Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Side 14
Helgarblað 15.–18. maí 201514 Fréttir
Þ
rátt fyrir að samanlagður
hagnaður stóru viðskipta-
bankanna hafi numið nærri
27 milljörðum króna á fyrstu
þremur mánuðum þessa árs
– og aukist um meira en 70% á milli
ára – þá lítur myndin öðruvísi út þegar
litið er á afkomu þeirra af reglulegum
rekstri. Hagnaður bankanna af reglu-
legum rekstri, þegar notast er við skil-
greiningu Bankasýslu ríkisins, dróst
þannig saman um nærri 250 milljón-
ir frá því á sama tíma fyrir ári og var
samtals um 8,8 milljarðar króna. Að-
eins í tilfelli Arion banka batnaði af-
koman af reglulegum rekstri á milli
ára en hagnaður bankans var 3.150
milljónir króna borið saman við 2.433
milljónir á fyrsta fjórðungi 2014.
Þótt bankarnir séu að skila mikl-
um heildarhagnaði, sem skýrist eink-
um og sér í lagi af óreglulegum liðum
eins og virðisaukningu útlána og sölu
eigna, þá eiga bankarnir enn verk fyr-
ir höndum við að bæta afkomu sína
af grunnrekstri. Arðsemi bankanna
af reglulegum rekstri var á bilinu
4,2% (Landsbankinn) til 7,2% (Arion
banki) og var arðsemin að meðatali
lægri en fyrir ári síðan.
Samkvæmt Bankasýslunni er
reglulegur rekstur skilgreindur sem
mismunur reglulegra tekna (hreinar
vaxta- og þóknanatekjur) og reglu-
legs kostnaðar (laun og launatengd
gjöld, annar rekstrarkostnaður, gjöld
í Tryggingasjóð innstæðueigenda og
fjárfesta og afskriftir rekstrarfjármuna
og óefnislegra eigna).
Hagnaður fimmfaldast
Hagnaður Landsbankans, sem er
að 98% hluta í eigu íslenska ríkisins,
nam samtals 6,4 milljörðum króna á
fyrsta ársfjórðungi og jókst um meira
en tvo milljarða á milli ára. Sé hins
vegar aðeins horft til reglulegs rekstr-
ar þá var hagnaður bankans ríflega
2,6 milljarðar króna og minnkaði um
meira en 600 milljónir frá sama tíma
árið 2014. Heildarhagnaður Íslands-
banka var 5,4 milljarðar samanbor-
ið við 8,3 milljarða króna á síðasta
ári. Afkoma bankans af reglulegum
rekstri dróst einnig saman á milli ára
og var liðlega þrír milljarðar króna
borið saman við 3,3 milljarða á sama
tíma 2014.
Hagnaður Arion banka á síðasta
ári sker sig mikið úr í samanburði
við Íslandsbanka og Landsbankann.
Heildarhagnaður bankans var tæp-
lega 15 milljarðar króna og næstum
fimmfaldaðist á milli ára. Afkoma
bankans litaðist aftur á móti mjög af
óreglulegum liðum á borð við skrán-
ingu og sölu Arion banka á hlutum í
fasteignafélaginu Reitum og alþjóð-
lega drykkjarvöruframleiðandanum
Refresco Garber. Hagnaður bankans
af reglulegum rekstri var sömuleið-
is betri en hinna bankanna og nam
3.150 milljónum króna og jókst um
meira en 700 milljónir á milli ára.
Arðsemi af reglulegum rekstri jókst
einnig á milli ára og var 7,19%.
Dýrt bankakerfi
Allir bankarnir hafa á undanförnum
árum lagt á það áherslu að leita allra
leiða við að lækkra rekstrarkostnað
og auka þannig arðsemi af grunn-
rekstri þeirra enda er íslenska banka-
kerfið mun dýrara í rekstri í saman-
burði við banka annarra norrænna
landa. Þannig lagði alþjóðlega ráð-
gjafarfyrirtækið Oliver Wyman það
til á árlegum SFF-degi sem fór fram
á síðasta ári að ráðist yrði í „róttæka“
uppstokkun á fjármálakerfinu í því
skyni að efla samkeppnishæfni ís-
lenska hagkerfisins og þá um leið
bæta fjármögnunarumhverfi at-
vinnulífsins.
Draga mætti umtalsvert úr kostn-
aði við rekstur bankanna ef þeir
þyrftu ekki að halda úti jafnmiklu eig-
in fé og raun ber vitni, að mati ráð-
gjafarfyrirtækisins, auk þess ef bönk-
unum yrði heimilað samstarf sín á
milli á sviði bakvinnslu. n
Hagnaður af reglulegum
rekstri stóð í stað
n Heildarhagnaður stóru bankanna 27 milljarðar n Arðsemi af grunnrekstri minnkar á milli ára
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
5,4 3
14,9 3,15
Heildarhagnaður Hagnaður af
reglulegum rekstri
2,636,4
Heildarhagnaður Hagnaður af
reglulegum rekstri
Heildarhagnaður
Hagnaður af
reglulegum rekstri
Tölur í
milljörðum
króna