir Rekstrarárið 2013/2014 Grunnlaun: 34,4 milljónir Bifreiðarhlunnindi: 2,6 milljónir Bónusgreiðslur: 35,3 milljónir á við árslaunin Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is n Hagar hagnast um milljarða og forstjórinn nýtur góðs af því n 35 milljónir í árangurstengdar greiðslur„Ætlar einhver að halda því fram að Hagar hafi ekki tækifæri til að lagfæra kjör af- greiðslufólksins? Nýtur góðs af góðu gengi Finnur Árnason, forstjóri Haga hf., fær árangurstengdar greiðslur sem nema grunnárslaunum hans ár eftir ár. Hagar hagnast um milljarða á milljarða ofan og nýtur forstjórinn góðs af góðu gengi. MyNd ViðSkiptABlAðið Ekkert bruðl? Bónus er eitt þeirra fyrirtækja sem eru í eigu Haga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.