Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 29
Helgarblað 15.–18. maí 2015 Umræða 29 Myndin Þúfa Nokkrir vaskir ferðalangar leggja leið sína upp á Þúfu, útilistaverk Ólafar Nordal við Grandagarð. mynd sigtryggur ari Hamingjan býr í okkur Ég vildi ekki særa neinn Það er enginn reiður Borghildur sverrisdóttir stendur fyrir hamingjunámskeiði. – DV Oddný Eir Ævarsdóttir skrifaði bók um barnleysi. – DV Faðir drengs sem keyrt var á er ekki reiður vegna óhappsins. – Pressan Mest lesið á DV.is 1 „Fólkið sem dó í Súðavík og Flateyri hafði komið sér fyrir á vísum snjóflóða- svæðum“ Snorri Óskarsson, oft nefndur Snorri í Betel, segir að syndin hafi komið við sögu í snjóflóðunum í Súðavík og Flateyri á síðasta áratug síðustu aldar. Mannskaðinn sem þá varð hafi því ekki verið guðs verk því menn hafi haft frjálst val. Ummæli í þessa veru lætur Snorri falla í löngum umræðum um hinstu rök tilverunnar á Facebook. Þau hafa, eðli málsins samkvæmt, fallið í grýttan jarðveg. Lesið: 44.560 2 Hrottafengið einelti á Akureyri: „Við viljum öll að þú farir og kveikir í þér“ Elísabet Rósa Gunnarsdóttir, 17 ára stúlka frá Akureyri, hefur þurft að þola gróft einelti nánast alla sína skólagöngu. Hún hefur meðal annars fengið skilaboð þar sem hún er hvött til að fremja sjálfsvíg. Hún sagði sögu sína í viðtali við Pressuna. Lesið: 24.793 3 Nemendur verða að þreyta lokaprófið naktir Nemendur sem hafa skráð sig í kúrs í sjónrænum listum hjá Ricardo Domingu- ez, dósent í Háskólanum í Kaliforníu í San Diego, þurfa að undirgangast lokapróf sitt naktir vilji þeir standast próf. Kennar- inn sjálfur er einnig nakinn í prófinu. Lesið: 24.251 4 Aðgengi fyrir fatlaða, samt ekki: „Þetta er það grillaðasta sem ég hef séð“ „Þetta er það grillaðasta sem ég hef séð,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson, ötull talsmaður bætts aðgengis fyrir fatlað fólk, þegar DV sýndi honum ljósmynd af inngangi við félagsheimilið Dalabúð í Búðardal en þar hafa staðið yfir framkvæmdir við meðal annars inngang félagsheimilisins. Búið var að steypa ramp fyrir hjólastólaaðgengi, en fyrir framan hann hafði verið komið fyrir handriði svo ekki var hægt að komast að dyrum byggingarinnar. Lesið: 22.940 5 Berst við húðkrabba-mein: Birti „selfie“ á Facebook Tawny Willoughby eyddi mörgum klukkutímum í að ná hinni full- komnu brúnku þegar hún var í mennta- skóla og notaði til þess ljósabekki. Nú glímir hún við húðkrabbamein. Lesið: 21.320 S amgöngur skipta okkur Ís- lendinga öllu máli við að nýta tækifærin sem Ísland býður upp á, margir sækja vinnu um langan veg og skipulag þjónustu er þannig að við reiðum okkur á samgöngur til að nýta hana. Samgöngur eru því heilbrigðismál, menntamál, vel- ferðarmál, atvinnumál og þannig mætti áfram telja. Flugið hefur mikið vægi í samgöngum hér, og skipulag þjóðfélagsins byggist á því að við komumst hratt á milli lands- hluta og landa, svo ekki sé talað um að vöxtur atvinnulífsins síðustu ár byggir á verulegu leyti á flugi til og frá landinu. samvinna millilandaflugs og innanlandsflugs Flugið um Keflavíkurvöll og sá skurðpunktur austurs og vesturs sem þar hefur myndast gefur okk- ur ótal tækifæri sem mikilvægt er að hlúa að. Samhliða uppbyggingu í Keflavík felast mikil tækifæri í að koma á millilandaflugi til eins eða fleiri flugvalla á landsbyggð- inni. Reglulegt flug til annarra landshluta getur breikkað mark- hóp ferðaþjónustunnar, dreift álagi á landið, skapað atvinnutækifæri, aukið fjárfestingu og tryggt fram- boð á þjónustu allt árið. Nýlega ákvað ríkisstjórn Sigmundar Dav- íðs Gunnlaugssonar að skipa starfs- hóp sem hefur það hlutverk að kanna hvernig koma megi á reglu- legu millilandaflugi um flugvellina á Akur eyri og Egilsstöðum. Niður- staða hópsins á að geta nýst hvar sem er á landinu þó að sérstaklega sé unnið með þessa tvo velli. Innanlandsflugið getur einnig nýst betur til að dreifa ferðamönnum um landið. Nauðsynlegt er að horfa á tækifærin sem í því felast sem sér- stakt verkefni og það ættu hags- munaaðilar að kanna frekar. Þar þarf m.a. að huga að samgöngum milli Keflavíkurflugvallar og Reykja- víkurflugvallar og því hvort þjónusta við ferðamenn geti bætt nýtingu í innanlandsflugi án þess að úr verði árekstrar við hlutverk flugsins í al- menningssamgöngum. alvarleg aðför að samgöngum Núverandi staða á Reykjavíkur- flugvelli skapar hins vegar marg- háttað óöryggi. Mikilvægasti hluti innanlandsflugsins er að sjá fyrir almenningssamgöngum til land- svæða sem liggja fjarri höfuð- borginni eða eru „eyjar“ með til- liti til annarra samgangna. Þessu hlutverki má ekki stefna í hættu með gerræðislegum vinnubrögð- um borgaryfirvalda. Nýlegar skýr- slur vinnuhópa innanríkisráðherra um gjaldtöku og félagshagfræði- lega greiningu á innanlands- flugi sýna glöggt að íbúar landsins treysta á flugið en kostnaður við það er of hár. Þá sýna niðurstöð- ur nýlegra kannana að margir íbú- ar landsins hafa áhyggjur af stöðu Reykjavíkurflugvallar og könnun MMR frá því í apríl 2015 sýnir að 78% landsmanna vilja að neyðar- brautin verið opin áfram. Í Reykja- vík eru 68% á móti lokun brautar- innar. Í fréttum í vikunni var vitnað til þess að braut 06/24 á Reykja- víkurflugvelli, neyðarflugbrautin, var notuð 128 sinnum á fyrstu 119 dögum þessa árs. Lendingar og flugtök voru 54.590 á árinu 2014 og að fara þarf allt aftur til ársins 2007 til að finna meiri notkun á flugvell- inum. Flugfélög og þeir sem nýta flugið, einstaklingar, fyrirtæki og opinberar stofnanir, hafa orðið fyr- ir umtalsverðum viðbótarkostnaði vegna tíðrar röskunar á flugi í vetur og ekki væri kostnaðurinn og taf- irnar minni ef brautirnar á vellin- um væru færri. Í ljósi þessa er það alvarlegt mál að nýlega gaf Reykjavíkurborg út framkvæmdaleyfi í nálægð við völl- inn en ljóst er að þær framkvæmd- ir geta vart haldið áfram í samræmi við áætlanir nema fyrst verði far- ið í breytingar á skipulagsreglum borgarinnar. Þessi ákvörðun er í hæsta máta undarleg í ljósi þess að á sama tíma fjallar Samgöngu- stofa um möguleg áhrif af lokun flugbrautar 06/24 og að nefnd um könnun flugvallarkosta undir for- ystu Rögnu Árnadóttur hefur ekki lokið störfum. sameiginlegt hagsmunamál okkar allra Ólöf Nordal innanríkisráðherra sendi nýlega bréf til Reykjavíkurborgar þar sem er áréttað er mikilvægi þess að Reykjavíkurborg fylgi gildandi skipulagsreglum og virði þá stjórn- sýslumeðferð sem nú er í gangi, hjá Samgöngustofu og Rögnunefndinni. Þá hafa þingmenn Framsóknar- flokksins lagt fram frumvarp á Al- þingi um skipulags- og mannvirkja- mál á Reykjavíkurflugvelli. Þar er lagt til að Alþingi beri ábyrgð á gerð skipulagsáætlana og taki þátt í veitingu framkvæmdaleyfa og byggingarleyfa á Reykjavíkurflug- velli. Flugvöllur á höfuðborgarsvæð- inu er forsenda þess að flug geti gegnt hlutverki í almenningssamgöngum á landinu. Í ljósi þessa hlutverks er því grundvallarkrafa að flugvöllur- inn verði ekki skertur nema aðrar lausnir séu til staðar. Við verðum að horfa á heildarsamspil millilanda- flugs og innanlandsflugs í framtíð- inni og nálgast málið af ábyrgð. Sam- göngur í strjálbýlu landi eru ekki einkamál ákveðinna sveitarfélaga, heldur mikilvægt og sameiginlegt hagsmunamál okkar allra. n Horfum á heildamyndina „Núverandi staða á Reykjavíkurflug- velli skapar hins vegar margháttað óöryggi. Líneik anna sævarsdóttir Alþingismaður Framsóknarflokksins Kjallari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.