Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 31
Helgarblað 15.–18. maí 2015 Umræða 31 Minnistöflur www.birkiaska.is Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel eldri borgurum, lesblindum og nemendum í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Bodyflex Strong Bodyflex Strong mýkir liðamót og dregur úr verkjum í þeim og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.  Birkilaufstöflur Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á vökva- jafnvægi bæði líkama og húðar og örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum, losar vatn úr líkamanum og dregur úr bólgum. Evonia færir hárrótinni næringu og styrk til þess að efla hárvöxt. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evoniatengdar þessum sal – þar las ég til að mynda kornungur Glæp og refs- ingu eftir Dostojevskí í gamalli ís- lenskri þýðingu Vilhjálms Þ. Gísla- sonar og varð mjög undarlegur allur innanum mig – þannig áhrif hefur þessi bók, maður gengur í einhvers konar andlegt samband við aðalpersónuna undarlegu, hann Raskolnikoff sem drepur okurkellingu „og ráfar svo um eins og höfuðsóttargemlingur þar til hann gefur sig fram“ eins og HKL sagði. Seinna notaði ég salinn mikið til skrifta; ég komst fyrst almennilega í gang með skáldsagnaskrif á lessal Konunglega bókasafnsins í Kaup- mannahöfn, skrifað þar „Þetta eru asnar Guðjón“ og drjúgan hluta af „Djöflaeyjunni“ en hélt svo áfram og kláraði þá bók heimfluttur á ný á lessal Safnahússins við Hverfis- götu. En þessi tvö gömlu safna- hús í Kaupmannahöfn og Reykjavík minna mjög hvort á annað enda frá svipuðum tíma og gerð eftir svip- aðri teikningu – gott ef sami arki- tektinn var ekki að verki. Svo sat ég næstum alla virka daga næstu tvö ár þarna á lessalnum og skrifaði „Gull- eyjuna,“ sem út kom 1985. Í pásum fór maður niður í anddyrið og reykti sígarettu, eða jafnvel labbaði eins og fínn maður upp á Prik, sem þá var bara kaffihús, til að fletta blöðum og hlusta á menn tala, og flottaði sig með kaffi og rist. Í þá daga handskrif- aði ég alltaf, mætti bara á lessalinn með handritið og auð vélritunar- blöð og góðan penna, og varð dálít- ill pennanörd. Var búinn að fatta að best var að skrifa með blekpenna, en hins vegar kom fyrir að það þornaði blekið í oddinum ef maður til dæm- is varð niðursokkinn í hugsanir, og þá barði maður í borðið til að koma blekinu á hreyfingu og sat uppi með klessur. Svo komu á markað- inn grænu pentel-pennarnir með kúlu en fljótandi bleki, en umbún- aðurinn um kúluna var úr plasti og hún vildi losna og skjótast út í busk- ann þegar verst gegndi – kannski ef maður hafði skrifað hratt og mikið, svo hitnaði í legunni. Parker kom líka með kúlupenna með fljótandi bleki, þar lék kúlan í málmumgjörð, og það ískraði dálítið í þeim. Allt voru þetta ánægjuleg smáproblem að pæla í. Leiðir skildi Það var svo um svipað leyti að ég fór að skrifa á tölvu, stóra borðtölvu auðvitað, sem enginn hefði farið að dröslast með á lessal, og að safnið flutti í Þjóðarbókhlöðuna á Mel- unum. Sjálfur er ég mikill aðdá- andi þess húss og þar er líka gott að vinna, ekki síst á lessalnum í Þjóð- deildinni, en oft hef ég samt hugs- að á undanförnum árum að það væri hálfgerð synd að við skyldum ekki hafa farið sömu leið og þeir í Kaupmannahöfn þegar kom að því að byggja nýtt safnahús þar. Eins og ég gat um er gamla húsið þar nauðalíkt húsinu okkar við Hverfis- götu, bara gert úr rauðum múr- steini og er fyrir vikið ekki eins skín- andi flott og okkar. En þegar nýtt hús var byggt í borginni við Sund- ið, glæsileg bygging sem kölluð er „Svarti demanturinn“ reis það við hlið hins gamla og tengibrú á milli. Þetta hefði líka mátt gera hjá okkur, byggja nýju bókhlöðuna þar sem Hæstiréttur er nú – hann hefði þá getað farið upp á Melavöll. En við þessu verður ekki séð héðan af og tjóar ekki að hugsa um það. Salarverðir Það var eitt með öðru sem gerði stemninguna á gamla lessalnum sérstaka, og meðal annars voru það sérvitrir safnverðir með sterk- an karakter, menn eins og Halldór Þorsteinsson þýðandi með meiru, og Agnar Þórðarson rithöfund- ur. Þetta voru hámenntaðir and- ans menn og voru eflaust oft mjög niðursokknir í sitt eigið grúsk og sína fræðiiðkan – Agnar var auð- vitað þekktur rithöfundur og samdi mörg ágæt verk. Margt af því fólki sem stundaði lessalinn, ekki síst á prófatímum, verður trauðla sagt hafa stundað merkileg fræði; mik- ið menntaskólakrakkar að rifja upp glósurnar sínar, og kannski ekki von að salarvörðum þætti taka því að hlaupa upp til handa og fóta til að sinna einhverju misvitru kvabbi frá þannig fólki. Fór svo að þeir fengu orð á sig fyrir að vera afundnir og önugir. Það var líka svolítið gaman að fylgjast með því að þótt salar- verðir fylgdust með því að ekki væri pískrað á þeirra starfsvettvangi, þá sögðu þeir sjálfir allt sem segja þurfti á fullum raddstyrk, og voru þetta rómmiklir menn sumir hverj- ir. Þetta átti líka við ef þeir þurftu að skiptast á orðum sín á milli, og gaf eflaust einhverjum efni til að tauta frasann slitna um jón og sérajón. „Ómögulegir stólar!“ Annað varð þeim kvartgjörnu líka fóður undir fat, og það voru stól- arnir á salnum. Þessar tígulegu út- skornu mublur. Í lesendadálkum blaða og meinhornum útvarpa heyrðist oft kvabb um þessa stóla. Og með fylgdi að þjónustan væri „fyrir neðan allar hellur“ og jafnvel að starfsfólk salarins svaraði beiðn- um salargesta með lítilli virðingu eða í fullkomnum afgæðingi. Svo kom ungur blaðamaður af DV, Þorsteinn J. Vilhjálmsson, sem síðan hefur gert garðinn frægan á mörgum fjölmiðlum, en hann hafði verið settur í það verkefni, eða búið sér það til, að fara á lessal Lands- bókasafnsins og „kanna mannlíf- ið þar“ í fylgd ljósmyndara; út úr slíku komu gjarnan heilar opnur sem voru gott uppfyllingarefni í helgarblöð, og gjarnan verkefni nýgræðinga. Þetta var í sumar- lok 1985. Hann hitti fyrir á salnum safnfræðinga að rýna í heimild- ir og fylgdi með af þeim mynd, og ættfræðinga – sem Halldór Lax- ness sagði í gamalli bók sitja á þess- um sama sal og drekka malaðan þrumara gegnum nefið – þarna voru líka og tveir-þrír framhalds- skólanemar. Og að auki einn sem sat í hettupeysu og var með mikinn blaðastabba að krota í, og var þar kominn undirritaður með mynd og nafni og sagðist vera að leggja loka- hönd á skáldsögu. Var hinn ungi höfundur Gulleyjunnar þá spurð- ur af Þorsteini Joð hví hann kæmi á þennan lessal til þeirrar iðju, og stóð ekki á svörum: „Það er vegna þess að hér eru góðir stólar, og þjónusta salavarða svo lipur.“ Uppáhaldsdrengurinn Mér fannst ég aldrei hafa fundið annað en hlýhug frá salavörðum fram að þessu, og ekki minnk- aði það eftir að opnan birtist í DV; viðmótið fór að slaga upp í elsku- semi. Ekki löngu seinna var kon- an mín að klára mikil lokaverkefni í Háskólanum og þurfti bækur af Landsbókasafninu, en fannst sem afgreiðslumönnum þar þætti ekk- ert liggja sérstaklega á að sinna kvabbi frá svona skólastelpum eins og henni. Svo hún gerði mig út til að sækja þessar bækur, og þá stóð aldrei á því að allt væri afgreitt með sóma og hraði. Ég er að hugsa um að fara bráð- um og setjast inn á salinn með stabba af auðum blöðum og kúlu- penna með fljótandi bleki. Er reyndar hættur að reykja sígarettur, enda mætti ég ekki lengur gera slíkt í anddyrinu, en þar á jarðhæðinni er hins vegar kominn núna þessi fíni veitingastaður. Og ætli það sé ekki ennþá hægt, þótt mörgu fari aftur í veröldinni, að fá kaffi og rist á Prikinu? n Þorsteinn J. Vilhjálmsson Var hinn ungi höfundur Gulleyjunnar þá spurður af Þorsteini Joð hví hann kæmi á þennan lessal til þeirrar iðju, og stóð ekki á svörum.„Það var eitt með öðru sem gerði stemninguna á gamla lessalnum sérstaka, og meðal annars voru það sérvitrir safnverðir með sterkan karakter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.