Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 24
24 Fréttir Erlent Helgarblað 15.–18. maí 2015
VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS
Drápu pandabjörn
og seldu kjötið
Tíu manns handsamaðir í suðvesturhluta Kína
L
ögreglan í Kína hefur hand-
samað tíu manns sem eru
grunaðir um að hafa drep-
ið villtan pandabjörn og selt
kjötið úr honum í héraðinu Yunn-
an í suðvesturhluta landsins.
Lögreglan fékk ábendingu í
desember síðastliðnum um ólög-
lega sölu á bjarnarkjöti. Eftir frek-
ari rannsóknir og DNA-próf kom
í ljós að um pandabjörn var að
ræða, samkvæmt frétt CNN.
„Við áttuðum okkur á því hversu
alvarlegt þetta var þegar við feng-
um þær niðurstöður að þetta væri
panda. Við létum þau til öryggis
gera prófin aftur og það var stað-
fest,“ sagði Shi Qin hjá lögreglunni
í Yunnan.
Þrír af þeim tíu sem eru grun-
aðir um glæpinn hafa formlega
verið handteknir. Tveir þeirra,
eða Wang-bræðurnir, játuðu í yfir-
heyrslum að hafa óafvitandi skot-
ið kvenkyns pandabjörn uppi í tré.
Þeir sögðust hafa haldið að þar
hefði verið á ferðinni „stórt dýr“.
Síðar seldu þeir 35 kíló af kjöti
og klær pöndunnar fyrir um 100
þúsund krónur.
Risapöndur eru í einna mestri
útrýmingarhættu í heiminum.
Talið er að um 1.800 pöndur lifi
villtar úti í náttúrunni. n
Pandabjörn Risapandan Weiwei í
dýragarði í Kína fyrr á árinu. Risapöndur eru
í mikilli útrýmingarhættu.
freyr@dv.is
Tilraun til
valdaráns
í Búrúndí
Svo virðist sem töluverð pólitísk
upplausn ríki í Búrúndi eftir tilraun
til valdaráns. Valdaránið hófst á
miðvikudag þegar forseti landsins,
Pierre Nkurunziza, var í opinberri
heimsókn í Tanzaníu.
Ólgan hófst þegar forsetinn til-
kynnti að hann myndi bjóða sig
fram í þriðja sinn og svo virðist sem
andstæðingar hans hafi sætt lagi og
látið til skarar skríða þegar hann fór
í opinbera heimsókn.
Töluverður mannfögnuður varð
á götum höfuðborgarinnar, Buju-
mbura, þegar fréttir bárust að búið
væri að steypa forsetanum af stóli.
Sú gleði reyndist þó skammvinn
þegar tilkynnt var í ríkissjónvarpinu
að valdaráninu hefði verið afstýrt.
Einhver átök virðast hafa átt sér
stað á milli stuðningsaðila forset-
ans og andstæðinga hans. Að lokum
settust stríðandi fylkingar niður og
eru nú að semja til þess að koma í
veg fyrir að ástandið fari úr böndun-
um. Meðal þeirra sem semja fyr-
ir hönd andstæðinga forsetans er
varnarmálaráðherra landsins, sem
styður valdaránið.
Bjuggu til hrelli-
klámsforrit
Tveir menn í haldi grunaðir um stórfelldan þjófnað á nektarmyndum
T
veir karlmenn í Bandaríkj-
unum mega búa sig undir
fimmtán ára fangelsi, verði
þeir sakfelldir, fyrir að hafa
þróað hugbúnað sem gerði
þeim kleift að komast yfir nektar-
myndir sem konur höfðu komið fyr-
ir í, að þær töldu, lokuðum mynda-
albúmum á netinu. Mennirnir,
Brandon Bourret og Athanasios
Andrianakis, voru handteknir fyrir
um viku og sakaðir um þjófnað-
inn. Þeir eru sagðir hafa gert hug-
búnaðinn „Photofucket“ sem skoð-
ar einkaalbúm notenda á síðunni
Photobucket, sem er síða sem geymir
ljósmyndir notenda sinna. Notend-
ur geta svo valið hvernig þeir deila
myndunum, hvort sem það er opin-
berlega eða ekki. Mikill fjöldi notar
síðuna. Forritið „Photofucket“ gat
hins vegar hakkað sig inn í mynda-
albúmin, skoðað einkamyndir og
tekið afrit af þeim.
Hafa ekki tekið afstöðu til
sakarefnanna
Mennirnir hafa ekki svarað ásök-
ununum, en það er bandaríska
alríkislögreglan sem fer með
rannsókn málsins. Bandaríska
dómsmálaráðuneytið taldi sig þó
knúið til að taka það sérstaklega
fram að mennirnir væru saklaus-
ir uns sekt þeirra væri sönnuð. Þeir
hafa afhjúpað tölvupóst sem gengu
mannanna á milli sem taldir eru
sýna verkferla þeirra.
Mikið hefur verið fjallað um
hefndarklám og hrelliklám á undan-
förnum mánuðum, en um er að ræða
það þegar einstaklingar leka mynd-
um á netið af fyrrverandi elskhugum
sínum. Nektarmyndir, sérstaklega
af konum, virðast rata auðveldlega
inn á vefinn og eru vel þekkt dæmi
þess að einstaklingar reyni að nota
nektar myndirnar gegn þeim.
Í þessu máli fóru mennirnir, að
sögn, inn á myndaalbúm notenda
Photobucket sem þeir þekktu ekk-
ert. Á netinu er hægt að kaupa svip-
aðan hugbúnað, eða verða sér úti
um hann, til að fara yfir mynda-
albúm líkt og þau sem eru til stað-
ar á Photobucket, en yfirleitt þarf að
gera það fyrir hvert og eitt albúm.
„Photofucket“ gat hins vegar gert
það á mun stærri skala.
Gróðahugsun
Á vef Business Insider er fjallað um
málið, en þar er bent á að það sé
eitt að þróa hugbúnað sem þenn-
an, en líklega hafi gróðahugsun leg-
ið að baki hugmyndinni. Þá þurfi að
vera til myndir, til dæmis myndir
af frægu fólki, sem hægt er að selja
viljugum kaupanda. Á síðuna Anon
IB fóru til dæmis myndir af frægum
konum, fyrr í vetur, konum eins og
leikonunni Jennifer Lawrence og
fyrirsætunni Kate Upton. Myndirn-
ar rötuðu þaðan á síðuna 4chan en
DV hefur ítrekað fjallað um íslenska
anga þeirrar síðu á undanförnum
árum.
Mennirnir eru sagðir hafa mark-
aðssett hugbúnaðinn til notenda
sem tæki til að komast yfir myndir
auðveldlega og hafa hugsað sér
þannig að græða á honum. Hægt var
að fá hann ókeypis, en fyrir um þrjá-
tíu dollara var hægt að sækja lykil-
orð og fara þá sjálfkrafa yfir mynda-
safnið. n
Stálu myndum Mennirnir þróuðu hugbúnað sem gat komist yfir gríðarlegt magn mynda. Mynd ReuteRS