Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 6
Helgarblað 15.–18. maí 20156 Fréttir
Þrif ehf. | Lækjasmári 86 | 201 Kópavogur | Sími: 8989 566 | www.þrif.net
Fyrirtæki og húsfélög, gerum
tilboð ykkur að kostnaðarlausu
Bjóðum sérhæfða þjónustu fyrir
íbúðir sem eru í túristaleigu
Hefur þú þörf fyrir
þrif A
ð sögn Skarphéðins Guð-
mundssonar, dagskrár-
stjóra RÚV, hefur heildar-
kostnaður við þátttöku
Íslands í Eurovision að mestu stað-
ið í stað undanfarin ár og er áætlað
að svo verði einnig í ár. „Kostnaður-
inn er um 30 milljónir króna. Einu
breytingarnar sem verða á kostnaði
til eða frá varða hvar og þá hversu
nálægt okkur keppnin fer fram og
stefnir í að sá kostnaður verði í með-
allagi í ár, þar sem keppnin verður
haldin í Vín, og þar með innan áætl-
unar,“ segir Skarphéðinn.
Alls mun RÚV senda 21 einstak-
ling út til Vínarborgar, þar sem að
keppnin fer fram. Þar er María Ólafs-
dóttir söngkona fremst í flokki en
einnig munu fjórir bakraddasöngv-
arar halda út, einn af þeim er Frið-
rik Dór Jónsson. Fimmti bakraddar-
söngvarinn, sem þar með fyllir upp í
sex manna hámarksfjölda keppenda
á sviðinu, verður Ásgeir Orri Ás-
geirsson, einn af höfundum lagsins.
RÚV sendir einnig út meðhöfunda
Ásgeirs, þá Pálma Ragnar Ásgeirs-
son, en hann og Ásgeir eru bræður,
og Sæþór Kristjánsson. Með í för
verður einnig systir þeirra bræðra,
Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, en hún
hannar klæðnaðinn sem María
Ólafsdóttir mun skarta í keppninni.
„Ég get hins vegar staðfest við þig
hér og nú að hópurinn er síst stærri í
samanburði við fyrri ár. Hann er að
jafnaði jafnstór á milli ára því um
það eru skýrar reglur hversu margir
mega að hámarki vera á sviðinu og
til aðstoðar. Aðrir í fylgdarliðinu,
fyrir utan sjálfa flytjendur, eru starfs-
menn RÚV sem halda utan um verk-
efnið, gera þáttinn Leiðin til Vínar og
halda utan um framkvæmdina. Þess-
ir aðilar eru jafnmargir og áður. Þar
erum við nú sem endra nær mun fá-
mennari en nánast allar aðrar þjóðir
sem taka þátt,“ segir Skarphéðinn að
lokum. n
bjornth@dv.is
Eurovision kostar um 30 milljónir
RÚV sendir 21 til Austurríkis
Eurovision Allt að sex manns mega vera
á sviðinu í hverju atriði í Eurovision. Líkt og
í fyrra, þegar Pollapönkarar vörðu heiður
lands og þjóðar, þá munu Íslendingar full-
nýta kvótann í ár. Fyrir utan sex flytjendur
mun 15 manna lið fylgja keppendunum út.
Fjórir greinst
með hettusótt
Á undanförnum tveimur vikum
hafa fjórir einstaklingar greinst
með hettusótt á Íslandi. Um
er að ræða fullorðna óbólu-
setta einstaklingar búsetta á
suðvestur horni landsins. Þetta
kemur fram á Facebook-síðu
sóttvarnalæknis.
Hettusótt er mjög smitandi
veirusýking sem leggst oftar á
börn en fullorðna. Sýkingin er
yfirleitt hættulaus og gengur
fljótt yfir en hún er þekkt fyrir að
valda slæmum fylgikvillum sér-
staklega hjá unglingum og full-
orðnum.
Eftir að farið var að bólu-
setja gegn hettusótt árið 1989
hefur sjúkdómnum nánast ver-
ið útrýmt á Íslandi en þó kom
hér upp faraldur 2005–2006 þar
sem 113 manns greindust, flestir
óbólusettir. Síðast greindist hér
eitt tilfelli árið 2013.
Engin meðferð er til við
hettusótt en besta fyrirbyggjandi
meðferðin er bólusetning, seg-
ir á vef sóttvarnalæknis. Hér á
landi er bólusett við 18 mánaða
og 12 ára aldur með bóluefni
sem inniheldur einnig bólu-
efni gegn mislingum og rauðum
hundum. „Litlir faraldrar eins og
þessi minna á mikilvægi bólu-
setninga og minna jafnframt á
þá staðreynd að hér geta brot-
ist út litlir faraldrar gegn ýms-
um bólusetningasjúkdómum ef
þátttakan er undir væntingum,“
segir á vef sóttvarnalæknis.
Rispaði „fokk“
á vélarhlífina
„Þetta er eiginlega alveg glóru-
laust,“ segir Björgvin Sigurðsson,
en skemmdarvargur rispaði orðið
fokk á vélarhlíf bíls fjölskyldunn-
ar í gærdag en hann segir í sam-
tali við DV að það hafi gerst ein-
hvern tímann á bilinu 16.30 og
18.00 í gærdag. Unnusta hans, Jóna
Birna Óskarsdóttir, birti á Face-
book mynd af hlífinni og má þar
sjá að bíllinn er illa farinn eftir
skemmdarverkið.
Parið óskar eftir vitnum að
skemmdarverkinu en bílnum var
lagt við fjölfarinn göngustíg í Skip-
holti. Björgvin segir að kostnað-
urinn vegna skemmdarverksins
geti hlaupið á tugum þúsunda, „og
jafnvel hátt í 200 þúsund krónur,“
bætir hann við.
Átta milljarða
pakki í smíðum
n Formaður SGS svartsýnn n Vaxandi kvíði innan ferðaþjónustunnar
R
íkisstjórnin hefur gefið
ádrátt um mögulega hækkun
persónuafsláttar úr liðlega 50
þúsund krónum á mánuði
í 65 þúsund krónur. Sam-
kvæmt heimildum DV hefur þeirri
hugmynd verið hreyft að skerða
persónuafslátt með hækkandi tekj-
um. Þannig gagnist hækkun persónu-
afsláttar mest þeim sem lægst hafa
launin. Ekki er talið ósennilegt að
hækkun persónuafsláttar kostaði rík-
ið 5 til 7 milljarða króna í skatttekjum.
Verið að undirbúa aðgerðir
Fleira kemur til eins og fækkun tekju-
skattsþrepanna sem lagst hefur illa í
þá sem telja að beita eigi skattkerfinu
til að jafna kjörin. Á þessari stundu er
talið líklegt að hugmyndin um fækk-
un þrepa verði blásin út af borðinu.
Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur
sakað stjórnarliða um tómlæti gagn-
vart hörðustu vinnudeilum síðari ára-
tuga en taki nauman fundartíma Al-
þingis í karp um nýja virkjunarkosti. Í
vikunni buðu allir stjórnarandstöðu-
flokkarnir fram krafta sína ef það gæti
liðkað fyrir samningum.
Stuðningur stjórnarandstöðunnar
getur komið húsnæðisfrumvörpum
Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráð-
herra til góða. Bæði frumvörpin, um
aukin stofnframlög ríkis og sveitar-
félaga til félagslega húsnæðiskerfisins
annar vegar og hækkun húsaleigu-
bóta og annarra húsnæðisbóta hins
vegar, eru afar fjárfrek. Eftir því sem
næst verður komist verður síðar-
nefnda frumvarpið senn afgreitt úr
fjármála- og efnahagsráðuneytinu, en
þá á það eftir að fara fyrir ríkisstjórn
og þingflokka áður en það verður lagt
fram á Alþingi. Samkvæmt heimild-
um DV er ætlað að rúmum tveimur
milljörðum króna verði varið í nýjar
húsaleigubætur. Að öllu samanlögðu
er því að sjá að ríkisstjórnin geti hugs-
að sér að leggja fram 8 til 9 milljarða
króna til lausnar vinnudeilunum sem
bíta æ meir með hverjum degi.
Svartsýni
Þungt hljóð er í talsmönnum Starfs-
greinasambandsins (SGS) sem telja
tilboð Samtaka atvinnulífsins um
23,5 prósenta hækkun á samnings-
tíma fjarri þeim kröfum sem sett-
ar hafi verið fram. Næsti samninga-
fundur hjá Ríkissáttasemjara verður
á mánudag en að óbreyttu leggja fé-
lagsmenn innan SGS niður vinnu
næstkomandi þriðjudag og miðviku-
dag. Semjist ekki á næstunni blasir
við ótímabundið verkfall SGS sem
hefst þriðjudaginn 26. maí eftir hvíta-
sunnuhelgina. Mikill uggur er inn-
an ferðaþjónustunnar sem siglir inn í
háannatíma ársins í júní, júlí og ágúst.
Svipaða sögu er að segja innan sjávar-
útvegsins sem þarf að landa, vinna og
verka afla, meðal annars smábáta,
en strandveiðar og helsti veiðitími
krókaveiða er yfir sumartímann.
14 prósent í raun
Björn Snæbjörnsson, formaður SGS,
segir tilboð SA um 23,5 prósenta hækk-
un á samningstímanum hvergi nærri
kröfum sambandsins. „Við semjum
ekki á þessum nótum. Í raun er boðin
14 prósenta hækkun launa á þremur
árum, 6, 4,5 og 3,5 prósent. Svo er ver-
ið að bjóða 8 prósent fyrir að færa dag-
vinnutímabilið frá sex á morgnana til
sjö á kvöldin og lækka yfir vinnuálagið
sem kæmi í staðinn fyrir það. Í raun
eru þetta bara 14 prósent á þremur
árum eða um 30 þúsund krónur fyrir
fólk á okkar taxta. Það er langt frá því
sem við höfum sett okkur.“ Björn lýs-
ir stöðunni sem afar þröngri eins og
ástatt er. „Þetta er í hnút og ég er ekki
bjartsýnn. En það getur alltaf eitthvað
gerst og allt farið af stað.“
Taugatrekkt ferðaþjónusta
Björn kveðst verða var við að fyrirtæki
og jafnvel greinar hafi sett þrýsting
á SA. Ferðaþjónustan óttast af-
leiðingar verkfalla í byrjun sumars og
er kannski fúsari til að semja en ýms-
ir aðrir. „Ferðaþjónustan er sú grein
sem á mest undir núna. Ég held að sé
ýtt hraustlega á SA að gera eitthvað í
málunum.“
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri SA, hefur sagt opin-
berlega að hækkun dagvinnulauna
komi best þeim sem lægst hafi laun-
in auk þess sem áherslan á dagvinnu
á kostnað yfirvinnu stuðli að meiri
launajöfnuði kynjanna. Í fréttum RÚV
í gær sagði hann það rétt mat Más
Guðmundssonar seðlabankastjóra
að tilboð SA væri á brúninni og væri
jafnvel farið fram af henni. n
Jóhann Hauksson
johannh@dv.is
Svartsýnn „Ferðaþjónustan er sú grein
sem á mest undir núna. Ég held að sé ýtt
hraustlega á SA að gera eitthvað í málun-
um,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður
Starfsgreinasambandsins.
Húsnæði og kjör Eygló Harðardóttir fé-
lagsmálaráðherra gæti átt góðan stuðning
stjórnarandstöðunnar við frumvarp um
hækkun húsaleigubóta og fleira.
„Ferðaþjónustan
er sú grein sem
á mest undir núna
Taugaspenna
Háannatími ferða-
þjónustunnar fer
í hönd. Víðtæk og
ótímabundin verkföll
blasa við strax eftir
hvítasunnu að öllu
óbreyttu. Mynd REuTERS