Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 47
Helgarblað 15.–18. maí 2015 Lífsstíll 47
Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð
og samþykkt af Mannvirkjastofnun.
Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna
og léttir þrif.
Stigahúsateppi
Mikið úrval!
Mælum og gerum tilboð
án skuldbindinga og kostnaðar
Ármúli 32, 108 Reykjavík
Sími 568 1888
www.parketoggolf.is
Sérverslun með teppi og parket
Hönn-
unar-
Horn
Kolfinna Von Arnardóttir
kolfinna@artikolo.is
C
annes- kvikmyndahátíðin
hefur verið haldin síðan
1939. Fyrst í stað var hún smá
í sniðum en upp úr 1950 fór
hún að vekja heimsathygli,
enda flykktust þá helstu stjörn-
ur veraldar á Rívíeruna, til dæmis
þokkadísirnar Sophia Loren, Grace
Kelly og Brigitte Bardot.
Þessar gyðjur skörtuðu sínu feg-
ursta og nutu sín á rauða dreglin-
um á milli þess sem þær sleiktu sól-
ina á ströndinni. Enn gera stjörnur
það sama og er nú til fyrirbæri
sem kallast „Cannes-tíska”. Hún er
blanda af fínustu síðkjólum sem til
eru yfir í afslappaðan strandar- og
snekkjufatastíl.
Í tilefni þess að nú fer alþjóðlega
kvikmyndahátíðin að hefjast ákvað
Hönnunarhornið að rifja upp tíma-
lausar tískumyndir og fegurðardís-
ir. Sjón er sögu ríkari! n
Cannes-tískan í áranna rás
Þegar tískugoðsagnir safnast saman á Rívíerunni
Rendur Catherine Deneuve mætti í rönd-
óttum síðkjól á hátíðina árið 1966.
Áberandi Heimsins ýktasti púff-kjóll
birtist 1987. Elizabeth Taylor verður
seint þekkt fyrir látleysi í smekk.
Á nærfötunum Madonna var fræg fyrir að hneyksla á opinberum
viðburðum og var Cannes-hátíðin engin undantekning. Hún mætti á
rauða dregilinn árið 1991 í nærfötum eftir Jean Paul Gaultier.
Stórglæsileg Blake Lively stal sviðsljósinu árið 2014 í sínum Gucci
Première-kjól. Síðar á árinu vann hún til verðlauna fyrir kjólinn.
Klassísk fegurð
Fegurðardísin Sophia
Loren mætti í erma-
lausum prinsessukjól
á Cannes árið 1955.
Bert á milli Magabolur-
inn og Jane Birkin slógu í
gegn á hátíðinni 1966.
Bátatíska Grace Kelly í
snekkjufötum árið 1955.
Litagleði og stíll
U
mhverfisvænar, sjálfbærar
og fallegar flöskur njóta vax-
andi vinsælda. Íslendingar
eru alltaf að taka stærri skref
í átt að umhverfisvænum lífsvenjum
og alltaf er hægt að tileinka sér fleiri
góða siði.
Þessar litríku flöskur eru frá Ítalska
merkinu „24 bottles”. Hægt er að nota
flöskurnar undir drykki en einnig
undir olíur og krydd. Flöskurnar eru
lausar við BPA-efni, ryðfríar og fal-
legar og eru búnar til með það í huga
að spara plast.
Lekkert í eldhúsinu og í borðstof-
unni á öllum menningarheimilum. n