Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 51
Helgarblað 15.–18. maí 2015 Menning 51 A R G H !!! 3 00 41 5 Dr. BREUS RÚMIN FÁST Í REKKJUNNI DR. MICHAEL BREUS eða Dr. SVEFN Dr. Michael J. Breus er sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í svefni. og þá sérstaklega í svefnröskunum. Hann er einn af einungis 163 einstaklingum í heiminum með þessa menntun. Dr. Breus hefur skrifað mikinn fjölda greina og komið reglulega fyrir í sjónvarpsþáttum þar sem hann fjallar um mikilvægi þess að sofa á góðri dýnu. Dr. Breus er hönnuður og framleiðandi The Dr. Breus Bed, en það eru fyrstu og einu rúmin sem hönnuð eru af svefnlækni. Hann hannar og framleiðir rúm í samstarfi við King Koil. H E I L S U R Ú M - Rúmin sem eru hönnuð af svefnsérfræðingnum Dr.Breus - ÞESSI SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM N orður er ný ljóðabók eftir Eyþór Árnason. Þetta er þriðja ljóðabók Eyþórs. Hann hlaut Bókmennta- verðlaun Tómasar Guð- mundssonar árið 2009 fyrir fyrstu ljóðabók sína, Hundgá úr annarri sveit, og árið 2011 sendi hann frá sér ljóðabókina Svo ég komi aftur að ágústmyrkrinu. „Það er hægt að hugsa þessa nýju bók sem rútuferðalag, ímynda sér að maður sé kominn í rútuna og á leið norður í Skagafjörð. Sú ferð tek- ur jafnlangan tíma og að horfa á Arabíu-Lárens. Kannski sofnar mað- ur á leiðinni eða hverfur eitthvert allt annað,“ segir Eyþór. „Bókin var samt ekki hugsuð sem rútuferð en varð þannig þegar ég fór að raða ljóðun- um saman. Þegar maður er að raða ljóðum saman í bók til útgáfu veltir maður því fyrir sér hvaða ljóð maður eigi að hafa fyrst í bók og hvað eigi að vera síðast. Í fyrri ljóðabókum mínum hefur sögutíminn verið ár. Fyrsta bók- in byrjar um áramót og endar um áramót og bók númer tvö, Ágústmyrkrið, byrj- ar í ágúst og endar í ágúst. Þessi bók hefst í Reykjavík og endar í Skagafirði og það gerast alls konar hlutir á leiðinni. En að raða þessu svona upp skiptir kannski mestu máli fyrir mig. Samt vona ég að les- andinn njóti þess að láta sig dreyma um rútuferðalag.“ Bóndasonur úr Skagafirði Landið og náttúran eru Eyþóri hug- leikin. „Ég er tvískiptur maður,“ segir hann. „Ég er bóndasonur úr Skagafirði og var þar fram á þrítugsaldur og er mikill sveita- maður í mér en er líka orðinn töluverður 101-maður. Eins og góður maður sagði einu sinni svo fallega: Maður má aldrei láta heimþrána rætast. Ég kann vel við mig í Reykja- vík, en kannski flyt ég í Varmahlíð þegar ég er orðinn gamall maður, sit þar á tröppunum í kaupfélaginu og tek á móti rútunni og spyr frétta af fólki og færð.“ Engar áhyggjur af framtíð ljóðsins Hann segist aðspurður finna fyrir miklum áhuga fólks á ljóðum. „Ég hef engar áhyggjur af framtíð ljóðs- ins. Ég finn mikinn ljóðaáhuga í kringum mig og held svei mér þá að hann fari vaxandi. Menn í kringum mig spyrja oft: Er ekki að koma bók? Og maður sperrist upp og svarar alltaf: Jújú, það er verið að vinna í því. Mér finnst sífellt fleiri vera að yrkja, ekki síst ungt fólk. Ég reyni að fylgjast með en geri sennilega ekki nóg af því.“ Spurður hvaða ljóðskáld hafi haft áhrif á ljóðagerð hans segir hann: „Gyrðir og Siggi Páls hafa haft áhrif á mig og sömuleiðis eldri skáld, eins og Stefán Hörður, Þor- steinn frá Hamri, Hannes Pétursson og auðvitað Steinn og svo öll hin skáldin. Ég verð bara ruallur glað- ur þegar ég byrja að telja. Svo finnst mér Ingunn Snædal frábær. Ég les ljóð eftir hana og segi: Af hverju gat ég ekki búið þetta til!“ n Tvískiptur maður Eyþór Árnason sendir frá sér ljóðabókina Norður Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Ég kann vel við mig í Reykjavík, en kannski flyt ég í Varmahlíð þegar ég er orðinn gamall maður, sit þar á tröppunum í kaupfélaginu og tek á móti rútunni og spyr frétta af fólki og færð. Eyþór Árnason „Ég finn mikinn ljóðaáhuga í kring- um mig og held svei mér þá að hann fari vaxandi.“ Mynd ÞorMar Vignir gunnaSSon Allar bækur 1 Ég átti svartan hund Matthew Johnstone 2 Hilma Óskar Guðmundsson 3 Sætmeti án sykurs og sætuefna Nanna Rögnvaldardóttir 4 Andersen skjölin Eggert Skúlason 5 Mörk Þóra Karítas Árnadóttir 6 Ekki snúa aftur Lee Child 7 Breyttur heimur Jón Ormur Halldórsson 8 Sagas Of The Icelanders Ýmsir höfundar 9 Dauðinn ekur Audi Kristian Bang Foss 10 Britt - Marie var hér Fredrik Backman Íslenskar kiljur 1 Hilma Óskar Guðmundsson 2 Ekki snúa aftur Lee Child 3 Dauðinn ekur Audi Kristian Bang Foss 4 Britt - Marie var hér Fredrik Backman 5 Rachel fer í frí Marian Keyes Metsölulisti Eymundsson 6.–12. maí 2015 H araldur Ingi Haraldsson hefur sent frá sér rafræna bók um það helsta í myndlist sinni frá árunum 2002–2014 og hún hefur heitið Codhead. Í for- mála bókarinnar segir Haraldur Ingi fá Codhead hugmynd sinni og út- færslu hennar: „Ég byrjaði að vinna í Codhead hugmyndinni um 2000 þegar ég flutti frá Reykjavík til Hrís- eyjar. Ég bjó efst í þorpinu vestan- megin og steinsnar frá skreiðar- hjöllunum. Ég var mikið að flækjast í göngutúrum um eyjuna og þá oft í kringum hjallana og hausarnir virk- uðu alltaf sterkar og sterkar á mig.“ En hvað er Codhead? „Codhead er heimur þar sem jakkafataklætt fólk með bindi og þorskhaus sinn- ir margvíslegum störfum í umhverfi sem skilgreinir heiminn. Codhead er samstofna orðinu Godhead og á ein- hvern hátt nánast sama orðið. Þorsk- dómur og guðdómur,“ segir Haraldur Ingi. Hann hefur haldið fjölda mynd- listarsýninga og unnið að bóka- og blaðaútgáfu og rekstri sýningar- sala. Hann var fyrsti forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri en starfar nú sem verkefnastjóri við safnið. Í bókinni eru ljósmyndir frá inn- setningum listamannsins og sýning- um ásamt fleira efni. Bókina má finna á: http://min.ibrochure-instant. com/13720Codhead/ og http:// www.codhead.net/ n Þorskdómur og guðdómur Hausarnir virkuðu alltaf sterkar og sterkar á Harald Inga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.