Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 62
Helgarblað 15.–18. maí 201562 Fólk Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • Opið kl. 12-18 Hágæða parketplankar á góðu verði Ástarsorg innblÁstur plötunnar Máni Orrason er 17 ára tónlistarmaður sem býr á Spáni É g elska að koma til Íslands og þá sérstaklega til að spila,“ segir tónlistarmaðurinn ungi Máni Orrason sem býr á Alicante á Spáni. Pabbi rokkaðri Máni, sem er 17 ára, er að senda frá sér sína fyrstu plötu, Repeating Patt- erns. Aðspurður lýsir hann tónlist sinni sem alþýðutónlist, poppi og rokki. „Ég prófaði eiginlega bara allt á þessari fyrstu plötu. Ég hef verið að spila frá ellefu ára aldri, þá byrjaði ég að spila á gítar. Við erum öll í tónlist í fjölskyldunni, syngjum eða spilum á hljóðfæri,“ segir hann og bætir við að flest séu þau á svipaðri bylgjulengd í tónlistinni. „Nema pabbi. Hann er rokkaðri en við hin.“ Tíu systkini Máni hefur búið á Spáni frá tveggja ára aldri, þegar foreldrar hans fluttu út með fjölskylduna, og hann segir gott að búa í sólinni. „Þar sem ég bý á miklu túristasvæði er minna um spænska menningu og meira af breskri. Ég geng í breskan skóla og nánast allir vinir mínir eru Skotar. Annars er tvennt ólíkt að vera hér um vetur eða sumar. Á veturna er lítið að gerast hérna og bara gamalt fólk og Spánverjar,“ segir Máni sem kemur úr stórum hópi systkina. „Við erum tíu talsins. Pabbi átti fjögur börn áður en þau mamma hittust og mamma eitt. Svo eignuðust þau fimm saman. Sjálfur er ég í miðjunni, gleymda miðjubarnið, sem er ástæðan fyrir því að ég þurfti að gera eitthvað sér- stakt til að ná athygli þeirra,“ segir hann hlæjandi. Ástarsamband sem endaði illa Máni, sem mun halda útgáfutón- leika þann 29. maí í Austurbæ, hefur vakið athygli fyrir þroskaða texta. „Ég hef alltaf reynt að vera mjög heiðar- legur í textagerð og auk þess reynt að fylgjast með því sem er að gerast í kringum mig og reyna að meika ein- hvern sens úr því. Svo hef ég alltaf elskað tónlistarmenn eins og Bob Dylan, Bruce Springsteen og Bítlana og pælt mikið í þeirra textum og reynt að skilja hvað sé frábært og af hverju. Mér finnst textinn jafn mikil vægur og lagið sjálft,“ segir Máni og játar því að ástarsorg hafi einnig haft áhrif á text- ana. „Ég átti kærustu, það samband endaði illa en varð innblástur fyrir mig til að gera þessa plötu.“ Elskar ströndina Máni er í skóla þar sem hann er að læra spænsku, leiklist, tónlist og upptökur. „Ég er sem sagt að klára breska A-levels-menntaskólann með grunnskólaprófinu. Í sumar ætla ég svo að spila mikið á Íslandi og í Þýskalandi,“ segir hann en bæt- ir við að hann hafi ekki gert upp við sig hvar hann muni enda í framtíð- inni. „Það eru ákveðnir hlutir sem ég elska við Alicante, eins og ströndin, sjórinn, veðrið og svo er fjölskyldan mín náttúrlega hérna. En það sem ég elska við Ísland er kúltúrinn. Þar er svo miklu meira af ungu fólki sem er að gera eitthvað skapandi og ég sakna þess.“ n Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Máni Orrason Finnst gott að koma til Íslands og spila. Mynd PEPAVALERO FOTOGRAFIA Saknar Íslands Máni flutti til Alicante þegar hann var tveggja ára. „sjálfur er ég í miðj- unni, gleymda miðju- barnið, sem er ástæðan fyrir því að ég þurfti að gera eitthvað sérstakt til að ná athygli þeirra. „Ég er mjög stolt“ Tanja Ýr lætur drauminn rætast og stofnar fyrirtæki É g hef lengi notað gerviaugnhár og alltaf fundist þau setja punkt yfir i-ið í förðun. Hins vegar var ég alltaf að klippa þau sundur og saman til að gera þau eins og ég vil hafa þau því sjálf vil ég að þau líti út fyrir að vera eðlileg,“ segir fegurðar- drottningin Tanja Ýr Ástþórsdótt- ir, sem opnaði vefsíðuna beautybyt- anja.is þar sem hún selur tólf týpur af gerviaugnhárum sem hún hefur látið hanna fyrir sig. Tanja Ýr stefnir á að koma með fleiri vörur á markað. „Þetta tekur allt tíma og ég get ekki sagt hvaða vara kemur næst. Ég er ekkert endilega að einblína á Ísland og ef allt gengur upp mun var- an fara í sölu í alþjóðlegri verslunar- keðju. Að stofna mitt eigið fyrirtæki hefur verið minn draumur og loksins hefur hann ræst. Ég er mjög stolt.“ Tanja, sem er að læra hugbúnað- arverkfræði, segist lítið hafa notað námið til að koma fyrirtækinu á legg. „Ég tók eitt ár í fjármálaverkfræði og tók þar lítið námskeið um stofnun fyr- irtækja. Þaðan tók ég aðallega tvö ráð sem ég hef nýtt mér mikið. Annars vegar að nota síðu eins og Odesk til að hjálpa mér að finna fólk sem vinn- ur við það sem ég þarf á að halda og hins vegar varðandi þróunarvinnu, að spyrja mig í sífellu af hverju þetta en ekki hitt og fá aðra til að segja sína skoðun. Maður getur orðið pirraður af þessu en lærir mjög mikið af því. Ég ætla samt að klára námið því það verð- ur gott að hafa það til vara.“ Tanja segir fegurðardrottningar- titilinn hafa hjálpað sér til að láta drauminn rætast. „Ég efast um að ég væri á þessum stað ef ég hefði ekki unnið Ungfrú Ísland. Í gegnum keppnina hafa augu mín opnast fyrir ýmsum tækifærum og ég sjálf kynnst mér betur. Nú mun ég ekki láta neitt stoppa mig.“ n Lætur drauminn rætast Tanja Ýr er að læra hugbúnaðarverkfræði og hefur stofnað sitt eigið fyrirtæki. Ungfrú Ísland Tanja Ýr segir titilinn hafa hjálpað sér við að láta drauminn rætast. indiana@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.