Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Blaðsíða 8
Helgarblað 15.–18. maí 20158 Fréttir Fæst hjá Jóni & Óskari. Laugavegi 61 // Kringlunni // Smáralind. Tel.+354 552 4910 // www.jonogoskar.is. Norðurljós Nýjasta hönnun úr Icecold silfurlínunni er innblásin af hinum töfrandi Norðurljósum. Tilvalin gjöf til vina og vandamanna erlendis. Northern lights PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 43 98 9 Men frá 16.900 kr. Lokkar 15.900 kr. Bráðaútskipti á Landspítalanum n Ný tæki fyrir 1,5 milljarða króna til Landspítalans á þessu ári n Mikill vandi hefur safnast upp L ækningatæki, sem kosta samanlagt einn og hálfan milljarð króna, eru væntan- leg á Landspítalann á þessu ári. Tækin koma úr tæplega 30 tækjaflokkum og er heildarverð tækjanna í hverjum flokki aldrei undir 10 milljónum króna. Að sögn Björns Jónssonar, deildarstjóra heilbrigðis- og upp- lýsingatæknideildar, eru mörg af gömlu tækjunum komin á síð- asta snúning. „Í raun má segja að mörg þessara tæki sem við erum að kaupa séu nánast bráðaútskipt- ingar,“ segir Björn. Hann bætir við að flest gömlu tækin séu orðin tíu til fimmtán ára gömul og að eðlilegt hefði verið að skipta þeim út mun fyrr. Var í tómu tjóni Fjárveitingin til tækjakaupa í ár er um 1,5 milljarðar króna en í fyrra var hún 1,3 milljarðar. „Árin þar á undan var þetta í tómu tjóni. Það er mikill vandi búinn að safn- ast upp og sem betur fer er verið að vinna í honum. Ef við náum að halda þessu fjármagni í þrjú til fjögur ár í viðbót þá ættum við að vera komin í nokkuð góð mál,“ segir Björn. Áður en fest eru kaup á tækjun- um í gegnum útboð fer fram ná- kvæmt forgreiningarferli þar sem óskir um ný tæki frá öllum svið- um Landspítalans koma fram. Listinn er oft upp á 5 til 6 millj- arða króna, sem síðan er þrengdur þannig að hann rúmist innan fjár- heimilda. Vegna sumra tækjanna þarf að standa í framkvæmdum við sjúkrastofur, rífa niður veggi eða breyta innréttingum. Á með- al nýrra tækja sem keypt verða á þessu ári eru hjartaþræðingar- tæki, röntgentæki og speglunar- búnaður. Þarf sérstaka fjárveitingu í jáeindaskanna Enn er mikil þörf fyrir jáeindaskanna á sjúkrahúsinu. Hann kostar um einn milljarð króna og er notaður til að koma auga á útbreiðslu krabba- meins. Fjöldi sjúklinga þarf á ári hverju að fara til útlanda til að kom- ast í slíkan skanna. „Við höfum alltaf þurft að ýta slíkum tækjum lengra á undan okkur því þau hafa ekki rúmast inn í fjárheimilda. Það þarf eigin lega sér fjárveitingu í þau.“ 2/3 tímans fyrir framan tölvu Lækningatæki og tölvukerfi bland- ast sífellt meira saman og skilin eru að verða sífellt óskýrari, að mati Björns. „Öll þessi lækninga- tæki í dag skila orðið gögnum í miðlægt kerfi, sem við köllum raf- ræna sjúkraskrá. Það eru endalaus- ar tölvur um alla ganga á spítalan- um og talað er um að læknar eyði allt að tveimur þriðja hluta af sín- um tíma fyrir framan tölvu í dag,“ útskýrir hann. n 600 milljóna framkvæmdir í sumar Framkvæmdir fyrir um 600 milljónir króna eru fyrirhugaðar á Landspítalan- um í sumar. Miklar utanhússviðgerðir verða framkvæmdar, þar á meðal á útveggj- um á húsnæði spítalans að Landakoti, Grensási, við Hringbraut og í Fossvog- inum. Útigarður verður einnig endurnýj- aður á Kleppi, auk þess sem breytingar verða gerðar á húsnæði bráðamóttöku kvennadeildar við Hringbraut. Það ver- kefni er unnið með viðbótarframlagi frá Líf styrktarfélagi, sem styrkir starfsemi kvennadeildarinnar. Að sögn Aðalsteins Pálssonar, deildarstjóra fasteignadeildar Landspítalans, kostar framkvæmdin á bilinu 50 til 60 milljónir króna og Líf leggur 24 milljónir króna til hennar. Mygla hefur komið upp í húsakynnum Landspítalans undanfarin ár og reynt verður að vinna bug á vandamálinu í sumar. „Við erum alltaf að glíma við raka- skemmdir vegna lekra þaka og útveggja. Þessar framkvæmdir eru liður í því að stöðva leka og koma í veg fyrir frekari skemmdir,“ segir Aðalsteinn. Freyr Bjarnason freyr@dv.is „Ef við náum að halda þessu fjár- magni í þrjú til fjögur ár í viðbót þá ættum við að vera komin í nokkuð góð mál Björn Jónsson Björn segir að þörfin fyrir ný tæki sé orðin mjög brýn. Mynd Sigtryggur Ari Lýsing Röntgentæki (föst/skyggni/móbíll) (12 tæki yfir 3-4 ár) Skurðþjarkur (Davinci róbot) Vararafstöð í Fossvogi Diskastæður fyrir klínísk gögn Speglunartæki (um 50 tæki) Gegnumlýsingartæki á HB C-Röntgenbogar (1 stór, 1 minni) Kjarnarannsókn Hjartaþræðingartæki, stofa 2 Svæfingavélar á skurðstofum, fasi III (3 stk.) Tæknilegir innviðir v. lækningatækja Mónitorar, fasi III (10 stk.) Skurðarborð (18 borð yfir 3 ár) Geislaplönunarkerfi v. línuhraðals Dauðhreinsiofnar (2 stk.) Ósæðadælur (3 stk.) Autoklavar f. veirufræði (2 stk.) Massagreinir Skurðstofulampar (18 lampar yfir 2 ár) Aðgerðasmásjá Hjartaómtæki Mósatæki Maldi Tof rannsóknartæki Endurnýjun sjúkrarúma (600 rúm yfir 3-4 ár) Þvottavélar/þurrkskápar fyrir speglunardeild Blöndunarskápar f. apótek (2 stk.) Davinci þvottavél f. aðgerðaþjarka Frumuflæðisjá f. blóðbankann Háhraðagreinir Gjörgæslukerfi Sneiðmyndatæki í FV (viðbót) Segulómtæki, uppfærsla í FV Steinbrjótur Monitorar f. fæðingarvakt Svið Rannsóknarsvið Skurðsvið Öll svið Öll svið Lyflækningasvið Rannsóknarsvið Aðgerðasvið Rannsóknarsvið Lyflækningasvið Aðgerðasvið Öll svið Flest svið Aðgerðasvið Lyflækningasvið Aðgerðasvið Skurðsvið Rannsóknarsvið Rannsóknarsvið Aðgerðasvið Aðgerðasvið Lyflækningasvið Rannsóknarsvið Rannsóknarsvið Flest svið Lyflækningasvið Flæðissvið Aðgerðasvið Aðgerðasvið Rannsóknarsvið Aðgerðasvið Rannsóknarsvið Rannsóknarsvið Skurðsvið Kvenna og barnasvið Kaup á lækningatækjum 2015 nr. A1 A2 A3 A4 A5 A6 A7 A8 A9 A10 A11 A12 A13 A14 A15 A16 A17 A18 A19 A20 A21 A22 A23 A24 A25 A26 A27 A28 A29 B1 B2 B3 B4 B5 Listi yfir lækningatækjakaup á árinu 2015 (A1-A29). Það efsta er dýrast og svo koll af kolli. Nokkur verkefni eru reyndar eftirhreytur frá fyrra ári og sum eru svokallaðir rammasamn- ingar þannig að búnaðurinn er keyptur á nokkrum árum. Verkefni sem eru merkt B1-B5 á að ráðast í á næsta ári en undirbúningur vegna þeirra hefst á þessu ári. Stærstu verkefnin í ár eru rammasamningur um röntgentæki til 3–4 ára, endurnýjun alls speglunarbúnaðar og nýtt hjartaþræðingartæki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.