Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 48
Helgarblað 15.–18. maí 201548 Sport
S
teven Gerrard, fyrirliði
Liverpool, býst við því að
lokaleikur hans á Anfield
verði tilfinningaríkur.
Enski landsliðsmað-
urinn fyrrverandi mun kveðja
heimavöllinn sem hann hefur
spilað á í sautján ár þegar Liver-
pool tekur á móti Crystal Palace á
laugardaginn.
Í viðtali við Sky Sports sagðist
Gerrard ekki geta lofað því að
hann muni ekki fella tár en fyrr-
verandi liðsfélagi hans, Jamie
Carragher, hélt því fram að hann
myndi bresta í grát á vellinum.
„Ég er ekki eins og hann. Ég
er ekki úr steini,“ sagði hann. „Ég
er ekki eins karlmannlegur og
Jamie.“
„Við verðum að sjá hvað gerist.
Ég er ekki vanur að tárast þegar
ég verð tilfinningasamur. Venju-
lega get ég haldið aftur af mér en
við verðum að bíða og sjá. Það
er engin skömm að því að gráta,“
sagði Gerrard, sem spilar með
L.A. Galaxy í Bandaríkjunum á
næstu leiktíð.
„Sterling á að skrifa undir“
Gerrard nýtti einnig tækifærið og
ítrekaði áskorun sína á Raheem
Sterling að ungstirnið skrifi und-
ir nýjan samning við félagið. Segir
hann Brendan Rodgers vera rétta
stjórann fyrir hann.
„Sterling á að skrifa undir að
JEPPADEKK
Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is
Vönduð og endingargóð
vetrardekk sem koma þér
örugglega hvert á land sem er
Náðu sér aldrei á strik
n Tíu leikmenn sem hafa floppað hjá Barcelona n Tveir komu frá Arsenal n Hæfileikamenn sem brugðust á Nou Camp
B
arcelona hefur lengi verið
stórveldi í knattspyrnuheim-
inum og hefur jafnan á að
skipa einu albesta félagsliði
heims. Félagið er þekkt fyrir
að framleiða fyrsta flokks knattspyrnu-
menn, svo sem eins og Lionel Messi,
Xavi Hernandez og Andres Iniesta, en
hefur einnig látið mjög til sín taka á
leikmannamarkaðnum.
Félagið hefur í gegnum tíðina
keypt frábæra leikmenn á borð við
Ronaldinho, Johan Cruyff og Luis
Figo. En leikmannaviðskipti eru ekki
alltaf dans á rósum, ekki á Spáni
frekar en Englandi. Sportskeeda.
com hefur tekið saman lista yfir 10
leikmenn sem Barcelona keypti, sem
stóðu ekki undir væntingum. n
baldur@dv.is
1 Javier Saviola
Kom frá: River Plate 2001 Kaupverð: 36
milljónir evra Fjöldi leikja (mörk): 123 (49)
Fór til: Real Madrid 2007
Þó að Saviola hafi skorað um 50 mörk
fyrir Barcelona stóð hann aldrei undir
væntingum. Hann var um tíma kallaður
„næsti Maradona“ en það varð aldrei.
Barcelona lánaði hann til Monaco og Sevilla
áður en hann var seldur til erkióvinanna í
Real Madrid, sem er eitthvað sem gerist afar
sjaldan. Þeir vildu sárlega losna við hann.
Hann var einfaldlega ekki nógu góður að
klára færin.
2 Marc
Overmars
Kom frá: Arsenal 2000 Kaupverð: 40
milljónir evra Fjöldi leikja (mörk): 97 (15)
Fór til: Og Ahead Eagles 2008
Overmars var fenginn til Barcelona til að
leysa af goðsögnina Luis Figo. Oversmars
hafði spilað frábærlega fyrir Arsenal. Hann
gerði vissulega ágæta hluti hjá Barcelona en
komst aldrei með tærnar þar sem Figo hafði
hælana. Hann stóð með öðrum orðum ekki
undir 40 milljóna evra verðmiða. Skortur á
frumkvæði einkenndi leik hans á kantinum.
3 Gabriel Milito
Kom frá: Zaragoza 2007 Kaupverð: 20
milljónir evra Fjöldi leikja (mörk): 48 (1)
Fór til: Independiente 2011
Milito upplifði það sem fæstir knattspyrnu-
menn vilja upplifa; hann stóðst ekki
læknisskoðun hjá stórveldinu Real Madrid.
Læknateymi Barcelona gaf varnarmann-
inum hins vegar grænt ljós. Það hefðu þeir
ekki átt að gera því Milito sleit krossband og
reif vöðva hægri vinstri á meðan hann var
hjá Barcelona. Fjárfestingin var slæm.
4 Dmytro
Chygrynskiy
Kom frá: Shaktar Donetsk 2009
Kaupverð: 25 milljónir evra Fjöldi leikja
(mörk): 31 (1) Fór til: Shaktar Donetsk 2010
Kaup Peps Guardiola á Úkraínumanninum
geta hæglega talist til þeirra verstu í hans
stjóratíð hjá félaginu. Chygrynskiy spilaði
heila 851 mínútu fyrir félagið og var til
hreinna vandræða inni á vellinum; hann var
klaufi með boltann, tímasetti tæklingar
illa og gaf mörk. Varnarmaðurinn var látinn
fara við fyrsta tækifæri.
5 Gerard Lopez
Kom frá: Valencia 2000 Kaupverð: Óljóst
Fjöldi leikja (mörk): 91 (5) Fór til: Monaco
2005
Lopez kom upp í gegnum unglingaakademíu
Barcelona en fékk ekki samning við félagið
og var látinn fara frítt. Hann fór til Valencia
og spilaði vel þar. Hann var lánaður til Alaves
1998–1999 og var þaðan keyptur aftur til
Barcelona. Lopez skoraði fimm mörk í 92
leikjum en tókst aldrei að slá í gegn.
6 Philippe
Christanval
Kom frá: Monaco 2001 Kaupverð: 17 millj-
ónir evra Fjöldi leikja (mörk): 31 (0)
Fór til: Marseille 2003
Christanval var hugsaður sem maðurinn
sem kæmi í stað Lilian Thuram. Hann stóð
aldrei undir þeirri ábyrgð sem honum var
falin og gekk illa að aðlagast hraðanum.
Hann lét hafa eftir sér að það að spila í
þriggja manna varnarlínu hentaði honum
illa. Hann fór til Marseille og loks til Fulham
þar sem hann lék síðast.
7 Geovanni
Deiberson
Kom frá: Cruzeiro 2001 Kaupverð: 21 millj-
ón evra Fjöldi leikja (mörk): 26 (1)
Fór til: Benfica 2003
Stöðugleiki var það sem helst vafðist fyrir
Geovanni. Hann sýndi á ferli sínum á köflum
hæfileika til að skora mörk upp úr engu,
til dæmis með Hull City á Englandi. Hjá
Barcelona hins vegar gekk hvorki né rak.
Hann skoraði eitt mark í 26 leikjum undir
stjórn Carles Rexach. Hann reyndi fyrir sér
hjá ótal liðum á ferli sínum.
Tilfinningaríkur lokaleikur á Anfield
Steven Gerrard kveður heimavöllinn eftir sautján ára spila mennsku