Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 20
Helgarblað 15.–18. maí 201520 Fréttir Við tökum að okkur eftirfarandi verkefni Þakviðgerðir • Málningavinnu • Trésmíðavinnu • Pípulagnir • Raflagnir Múrvinnu • Flísalagnir • Gluggaviðgerðir • Allt á milli himins og jarðar Allt viðhald ehf | Vagnhöfða 19 110 Reykjavík | Sími: 567-6699 Netfang: vidhald@vidhald.is F yrir áhugafólk um stjórnun er hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri athyglisvert. Saga fyrirtækis- ins hófst árið 2007 þegar fjór- ir kunningjar stofnuðu lítið fyrir tæki sem þeir nefndu Sprett. Árið 2010 sameinaðist fyrirtækið Marimo inn í Sprett og árið 2014 sameinaðist fyrirtækið Form5 inn í Sprett og þá var tekið upp núverandi nafn, Kolibri. Það er óhætt að segja að fyrirtæk- ið hafi vakið athygli, bæði fyrir vef- lausnir sem og afar athyglisverðar stjórnunaraðferðir. Gegnsæi, tilfinn- ingaríkt samskiptakerfi og óhefð- bundið skipurit eru meðal þeirra þátta sem aðgreina fyrirtækið frá öðrum en það hefur skilgreint stjórn- kerfi til þess að ná utan um óvenju- legar stjórnunaráherslur og kall- ar það Wonka. „Wonka-nafnið var sett fram í flýti á 12 mínútna löngum hugarflugsfundi árið 2010 en okk- ur fannst mikilvægt að stjórnkerf- ið hefði nafn og fengi þannig meiri karakter og líf,“ segir Pétur Orri Sæ- mundsen, framkvæmdastjóri Kolibri og einn af stofnendum félagsins. Allt uppi á borðum Gegnsæi er eitt af lykilorðunum inn- an fyrirtækisins og til að sýna það í verki geta starfsmenn meðal annars flett upp launum annarra starfs- manna og öðrum fjárhagsupplýsing- um, eins og stöðunni á bankareikn- ingnum og samningum félagsins við fyrirtækin sem það þjónustar. „Þetta lá bara beinast við þegar við stofn- uðum gamla Sprett árið 2007. Við vorum fjórir kunningjar og gegn- sæið var náttúrulega eðlilegt. Þegar við fórum svo að stækka og Marimo sameinaðist okkur þá ákváðum við að halda þessu svona þar til annað yrði ákveðið, þar til einhver sérstök ástæða væri til þess að breyta þessu. Sú ástæða hefur ekki enn komið upp,“ segir Pétur Orri. Allir vita laun allra Eitt af því sem hefur vakið hvað mesta athygli er að laun allra starfsmanna eru aðgengileg sam- starfsmönnum. „Ég veit ekki hvort ég geti mælt með þessu fyrir alla en þetta hentar okkur afar vel. Öll störf hjá Kolibri, nema starf rekstrar- stjóra, falla undir skapandi starf og annaðhvort starfa menn sem for- ritarar, hönnuðir eða teymisþjálfar- ar í verkefnavinnu. Við erum með launakerfi í kringum þetta í fjórum þrepum, þ.e. „beginner“, „junior“, „journey man“ og „senior“ og því vita allir starfsmenn hvar í stiganum þeir standa og hvað er í boði á næsta þrepi,“ segir Pétur Orri. Ráðningarkerfi fyrirtækisins er mjög stíft. Fyrirtækið metur hvernig mögulegur starfsmaður passar inn í kúltúr fyrirtækisins og tæknileg geta er mjög mikilvæg. Út frá þessu kerfi er svo ákveðið í hvaða flokki starfs- maður byrjar. Fyrirtækið er svo með ákveðin viðmið sem segja til um hvenær starfsmenn hoppa upp um launaflokk. Að sögn Péturs Orra þá verður enginn núningur milli starfs- manna með þessar upplýsingar uppi á borðinu. „Ég held einmitt að af því að það er svo mikið gegnsæi þá sé svo lítið vesen,“ segir hann og Allir vitA lAun AllrA n Kolibri hefur vakið athygli fyrir framúrstefnulega stjórnunarhætti n Starfsmenn deila líðan sinni á tilfinningafundum Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Wonka-stjórn- kerfi Kolibri Fyrirtækið hefur skilgreint 10 atriði sem rúmast innan þriggja flokka. Sýn, Fólk og Skipulag. Sýn n Tilgangur n Mynd af framtíðinni n Persónuleiki Fólk n Gegnsæi n Markþjálfun n Samskiptkerfið (The core protocols) n Sjálfræði Skipulag n Leikreglurnar (Holacracy) n Samstilling n Sjónstjórnun Þróun tilgangs fyrirtækisins Að sögn Péturs Orra hefur mikil áhersla verið lögð á að skilgreina tilgang fyrir- tækisins, allt frá stofnun þess. Þróunin hefur verið á þessa leið: 1. „Að umbreyta íslenskri upplýsinga- tækni“ 2. „Að gera íslenska upplýsingatækni, mannlegri, meira skapandi og árangurs- ríkari“ 3. „Að gera vinnu fólks mannlegri, meira skapandi og árangursríkari.“ 4. „Upplifanir sem að auðga lífið“ Fallegt umhverfi Frá skrifstofu félagsins á Laugavegi. Myndir ÞorMAr Vignir Íbúðaverð hækkað um 10% Ekkert lát virðist vera á hækkun íbúðaverðs á höfuðborgar- svæðinu og var það um 10% hærra á fyrstu þremur mánuðum þessa árs miðað við sama tíma árið 2014. Á síðasta ári hækkaði íbúðaverð um 8,5%. Fram kemur í riti Seðlabanka Íslands, Peningamál, sem var birt í vikunni að hækkun húsnæðis- verðs hefur að mestu stafað af verðhækkunum fjölbýlis enda hefur verið skortur á minni íbúð- um að undanförnu. Á síðustu mánuðum hefur hins vegar verð á sérbýli tekið að hækka og segir í riti Seðlabankans að ein mögu- leg skýring sé að eftirspurn eftir sérbýli hafi aukist vegna þess að verðið sé orðið hagstætt miðað við verð á íbúðum í fjölbýli. Seðlabankinn segir að hækk- un íbúðaverðs á fyrsta ársfjórð- ungi sé nokkru meiri en búist hafi verið við í síðustu spá bankans. Verðhækkunin sé þó eftir sem áður í ágætum takti við helstu efnahagsstærðir. Þannig hefur hlutfall íbúðaverðs af tekjum og byggingarkostnaði verið um eða rétt yfir langtímameðaltali sínu um nokkurt skeið. Þá kemur fram í Peningamál- um að hrein ný útlán innláns- stofnana til heimila hafi numið 9,7 milljörðum á fyrsta fjórðungi sem er talsverður samdráttur á milli ára. Að meðtöldum Íbúða- lánasjóði voru útlánin aðeins um 100 milljónir og hafa aldrei ver- ið jafn lítil í einum fjórðungi frá árinu 2013. Skýrist sú þróun af auknum upp- og inngreiðslum á lán, meðal annars vegna skulda- lækkunaraðgerða stjórnvalda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.