Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 45
Helgarblað 15.–18. maí 2015 Lífsstíll 45 VIÐ PLÖNUM Í hverri viku veljum við hollar og bragðgóðar uppskriftir sem matreiðslu- sérfræðingar okkar hafa þróað og fundið til. 1 VIÐ ÚTVEGUM HRÁEFNI Við veljum fyrsta fl okks hráefni í uppskriftirnar okkar. Það sem þú gætir þurft að eiga er sykur, hveiti, mjólk, smjör, olía, salt og pipar. 2 VIÐ MÆLUM Við sjáum til þess að sem minnst fari til spillis með því að afhenda þér hráefnin í réttu magni. 3 VIÐ AFHENDUM Þú getur valið um að koma og sækja matar- pakkann þinn til okkar að Nýbýlavegi 16 eða að fá hann sendan heim gegn greiðslu. 4 WWW.ELDUMRETT.IS Við sjáum um innkaupin og uppskriftirnar. Þú eldar og nýtur www.eldumrett.is Blæðingar, kven- leikinn og náttúran n Nokkrar staðreyndir um tíðablæðingar n Tengdar göldrum á fyrri tíð S umum konum þykir mikið vesen að fara á túr, en aðrar fagna blæðingunum, kven- leikanum og tengingunni við tunglið. Tíðahringur flestra kvenna er 28 dagar og tunglmánuð- urinn líka. Með aukinni velmegun og vaxandi líkamsþyngd byrja stúlkur nú mun fyrr á blæðingum en á árum áður. Meiri líkamsfita veldur aukinni framleiðslu á estrógeni og þess vegna er talið að stúlkur byrji fyrr á blæð- ingum en áður þegar næringarástand manna var verra. Tíðablæðingar hafa í gegnum tíðina verið sveipaðar dulúð og ýmiss konar kreddur og hjátrú hafa tengst þeim. Þær hafa líka verið uppspretta óttablandinn- ar virðingar vegna augljósrar tengingar við náttúruöflin. Margar konur hafa upplifað það magnaða fyrirbæri að verða sam- tíða öðrum konum. Það gerist þegar konur á frjósemisaldri búa saman eða verja miklum tíma saman. Lík- amar þeirra stilla sig saman og blæð- ingar fer að bera upp á sama tíma. Það er margt merkilegt sem tengist blæðingum kvenna og hér eru nokkur atriði fyrir fróðleiksfúsa: n Kona tapar 30–40 millilítrum af blóði við hverjar blæðingar. n Ef blæðingar eru meiri en 60 millilítrar eru þær taldar mjög miklar. n Konur með miklar blæðingar geta upplifað þreytu og slen vegna járnskorts sem fylgir blóðtapinu. n Árið 1947 gerði Walt Disney teiknimynd sem fjallaði um blæðingar kvenna. Myndin var notuð um árabil í líffræðikennslu í skólum vestanhafs. Talið er að í myndinni hafi orðið leggöng (e. vagina) í fyrsta sinn heyrst í hreyfimynd. n Í könnunum hefur komið fram að um 70% kvenna noti túrtappa. Talið er að kona sem hefur mánaðarlegar blæðingar á frjósemis- tímabili sínu geti notað um 11.400 túrtappa um ævina. Í gamla daga var tíðablóð talið hafa mikinn lækningarmátt. Það átti að geta læknað vörtur, þvagsýrugigt, gyllinæð, flogaveiki, holdsveiki, höf- uðverk og afmáð fæðingar- bletti. n Tíðablóð átti líka að hafa töframátt og var gjarnan notað í ástagaldri og til að fæla burtu illa anda. n Kona sem hefur óvarðar samfarir á meðan hún er á túr getur orðið ólétt. Sæði getur lifað í allt að viku í líkama hennar. n Yfir 80% kvenna fá túrverki einhvern tímann á ævinni. n Á átjándu öld fengu konur ekki vinnu í ópíumverksmiðjum í Saigon þar sem talið var að blæðandi konur gætu eyðilagt ópíumið með nærveru sinni. n Túrverkir orsakast af prostaglandínum og súrefnisskorti í legvöðvanum sem verður vegna samdráttar æða. Prostaglandín eru efni sem hafa ýmis hormónalík áhrif í líkamanum, og valda samdráttum í sléttum vöðvum legsins. n Verkirnir geta verið mun verri ef konan er með legslímuflakk, vöðvahnúta í legi, sýkingu eða mjög þröngan legháls. Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Tíðahringurinn Blæðingar verða þegar legið losar sig við blóðríka slímhúð sem hefur safnast upp innan í leginu. Í hverjum tíðahring býr legið sig undir að taka við frjóvguðu eggi með þykknandi slímhúð. Ef eggið frjóvgast ekki skolast slímhúðin út þegar styrkur hormónsins estrógens fellur og prógesterón hækkar í staðinn. Meðaltíðahringur er 28 dagar en lengd eðlilegs tíðahrings getur verið 21–35 dagar. Tíðahringurinn hefst þegar blæð- ingum lýkur, en um 14 dögum síðar verður egglos. Þá losnar í flestum tilfellum eitt egg úr öðrum eggjastokknum og ferðast í átt að leginu eftir eggjaleiðaranum. Ef eggið frjóvgast ekki skolast það út með blæðingunum. Túrtappi Margar konur velja að nota túrtappa, aðrar nota bindi og alltaf fjölgar þeim sem kjósa margnota tíðabikar. Mynd www.123Rf.coM Karlmenn nota orða- skrúð til að heilla Málfræðilega flóknari setningar í samtölum við frjóar konur K arlmenn verða mælskari þegar þeir fara á fjörurnar við konur á frjósemistíma. Þetta kom í ljós í rannsókn sem gerð var við sálfræðideild Tallahassee-há- skólans í Flórída og birtist í fyrra. flóknari málfræði Karlmenn sem umgangast konur dagana í kringum egglos hafa til- hneigingu til að nota málfræðilega flóknara orðfæri. Rannsakendur vilja meina að þannig reyni þeir að sýna fram á að þeir beri góð gen og séu því fýsilegir kostir til mökunar. Karlmenn virðast nema breytingar á húðlit í andliti, raddhæð og ilmi hjá konum sem eru nálægt egglosi. Þetta veldur því að þeir verða mælskari og reyna með því að marka sér sérstöðu. Þeir sýna fjaðrirnar Rannsökuð voru samskipti 123 ungra manna við fimm konur sem voru staddar á mismunandi stað í tíðahringnum. Eftir dálítið spjall til að kynnast voru þeir beðn- ir að lýsa teikningum með stuttum setningum. Mennirnir voru líklegri til að nota svipaðar setningar ef kon- urnar voru ekki á frjósemistímabili en lögðu meira á sig málfarslega fyrir þær frjóu. Þannig sýndu þeir sköp- unargáfu sína og andlega yfirburði, að mati rannsakenda. n ragga@dv.is Blæðingar Egglos
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.