Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 40
Helgarblað 15.–18. maí 201540 Skrýtið Sakamál
A
ustin Sigg lýsti með einu
orði gjörðum sínum þegar
hann fékk lífstíðardóm í
nóvember 2013. Dómar-
inn við umdæmisdómstól
Jefferson-sýslu í Colorado í Banda-
ríkjunum, Stephen Munsinger, og
saksóknarinn í máli Austins voru
sammála um að Austin hefði hitt
naglann á höfuðið þegar hann sagði
að það sem hann hafði verið sak-
felldur fyrir væri „illska“.
Stephen Munsinger hafði á orði:
„Illska er greinilega raunveruleg. Hún
sýndi sig í samfélagi okkar 5. október
2012. Þann dag bar hún nafnið
Austin Sigg.“ Ákæruatriðin á hendur
Austin voru fimmtán talsins og nokk-
ur þeirra tryggðu honum þyngsta
dóm sem hægt var að kveða upp og
að hann myndi aldrei um frjálst höf-
uð strjúka á ný. Þegar þarna var kom-
ið sögu var Austin 18 ára að aldri.
Morð og mannránstilraun
Austin Sigg hafði í október 2013 ját-
að sig sekan um öll fimmtán ákæru-
atriðin, þar á meðal að hafa myrt 10
ára stúlku, Jessicu Ridgeway, og árás
á skemmtiskokkara við Ketner-vatn
í maí 2010 með mannrán í huga.
Austin var 17 ára þegar hann
myrti Jessicu og hefði því samkvæmt
lögum átt að fá lífstíðardóm með
möguleika á reynslulausn eftir 40 ára
afplánun.
En Stephen Munsinger var ekki
á þeim buxunum og kvað upp þann
úrskurð að Austin skyldi afplána
86 ár að auki eftir 40 ár í fangelsi.
Mótmæli verjanda Austins, sem
sagði slíka refsingu ganga í bága við
stjórnarskrána, vera grimmilega og
óvenjulega, féllu í grýttan jarðveg hjá
dómaranum sem sagði: „Þetta mál
krefst lífstíðardóms.“
Kjökrandi móðir
Síðustu tvo daga réttarhaldanna,
þegar dómarinn fór yfir ákæru-
atriðin og hámarksrefsingu fyrir
hverja ákæru fyrir sig, var Austin
þögull sem gröfin. Hann horfði
beint fram og leit ekki eitt andartak
í átt að fjölskyldu Jessicu eða móður
sinni, Mindy.
Mindy kjökraði látlaust þegar
farið var í smáatriðum yfir verkn-
að Austins, en þegar dómarinn kvað
upp úrskurð sinn horfði hún ró-
lyndislegum augum á son sinn. Sjálf
hafði móðir Jessicu yfirgefið dóm-
salinn áður en aðstoðarríkissak-
sóknarinn Hal Sargent lýsti síðustu
jarðvistarstundum Jessicu.
Tveggja klukkustunda
misþyrmingar
Dómsalurinn var þéttsetinn og nán-
ast kjökrað í hverju horni þegar Hal
lýsti málavöxtum; Austin hefði beðið
í aftursæti Jeep-bifreiðar sinnar og
fylgst með Jessicu. Hann hefði beðið
þar til hún var komin alveg að bíln-
um og þá gripið hana, fjötrað og
fleygt inn í aftursætið. Hal sagði að
erfitt væri að gera sér í hugarlund
hvað Austin hefði gert við Jessicu en
„við vitum að hann misþyrmdi henni
kynferðislega“.
Hal Sargent fór yfir þær tæpu
tvær klukkustundir sem Austin hélt
Jessicu fanginni í svefnherbergi
íbúðar sinnar. Austin neyddi Jessicu
til að horfa á bíómynd á meðan hann
klippti hár hennar og lagði fram fatn-
að sem hann vildi að hún klæddist.
Síðar reyndi Austin að kyrkja
Jessicu með plastbandi en það skarst
inn í hendur hans og síðar sagði
hann lögreglu að hann hefði ekki
„haft nægt vogarafl“ til að ljúka verk-
inu þannig.
Notaði hendurnar
Þegar upp var staðið sá Austin þann
kost vænstan að nota berar hend-
urnar til að kyrkja Jessicu og það
tók hann um þrjár mínútur. Þegar
hann sá krampakippi fara um líkama
hennar lét hann renna sjóðandi heitt
vatn í baðkar og keyrði höfuð hennar
ofan í það.
Þarna lét Hal staðar numið; sagð-
ist ekki vilja lýsa í smáatriðum hvernig
Austin sundurlimaði lík Jessicu. Sjálf-
ur hafði Austin sagt lögreglu að hann
hefði verið að fullnægja kynferðislegri
fantasíu. „Kannski,“ sagði Hal, „orðar
Austin Sigg þetta best,“ – „Illska lýsir
orða best því sem ég hef gert.“
Móðirin hafði samband
við lögreglu
Jessica Ridgeway hvarf 5. október
2012 og á tímabili tóku yfir 1.000
manns og 75 löggæslustofnanir þátt
í leit að henni.
Þann 23. október hafði Mindy,
móðir Austins, samband við lög-
reglu og sagði að sonur hennar hefði
viðurkennt að hafa rænt Jessicu og
myrt. Austin hafði á orði við móður
sína að hann væri skrímsli og það
yrði að refsa honum. Ef Austin Sigg
sagði þetta við móður sína má með
sanni segja að honum hafi orðið að
ósk sinni því hann mun sennilega
ekki kemba hærurnar utan veggja
fangelsis. n
LAKKVÖRN
+GLJÁI
Sterk og
endingargóð
gljávörn!
Made in GerMany
Since 1950
Hefur hlotið
frábæra dóma!
Illska að nafni
Austin Sigg
n Morðinginn sagðist hafa fullnægt kynferðislegri fantasíu
n Það tók hann þrjár mínútur að kyrkja fórnarlamb sitt
Fórnarlambið Jessica Ridgeway upplifði
hrylling síðustu stundir lífs síns.
Morðinginn Austin Sigg sagði
verknað sinn vera illsku.
„Þegar hann sá
krampakippi fara
um líkama hennar lét
hann renna sjóðandi heitt
vatn í baðkar og keyrði
höfuð hennar ofan í það.