Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Síða 4
Helgarblað 15.–18. maí 20154 Fréttir Úra og skart- gripaverslun Heide Glæsibæ Við erum líka á Facebook Tilvalin ferming- argjöf Þ að verður bara að taka á þessu,“ segir Auður Guðjóns­ dóttir, formaður Mænuskaða­ stofnunar Íslands. Mænuskaðastofnunin, SEM samtök endurhæfðra mænu­ skaddaðra, MS­félagið, MND fé­ lag Íslands, Lauf félag flogaveikra, Heilaheill, Geðhjálp og Parkinson­ samtökin hafa sett í gang undir­ skriftasöfnun á vefsíðunni tauga­ kerfid.is. Þar óska þau eftir stuðningi ís­ lensku þjóðarinnar við beiðni þeirra til aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki­moon, um að mæla fyrir því við fulltrúa aðildarríkja SÞ að þau samþykki að bæta við nýju þróunar­ markmiði. Það snýr að því að efla rannsóknir á taugakerfinu og auka á þann hátt skilning á starfsemi þess. „Þessi hugmynd kviknaði þannig að Ban Ki­moon skrifaði í blöð og hvatti grasrótarsamtök þjóða heims til að koma með tillögur að þróunar­ markmiðum. Þá fékk ég þessa hug­ mynd að reyna að fá tauga kerfið sem þróunarmarkmið vegna þess að það er milljarður manna í heim­ inum sem þjáist vegna sjúkdóma og skaða í taugakerfinu,“ segir Auður og vísar þar í tölur frá Alþjóðaheil­ brigðisstofnuninni. Meginástæða þess hve erfiðlega gengur að finna lækningu við til dæmis mænu­ og heilasköðum og taugasjúkdómum er sú að vís­ indasamfélagið hefur takmarkaðan skilning á virkni taugakerfisins. Talið er að um 3.000 Íslendingar séu flogaveikir, auk þess sem um 600 Íslendingar fá heilablóðfall ár­ lega og um 450 manns eru með MS­ sjúkdóminn, svo dæmi séu tekin. Auður sendi Ban Ki­moon sjálf bréf þar sem hún óskaði eftir stuðn­ ingi hans. „Ég fékk gott svar frá hans hægri hönd þar sem mér var þakk­ að fyrir bréfið. Þar sagði að það yrði ábyggilega tekið tillit til orða minna á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð­ anna í september,“ segir hún. n freyr@dv.is Íslendingar skora á Ban Ki-moon Undirskriftasöfnun hafin á taugakerfid.is til að setja þrýsting á Sameinuðu þjóðirnar Auður Guðjónsdóttir Hvetur Íslendinga til að taka þátt áskoruninni á Taugakerfid.is F innur Árnason, forstjóri verslunarfyrirtækisins Haga, fékk bónusgreiðslur á síð­ asta rekstrarári sem námu heildargrunnlaunum hans hjá fyrirtækinu. Samkvæmt árs­ reikningi Haga fyrir rekstrar árið 2014/2015 var Finnur með 35,3 milljónir króna í grunnlaun en 35 milljónir í árangurstengdar bónus­ greiðslur. Þegar bifreiðarhlunnindi forstjórans upp á 3,2 milljónir króna á rekstrarárinu eru taldar með námu árslaun hans 73,5 milljónum króna. Það gerir 6,1 milljón króna á mánuði. Hagar hf., sem skráð er í Kaup­ höll Íslands, á sem kunnugt er mat­ vöruverslanirnar Bónus og Hagkaup, vöru­ og dreifingarfyrirtækin Aðföng og innflutnings­ og dreifingarfyrir­ tækið Banana ehf. og tískuvöruversl­ anirnar Karen Millen, Debenhams, Top Shop og Zara svo fátt eitt sé nefnt. Félagið birti ársreikning sinn í vikunni þar sem fram kom að hagn­ aður Haga hefði numið rúmum 3,8 milljörðum króna á síðasta rekstr­ arári. Samkvæmt tillögu sem liggur fyrir aðalfundi félagsins sem fram fer 4. júní næstkomandi leggur stjórn Haga til að hluthöfum verði greiddar tæpar 1.992 milljónir króna í arð. Það er umtalsverð aukning frá síðasta rekstrarári þegar arðgreiðslur námu um 1.200 milljónum króna. Hagnað­ ur Haga hf., bara síðustu tvö rekstrar­ ár, nemur 7,7 milljörðum króna. 7,7 milljarða hagnaður síðustu 2 ár Reksturinn hefur því gengið vel og nýtur forstjórinn greinilega góðs af því í formi bónusgreiðslna. Á sama tíma og Hagar hafa hagnast um 7,7 milljarða á síðustu tveimur árum hafa bónusgreiðslur til Finns numið 70,3 milljónum króna á tímabilinu ofan á 69,7 milljóna króna grunn­ laun forstjórans. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gerði hagnað Haga á síðasta rekstrarári að umtalsefni í pistli á heimasíðu sinni og setti í samhengi við yfirstandandi kjarabaráttu fyrir hækkun lágmarks­ launa. Telur hann ljóst að nægt svig­ rúm sé hjá fyrirtækinu til að hækka laun síns starfsfólks. „Ætlar einhver að halda því fram að Hagar hafi ekki tækifæri til að lagfæra kjör afgreiðslufólksins sem starfar til dæmis á kassa í stór­ mörkuðum tengdum fyrirtæk­ inu? Að sjálfsögðu er slíkt hægt og þessar launabreytingar þarf að sækja af fullum þunga.“ Árslaun á við tugi kassastarfsmanna Eins og fram kemur í viðtali við Vilhjálm í DV í dag, í um­ fjöllun um launaþróun fram­ kvæmdastjóra lífeyrissjóða, „slefar“ afgreiðslufólk á köss­ um matvöruverslana „rétt yfir 200 þúsund krónur á mánuði.“ Ef við gefum okkur að starfsmenn á kassa séu með lágmarkslaun, 214 þúsund krónur á mánuði, gerir það ríflega 2,5 milljónir í árslaun. Út frá þessu má finna út að heildarárslaun forstjóra móðurfé­ lags fyrirtækjanna sem þeir starfa hjá, eru á við árslaun 29 kassastarfs­ manna. Hagnaður Haga einn og sér dugar til að dekka árslaun 1.520 kassa­ starfsmanna á lágmarkslaunum. Það væsir því ekki um forstjórann en miðað við þessar tölur er Finnur Árnason næstlaunahæsti forstjóri félaga sem skráð eru í Kauphöll Ís­ lands. Aðeins Jón Sigurðsson, for­ stjóri Össurar sem er fullkomlega sér á báti hvað laun varðar, er með hærri laun eða 19,6 milljónir á mánuði. Vildi lækka launin um helming Laun forstjóra Haga hafa áður verið bitbein í umræðunni. Í fyrra lagði Arnar Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda og fulltrúi Gildis lífeyrissjóðs í stjórn Haga, fram tillögu um að ráðningar­ samningur Finns yrði endurskoðað­ ur og laun hans lækkuð um helming. Lagði Örn tillöguna fram á ársfundi Gildis í lok apríl í fyrra. Sagði Örn við það tilefni að fullkomlega óeðli­ legt væri að lífeyrissjóður stæði að fyrirtækjum sem „ekki hafa þokkalegt siðferði í launamálum stjórnenda.“ Stjórnarformaður Gildis sagði síðar í fjölmiðlum að tillaga Arn­ ar væri ótæk, lagaleg rök hennar héldu ekki og fjaraði málið því út og eins og sjá má á ársreikningi síð­ asta rekstrar árs hækkuðu grunnlaun Finns um 2,6 prósent milli rekstrar­ ára. Eða um 900 þúsund krónur. n Bónusarnir ágætis búbót Rekstrarárið 2014/2015 Grunnlaun: 35,3 milljónir Bifreiðarhlunnindi: 3,2 milljónir Bónusgreiðslur: 35 milljónir Rekstrarárið 2013/2014 Grunnlaun: 34,4 milljónir Bifreiðarhlunnindi: 2,6 milljónir Bónusgreiðslur: 35,3 milljónir á við árslaunin Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is n Hagar hagnast um milljarða og forstjórinn nýtur góðs af því n 35 milljónir í árangurstengdar greiðslur„Ætlar einhver að halda því fram að Hagar hafi ekki tækifæri til að lagfæra kjör af- greiðslufólksins? Nýtur góðs af góðu gengi Finnur Árnason, forstjóri Haga hf., fær árangurstengdar greiðslur sem nema grunnárslaunum hans ár eftir ár. Hagar hagnast um milljarða á milljarða ofan og nýtur forstjórinn góðs af góðu gengi. MyNd ViðSkiptABlAðið Ekkert bruðl? Bónus er eitt þeirra fyrirtækja sem eru í eigu Haga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.