Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Page 12
Helgarblað 15.–18. maí 201512 Fréttir L ífeyrissjóðirnir, sem eru eign almennings, ættu ekki að fjár- festa í einkarekinni heilbrigð- isþjónustu. Við erum alfarið á móti því og tala ég þá fyrir hönd BSRB. Í öllum okkar ályktun- um og samþykktum er lýst þeirri skoðun að almannaþjónustan eigi að vera rekin fyrir skattfé en ekki í einkarekstri.“ Þetta segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í samtali við DV, en að minnsta kosti tveir af þremur líf- eyrissjóðum opinberra starfsmanna eiga hlut bæði í fasteignafélaginu Reitum hf. og Kjölfestu slhf. Bæði fé- lögin hafa hagsmuna að gæta í Hótel Íslands-húsinu, en þar er meðal annars ætlunin að reka læknamið- stöðina Klíníkin Ármúla. Í samtölum við DV hafa heilbrigðis ráðherra, landlæknir og formaður Læknafélags Íslands auk annarra lækna varað við einka- rekstri í heilbrigðiskerfinu sem skar- ast getur við sérhæft grunnhlutverk sjúkrahúsanna. Gagnrýnin beinist þó ekki gegn einkarekstri í heild sinni en margvísleg almannaþjónusta í heil- brigðiskerfinu er rekin í krafti þjón- ustusamninga við ríkið. Miklu frekar gjalda menn varhug við því ef þróun- in verður til þess að til verði tvö heil- brigðiskerfi í landinu, fyrir efnafólk annars vegar og alla aðra hins vegar. Þá skipti form samninga sem byggj- ast á greiðslum af almannafé í einka- rekinni heilbrigðisþjónustu miklu máli. Rætt á stjórnarfundum „Innan stjórnar BSRB og ekki síður innan framkvæmdastjórnar BSRB, en þar eru fulltrúar sem sitja í stjórn- um lífeyrissjóðanna, hefur þessi um- ræða farið fram; að lífeyrissjóðirnir séu ekki að fjárfesta í einkarekstri í almannaþjónustu. Reitir hf. er fast- eignafélag sem síðan á og leigir einkareknum félögum í almanna- þjónustu. Allt sem BSRB stendur fyrir hugmyndafræðilega er að al- mannaþjónustan skuli vera rekin af sameiginlegu skattfé landsmanna og vera gjaldfrjáls þannig að allir lands- menn hafi jafnan aðgang að þjónust- unni. Allar okkar samþykktir ganga út á það,“ segir Elín Björg. Hún kveðst vita til þess að í lífeyris sjóðum, sem BSRB-félagar eiga aðild að hafi þessi umræða ver- ið tekin. Hvort verið sé að fjárfesta í fyrirtækjum sem sinna almanna- þjónustu í einkarekstri. „Menn hafa lagst gegn því. Þarna er verið að leigja húsnæði undir slíkan rekstur sem er meðal annars í eigu þessara lífeyrissjóða. Ég lýsi áhyggjum mín- um af því ef þetta þróast áfram með þessum hætti því það var ekki mark- miðið þegar lífeyrissjóðirnir fjár- festu í þessu fasteignafélagi að þeir færu í samstarf við einkarekin fyrir- tæki sem rekin eru fyrir skattfé vegna almannaþjónustu, ég tala nú ekki um í heilbrigðisþjónustu.“ Eignarhald á mörgum stöðum Klíníkin Ármúla er að þriðjungi í eigu Eva Consortium. Eva er að sínu leyti í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur og fjárfestingafélagsins Kjölfestu. Kjöl- festa er í eigu fjölda lífeyrissjóða, þeirra á meðal Söfnunarsjóðs lífeyris- réttinda sem er meðal annars í eigu félagsmanna BSRB. Reitir hf. á alla bygginguna við Ármúla 9, 9.300 fermetra, en Reit- ir er fyrst og fremst í eigu bankanna og lífeyrissjóða, meðal annars Lífeyris sjóðs starfsmanna ríkisins. Tekjur félagsins í fyrra námu 8,7 milljörðum króna og hagnaður um 2,5 milljörðum. Auk þess sem Klíníkin Ármúla verður rekin þar sem áður var skemmtistaðurinn Broadway flytur heimaþjónustu fyrirtækið Sinnum ehf. starfsemi sína í húsið úr Garða- bæ á næstunni. Sinnum er í eigu Eva Consortium (Ásdís Halla Bragadóttir o.fl.) og hefur verið starf rækt í fjölda ára og leigt húsnæði þar sem áður var klaustur St. Jósefssystra en það er nú eign Garðabæjar. Samkvæmt upp- lýsingum bæjarskrifstofunnar var mánaðar leigan um 430 þúsund krón- ur fyrir um 375 fermetra húsnæði. Kaupverð Ármúla 9 er ekki ljóst en samkvæmt upplýsingum Stundar- innar hefur það þegar verið veðsett fyrir á fjórða milljarð króna. Um- fangsmiklar framkvæmdir standa yfir í húsinu sem á að húsa Sinnum, Klíníkina, sjúkraherbergi, rúmlega hundrað herbergja hótel, heilsurækt og böð auk kaffihúss. n Mótfallin einkarekinni heilbrigðisþjónustu n Lífeyrissjóðir stórir fjárfestar í nýrri læknamiðstöð n BSRB efast um hlutverk lífeyrissjóða Stærstu hluthafar Reitir hf. Eignabjarg ehf. (dótturf. Arion) 24,0% Landsbankinn hf. 17,7% Gildi lífeyrissjóður 8% Lífeyriss. starfsm. ríkisins A 5,3% Íslandsbanki hf. 3,9% Glitnir hf 3,6% Haf funding 2008 Ltd. 2,7% Lífeyrissj. starfsm. ríkisins B 2,6% Frjálsi lífeyrissjóðurinn 1,7% Kjölfesta slhf. Lífeyrissjóður verslunarmanna 19,99 % Sameinaði lífeyrissjóðurinn 19,99% Stapi lífeyrissjóður 17,63% Lífsverk lífeyrissjóður 13,22% Frjálsi lífeyrissjóðurinn 9,25% Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 6,25% Lífeyrissjóður Vestfirðinga 4,41% Lífeyrissjóður bænda 2,50% Lífeyrisauki 2,46% Eftirlaunasj. atvinnuflugmanna 1,76% „Það var ekki mark- miðið þegar lífeyr- issjóðirnir fjárfestu í þessu fasteignafélagi að þeir færu í samstarf við einka- rekin fyrirtæki. Klíníkin Ráðgert er að setja upp skurðstofur í Klíníkinni við Ármúla. Sinnum Heimaþjónustan Sinnum ehf. flytur starfsemi sína í Ármúla 9 úr húsum í Garðabæ sem til skamms tíma voru í eigu St. Jósefssystra. Ekki á stefnu- skrá BSRB „… allir landsmenn hafi jafnan aðgang að þjónustunni. Allar okkar samþykktir ganga út á það,“ segir Elín Björg Jónsdóttir. Mynd SigtRygguR ARi Jóhann Hauksson johannh@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.