Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 12
Helgarblað 15.–18. maí 201512 Fréttir L ífeyrissjóðirnir, sem eru eign almennings, ættu ekki að fjár- festa í einkarekinni heilbrigð- isþjónustu. Við erum alfarið á móti því og tala ég þá fyrir hönd BSRB. Í öllum okkar ályktun- um og samþykktum er lýst þeirri skoðun að almannaþjónustan eigi að vera rekin fyrir skattfé en ekki í einkarekstri.“ Þetta segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í samtali við DV, en að minnsta kosti tveir af þremur líf- eyrissjóðum opinberra starfsmanna eiga hlut bæði í fasteignafélaginu Reitum hf. og Kjölfestu slhf. Bæði fé- lögin hafa hagsmuna að gæta í Hótel Íslands-húsinu, en þar er meðal annars ætlunin að reka læknamið- stöðina Klíníkin Ármúla. Í samtölum við DV hafa heilbrigðis ráðherra, landlæknir og formaður Læknafélags Íslands auk annarra lækna varað við einka- rekstri í heilbrigðiskerfinu sem skar- ast getur við sérhæft grunnhlutverk sjúkrahúsanna. Gagnrýnin beinist þó ekki gegn einkarekstri í heild sinni en margvísleg almannaþjónusta í heil- brigðiskerfinu er rekin í krafti þjón- ustusamninga við ríkið. Miklu frekar gjalda menn varhug við því ef þróun- in verður til þess að til verði tvö heil- brigðiskerfi í landinu, fyrir efnafólk annars vegar og alla aðra hins vegar. Þá skipti form samninga sem byggj- ast á greiðslum af almannafé í einka- rekinni heilbrigðisþjónustu miklu máli. Rætt á stjórnarfundum „Innan stjórnar BSRB og ekki síður innan framkvæmdastjórnar BSRB, en þar eru fulltrúar sem sitja í stjórn- um lífeyrissjóðanna, hefur þessi um- ræða farið fram; að lífeyrissjóðirnir séu ekki að fjárfesta í einkarekstri í almannaþjónustu. Reitir hf. er fast- eignafélag sem síðan á og leigir einkareknum félögum í almanna- þjónustu. Allt sem BSRB stendur fyrir hugmyndafræðilega er að al- mannaþjónustan skuli vera rekin af sameiginlegu skattfé landsmanna og vera gjaldfrjáls þannig að allir lands- menn hafi jafnan aðgang að þjónust- unni. Allar okkar samþykktir ganga út á það,“ segir Elín Björg. Hún kveðst vita til þess að í lífeyris sjóðum, sem BSRB-félagar eiga aðild að hafi þessi umræða ver- ið tekin. Hvort verið sé að fjárfesta í fyrirtækjum sem sinna almanna- þjónustu í einkarekstri. „Menn hafa lagst gegn því. Þarna er verið að leigja húsnæði undir slíkan rekstur sem er meðal annars í eigu þessara lífeyrissjóða. Ég lýsi áhyggjum mín- um af því ef þetta þróast áfram með þessum hætti því það var ekki mark- miðið þegar lífeyrissjóðirnir fjár- festu í þessu fasteignafélagi að þeir færu í samstarf við einkarekin fyrir- tæki sem rekin eru fyrir skattfé vegna almannaþjónustu, ég tala nú ekki um í heilbrigðisþjónustu.“ Eignarhald á mörgum stöðum Klíníkin Ármúla er að þriðjungi í eigu Eva Consortium. Eva er að sínu leyti í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur og fjárfestingafélagsins Kjölfestu. Kjöl- festa er í eigu fjölda lífeyrissjóða, þeirra á meðal Söfnunarsjóðs lífeyris- réttinda sem er meðal annars í eigu félagsmanna BSRB. Reitir hf. á alla bygginguna við Ármúla 9, 9.300 fermetra, en Reit- ir er fyrst og fremst í eigu bankanna og lífeyrissjóða, meðal annars Lífeyris sjóðs starfsmanna ríkisins. Tekjur félagsins í fyrra námu 8,7 milljörðum króna og hagnaður um 2,5 milljörðum. Auk þess sem Klíníkin Ármúla verður rekin þar sem áður var skemmtistaðurinn Broadway flytur heimaþjónustu fyrirtækið Sinnum ehf. starfsemi sína í húsið úr Garða- bæ á næstunni. Sinnum er í eigu Eva Consortium (Ásdís Halla Bragadóttir o.fl.) og hefur verið starf rækt í fjölda ára og leigt húsnæði þar sem áður var klaustur St. Jósefssystra en það er nú eign Garðabæjar. Samkvæmt upp- lýsingum bæjarskrifstofunnar var mánaðar leigan um 430 þúsund krón- ur fyrir um 375 fermetra húsnæði. Kaupverð Ármúla 9 er ekki ljóst en samkvæmt upplýsingum Stundar- innar hefur það þegar verið veðsett fyrir á fjórða milljarð króna. Um- fangsmiklar framkvæmdir standa yfir í húsinu sem á að húsa Sinnum, Klíníkina, sjúkraherbergi, rúmlega hundrað herbergja hótel, heilsurækt og böð auk kaffihúss. n Mótfallin einkarekinni heilbrigðisþjónustu n Lífeyrissjóðir stórir fjárfestar í nýrri læknamiðstöð n BSRB efast um hlutverk lífeyrissjóða Stærstu hluthafar Reitir hf. Eignabjarg ehf. (dótturf. Arion) 24,0% Landsbankinn hf. 17,7% Gildi lífeyrissjóður 8% Lífeyriss. starfsm. ríkisins A 5,3% Íslandsbanki hf. 3,9% Glitnir hf 3,6% Haf funding 2008 Ltd. 2,7% Lífeyrissj. starfsm. ríkisins B 2,6% Frjálsi lífeyrissjóðurinn 1,7% Kjölfesta slhf. Lífeyrissjóður verslunarmanna 19,99 % Sameinaði lífeyrissjóðurinn 19,99% Stapi lífeyrissjóður 17,63% Lífsverk lífeyrissjóður 13,22% Frjálsi lífeyrissjóðurinn 9,25% Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 6,25% Lífeyrissjóður Vestfirðinga 4,41% Lífeyrissjóður bænda 2,50% Lífeyrisauki 2,46% Eftirlaunasj. atvinnuflugmanna 1,76% „Það var ekki mark- miðið þegar lífeyr- issjóðirnir fjárfestu í þessu fasteignafélagi að þeir færu í samstarf við einka- rekin fyrirtæki. Klíníkin Ráðgert er að setja upp skurðstofur í Klíníkinni við Ármúla. Sinnum Heimaþjónustan Sinnum ehf. flytur starfsemi sína í Ármúla 9 úr húsum í Garðabæ sem til skamms tíma voru í eigu St. Jósefssystra. Ekki á stefnu- skrá BSRB „… allir landsmenn hafi jafnan aðgang að þjónustunni. Allar okkar samþykktir ganga út á það,“ segir Elín Björg Jónsdóttir. Mynd SigtRygguR ARi Jóhann Hauksson johannh@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.