Skagfirðingabók - 01.01.2008, Side 38

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Side 38
SKAGFIRÐINGABÓK daglegu lífi. A hinn bóginn hafa þessir höfundar bóklegar fyrirmynd- ir (bæði frá frumbýlingsárum ís- lenskrar skáldsögu og úr þýddum skemmtisögum), sem ráða miklu um það hvað er talið áhugavert í skáld- sögu, hvernig tilfinningum er lýst, hvaða mat er lagt á persónur og atburði. Þessar fyrirmyndir - æði mis- jafnar að sönnu — gerast einatt mjög ráðríkar og þoka verkum þessara á- hugamanna mjög nálægt hinni al- þjóðlegu skemmtisögu. Guðrún frá Lundi er sá höfundur sem einna best kemst frá þessari blöndu. Þegar á heildina er litið munu flestir ís- lenskir afþreyingarhöfundar standa mun nær hinni alþjóðlegu formúlu en Guðrún frá Lundi (t.d. dæmi- gerð ástaframhaldssaga vikublaðs). Þetta á bæði við „sakleysingja" hennar kynslóðar og þá sem yngri eru og vita mætavel hvað þeir eru að gera þegar þeir eru að reyna að „hanna“ metsölubækur um sína kyn- slóð borgarbarna. Ólafur Jónsson, einn hinna skoð- anamótandi bókarýnenda, skrifaði svo (líklega 1968, birt síðar í Leikdómar og bókmenntagreinar 1986): I umræðu manna og ádeilum á hin- ar svonefndu kerlingabækur, alþýð- legar skemmtisögur kvenna, hefur ein kona mest verið höfð fyrir sök- um og nafn Guðrúnar frá Lundi jafnvel haft fyrir samnefni slíkra skáldkvenna ... En Guðrún frá Lundi er engan veginn lítilsverður höfund- ur — nema þá menn aðhyllist þá al- mennu reglu að rómantískar, alþýð- legar skemmtisögur séu með öllu forkastanlegar bókmenntir og eigi slík iðja yfirleitt ekki rétt á sér. Meginkostur Guðrúnar er hve mætavel hún þekkir til hversdags- lífsins sem hún lýsir og á létt með að draga upp rauntrúa, ljóslifandi mynd þess, sveitarinnar í gamla daga, gæða sögufólk sitt máli og hugsunarhætti sem hæfir nákvæm- lega þeim heimi sem það byggir. Og frásögn hennar er jafnan mjög greiðleg þó ekki beri til stórra tíðinda, vafninga- og fordildarlaus, og getur líklega orkað spennandi á lesendur. ... [verk hennar] eru að vísu mótuð af bókmenntasmekk sem nú þykir úreltur orðinn. Og á öðrum stað í sama riti (bls. 218 og áfram. Líf í dal. Guðrún frá Lundi: Dalalíf) skrifar Ólafur í tilefni af annarri útgáfu Dalalífs. Þar nefnir hann Dalalíf höfuðrit í seinni tíma bókmenntum. ...tímamót kunna að verða með út- komu Dalalífs árin 1946—51: þar með ryður þjóðlega skemmtisagan, eða „kerlingasagan" eins og hún hefur verið hnyttilega nefnd, sér til rúms. Enn sem fyrr við lítinn orðstír á meðal ráðandi bókmenntamanna en mikla og varanlega hylli allrar alþýðu ... Hvað sem bókmenntasögu líður er Dalalíf mikilfengleg og merkileg skáldsaga. Ólafur fjallar svo um sögur, sem komu á eftir Dalalífi og segir, að sem sögur reynast þessi verk næsta frumstæð á við Dalalíf þar sem epískt gangverk sög- unnar er látið um sig sjálft, án annars konar útlegginga en það sem frásagnarefnið geymir svo sem af sjálfu sér. 34
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.