Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 10
Helgarblað 15.–18. maí 201510 Fréttir G uðmundur Þ. Þórhalls­ son, framkvæmdastjóri Lífeyris sjóðs verzlunar­ manna, er launahæstur framkvæmdastjóra stærstu lífeyrissjóða landsins. Hann hækk­ aði einnig mest í launum milli ára þegar ársreikningar fyrir árin 2013 og 2014 eru skoðaðir, eða um 6,7 prósent. Árslaun hans eru nú á við ársiðgjöld 226 verkamanna með 300 þúsund krónur á mánuði. Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir að horft hafi verið til launaþróunar þegar ákvörðun var tekin um að hækka launin. Vilhjálmur Birgisson verka­ lýðsforingi furðar sig á að á sama tíma og laun framkvæmdastjór­ anna voru hækkuð umtalsvert hafi launafólk verið neytt til að sam­ þykkja 2,8 prósenta hækkun í kjara­ samningum. Segir hann ljóst að hin samræmda launastefna hafi ekki náð til toppanna í lífeyrissjóðun­ um. DV skoðaði ársreikninga síðast­ liðinna tveggja rekstrarára hjá nokkrum af stærstu lífeyrissjóðum landsins og kom í ljós að laun allra framkvæmdastjóra þeirra höfðu hækkað milli ára, mismikið þó, en allir umfram þau 2,8 prósent sem launamenn samþykktu. Það eru stjórnir sjóðanna sem ákveða laun framkvæmdastjóranna og starfskjör en þær eru skipaðar full­ trúum bæði atvinnulífsins og laun­ þega. Villa í ársreikningi Gildis Þegar ársreikningar Gildis lífeyris­ sjóðs voru skoðaðir kom í ljós að laun framkvæmdastjóra hans, Árna Guðmundssonar, höfðu hækkað um 8,6 prósent milli ára. Árslaun Árna voru samkvæmt þeim ríflega 22,4 milljónir króna árið 2013 en orðin tæplega 24,4 milljónir 2014. DV leitaði skýringa á hækkuninni hjá Þorsteini Víglundssyni, stjórn­ arformanni sjóðsins, og fengust þau svör að villa hefði verið gerð í ársreikningi ársins 2013. „Þetta eru rangar upplýsingar í ársreikningi,“ segir Þorsteinn í sam­ tali við DV eftir að hafa látið kanna málið. „Inn í töluna fyrir 2013 vantar bifreiðastyrk, sem síðan er óbreyttur milli ára, upp á 1.200 þúsund krónur eða 100 þúsund á mánuði. Það skýrir skekkjuna. Þá er hækkunin um 3,4 prósent.“ Þorsteinn segir að fyrirspurn DV vegna málsins hafi komið flatt upp á hann sem stjórnarformann því að engin umræða eða ákvörðun hefði verið tekin af stjórninni um slíka hækkun. „Það var bara þessi al­ menna hækkun samkvæmt ráðn­ ingarsamningi.“ Ef gert er ráð fyrir þessum 1.200 þúsund króna styrk inn í árslaun Árna fyrir árið 2013 var hann með 23,6 milljónir en tæpar 24,4 millj­ ónir 2014. Það gerir hækkun upp á 3,1 prósent og mánaðarlaun upp á 2.032 þúsund á mánuði. Launahæstur hækkar mest En það var engin villa í ársreikn­ ingum Lífeyrissjóðs verzlunar­ manna. Þar var tekin ákvörðun um að hækka laun Guðmundar úr ríf­ lega 30,5 milljónum á ári í tæplega 32,6 milljónir, eða um 6,7 prósent. Það þýðir að mánaðarlaun Guð­ mundar hækkuðu um 172 þúsund krónur á milli ára. Ásta Rut Jón­ asdóttir, stjórnarformaður Lífeyris­ sjóðs verzlunarmanna, segir að­ spurð að horft hafi verið til ýmissa þátta launaþróunar þegar stjórnin ákvað að hækka laun langlauna­ hæsta framkvæmdastjórans í úttekt DV fyrir síðasta ár. „Horft var m.a. til launakönnun­ ar VR en skv. könnuninni árið 2013 hækkuðu heildarlaun félagsmanna um 6,9% en grunnlaun hækkuðu um 7,5%. Jafnframt var launavísi­ tala Hagstofunnar skoðuð fyrir árið 2013 og var breyting launa meðal fyrirtækja í fjármálaþjón­ ustu og lífeyrissjóða 7,1% og var breyting launa á almennum vinnu­ markaði á sama tíma 6,1%,“ segir Ásta Rut í skriflegu svari við fyrir­ spurn DV. Hún segir enga ákvörðun liggja fyrir um hækkun launa fram­ kvæmdastjórans fyrir árið 2015. Milljónir í bílahlunnindi Einn stærsti lífeyrissjóður landsins, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis­ ins (LSR), hefur ekki birt ársreikn­ ing fyrir árið 2014 þar sem ársfund­ ur sjóðsins fer ekki fram fyrr en 21. maí næstkomandi. Nýjustu upp­ lýsingar liggja því ekki fyrir um breytingar milli ára þar en fram­ kvæmdastjórinn Haukur Hafsteins­ son var með 21 milljón króna í árs­ laun árið 2013. Hjá Festu lífeyrissjóði hækkuðu laun framkvæmdastjórans Gylfa Jónassonar um tæplega fimm pró­ sent milli ára, úr rúmlega 14,8 milljónum á ári í 15,6. Það ger­ ir hækkun um alls 740 þúsund krónur milli ára, um 61 þúsund á mánuði. Athygli vekur að í árs­ reikningi eru bifreiðahlunnindi Heill heimur af pylsum! Hrísateig 47 Pylsur á pönnuna en einnig úrvals skinkur og álegg á veisluborðið að ógleymdri svínasultunni, beikoninu og ýmsu öðru góðgæti. Gæðapylsur og skinkur án allra auka- og fylliefna og án MSG. Framleiddar eftir uppskriftum frá öllum heimshornum. Íslenskt kjöt – íslensk framleiðsla! PIPA R\TBW A • SÍA UPPFYLLIR SKILYRÐI NÁLARAUGANS Paleo GABS SCD Launahæsti Lífeyris- stjórinn hækkaði mest n Mánaðarlaunin hækkuðu um 172 þúsund milli ára n Árslaun á við iðgjöld 226 verkamanna Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Það er alveg greinilegt miðað við þetta að samræmd launastefna hefur ekki gilt fyrir fulltrúa lífeyris- sjóðanna. Launahæstur af þeim stóru Laun Guðmundar Þ. Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verzlun- armanna, voru hækkuð um 6,7% milli ára. Hann er nú með 2,7 milljónir á mánuði. Stjórnarformaður segir að horft hafi verið til launaþróunar við ákvörðunina. 6,7% hækkun Launþegar fengu 2,8% á sama tíma og topparnir fengu meira Á sama tíma og laun framkvæmdastjóra stærstu lífeyrissjóðanna voru að hækka milli áranna 2013 og 2014 voru undirritaðir kjarasamningar þar sem launþegar fengu 2,8% hækkun fyrir tilstilli hinnar samræmdu launastefnu. Bent er á að verkafólk hafi fengið launahækkun upp á 9.750 krónur í þeim samning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.