Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 2
2 Fréttir Helgarblað 15.–18. maí 2015 Lífrænt Valið besta heilsuefnið Fæst í apótekum, Hagkaup, Krónunni, Grænni heilsu, Heilsuhúsinu og Fjarðarkaup. www.thebeautyshortlist.com Best Health Supplement - Overall Wellbeing Hreinsar líkamann, bætir andadrátt og líkamslykt, fegrar og frískar húðina Bætir meltingu, gerir líkamann basískan, kemur á réttu pH gildi Yr 100 lífræn næringarefni sem gefa orku, einbeitingu og vellíðan Spirulina, Chlorella & Barleygrass Lifestream framkvæmir þrefaldar næringarprófanir; við uppskeru, eftir framleiðslu og að lokum með vottun frá óháðri prófunarstofu. Dagleg græn upplyfting. Heilnæmt fæði, hámarks upptaka og nýting á næringarefnum. 120 hylki. M örg stærri fyrirtæki, eins og Bónus og Ferskar kjöt- vörur hafa auglýst vörur sínar með slagorðinu „Beint frá bónda“. Þessi markaðssetning hefur vakið upp hörð viðbrögð bænda og aðstand- enda samtakanna Beint frá býli. Fyrrverandi formaður samtakanna Beint frá býli segir um að dónalegar og siðlausar auglýsingar sé að ræða en framkvæmdastjóri Stjörnugríss segir að stoltir íslenskir bændur standi að fyrirtækinu. „Mér finnst þetta dónalegt og siðlaust“ „Að mínu mati eru stórfyrirtæk- in þarna að gróflega misnota vinnu annarra. Mér finnst þetta dónalegt og siðlaust,“ segir Hlédís Sveinsdóttir, annar af aðstandend- um Matarmarkaðs Búrsins og fyrr- verandi formaður samtakanna Beint frá býli. „Ég hef átt þátt í að byggja upp Beint frá býli frá byrj- un. Bændur eru búnir að fjárfesta í eigin kjötvinnslum til þess að sinna þessum neytendum og við leggjum mikið upp úr rekjanleika og upp- runa. Þetta hefur gengið mjög vel en svo koma stórframleiðendur og notfæra sér dugnað og elju annarra á svívirðilegan hátt. Þeir vanvirða einfaldlega hugtakið og hug- hrifin sem aðrir skapað,“ segir Hlédís ákveðin. „Ég stórefast um að einhver sé að gleypa við þessu rugli, að þetta hafi áhrif á kaupákvarðanir einhverra, en ég hvet neytendur til að vera með- vitaða um þetta.“ Mikilvægt að fram komi hvaðan varan er Að sögn Jóhannesar Gunnarssonar, formanns Neytendasamtakanna, þá hefur þeim borist þetta til eyrna. „Það er skoðun Neytendasamtak- anna að ef vara er merkt „Beint frá bónda“ þá eigi að vera hægt að sjá á umbúðum hver bóndinn er. Það er jafnframt skoðun Neytendasam- takanna að samtökin Beint frá býli eigi að fara með þetta mál til Neyt- endastofu og fá úr því skorið hvort hér sé um villandi upplýsingar að ræða og sem brjóta í bága við lög. Neytendastofa hefur úrræði til að grípa inn í telji hún svo vera. Það hafa Neytendasamtökin ekki,“ segir Jóhannes. Vinnum okkar vöru frá a-ö Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, segir að allt svínakjöt sé keypt frá Geir Gunnari Geirssyni, svínabónda að Vallá en Geir Gunnar er forstjóri fyrirtækis- ins Stjörnugrís. „Munurinn á okkur öðrum svínabændum er sá að við erum með eina fullkomnustu mat- vælavinnslu á landinu og erum að vinna okk- ar vöru alveg frá a-ö. Við erum með sláturhús, kjöt- vinnslu og fullkomið vinnslueld- hús þar sem við framleiðum álegg og jafnvel eldum mat,“ segir Hilmar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss. „Ég skil vel að fólk ræði þetta og það er ámælis- vert ef að bóndi væri að selja vör- una til þriðja aðila, sem myndi fullvinna vöruna og selja hana svo áfram undir þessum formerkjum. Við erum hins vegar að fullvinna vöruna og erum klárlega bændur. Ég tel okkur því vera í fullum rétti,“ segir Hilmar. Að sögn Hilmars hef- ur verið hægt að sjá á ferskum vör- um fyrirtækisins frá hvaða bæ kjöt- ið er. „Við ætlum að setja þetta inn á allar okkar afurðir. Hingað til hefur alltaf verið rekjanleikanúmer á öll- um okkar vörum en á bak við núm- erið er skráð býli, sláturdagur og pökkunardagur.“ Greiða bændum aukaálag ofan á verð frá sláturleyfishafa Ferskar kjötvörur hafa fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir markaðssetn- ingu sína en fyrirtækið stendur með- al annars að vörumerkinu Íslands- naut. „Við hjá Ferskum kjötvörum höfum greitt bændum, sem rækta gripi sem uppfylla ákveðin skil- yrði, aukaálag ofan á það verð sem þeir fá hjá sláturleyfishafa. Við höf- um merkt pakkningar með steikum með þessum miða, og allt nautakjöt sem er merkt Íslandsnaut er að sjálf- sögðu íslenskt. Það kemur beint frá bónda í sláturhús og þaðan til okk- ar. Við teljum að framleiðslu- og dreifingarferli hjá okkur sé í öllum meginatriðum það sama og hjá þeim aðilum sem selja kjöt og kjötafurðir undir til dæmis merkjum Beint frá býli,“ segir Ingibjörn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, og bætir við: „Svo er það skilgrein- ing hvað er hefðbundinn búskapur sem bændur stunda og hvað er verk- smiðjubúskapur, eru það bændur sem stunda hann?“ n n Stórfyrirtæki merkja vörur sínar „Beint frá bónda“ n Bændur óánægðir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna „Það er skoðun Neytendasamtakanna að ef vara er merkt „Beint frá bónda“ þá eigi að vera hægt að sjá á umbúðum hver bóndinn er,“ segir Jóhannes. Hlédís Sveins- dóttir „Að mínu mati eru stórfyrirtækin þarna að gróflega misnota vinnu annarra,“ segir Hlédís. „Dónalegt og siðlaust“ „Að mínu mati eru stórfyrir- tækin þarna að gróflega misnota vinnu annarra. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Málþing, sýning og heimasíða L augardaginn 16. maí verður opnuð sýning í Þjóðarbók- hlöðunni í tilefni af 100 ára kosningarétti kvenna. Málþing um þróun borgara- og þegnréttinda kvenna í 100 ár verð- ur við opnun sýningarinnar og stendur dagskráin frá kl. 13–17. Erindi á málþinginu flytja Auður Styrkársdóttir, forstöðu- kona Kvennasögusafns Íslands, Björg Hjartardóttir kynjafræðing- ur og Guðný Gústafsdóttir kynja- fræðingur. Samhliða þessu á að opna vefinn konurogstjornmal.is. Verkefnið er styrkt af Fram- kvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og er í sam- starfi Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns við Þjóðskjala- safn Íslands, Alþingi, RÚV og Rannsóknastofnun í jafnréttis- fræðum við Háskóla Íslands. n Opna vefinn konurogstjornmal.is Konur og stjórnmál Samhliða mál- þinginu og sýningunni á að opna vefinn konurogstjornmal.is. Vekja athygli á Vestfjörðum Markaðsstofa Vestfjarða ásamt sveitarfélögunum á Vestfjörðum og ferðaþjónustuaðilum á svæð- inu eru að hefja stærsta markaðs- átak sem sveitarfélögin hafa farið í til þessa. Að því er kemur fram á síðunni bb.is er um þriggja ára verkefni að ræða sem snýr að því að vekja athygli á Vestfjörðum sem áfangastað ferðamanna. Markaðs- átakið er persónustýrt þar sem fólk getur sett saman á Facebook draumaferð sína um Vestfirði. Þeir sem gera það komast í pott og geta fengið draumaferðina uppfyllta. Hægt er að taka þátt á westfjord. is. Verkefnið er unnið með fram- leiðslufyrirtækinu Tjarnargatan og hafa starfsmenn þess eytt síðasta eina og hálfa árinu í undirbúning og tökur um alla Vestfirði. Má veiða 700 tonn af rækju Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að veiðar verði leyfðar á 700 tonn- um af rækjum á svæðinu við Snæ- fellsnes á tímabilinu 1. maí 2015 til 15. mars 2016. Ákvörðunin var tek- in eftir árlega stofnmælingu stofn- unarinnar á rækju við Snæfellsnes, sem fór fram á rannsóknarskipinu Dröfn RE 35. Eitt helsta markmið leiðangursins var að meta stofn- stærð rækju á svæðinu og kanna þar fiskgengd. Könnunin leiddi í ljós að ástand rækjustofnsins á svæðinu væri ágætt og stofn- vísitalan mældist yfir meðallagi. Meira mældist af rækju í Breiða- firði en í fyrra en lítið var af fiski á slóðinni, að því er sagði á vef Haf- rannsóknastofnunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.