Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Page 32
Helgarblað 15.–18. maí 201532 Fólk Viðtal H ann er áberandi hávaxinn, dökkhærði maðurinn sem situr innst inni í horni kaffi- húss í miðbænum og hrær- ir í tebolla. Þótt hann sitji fer ekki á milli mála að þarna er mað- ur yfir meðalhæð. Þetta er Pavel. Sem afsannar svo sannarlega ekki þá reglu að körfuboltamenn séu há- vaxnir. Blaðamanni líður eiginlega eins og litlu barni eftir að hafa feng- ið sér sæti á móti honum. Þó ekki sé blaðamaður sérlega lágvaxinn. Pavel er nýkrýndur Íslandsmeist- ari í körfubolta ásamt liði sínu, KR, og hlaut jafnframt nafnbótina „Besti leikmaður tímabilsins“ í Domin- os-deildinni. Hann er vel að nafn- bótinni kominn, enda einn af bestu körfuboltamönnum okkar Ís- lendinga. Hann er lykilmaður í liði KR-inga og þegar hann er í stuði er óhætt að segja að liðið í heild sé upp á sitt besta. Það er stund milli stríða hjá honum í boltanum en fljótlega taka við landsliðsæfingar, enda stórt verkefni fram undan í haust þegar Íslendingar taka í fyrsta skipti þátt í Evrópumóti í körfubolta karla. „Þetta verkefni með landsliðinu er aðeins öðruvísi en þau sem ég hef tekið þátt í gegnum árin. Það er komin meiri alvara í leikinn og ég er nær þeim stað sem ég vil vera á,“ segir Pavel nokkuð léttur í bragði og fullur til- hlökkunar fyrir komandi mót. Flúðu Rússland Nafnið Pavel er rússneskt en hann er fæddur í Rússlandi árið 1987 – und- ir lok kalda stríðsins – og var ástandið í landinu þannig á þeim tíma að for- eldrar hans gripu fyrsta tækifæri sem gafst til að freista gæfunnar annars staðar. Koma sonum sínum tveim- ur í öruggara umhverfi þar sem þeir gætu verið áhyggjulaus börn og leyft hæfileikum sínum að blómstra. „Pabbi minn var að spila körfu- bolta og var mjög góður. Hann fékk tækifæri til að spila í Ungverjalandi og foreldrar mínir ákváðu að fara til að koma okkur bræðrunum úr þessu ástandi. En þá var ég bara nýfæddur. Við vorum í þrjú ár í Ungverjalandi og komum til Íslands árið 1991,“ segir Pa- vel, en faðir hans er Alexander Ermol- inskij, sem var með bestu körfubolta- mönnum Íslands um árabil. Pavel var svo ungur þegar hann kom hingað til lands að hann man lítið sem ekk- ert eftir lífinu í Sovétríkjunum og lítur fyrst og fremst á sig sem Íslending. Var tekið opnum örmum Það að fjölskyldan endaði á Íslandi var í raun hálfgerð tilviljun, en þau höfðu engin tengsl við landið þegar faðir hans var fenginn til að spila körfubolta með Skallagrími í Borg- arnesi. Pavel er ekki alveg klár á því hvernig það kom til en telur að þjálf- ari Skallagríms hafi þekkt eitthvað til liðsins í Ungverjalandi. „Pabbi var mjög frambærilegur leikmaður og í raun mun betri en þekktist í íslensku deildinni, en þetta var fyrst og fremst hagsmunamál fjölskyldunnar að komast í betra umhverfi.“ Það var ekki átakalaust fyrir fjöl- skylduna að koma svo skyndilega inn í allt aðra menningu og umhverfi en þau áttu að venjast, í litlu þorpi á Ís- landi. „Það var mikið áfall fyrir for- eldra mína, sérstaklega pabba, en mamma var fyrst og fremst sátt að vera komin í rólegt og öruggt um- hverfi í Borgarnesi. Það voru frábær ár sem við áttum þar,“ segir Pavel en það var mikil gróska í körfuboltanum í bænum á þeim tíma. Þá mætti fjöl- skyldan einstaklega góðu viðmóti hjá bæjarbúum sem tóku rússnesku fjöl- skyldunni opnum örmum. „Allt bæj- arfélagið hjálpaði okkur mikið að að- lagast. En það var reyndar ekkert mál fyrir mig, ég var svo lítill. Ég var byrj- aður að tala íslensku nánast daginn eftir að við komum.“ Fór 17 ára út í atvinnumennsku Þegar Pavel var í sjöunda bekk flutti fjölskyldan svo á Akranes, þar sem faðir hans gekk til liðs við ÍA. Pavel tók því unglingsárin út á Skaganum, en líf hans þar snerist að miklu leyti um körfubolta, og hafði í raun gert frá því að hann fór að geta kastað bolta. Það var honum í blóð borið að spila körfubolta og lá einhvern veg- inn beinast við að hann fetaði í fót- spor föður síns. Og sautján ára gam- all var hann farinn til útlanda að undirbúa sig fyrir atvinnumennsku í íþróttinni. Það kom ekkert annað til greina. Draumurinn var að vera í hópi þeirra bestu og spila í erfiðustu deild- KR-ingurinn Pavel Ermolinskij er einn af okkar bestu körfuboltamönn- um. Hann fór ungur til útlanda í atvinnumennsku, en ferillinn var erfiður og von- brigði upp að vissu marki, að hann segir sjálfur. Hann sneri heim, týndur í lífinu og fann sér nýjan farveg í verslunarrekstri. Foreldrar Pavels yfirgáfu Sovétríkin þegar hann var barn, í von um betra líf fyrir fjölskylduna, og enduðu á Íslandi. Hann hefur litla tengingu við rússneskar rætur sínar en hefur hug á að bæta úr því í framtíðinni. Blaðamaður settist niður með Pavel og ræddi meðal annars um körfuboltann, drauminn sem hann rétt komst í snertingu við, en fékk aldrei að upplifa, verslunarreksturinn og rússnesku ræturnar. „Ég var týndur í lífinu“ Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Það má í raun segja að minn atvinnu- mannaferill hafi verið vonbrigði upp að vissu marki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.