Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 19
Helgarblað 15.–18. maí 2015 Fréttir 19 Júlí 2013 Fyrsta formlega sprenging ganganna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ýtir á sprengjuhnappinn. Febrúar 2014 Stóra heitavatnssprungan opnast þegar verktakinn er kominn um 1.900 metra inn í Vaðlaheiði Eyjafjarðarmegin. 350 lítrar af 46 gráðu heitu vatni streyma út á hverri sekúndu og Vinnueftirlitið skoð- ar aðstæður eftir að starfsmenn kvarta undan slæmum vinnu- aðstæðum. Júní 2014 Önnur tilraun gerð til að loka sprungunni en vatnsflæðið minnkar einungis úr 380 lítrum á sekúndu í 200. Júlí 2014 Útlit fyrir að verktakarnir þurfi að flýja heita vatnið. Hitastigið í göngunum hafði þá verið um 30 gráður í tæpa fimm mánuði og starfs- menn átt erfitt með að vinna fullan vinnudag sökum þess. Ágúst 2014 Verktakinn hættir gangagreftri Eyjafjarðarmegin vegna lekans og hitans og flytur tæki og mannskap yfir í Fnjóskadal þar sem hinn endi ganganna verður. Des. 2014 Sprungan dælir enn um 65 lítrum af 46 gráðu heitu vatni á hverri sek- úndu inn í göngin Eyjafjarða- megin. Þrjár kostnaðarsamar tilraunir hafa verið gerðar til að loka henni en á endanum er ákveðið að gefa slíkar tilraunir upp á bátinn og leiða vatnið út í rörum. Heitt vatn streymir einnig úr minni sprungum við stafninn. Apríl 2015 Gangagreftri hætt í Fnjóskadal þegar ný sprunga opnast og fer að dæla um 500 l/s af köldu vatni inn í göngin. Göngin fyll- ast af vatni á mörg hundruð metra kafla. Ákvörðun tekin um að flytja mannskap og tæki aftur yfir í Eyjafjörð. Des. 2016 Gert var ráð fyrir gegnumbroti í september 2015 og að framkvæmd- um yrði lokið í árslok 2016. Ljóst er að það næst ekki og að verkinu mun seinka um að minnsta kosti níu mánuði. Febrúar 2015 Gröftur ganganna hálfn- aður þegar verktakinn rýfur 3.603 metra múrinn. vorum að vonast til og þar verður ekkert gert í jarðgangagerð í bráð. Við þurfum nú að vinna áfram að því að koma fyrir dælubúnaði og loka fyrir vatnið í Fnjóskadal en ég er ekki að sjá fram á að það verði gert fyrr en seint í sumar,“ segir Valgeir. Fer fram úr áætlun Framkvæmdin er að mestu fjár­ mögnuð með 8,7 milljarða króna láninu sem Alþingi samþykkti í júní 2012. Fyrir þann tíma var gert ráð fyrir að lífeyrissjóðir tækju þátt í fjár­ mögnun verkefnisins en af því varð ekki. Þáverandi ríkisstjórn ákvað að það yrði fjármagnað úr ríkissjóði til skamms tíma eða til ársins 2018. Lánið yrði þá endurfjármagnað með útgáfu verðtryggðs skuldabréfs en göngin áttu þá að vera orðin sjálfbær með innheimtu veggjalds. Fram­ kvæmdin var ekki á samgönguáætl­ un og bent var á að lánveitingin felur í sér talsverða áhættu fyrir ríkið. Í lok árs 2014 hafði ríkið lán­ að Vaðlaheiðargöngum 3,9 millj­ arða króna af heildarupphæðinni. Valgeir segir ljóst að framkvæmdin verði kostnaðarsamari en áætlan­ ir gerðu ráð fyrir og útilokar ekki að leitað verði til ríkisins eftir viðbótar­ láni. Þetta staðfestir einnig Pétur Þór Jónasson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga. „Það má alveg búast við því að þetta kosti eitthvað meira. Ég hef hins vegar séð að menn eru strax farnir að festa einhverjar prósentu­ tölur á þann kostnað sem á að bætast við upphaflegu áætlunina en ég tel það ekki tímabært. Við fáum einung­ is ákveðið fjármagn á hverju ári og getum ekki farið yfir þá heimild. Eins og staðan er í dag erum við einungis búnir með helming fjármagnsins og það er í samræmi við áætlanir. Hins vegar gerum við okkur grein fyrir því að þegar áföll eins og þessi dynja á þá verður minna eftir af peningum í lokin,“ segir Valgeir. Pétur Þór sagði í samtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði það mikilvægt að göngin yrðu farin að skila félaginu tekjum sumarið 2017. Hann segir það mikinn skell að nú sé útlit fyrir að það markmið náist ekki. „Það hefur þau áhrif að við miss­ um þá af tekjutoppnum hjá okkur það árið. Það skiptir gríðarlegu máli fyrir okkur að ná þeim toppi. Tekju­ dreifingin er svo ójöfn yfir árið og það hefði verið betra að ná að klára þetta fyrr svo við gætum farið í að greiða niður lánið. Hugmyndin í lánasamningnum við ríkið var sú að við næðum ákveðnum reynslutíma áður en lánið yrði endurfjármagn­ að og því gætum við lent í meiri þörf til að seinka endurfjármögnuninni,“ segir Pétur Þór í samtali við DV. Aftur í Eyjafjörð Í dag renna um 145 lítrar af 46 gráðu heitu vatni út úr göngunum Eyja­ fjarðarmegin. Heita vatnið, sem kemur bæði úr stóru sprungunni sem opnaðist í febrúar 2014 og minni vatnsæðum við stafn gang­ anna, er nú leitt út í rörum. Starfs­ menn verktakafyrirtækisins Ósafls hf. hafa nú komið sér aftur fyrir í þeim hluta ganganna en þeir þurftu að flýja rakann og hitann í ágúst en vinnuaðstæður þar hafa verið erfiðar síðustu fimmtán mánuði. „Vinnuumhverfið er ásættanlegt eins og það er og mun batna þegar við náum að loka fyrir rennslið við stafninn. Þeir eru nú komnir með borinn inn að stafni og í rauninni eru þeir að undirbúa að loka fyrir sprungurnar þar með efnagraut. Sú vinna ætti að hefjast í næstu viku. Við teljum að það séu um 50 lítrar sem eru að koma út úr stafninum og það er svipað og kemur úr stóru sprungunni. Við erum að vonast til þess að við getum lokað fyrir um að minnsta kosti 90 prósent af vatninu sem kemur úr stafninum,“ segir Val­ geir. Þrjár tilraunir hafa verið gerðar til að loka alveg fyrir stóru vatnsæðina. Kostnaður vegna bergþéttinga í göngunum er kominn yfir 130 millj­ ónir króna. Nýja sprungan í Fnjóska­ dal mun síðan eins og áður segir tefja verkið enn frekar. „Þegar við ætluðum að breyta um verkáætlun í vetur þá var mark­ mið okkar að fá annað borgengi til að byrja aftur Eyjafjarðarmegin. En núna eftir að við stoppuðum í Fnjóskadal lögðum við þau áform til hliðar og ætlum að leysa það að komast af stað Eyjafjarðarmegin og eini borinn sem er á staðnum var því færður yfir. Það er okkar aðalverk­ efni núna að koma honum í vinnu og svo verður næsta skref að skoða Fnjóskadal. Við ætlum að gera þetta af yfirvegun og finna réttu lausnirnar við vandanum en það er ljóst að við erum að sjá flesta þá óvissuþætti sem hægt er að sjá í jarðgangagerð hér á landi.“ n „Áformin um að opna vorið 2017 voru gerð fyrir komu kalda vatnsins í Fnjóskadal og nú hefur það áfall sett strik í reikninginn „Það hefur þau áhrif að við missum þá af tekjutoppn- um hjá okkur það árið. Sömdu um bætur vegna sprungunnar DV greindi í mars síðastliðnum frá því að þriggja manna sáttanefnd Ósafls hf. og Vaðlaheiðarganga hf. hefði úr- skurðað að síðarnefnda félagið þyrfti að bæta verktakafyrirtækinu hluta þess kostnaðar sem hefur fallið til vegna heita vatnsins sem streymt hef- ur úr sprungunum Eyjafjarðarmegin síðan í febrúar 2014. „Ósafl var með ákveðna kröfu og við komum með mótkröfu. Ég get ekki farið nánar út í niðurstöðuna annað en að samstarfið gengur nú ágætlega. Þarna þurfti að fá þriðja aðilann inn í myndina til að höggva á hnútinn og koma með sáttarúrskurð,“ sagði Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri verkkaupans, Vaðlaheiðarganga, í samtali við DV. Ósafl er í eigu ÍAV og svissneska verktakafyrirtækisins Marti Contract- ors. Vaðlaheiðargöng eru í eigu Greiðr- ar leiðar ehf. og Vegagerðarinnar. Stafninn Vatnið sem streymir út úr stafni ganganna Eyjafjarðarmegin er um 58 gráðu heitt. Göngin verða 7,4 kílómetra löng. Búið er að sprengja alls 4,2 kílómetra, eða 57,8 prósent. Framkvæmdastjórinn Valgeir Bergmann segir að samtals um 550 lítrar af vatni renni nú út úr göngun- um á hverri sekúndu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.