Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 46
Helgarblað 15.–18. maí 201546 Lífsstíll
Xprent ehf - Sundaborg 1 - 104 Reykjavík - Sími 777-2700 - email:xprent@xprent.is
Tess er mætt
Fyrirsæta í yfirstærð vekur athygli
T
ess Holliday er fyrirsæta í yfir
stærð sem fékk samning hjá
fyrirsætuskrifstofunni MiLK
Model Management í janúar.
Í vikunni birti Tess fyrstu mynd
irnar af sér á samskiptamiðlinum
Instragram en myndirnar voru tekn
ar af ljósmyndaranum Catherine
Harbour. „Svo glöð að geta loksins
deilt þessum myndum … Þakka um
boðsskrifstofunni minni fyrir að ýta
mér út úr þægindahringnum,“ skrif
aði fyrirsætan á Instragram.
Tess, sem er 29 ára, vonast til þess
að geta breytt módelheiminum. „Að
mínu mati hefurðu ekki gert nóg ef
einhver horfir á myndirnar þínar án
þess að finna fyrir einhverju,“ sagði
Tess í viðtali við Daily Mail. „Jákvætt
eða neikvætt, myndirnar eiga að
vekja einhverjar tilfinningar. Það hef
ur alltaf verið mitt markmið. Ég vil
ögra hugmyndum samfélagsins um
fegurð og því hvaða týpur eru sam
þykktar í þessum bransa og heimin
um öllum. Það er ekki nein ein rétt
leið til að vera kona eða til að vera
falleg. Við eigum allar að eiga okkar
stað.“
Holliday hefur verið virk á sam
félagsmiðlunum og ýtti til að
mynda úr vör herferðinni #EffYour
BeautyStandards, þar sem hún hvatti
konur til að deila myndum. „Ég var
orðin þreytt á að að heyra að ég gæti
ekki klæðst þessu og hinu og að ég
þyrfti að fela líkama minn. Ég sagði
f… ég klæði mig í það sem ég vil.“ n
Tess Holliday
Fyrirsætan vill breyta því hvernig fólk hugs-
ar um konur og fegurð.
T
helma Einarsdóttir greindist
með alvarlegt fæðingarþung
lyndi eftir að hún eignaðist
eldri strákinn sinn, sem í dag
er tveggja og hálfs árs. Hún
fékk aðstoð fagaðila við að vinna úr
þunglyndinu, en það hjálpaði henni
einnig mikið að skapa eitthvað sjálf.
Thelma settist niður á kvöldin
þegar strákarnir hennar voru sofn
aðir og fór að búa til fallegar mynd
ir í myndvinnsluforritum. Fyrst fyrir
sjálfa sig, en framleiðslan vatt fljót
lega upp á sig. Upphaflega voru þetta
aðallega myndir af börnum, ásamt
fæðingarupplýsingum, settar saman
á skemmtilegan hátt. Thelma kallaði
hönnunina Orð í ramma.
Fær innblástur úr náttúrunni
„Svo í lok nóvember stofnaði ég
Thelma Einars. Ég fékk svo rosa
lega góð viðbrögð eftir að ég setti
grafíkina inn á Facebooksíðuna að
ég ákvað að halda áfram. Þá hafði
ég gert græna demantinn og bleiku
fuglana,“ segir Thelma en fuglana og
demantinn má sjá á meðfylgjandi
myndum. „Stuttu eftir það var mér
boðið að vera með á jólamarkaði og
svo vatt þetta upp á sig og ég fór að
gera fleiri litaútgáfur og öðruvísi týp
ur.“ Thelma sækir innblástur í nátt
úruna, úr hinum ýmsu áferðum og
formum sem þar er að finna.
„Það að hanna hefur hjálpað mér
ótrúlega að ná bata,“ segir Thelma
einlæg. „Með því fæ ég útrás fyrir
að gera það sem ég elska og sam
hliða vinna í erfiðleikunum. Þetta er
algjörlega eitthvað sem ég vil gera
það sem eftir er. Draumurinn er að
eignast mína eigin vinnustofu einn
daginn.“
Uppgötvuð á Instagram
Thelma færist nær draumnum með
hverju skrefinu, en grafík hennar
fæst nú í versluninni Hröfnu á
Laugaveginum og Litlu hönnunar
búðinni á Strandgötu í Hafnarf
irðinum. Svo er hún nýlega farin að
senda myndir til Ástralíu.
„Ég fékk tölvupóst frá konu sem
hafði fundið mig á Instagram en
hún var búin að vera að fylgjast með
mér þar og fannst myndirnar mínar
fallegar. Hún var að stofna sína
eigin netverslun með skandinav
íska hönnunarvöru og vildi endilega
kaupa af mér myndir til að selja í
versluninni sinni. Það eru algjör for
réttindi að fá svona viðurkenningu
og virkilega hvetjandi fyrir mig að
halda áfram.“
Thelma segir myndir sínar prent
aðar á hágæða pappír en þær er hægt
að fá í nokkrum stærðum. Sumar
myndanna koma í takmörkuðu upp
lagi sem gerir þær enn eigulegri.
Hægt er að skoða grafík Thelmu
á www.thelmaeinars.com og á www.
facebook.com/thelmaeinarsdesign. n
solrun@dv.is
Selur myndirnar
sínar í Ástralíu
n Thelma fór að skapa til að vinna sig út úr fæðingarþunglyndi n Hönnunin komin í verslanir
Dreymir um vinnustofu Thelma fær útrás fyrir sköpunargáfuna með hönnun sinni og
dreymir um að eignast sína eigin vinnustofu.
Fékk góð viðbrögð Eftir að Thelma birti
myndir af hönnun sinni á Facebook fóru
pantanirnar að hrúgast inn.
Til Ástralíu Áströlsk kona sem var að
setja upp verslun með skandinavískri
hönnun heillaðist af myndum Thelmu eftir
að hún sá þær á Instagram.
„Það að hanna
hefur hjálpað mér
ótrúlega að ná bata