Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 38
Helgarblað 15.–18. maí 201538 Neytendur Frístundastyrkir sveitarfélaga Frístundastyrkir eru mjög mismunandi eftir sveitarfélögum og hér er tæpt á þeim helstu. Seltjarnarnesbær gerir best við barnafjölskyldur. Frístundastyrkur bæjarfélagsins er 50.000 krónur á hvert barn 6 til 18 ára. n Seltjarnarnes: 50.000 kr. á hvert barn 6–18 ára n Reykjavík: 35.000 kr. á hvert barn 6–18 ára n Kópavogur: 30.000 á hvert barn 5–18 ára n Mosfellsbær: 25.000 á hvert barn 6–18 ára n Hafnarfjörður: Á mánuði, 1.700 fyrir 6–12 ára og 2.550 fyrir 13–16 ára. Á ári alls 20.400 eða 30.600 n Reykjanesbær: 15.000 á hvert barn 6–16 ára n Akureyri: 12.000 á hvert barn 6–17 ára Dæmi um sveitarfélög sem greiða ekki frístundastyrki eru Vestmannaeyjabær og Ísa- fjarðarbær, hver ástæðan er skal ósagt látið. Mögulega eru íþróttafélög bæjarins styrkt með öðrum hætti sem kemur fram í æfingagjöldum. Fótbolti Æfingagjöld: 22.500–94.000 Skór : 5.000–39.900 Legghlífar: 5.990 Sokkar: 2.990 Æfingagalli: 15.790 Treyja: 7.900 Fótbolti: 7.990 Húfa: 2.490 Samtals: 70.650–176.960 Handbolti Æfingagjöld: 35.000–67.000 Skór: 9.990–17.990 Æfingagalli: 15.790 Treyja: 6.990 Stuttbuxur: 3.990 Handbolti: 5.000 Húfa: 2.490 Samtals: 79.250–119.250 Þetta kostar að æfa íÞróttir n Boltaíþróttirnar ódýrastar n Fimleikar og golf skera sig úr n Sveitarfélögin koma mismikið til móts við foreldra n Félagsleg pressa um flottan búnað Ó dýrast er að stunda boltaíþróttirnar, fótbolta, handbolta og körfubolta, þegar tekin voru saman æfingagjöld og kostnaður við fatnað og ýmsan búnað vinsælustu íþrótta landsins. DV skoðaði sjö vinsælar íþróttir; fótbolta, handbolta, körfubolta, golf, fimleika, frjálsar og golf. Þó verður að segjast að kostnaðurinn við að æfa þessar vinsælustu íþróttirnar er mjög sambærilegur, sérstaklega hjá yngstu iðkendum. Fimleikar og golf skera sig þó aðeins úr hvað varðar kostnað enda er þar hægt að fjárfesta í fjölbreyttum og misdýrum fylgihlutum, eitthvað sem börn og unglingar sem hafa stundað sínar íþróttir lengi gera að einhverju leyti kröfu til. Hvatapeningar skipta máli Kostnaður við þátttöku barna í íþróttum og tómstundum er yfirleitt liður sem að foreldrar setja ekki fyrir sig, leyfi fjárhagsstaðan slíkt á annað borð. Óumdeilt virðist að íþróttaiðkunin eða tómstundirnar eru uppbyggilegar, stuðla að bættri heilsu, betri árangri í námi, geta hjálpað börnum félagslega og hafa forvarnargildi á unglingsárunum. Samfélagslega er því greinilegur ávinningur af slíkri iðkun barna og því sjá flest öll sveitarfélög hag sinn í því að hvetja foreldra til þess að stuðla að íþróttaiðkun barna sinna. Sú hvatning kemur í formi hvatapeninga, eða frístundastyrkja. Styrkirnir eru nokkuð mismunandi eftir sveitarfélögum en skipta óneitanlega verulegu máli. Heildarkostnaður sjö íþróttagreina DV tók saman heildarkostnað við þær sjö íþróttir sem eru vinsælar meðal barna og unglinga. Um er að ræða boltaíþróttirnar fótbolta, handbolta og körfubolta sem og fimleika, frjálsar íþróttir, sund og golf. Æfingagjöld eru fastur liður og mjög mismunandi eftir íþróttum en að auki bætist við kostnaður af fatnaði og ýmsum búnaði. Sá kostnaður er afar misjafn eftir greinum. Félagsleg pressa um flottan fatnað og búnað DV ræddi við foreldra sem standa að þátttöku barna sinna í öllum greinum. Rauði þráðurinn varðandi kostnað við fatnað og búnað var sá að þegar börnin byrja að prófa íþróttina er aðeins fjárfest í grunnbúnaði sem þarf ekki að vera dýr en um leið og börnin hella sér í sportið af krafti þá eykst krafan um betri og flottari búnað, sem og að pressa er sett á að fjárfest sé í ýmiss konar varningi merktum íþróttafélaginu sem barnið æfir hjá. Krafan um betri búnað, til dæmis flottustu fótboltaskóna á markaðinum, virðist vera að stórum hluta félagsleg, að sögn viðmælenda DV. Ýmsir afslættir létta undir Málið fer að flækjast þegar börnin eru orðin fleiri en eitt og einnig er afar algengt að krakkar séu að æfa fleiri en eina íþróttagrein. Mörg börn prófa fjölmargar greinar áður en þau finna hvar áhuginn liggur en ekki er óalgengt að tvær, í einhverjum tilfellum þrjár, íþróttagreinar séu stundaðar af kappi. Íþróttafélögin koma til móts við foreldra í slíkum aðstæðum með afslætti af gjöldum ef stundaðar eru fleiri en ein grein undir merkjum félagsins. Einnig er yfirleitt boðið upp á systkinaafslætti af æfingagjöldum. Framkvæmdin Ódýrustu æfingagjöldin í hverri íþróttagrein miðast við yngstu flokkana en dýrustu við eldri krakka sem eru langt komin í sinni íþrótt. Reynt var að finna ódýrustu sem og dýrustu kostina sem í boði voru hvað varðar fatnað og búnað. Það er rétt að taka fram að ekki er um tæmandi upptalningu á verði að ræða, ætlunin er mun frekar að gefa vísbendingar um þann kostnað sem lendir á barnafjölskyldum. Í samantekt DV er einblínt á æfingagjöld, fatnað og búnað en rétt er að geta þess að stór hluti af mögulegum kostnaði felst í keppnisferðum og æfingabúðum, innanlands sem og erlendis. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Fimleikar Æfingagjöld: 46.290–221.100 Bolur: 4.490–25.000 Leggings: 4.990 Hipsters (stuttbuxur): 3.900 Ólar (fyrir tvíslá): 8.990 Ólapoki: 2.790 Æfingagalli félags: 12.000 Fimleikaskór: 5.000–9.000 Úlnliðsbönd: 2.390 Hárteygjur: 1.290 Samtals: 92.130 - 290.540 70.650– 176.960 92.130– 290.540 79.250– 119.250
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.