Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 28
Helgarblað 15.–18. maí 2015
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
28 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson
Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
F
ullkomin óvissa ríkir um
Vaðlaheiðargöng við Eyja
fjörð. Upplýst er í DV í dag að
verklokum muni seinka meira
en áður hefur verið kynnt. Nú ligg
ur fyrir að göngin verða í fyrsta lagi
afhent síðla árs 2017. Það er tæpu
ári síðar en áætlanir gerðu ráð fyr
ir. Staðan er mjög alvarleg. Vatns
magnið sem bunar út úr göngunum
er gríðarmikið, eða hátt í 550 lítrar á
sekúndu. Til samanburðar er vatns
neysla Reykvíkinga um 700 lítrar á
sekúndu. Þessi mikli vatnsagi set
ur alla framkvæmdina í óvissu.
Það er sorgleg staðreynd að þetta
sprungna berg kemur ekki á óvart.
Jarðfræðirannsóknir sýndu að berg
ið var mjög sprungið og mikil hætta
á miklu vatnsmagni ef ráðist yrði í
gerð ganganna. Stjórnmálamenn
létu þær viðvaranir sem vind um
eyru þjóta.
Fleiri framkvæmdir á vegum hins
opinbera eru sama marki brenndar.
Þar má nefna Landeyjahöfn og þær
eru fleiri hítirnar þar sem erfitt er að
kenna botns.
DV fær ekki upplýsingar um
hver áætlaður kostnaður vegna
Vaðlaheiðarganga er í dag. Miklar
líkur verður að telja á því að verkið
fari langt fram úr kostnaði miðað við
þau miklu áföll sem dunið hafa yfir.
Það er ekki boðlegt að framkvæmd
sem fjármögnuð er af ríkinu skuli
hjúpuð leynd þegar kemur að kostn
aði. Það þarf að upplýsa um stöðuna
og ef kostnaður er að fara langt fram
úr því sem upphaflega var ákveðið,
þarf að bregðast við. Það er hlutverk
þeirra stjórnmálamanna sem beittu
sér fyrir málinu að knýja fram upp
lýsingar um stöðuna. Það fylgir því
nokkur ábyrgð að klippa á borða
og sprengja fyrstu hleðsluna í nýj
um göngum. Þegar menn slá sig
til riddara í heimabyggð axla þeir
ábyrgð. Nú reynir á þá ábyrgð.
Það er engu líkara en álög hafi
verið á þessu verki frá fyrsta degi.
Meira að segja sprengingin sem
Sigmundur Davíð forsætisráðherra
framkvæmdi á upphafsdegi verks
ins gekk ekki hnökralaust. Innilegt
faðmlag Steingríms J. Sigfússon
ar atvinnuvegaráðherra og Krist
jáns Möller var hápunktur dagsins.
Það faðmlag kann að reynast eitrað
þegar upp verður staðið.
Vaðlaheiðargöng eru samgöngu
bót og vonandi verður hægt að
ljúka verkinu. En samgöngubæt
ur lúta sömu lögmálum og aðrar
ábyrgðir ríkisins. Þingmenn kjör
dæmisins hljóta að spyrja nauðsyn
legra spurninga. Þeirra er ábyrgð
in og þeirra var heiðurinn. Þetta
tvennt verður ekki aðskilið. Þegar
stjórnmálamenn hundsa viðvaran
ir vísindamanna þá axla þeir aukna
ábyrgð. n
Vaðlaheiðargöng – Heiðurinn og ábyrgðin
Hættur sem
aðstoðarmaður
Óli Björn Kárason hefur látið af
störfum sem aðstoðarmaður
heilbrigðisráðherrans Kristjáns
Þórs Júlíussonar.
Óli Björn var aðstoðarmaður
ráðherra um nokkurt skeið, en
hefur nú snúið sér að öðrum
störfum. Reglulegar greinar hans
um hugmyndafræði Sjálfstæðis
flokksins á miðopnu Morgun
blaðsins hafa vakið nokkra
athygli. Óli Björn er varaþing
maður Sjálfstæðisflokksins fyrir
Suðvesturkjördæmi.
Hætt við í skyndi
Uppnám varð í pólitíkinni í vik
unni þegar fréttist af áformum
stjórnenda Ríkisútvarpsins um
nýja útvarpsstöð
fyrir ungt fólk,
Rás 3.
Þingmenn
könnuðust ekki
við að þetta væri
á dagskrá, þvert á
móti væru stjórn
endur RÚV sífellt að kvarta und
an fjárskorti. Er greinilegt að í
Efstaleiti voru einhverjir komnir
ríflega fram úr sér, því áformin
voru þegar í stað tónuð niður í til
kynningu. Staðreyndin mun samt
vera sú, að allur undirbúningur
fyrir útþenslu Ríkisútvarpsins á
samkeppnismarkaði hafi verið
kominn á fullt.
Án Gísla Marteins
Félagaskiptaglugganum í ís
lenskri knattspyrnu verður lokað
í dag 15. maí. Það vakti því athygli
þegar fréttir bárust af því í vik
unni að tvær stjórnmálahreyf
ingar virðast þessa stundina leita
á náðir Gísla Marteins Baldurs-
sonar, fyrrverandi borgarfull
trúa Sjálfstæðisflokksins, um að
taka við fyrirliðabandi þeirra.
Annars vegar Píratar og hins
vegar áhrifafólk í ungliðahreyf
ingu Sjálfstæðisflokksins sem vill
skoða stofnun frjálslynds hægri
flokks.
Glöggir menn innan raða
Sjálfstæðisflokksins hafa af þessu
tilefni bent á að nái þessi félaga
skipti í gegn þá gæti leikur beggja
liða – Sjálfstæðisflokksins og
Pírata – batnað til muna.
Við ætlum að
hittast
Þeir hljóta að
bera ábyrgð
Jörðin hreyfðist
Elva Dögg Gunnarsdóttir fann verndarengilinn úr æsku. – DV Snorri Óskarsson segir skipuleggjendur byggðar bera ábyrgð á skaða snjóflóða. – DV Rose Foley hjá barnahjálp UNICEF í Katmandú lýsir jarðskjálftanum. – DV
Í
tali manna um lög á verkföll
gleymist eitt, nefnilega að verkfall
er ekki nein skemmtiganga fyrir
neinn. Sá sem fer í verkfall verð
ur fyrir tekjumissi auk þess sem
verkfallinu fylgir álag og streita, iðu
lega vegna þess að fólk hefur af því
áhyggjur að valda öðrum erfiðleik
um og tjóni. En hvers vegna efnir fólk
þá til verkfalla? Hið einfalda svar er
að fólk leggur niður störf til að þrýsta
á um betri kjör.
Hin raunverulega ástæða
Dýpra svar við spurningunni og
sennilega raunsannara er á þá lund
að fólk fari í verkfall vegna þess að
því er misboðið vegna ranglætis sem
það telur sig vera beitt. Það hafi ekki
verið hlustað á það sem skyldi og/
eða vegna þess að það horfir upp á
vaxandi misrétti í þjóðfélaginu á sinn
kostnað. Réttlætiskenndinni hefur
með öðrum orðum verið misþyrmt.
Nákvæmlega þetta hefur gerst á
Íslandi. Fréttir úr bónusheimi fjár
málalífsins og af græðgi ofurlauna
hópa hafa misboðið almennu launa
fólki.
Forsenda sáttar
Þess vegna verður aldrei friður og
sátt nema að dregið verði úr mis
rétti í samfélaginu. Þetta er mergur
inn málsins og þetta verða þeir að
skilja sem koma að lausn mála. Þeir
sem tala fyrir lögum á verkföll ættu
að beina sjónum sínum að sjálftöku
fólkinu og að stjórnvöldum í þessu
samhengi.
Gamalt trikk atvinnurekenda
Þegar talað er um nauðsyn þess að
ríkisvaldið komi að gerð kjarasamn
inga þarf fólk hins vegar að gæta sín.
Þetta hefur nefnilega verið trikkið
sem atvinnurekendur hafa alltof oft
komist upp með að leika gagnvart
ríkissjóði. Þeir hafa látið ríkið borga
til að sleppa sjálfir. Hver man ekki
eftir milljarðaslettunum í vegi fyrir
verktaka, og síðan greiðslum í stofn
anakerfi atvinnulífsins.
Ábyrgð stjórnvalda
En er ég þá að segja að ríkið eigi
hvergi að koma nærri lausn kjara
deilna? Nei, síður en svo. Kjör
in mótast af því sem fer í launa
umslagið, laununum, og hinu sem
úr því umslagi rennur, útgjöldun
um. Þess vegna skiptir máli að ríkið
hugi að útgjöldum heimilanna eins
og kostur er, sköttum, tilkostnaði í
heilbrigðiskerfinu, húsnæðiskerfinu,
kjörum vegna námslána og svo
framvegis. Ábyrgð stjórnvalda og at
vinnurekenda er líka í því fólgin að
bæta réttar stöðu launafólks og draga
úr óþolandi duttlungastjórnun sem
færst hefur í vöxt innan fyrirtækja og
í opinberum stofnunum.
Hvað ber þá að gera?
1) Hækka ber laun lágtekju og
meðal tekjuhópa. Undan þessu verð
ur ekki vikist. Jafnframt þarf að draga
saman kjörin hjá ofurtekjuhópum og
afnema bónusa hátekjufólks, með
öðrum orðum sýna í verki fram á
réttlátari skipti í þjóðfélaginu.
2) Draga þarf úr útgjöldum þeirra
sem mest þurfa á því að halda. Til
kostnaður í heilbrigðiskerfinu vegur
þar þyngst. Gagnvart háskólamennt
uðum verður að draga úr greiðslu
byrði vegna námslána.
3) Setja ber á auðlegðarskatt að
nýju og sýna þannig í orði og á borði
viljann til kjarajöfnunar.
4) Láta þarf aflögufær fyrirtæki
greiða meira til samfélagsins og horfi
ég þar sérstaklega til stórútgerðar
innar.
5) Draga þarf úr skattgreiðslum
þeirra sem lægstar hafa tekjur. Skatt
tekjumörk þarf hins vegar að tekju
tengja svo hækkun þeirra gangi ekki
upp allan skalann með hrikalegum
afleiðingum fyrir ríkissjóð.
6) Efla þarf samstarf atvinnu
rekenda, einkarekinna og ríkis
rekinna, um lausn deilumála sem
snúa að réttindum launafólks á
vinnustöðum.
Kaupmáttur hverra?
En ef launin eru hækkuð og kaup
máttur aukinn, fer þá ekki verðbólga
úr böndum? Svo er ekki. Ef hlustað er
grannt eftir því sem seðlabankastjóri
hefur verið að hamra á hvað þetta
snertir undanfarna daga þá hefur
hann gert skýran greinarmun á því
að horfa til aukinna útgjalda þjóð
félagsins í heild annars vegar, og
hins vegar breyttrar skiptingar inn
an samfélagsins þar sem dregið er
úr kaupmætti ofurtekjufólks en auk
inn kaupmáttur lágtekjuhópa. Hin
fyrrnefnda hækkun er varasöm seg
ir seðlabankastjóri réttilega, hin síð
ari ekki. Þannig hef ég skilið hann. n
Sex ráð til að leysa verkfallsdeilur
„Ábyrgð stjórnvalda
og atvinnurekenda
er líka í því fólgin að bæta
réttarstöðu launafólks
og draga úr óþolandi
duttlungastjórnun.
„Þegar stjórnmála-
menn hundsa við-
varanir vísindamanna þá
axla þeir aukna ábyrgð.
Leiðari
Eggert Skúlason
eggert@dv.is
Ögmundur Jónasson
þingmaður Vinstri grænna
Kjallari