Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 32
Helgarblað 15.–18. maí 201532 Fólk Viðtal H ann er áberandi hávaxinn, dökkhærði maðurinn sem situr innst inni í horni kaffi- húss í miðbænum og hrær- ir í tebolla. Þótt hann sitji fer ekki á milli mála að þarna er mað- ur yfir meðalhæð. Þetta er Pavel. Sem afsannar svo sannarlega ekki þá reglu að körfuboltamenn séu há- vaxnir. Blaðamanni líður eiginlega eins og litlu barni eftir að hafa feng- ið sér sæti á móti honum. Þó ekki sé blaðamaður sérlega lágvaxinn. Pavel er nýkrýndur Íslandsmeist- ari í körfubolta ásamt liði sínu, KR, og hlaut jafnframt nafnbótina „Besti leikmaður tímabilsins“ í Domin- os-deildinni. Hann er vel að nafn- bótinni kominn, enda einn af bestu körfuboltamönnum okkar Ís- lendinga. Hann er lykilmaður í liði KR-inga og þegar hann er í stuði er óhætt að segja að liðið í heild sé upp á sitt besta. Það er stund milli stríða hjá honum í boltanum en fljótlega taka við landsliðsæfingar, enda stórt verkefni fram undan í haust þegar Íslendingar taka í fyrsta skipti þátt í Evrópumóti í körfubolta karla. „Þetta verkefni með landsliðinu er aðeins öðruvísi en þau sem ég hef tekið þátt í gegnum árin. Það er komin meiri alvara í leikinn og ég er nær þeim stað sem ég vil vera á,“ segir Pavel nokkuð léttur í bragði og fullur til- hlökkunar fyrir komandi mót. Flúðu Rússland Nafnið Pavel er rússneskt en hann er fæddur í Rússlandi árið 1987 – und- ir lok kalda stríðsins – og var ástandið í landinu þannig á þeim tíma að for- eldrar hans gripu fyrsta tækifæri sem gafst til að freista gæfunnar annars staðar. Koma sonum sínum tveim- ur í öruggara umhverfi þar sem þeir gætu verið áhyggjulaus börn og leyft hæfileikum sínum að blómstra. „Pabbi minn var að spila körfu- bolta og var mjög góður. Hann fékk tækifæri til að spila í Ungverjalandi og foreldrar mínir ákváðu að fara til að koma okkur bræðrunum úr þessu ástandi. En þá var ég bara nýfæddur. Við vorum í þrjú ár í Ungverjalandi og komum til Íslands árið 1991,“ segir Pa- vel, en faðir hans er Alexander Ermol- inskij, sem var með bestu körfubolta- mönnum Íslands um árabil. Pavel var svo ungur þegar hann kom hingað til lands að hann man lítið sem ekk- ert eftir lífinu í Sovétríkjunum og lítur fyrst og fremst á sig sem Íslending. Var tekið opnum örmum Það að fjölskyldan endaði á Íslandi var í raun hálfgerð tilviljun, en þau höfðu engin tengsl við landið þegar faðir hans var fenginn til að spila körfubolta með Skallagrími í Borg- arnesi. Pavel er ekki alveg klár á því hvernig það kom til en telur að þjálf- ari Skallagríms hafi þekkt eitthvað til liðsins í Ungverjalandi. „Pabbi var mjög frambærilegur leikmaður og í raun mun betri en þekktist í íslensku deildinni, en þetta var fyrst og fremst hagsmunamál fjölskyldunnar að komast í betra umhverfi.“ Það var ekki átakalaust fyrir fjöl- skylduna að koma svo skyndilega inn í allt aðra menningu og umhverfi en þau áttu að venjast, í litlu þorpi á Ís- landi. „Það var mikið áfall fyrir for- eldra mína, sérstaklega pabba, en mamma var fyrst og fremst sátt að vera komin í rólegt og öruggt um- hverfi í Borgarnesi. Það voru frábær ár sem við áttum þar,“ segir Pavel en það var mikil gróska í körfuboltanum í bænum á þeim tíma. Þá mætti fjöl- skyldan einstaklega góðu viðmóti hjá bæjarbúum sem tóku rússnesku fjöl- skyldunni opnum örmum. „Allt bæj- arfélagið hjálpaði okkur mikið að að- lagast. En það var reyndar ekkert mál fyrir mig, ég var svo lítill. Ég var byrj- aður að tala íslensku nánast daginn eftir að við komum.“ Fór 17 ára út í atvinnumennsku Þegar Pavel var í sjöunda bekk flutti fjölskyldan svo á Akranes, þar sem faðir hans gekk til liðs við ÍA. Pavel tók því unglingsárin út á Skaganum, en líf hans þar snerist að miklu leyti um körfubolta, og hafði í raun gert frá því að hann fór að geta kastað bolta. Það var honum í blóð borið að spila körfubolta og lá einhvern veg- inn beinast við að hann fetaði í fót- spor föður síns. Og sautján ára gam- all var hann farinn til útlanda að undirbúa sig fyrir atvinnumennsku í íþróttinni. Það kom ekkert annað til greina. Draumurinn var að vera í hópi þeirra bestu og spila í erfiðustu deild- KR-ingurinn Pavel Ermolinskij er einn af okkar bestu körfuboltamönn- um. Hann fór ungur til útlanda í atvinnumennsku, en ferillinn var erfiður og von- brigði upp að vissu marki, að hann segir sjálfur. Hann sneri heim, týndur í lífinu og fann sér nýjan farveg í verslunarrekstri. Foreldrar Pavels yfirgáfu Sovétríkin þegar hann var barn, í von um betra líf fyrir fjölskylduna, og enduðu á Íslandi. Hann hefur litla tengingu við rússneskar rætur sínar en hefur hug á að bæta úr því í framtíðinni. Blaðamaður settist niður með Pavel og ræddi meðal annars um körfuboltann, drauminn sem hann rétt komst í snertingu við, en fékk aldrei að upplifa, verslunarreksturinn og rússnesku ræturnar. „Ég var týndur í lífinu“ Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Það má í raun segja að minn atvinnu- mannaferill hafi verið vonbrigði upp að vissu marki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.