Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 24
24 Fréttir Erlent Helgarblað 15.–18. maí 2015 VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS Drápu pandabjörn og seldu kjötið Tíu manns handsamaðir í suðvesturhluta Kína L ögreglan í Kína hefur hand- samað tíu manns sem eru grunaðir um að hafa drep- ið villtan pandabjörn og selt kjötið úr honum í héraðinu Yunn- an í suðvesturhluta landsins. Lögreglan fékk ábendingu í desember síðastliðnum um ólög- lega sölu á bjarnarkjöti. Eftir frek- ari rannsóknir og DNA-próf kom í ljós að um pandabjörn var að ræða, samkvæmt frétt CNN. „Við áttuðum okkur á því hversu alvarlegt þetta var þegar við feng- um þær niðurstöður að þetta væri panda. Við létum þau til öryggis gera prófin aftur og það var stað- fest,“ sagði Shi Qin hjá lögreglunni í Yunnan. Þrír af þeim tíu sem eru grun- aðir um glæpinn hafa formlega verið handteknir. Tveir þeirra, eða Wang-bræðurnir, játuðu í yfir- heyrslum að hafa óafvitandi skot- ið kvenkyns pandabjörn uppi í tré. Þeir sögðust hafa haldið að þar hefði verið á ferðinni „stórt dýr“. Síðar seldu þeir 35 kíló af kjöti og klær pöndunnar fyrir um 100 þúsund krónur. Risapöndur eru í einna mestri útrýmingarhættu í heiminum. Talið er að um 1.800 pöndur lifi villtar úti í náttúrunni. n Pandabjörn Risapandan Weiwei í dýragarði í Kína fyrr á árinu. Risapöndur eru í mikilli útrýmingarhættu. freyr@dv.is Tilraun til valdaráns í Búrúndí Svo virðist sem töluverð pólitísk upplausn ríki í Búrúndi eftir tilraun til valdaráns. Valdaránið hófst á miðvikudag þegar forseti landsins, Pierre Nkurunziza, var í opinberri heimsókn í Tanzaníu. Ólgan hófst þegar forsetinn til- kynnti að hann myndi bjóða sig fram í þriðja sinn og svo virðist sem andstæðingar hans hafi sætt lagi og látið til skarar skríða þegar hann fór í opinbera heimsókn. Töluverður mannfögnuður varð á götum höfuðborgarinnar, Buju- mbura, þegar fréttir bárust að búið væri að steypa forsetanum af stóli. Sú gleði reyndist þó skammvinn þegar tilkynnt var í ríkissjónvarpinu að valdaráninu hefði verið afstýrt. Einhver átök virðast hafa átt sér stað á milli stuðningsaðila forset- ans og andstæðinga hans. Að lokum settust stríðandi fylkingar niður og eru nú að semja til þess að koma í veg fyrir að ástandið fari úr böndun- um. Meðal þeirra sem semja fyr- ir hönd andstæðinga forsetans er varnarmálaráðherra landsins, sem styður valdaránið. Bjuggu til hrelli- klámsforrit Tveir menn í haldi grunaðir um stórfelldan þjófnað á nektarmyndum T veir karlmenn í Bandaríkj- unum mega búa sig undir fimmtán ára fangelsi, verði þeir sakfelldir, fyrir að hafa þróað hugbúnað sem gerði þeim kleift að komast yfir nektar- myndir sem konur höfðu komið fyr- ir í, að þær töldu, lokuðum mynda- albúmum á netinu. Mennirnir, Brandon Bourret og Athanasios Andrianakis, voru handteknir fyrir um viku og sakaðir um þjófnað- inn. Þeir eru sagðir hafa gert hug- búnaðinn „Photofucket“ sem skoð- ar einkaalbúm notenda á síðunni Photobucket, sem er síða sem geymir ljósmyndir notenda sinna. Notend- ur geta svo valið hvernig þeir deila myndunum, hvort sem það er opin- berlega eða ekki. Mikill fjöldi notar síðuna. Forritið „Photofucket“ gat hins vegar hakkað sig inn í mynda- albúmin, skoðað einkamyndir og tekið afrit af þeim. Hafa ekki tekið afstöðu til sakarefnanna Mennirnir hafa ekki svarað ásök- ununum, en það er bandaríska alríkislögreglan sem fer með rannsókn málsins. Bandaríska dómsmálaráðuneytið taldi sig þó knúið til að taka það sérstaklega fram að mennirnir væru saklaus- ir uns sekt þeirra væri sönnuð. Þeir hafa afhjúpað tölvupóst sem gengu mannanna á milli sem taldir eru sýna verkferla þeirra. Mikið hefur verið fjallað um hefndarklám og hrelliklám á undan- förnum mánuðum, en um er að ræða það þegar einstaklingar leka mynd- um á netið af fyrrverandi elskhugum sínum. Nektarmyndir, sérstaklega af konum, virðast rata auðveldlega inn á vefinn og eru vel þekkt dæmi þess að einstaklingar reyni að nota nektar myndirnar gegn þeim. Í þessu máli fóru mennirnir, að sögn, inn á myndaalbúm notenda Photobucket sem þeir þekktu ekk- ert. Á netinu er hægt að kaupa svip- aðan hugbúnað, eða verða sér úti um hann, til að fara yfir mynda- albúm líkt og þau sem eru til stað- ar á Photobucket, en yfirleitt þarf að gera það fyrir hvert og eitt albúm. „Photofucket“ gat hins vegar gert það á mun stærri skala. Gróðahugsun Á vef Business Insider er fjallað um málið, en þar er bent á að það sé eitt að þróa hugbúnað sem þenn- an, en líklega hafi gróðahugsun leg- ið að baki hugmyndinni. Þá þurfi að vera til myndir, til dæmis myndir af frægu fólki, sem hægt er að selja viljugum kaupanda. Á síðuna Anon IB fóru til dæmis myndir af frægum konum, fyrr í vetur, konum eins og leikonunni Jennifer Lawrence og fyrirsætunni Kate Upton. Myndirn- ar rötuðu þaðan á síðuna 4chan en DV hefur ítrekað fjallað um íslenska anga þeirrar síðu á undanförnum árum. Mennirnir eru sagðir hafa mark- aðssett hugbúnaðinn til notenda sem tæki til að komast yfir myndir auðveldlega og hafa hugsað sér þannig að græða á honum. Hægt var að fá hann ókeypis, en fyrir um þrjá- tíu dollara var hægt að sækja lykil- orð og fara þá sjálfkrafa yfir mynda- safnið. n Stálu myndum Mennirnir þróuðu hugbúnað sem gat komist yfir gríðarlegt magn mynda. Mynd ReuteRS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.