Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 37
Helgarblað 15.–18. maí 2015 Fólk Viðtal 37
systra sinna. „Fyrst ég var búin að
syngja í jarðarförinni hennar Ingu
fannst mér ekki annað koma til greina
en að syngja líka þegar Solla var jarð
sett. Ég spurði ekki einu sinni fjöl
skylduna álits, ákvað þetta bara sjálf.
Mér fannst þetta hjálpa mér. Auðvit
að er ég mjög sorgmædd og hrygg
yfir missinum, það eru það allir, en
það þarf að taka ákvörðun um hvern
ig maður ætlar að horfa á hlutina. Allt
var búið að vera svo fallegt í kring
um þetta. Hvernig vinir, fjölskyldan
og alls konar fólk kom að þessu. Það
voru allir svo sterkir. Kannski vegna
þess að þannig áhrif hafði Solla á
mann. Hún var töffari og hefði aldrei
viljað hafa þetta öðruvísi. Ég held að
mér hefði þótt leiðinlegt eftir á ef ég
hefði ekki sungið í jarðarförinni.
Maður vanmetur oft styrk sinn,
því hann er til staðar. Þú færð
strauma frá öllum, og það halda all
ir með þér í þessum aðstæðum. Þó
að ég hefði koðnað niður og þurft að
hætta við hefði það ekki skipt neinu
máli. Þetta styrkti mig og það var
gott að vita að ég gat þetta, ég treysti
mér til þess og lét vaða.“
Situr ekki döpur við sjóinn
Þær Inga og Solla eru enn ríkur
þáttur af lífi Siggu, þó svo að þær
hafi yfirgefið þessa jarðvist. „Ég tala
mikið um Sollu og Ingu, og tala um
þær eins og ég tala um hvern ann
an. Mér finnst þær alltaf vera til í
lífi mínu, en bara á annan hátt en
systur mínar og vinir mínir sem eru
á lífi. Þær eru allt í kringum mig og
það fylgir því eiginlega bara góð til
finning, þó að söknuðurinn sé líka
til staðar. Þær skildu eitthvað eftir
hjá mér sem hefur látið mig stækka,
eitthvað sem ég hef tekið inn í mig
og mitt líf. Það er best þegar fólk
leyfir mér bara að tala um þær, segja
skemmtisögur og rifja upp minn
ingar, í stað þess að missa sig yfir
því hvað þetta sé dramatískt. Ég er
ekki stúlkan sem situr við Sólfarið
og horfir út á sjóinn, með depurð í
augum yfir öllum missinum.“
Trúir á líf eftir dauðann
Sigga segist trúa á eitthvað – hún
verði að gera það. „Mér líður eins
og það sé líf eftir dauðann, hvað
sem það er og hvernig sem það er.
Ég finn fyrir systrum mínum og held
að það sé eitthvað sem tekur við eft
ir dauðann. Það er samt ekki byggt
á neinni bók, og ég get ekki tengt
mína trú við nein rit. En mér líð
ur vel að hugsa til þess að það sé
einhvers staðar eitthvað sem taki á
móti okkur eftir þetta líf. Ég hef alltaf
haft þá tilfinningu.“
Ólst upp í tónlist
Á æskuheimili Sigríðar var alltaf
mikil tónlist. Hún lærði á píanó sem
krakki, móðir hennar var dugleg
að spila á píanó og harmonikku og
systur hennar sungu í kór Mennta
skólans við Hamrahlíð. „Ég ákvað
mjög snemma að ég ætlaði í þennan
kór. Þar lá minn tónlistarlegi metn
aður. Svo gerði ég það og byrjaði
samhliða menntaskólanum í klass
ísku söngnámi. Eftir menntaskólann
fór ég til Frakklands eitt ár og hætti
í söngskólanum, byrjaði svo aftur
í FÍH þegar ég kom til baka en hélt
alltaf áfram í kórnum. Ég var í hon
um í 10 ár og vil meina að ég hafi
lært mest af öllu í Hamrahlíðar
kórnum.“
Hin töfrandi Þorgerður
Sigga er í stórum hóp tónlistarfólks
sem hefur verið áberandi í íslensku
tónlistarlífi síðustu áratugina sem
segja má að hafi byrjað feril sinn í
kórnum hjá Þorgerði Ingólfs dóttur.
„Þorgerður hefur einhverja töfra.
Þetta er ótrúlegt samspil margra
þátta sem skapar töfrana. Til dæmis
áherslan á að vera í hóp, að syngja
inn í hljóm, hlusta og taka tillit til
annarra. Öllum finnst þeir vera
burðarstólpar í kórnum, en gera sér
samt grein fyrir því að þeir geti ekk
ert gert án hinna. Þetta er svo ótrú
lega mikill skóli í að finna að maður
er bara pinni í einhvers konar risa
stóru tannhjóli eða gangverki. Allir
eru samt mjög mikilvægir.
Þorgerður notar uppeldisaðferðir
sem seytla inn í mann og maður finn
ur fyrir áhrifunum löngu eftir að mað
ur er hættur í kórnum. Ég finn mig oft
í aðstæðum þar sem ég sæki í þenn
an brunn. Hún hefur svo mikla til
finningu fyrir því að koma inn í að
stæður, lesa þær rétt og búa til stund
sem hefur áhrif og skilur eitthvað eftir
hjá þeim sem hlusta. Fólk finnur fyr
ir þessu. Ég hugsa oft: „nú þarf ég að
gera eins og Þorgerður mundi gera“.“
Sigga vill ekki gera lítið úr því sem
hún lærði og kynntist í Söngskólan
um og FÍH, þó svo að starfið með
Hamrahlíðarkórnum hafi skilið mest
eftir sig.
Hún segir Þorgerði kveikja neista
hjá mörgum og þess vegna haldi
fólk gjarnan áfram í tónlist eftir að
hafa sungið með kórnum. „Það er
líka mikilvægt að hún kynnir svo
fjölbreytta tónlist fyrir unga fólkinu.
Það er oft ekkert annað í aðstæðum
þeirra sem leyfir þeim að kynnast
þessari tónlist. Þetta eru til dæmis ný
verk eftir íslensk tónskáld og ýmiss
konar tónlist sem er ekki leikin víða.“
Langaði að verða óperusöngkona
Þegar Sigga var lítil langaði hana að
verða óperusöngkona. „Mér fannst
það alveg geggjuð hugmynd. Á ein
hverju tímabili ætlaði ég að verða
dýralæknir, og mig langaði að verða
leikkona þegar ég var unglingur. Svo
varð ég allt í einu feimin og fannst
ég ekki geta berskjaldað mig svona
svakalega. Ég held að ég hefði nú
ekki orðið sérstaklega góð leikkona.
Mig hefur líka oft langað mikið til að
eiga blómabúð, og það er nú ekkert
útséð með það.“
Var aldrei boðið í Hjaltalín
Tónlistarferill Siggu með hljóm
sveitum hófst þegar hún starfaði
tvö sumur fyrir Hitt húsið. „Þetta
voru tvær litlar hljómsveitir með
fólki sem eru mínir bestu vinir í dag
og höfðu verið samferða mér í gegn
um FÍH og MH. Fyrri hljómsveitin
var Glymskrattarnir, þar sungum við
tvær og með okkur voru strákar sem
eru núna í Moses Hightower. Seinni
hljómsveitin var forveri Hjaltalín.
Það vorum við Högni, Guðmundur
og Hjörtur, sem erum öll í Hjalta
lín í dag. Sú hljómsveit hét Sigríður
Hjaltalín. Ég byrjaði að syngja með
þeim, alls konar popplög og djass
standarda og grín. Í kjölfarið fengu
þeir mig til að syngja bakraddir og
svoleiðis og smám saman fór ég að
syngja meira.
Mér var aldrei boðið formlega að
byrja í hljómsveitinni, ég bara mætti.
Ég spáði aldrei í að vera meðlimur í
hljómsveit, var ekkert með sterkan
fókus á það sem ég vildi gera næst.
Þetta kom upp á skemmtilegum tíma
og gerði mér gott.“
Nýtt efni á leiðinni
Síðasta plata Hjaltalín, Enter 4, kom
út í lok árs 2012. Í kjölfarið spiluðu
þau talsvert á tónleikum en upp á
síðkastið hefur ekki heyrst mikið
frá þeim. „Alls konar mál hafa kom
ið upp á. Högni varð til dæmis veik
ur. Við spiluðum ekki eins mikið er
lendis eftir útgáfu plötunnar og þar á
undan. Að auki búum við úti um all
ar trissur, og erum í alls konar öðrum
verkefnum hvert í sínu lagi. Við erum
að vinna núna hægt og bítandi að
nýju efni, og allir eru í fíling. Það er
verið að klára nokkur lög og stefnan
að lauma þeim út á árinu. Það verð
ur plata úr þessu, en það er spurning
hvenær hún kemur út.“
Tónlist Hjaltalín hefur þróast mik
ið síðan hljómsveitin byrjaði að spila
saman. „Það er svo eðlilegt á með
an fólk er á einhverjum mótunar
tíma. Við byrjuðum að spila saman
og vorum öll í námi, svo gerast alls
konar hlutir í lífinu, einhverjir lenda
í persónulegum krísum og það væri
bara óeðlilegt ef þetta mundi ekki allt
hafa áhrif á tónlistina. Lífið skilar sér
inn í tónlistina og það er svo fallegt.
Þegar fólk er að segja satt, er opið
fyrir því að fara í ýmsar áttir og taka
með sér það sem það er búið að taka
til sín í lífinu – þá held ég að hlutirnir
hreyfi við fólki.“
Nýjar hugmyndir og frækorn
Sigga hefur á undanförnum árum
tekið þátt í fjölbreyttum tónlistar
verkefnum með alls konar tónlistar
fólki. „Stundum fæ ég nóg af sjálfri
mér, það gerðist til dæmis í fyrra. Þá
fannst mér ég heyra svo mikið í mér
í útvarpi og það voru endalausir tón
leikar og mér þótti ég vera að sprengja
skalann. Þá langaði mig aðeins að róa
mig niður, slaka aðeins á og vinna bak
við tjöldin í smá tíma. Vinnan með
Hjaltalín seytlar áfram núna og það
kemur eitthvað fallegt og gott út úr
því. Þörfin fyrir að skapa kemur alltaf
inn á milli þó að stundum sé ég bara
ráðin í verkefni fyrir aðra. Þá langar
mig að taka ákvarðanir sjálf og búa til
eitthvað nýtt. Ég er með nokkrar hug
myndir núna, sem eru ekki byrjaðar
að formast mikið, þetta eru nokkur
lítil frækorn innra með mér sem ég á
eftir að skoða betur.“
Betra að syngja í jarðarförum
en brúðkaupum
Sigga hefur verið vinsæl söngkona
í jarðarförum og brúðkaupum um
árabil. Hún segist þó varast að gera
ekki of mikið af því og vill síður að
svoleiðis gigg verði rútína. „Mér finnst
betra að syngja í jarðarförum en brúð
kaupum, þó að ég geri auðvitað hvort
tveggja. Fólk er eitthvað svo mikið á
staðnum í jarðarförum, það er ekki
að fara neitt eða hugsa um neitt ann
að og er svo opið. Mér finnst gott að
geta sungið fyrir fólk í því ástandi. Ég
ímynda mér að ef þetta yrði að rútínu
myndi sú til finning breytast. Þetta
er dálítið ótrúlegt andrúmsloft sem
skapast þennan klukkutíma. Fólk tek
ur sjálft sig út fyrir dæmið og fer inn
í einhverja hóphugleiðslu, orkan er
falleg og mér þykir vænt um það ef ég
get gert eitthvað fyrir stundina. Fólk
er oft ofboðslega þakklátt, það er svo
stutt inn að kjarnanum við þessar að
stæður.“
Líkt við Ellý Vilhjálms
Fólk dáist að Sigríði fyrir söng henn
ar og margir hafa kallað hana hina
nýju Ellý Vilhjálms. „Mér finnst það
dálítið fyndið. Ellý Vilhjálms er al
gjör drottning. Mér þykir auðvit
að vænt um að heyra svona og fólk
er ótrúlega rausnarlegt við mig. Það
er alltaf gaman að heyra ef maður
nær að snerta fólk með einhverjum
hætti. En fólk má samt alveg róa sig
hvað varðar Ellý. Hún átti risaferil og
var ástsælasta söngkona landsins í
marga áratugi, ég er hins vegar bara
rétt að byrja og veit ekkert hvernig
þetta fer. Líkingin er falleg og góð en
ég ætla ekki að ofmetnast.“
Björk, Vigdís og Ingibjörg
Hún segist ekki beint eiga sér
fyrirmyndir í tónlistinni þó svo að
áhrifavaldarnir séu margir. „Ég leit
ast ekki beinlínis við að fara í sömu
átt og einhver annar. En það eru kon
ur sem ég lít mjög upp til og hafa haft
stórkostleg áhrif á mig. Til dæmis
Björk. Ég var unglingur þegar fyrstu
plöturnar hennar komu út og ég stóð
grátandi 12 ára á Posttónleikunum
í Laugardalshöll. Mér fannst þetta
stærra og meira en einhvern veginn
allt. Hún hefur haft mikil áhrif á mig,
ekki bara sem tónlistarkona, heldur
sem kona. Þannig held ég að margar
stelpur af minni kynslóð sjái hana.
Það er magnað hvernig hún hefur
hagað sínum ferli. Á sama tíma hafði
Vigdís Finnbogadóttir mikil áhrif á
mig, og ég verð ennþá stjörnulostin
þegar ég sé hana. Mér hefur líka
alltaf þótt mjög vænt um Ingibjörgu
Þorbergs, hún fór sína eigin slóð og
barðist við að vera listamaður í karla
veldi. Er ótrúleg kona. Söngkonur
sem kafa ofan í hjartað, segja sögur
og snerta mig hafa mikil áhrif.“
Heppin með samstarfsfélaga
En skyldi söngkonan eiga eitthvert
draumasamstarf sem hún vonast
til að reki á fjörur hennar í framtíð
inni? „Athyglisverð spurning,“ segir
Sigga og horfir hugsandi upp í loft,
„ég er svo heppin því mér finnst ég
alltaf vera að vinna með drauma
fólki og hef verið svo heppin með
mína samstarfsaðila. Ég vona að ég
eigi nú eitthvað eftir en mér dettur
samt ekki í hug neinn ákveðinn sem
ég vonast til að fá að vinna með.
Það er auðvitað fjöldi fólks samt.
Strákarnir í Hjaltalín eru allir frá
bærir, svo eru menn eins og Ómar
Guðjónsson og Guðmundur minn
Óskar. Yndislegir menn sem ég hef
fengið að vinna með og vona að ég
fái að vinna meira með.“
Opnar kannski blómabúð í
framtíðinni
Sigga segist ekki nota mikinn tíma til
að velta sér upp úr framtíðinni. „Ég
hugsa ekkert brjálæðislega langt
fram í tímann, það gerir mig óró
lega. Ég hef aldrei hugsað um eitt
hvað sem mitt ævistarf. Það hent
ar mér að hugsa til skemmri tíma
og það kemur bara í ljós hvað ger
ist í framtíðinni. Ég gæti alveg eins
hætt að syngja og opnað blómabúð.
Oft hefur mig líka langað til að fara
í meira nám, ég hef stundum verið
spennt fyrir því að læra guðfræði.
Mér dettur ekki í hug að njörva
framtíðina sérstaklega niður.“ n
Söngurinn,
sköpunin og sorgin
„Ég er ekki stúlkan
sem situr við Sól-
farið og horfir út á sjóinn,
með depurð í augum yfir
öllum missinum.
Missti tvær systur Tekst á við missinn með því að gleðjast yfir minningunum.